Morgunblaðið - 03.03.1940, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 3. mars 1940.
oooooooooooooooooo
| ÚR DAGLEGA |
| LlFINU |
cxxxxxx <xxxxxx
Á borðinu fyrir framan mig liggur
stórt karlmannsúr. Yísiramir sýna að
klukkan er 19 mínútur gengin í 9. —
flvað merkir það?
Á þessu augnabliki þ. 1. mars, að
morgni steypti skipstjórinn á vjelbátn-
um „Kristjáni", Guðmundur Bærings-
son sjer í sjóinn. SíSan stendur úrið.
Þegar jeg sat á rúmstokknum hjá hon-
tun suður í Höfnum í fyrrakv., bað hann
aúg að koma því sem fyrst til Sigurþórs
úrsmiðs. í því væri sjór. Máske yrði
það ónýtt. Nú sendi jeg það til Sigur-
þórs, hvort sem það nokkumtíma get-
ur gengið eða ekki.
Þegar mjer áðan var litið á úrið, datt
mjer þetta í hug. Þessi tímamælir taldi
fyrir þá fjelaga 12 sólarhringana. Og
hve miklu munaði að hjarta eigandans
hætti að slá um sama leyti og úrið
stansaði af sjó í brimgarðinum í Skifti-
vík, í Höfnum, kl. 8,19.
*
í dag líða þeir skipbrotsmenn mjer
ekki úr minni. Samtölin við þá verða
mjer ógleymanleg, það litla, sem jeg
gat hripað niður um þau um kvöldið
var ekki nema svipur hjá sjón. Svona
er hlutskifti blaðamanna. Aldrei nema
hálfsögð sagan, og ekki það, þar sem
takmarkaður tími skamtar hvað sagt
verður.
Meðan jeg talaði við Guðmund skip-
stjóra og fjelaga hans, bárust honum
tvö heillaóskaskeyti. Annað var frá
sóknarprestinum að Útskálum, síra Ei-
ríki Brynjólfssyni. En hitt var frá
Fiskiþinginu eða fundarstjóra þess, Geir
•Sigurðssyni. Skeytin voru ekki nema
þessi tvö. En hve margir hugsuðu til
þessara manna, er fregnin barst um
landið, að þeir væru komnir í land
heilir á hpf i ?
★
Þegar við, að heita má, ruddumst
inn til þeirra, og ónáðuðum þá eftir
stutta hvíld, varð það fyrsta sem þeir
béðu um, að símað yrði sem fyrst til
fjölskyldna þeirra, að þeir væru
komnir í land. Þeir vissu ekki hve fregn-
in um björgun þeirra flaug ört um
landið. Að allur landslýður vissi þá, að
þeir væru heilir á húfi.
★
En þegar jeg spurði þá að því, hve
uaer þeir ætluðu sjálfir til Reykjavíkur
og heimsækja fólk sitt, þá var svarið
þetta. Þeir færu fyrst til Sandgerðis
til að tala við Lúðvík Guðmundsson,
: il þess að vita hvort þeir myndu ekki
geta fengið annan bát.
Þetta var hugurinn að bjarga sjer,
að fá atvinnu, að komast á sjóinn aft-
ur. Þar var ekkert hik á, þrátt fyrir
illa hrakningana. Geta menn skilið hve
aikil karlmenska þetta er?
*
En fyrir þá, vil jeg aðeins segja
þetta: Sje nokkur möguleiki til þess að
bessir skipbrotsmenn fái bát, þá eiga
beir að fá hann; og það sem fyrst.
Og vitaskuld er einhver bátur til. Hver
«m hefir ráð á bát, hann láti Lúðvík
Ouðmundsson í Sandgerði vita um það.
Og það sem fyrst.
Þeir voru allir í Sandgerði í gær, er
jeg taláði við Lúðvík. Þeim leið vel.
ðEtluðu að koma með áætlunarbíl í gær-
’cvöldið hingað til Reykjavíknr.
★
Jeg er að velta því fyrir mjer hvort
nenn geti orðið blindir á sjá-balli.
^ Hjónaband. í gær voru gefin
iaman í hjónaband frk. Lueinda
Sigríðuf Möller og Eiríkur Sigur-
rergsson. Heimili þeirra verður á
■JrpttisgötM 16.
Stjðrnarsamvinnan
FRAMH. AF ÞRJÐJTT SÍÐU.
fyrir sárum vonbrigðum. Hún
treysti því, alveg ákveðið, að
þjóðstjórnin myndi leysa þenna
ágreining. Og satt að segja
verðskuldar hún ekki nafnbót-
ina þjóðstjórn, ef ekki tekst að
leysa þessi mál.
Vilja ekki hinir pólitísku
herrar, sem í óþökk þjóðarinn-
ar halda dauðahaldi 1 rang-i
lætið, kynna sjer hvernig geng-
ur með þær vörur, sem nú eru
á frílista Þar koma innflytj-
endur sjer prýðilega saman. —
Myndi ekki eins verða um ann-
an innflutning, ef stjórnmála-
mennirnir ljetu innflyjendur
eina um lausn málanna?
MJÓLKURMÁLIÐ
Nokkur ágreiningur væri um
það mál, sagði forsætisráðherr-
ann. Hann gat þess, að mjólk-
urskipulagið hefði gefið bænd-
um í Mosfellssveit hærra verð
en þeir fengu áður, og þeir
fengju hærra verð en hinir, sem
fjær byggju. Samt væru bænd-
ur í Mosfellssvejt ekki ánægðir,
vildu hafa verðmuninn meiri,
þareð framleiðslukostnaður
þeirra væri svo mikill. Síðan
sagði ráðherrann:
„Þennan ágreining hefir rík-
isstjórnin unnið að því að jafna.
Þessa dagana er verið að vinna
að því fyrir atbeina ríkisstjórn-
arinnar, að lækka verðið á jörð-
um bænda í Mosfellssveit og
þar með framleiðslukostnaðinn,
en þetta jafnar metin“.
Um annan ágreining gat ráð-
herrann ekki, í sambandi við
mjólkurmálið. Þó virðist þar
miklu alvarlegra ástand. Svo
sem kunnugt er, hefir útsölu-
verð á mjólk til neytenda
hækkað um 6 aura pr. líter. En
þrátt fyrir þessa 6 aura hækkun,
fá bændur ekki nema 1 — einn
— eyrir í sinn vasa. Hitt fer alt
í kostnað, milliliði og annað.
Finst landbúnaðarráðherran-
um ekki eitthvað bogið við þetta
skipulag? Er það ekki alvarlegt
íhugunarefni, • að til þess að
bændur fái í hinni ört vaxandi
dýrtíð aðeins eins eyris hækkun
mjólkurinnar, þarf mjólkin til
neytenda að hækka um 6 —
sex — aura?
Nú mun ætlunin að verja
beint úr ríkissjóði nokkrum tug-
um þúsunda króna, til þess að
bjarga, til bráðabirgða, allsherj-
arhruni hjer í nærsveitum höf-
uðstaðarins. Og þetta er gert
til þess að hægt sje enn um
stund að búa við skipulag, sem
þannig er í framkvæmdinni, að
6 aura hækkun á mjólkurlítra
gefur bændum aðeins einn eyr-
ir I
Nei, svona skipulagi verður
ekki bjargað. Það þarf endur-
skoðunar frá rótum.
Það væri einmitt verkefni
þjóðstjórnarinnar, að taka
mjólkurskipulagið til gagn-
gerðrar endurskoðunar. önnur
skipulagsmál mættu einnig
fylgja þar með. En sfrnnilegá
rekst það á pólitíska hagsmuni
vissra manna, svo varla þarf
að gera ráð fyrir þeirri endur-
sljoðun fyrst um. §inn„
Minningarorð um Jðn
Jónsson, bílstjóra
0 östudagínn 23. f. m. barst
*■ sú sorgarfregn að Jón Jóns-
son bílstjóri, Smiðjustíg 9 hjer
í bænum, væri látinn.
Hann var fæddur 7. júní 1896 aS
NorSurkoti á ÍVIiðnesi. Foreldrar bans
voru hjónin Jón Þorsteinsson og kona
hans Halldóra Jónsdóttir, er þá bjuggu
þar. Með foreldrum sínum fluttist hann
til Reykjavíkur árið 1905 og átti síðan
heima hjer í bænum. Hinn 23. júlí 1917
gekk hann að eiga eftirlifandi konn
sína, Sesselju Hansdóttur, dóttur merk-
ishjónanna Helgu Hjartardóttur og
Hans H. Guðmundssonar frá Gufunesi
í Mosfellssveit. Eignuðust þan tvo syni
Magnús og Hans, sem nú eru um tví
tugsaldur.
Eins og margir fátækir drengir fór
Jón ungur að vinna fyrir sjer, 12 ára
gamall lagði hann á djúpið til aflafanga.
Ungur lærði hann með vjel að fara í
fiskibátum og reyndist við þann starfa
duglegur og laginn. Eftir að hann hætti
sjómensku vann hann um allmörg ár við
rörlagningar hjer í bænum og ýms önn-
ur störf.
Skemtilegri samstarfsmann var ekki
hægt að hugsa sjer. Hann var ljettur
í lund og ljúfur í viðmóti, hagsýnn, trúr
og áreiðanlegur í hverju starfi. Sjálf-
stæðismaður var hann fastur og ákveð-
inn og vann ótrauður fyrir flokk sinn.
Hann var umsjónarmaður á samkomu-
stað okkar Sjálfstæðismanna að Eiði
urdanfarin sumur, og starfaði við Vetr-
arhjálpina vetur eftir vetur og leysti
öll sín störf prýðilega af hendi.
Jeg læt hjer fylgja nokkur erindi, er
kveðin voru við fregnina um dauða
hans.
Mjer hrykti við þá fregn jeg frá,
einn fallið hafði vina minna.
Góðvinarhjarta hætt að slá
Horfið brosið af glaðri brá.
„Gamansvörin ei greina má,
þar gleði jafnan var að finna.“
Drengskapar sakna drengsins þeir,
sem drenginn þektu í samfylgdinni.
Starfinu unni mörgum meir,
sem meira höfðu á lofti geir.
„Hann vattsts ei til sem veikur reyr,
hann var með hjarta trútt og sinni".
Elskaði vora ættarslóð,
og unni heitt, sem móður sinni.
fslendings rann, í æðum blóð,
yljað af helgri kærleiksglóð.
„Trygt var hans rúm hann traustur stóð,
taldi vort I,and sem heilagt inni“.
Sjónin er veik og viskan smá,
við syngjum þann; sem hjer er hafinn.
Ljósvakans bylgjum lífið á,
líður inn geiminn hnatta blá.
Orlögin renna, enginn má.
Alfaðir fitar hinsta stafinn.
Astvinir hans, aldurhnigin móðir,
ekkja og synir, geyma um hann ljúfar
minnitigar og hlýjar kveðjur annara
samferðamanna hans á lífsleiðinni
fylgja honum inn á hin ókunnu lönd.
Jarðarför hans fer fraxn á morgurj.
Blessuð sje hans minning. S-.B.
Ekki mæöiveiki -
heldor lungnapest
Ffárdauðinn
i Borgarfirði
¥ tilefni af því, að það virðist
•4 all-alment álit, að fje sje að
hrynja niður úr mæðiveiki í
Borgarfirði, þykir mjer rjett að
láta eftirfarandi orðsendíngu
frá Guðmundi Gíslasyni lækni
koma fyrir almenningssjónir.
„Rannsóknarstofu Háskólans
hefir nýlega borist talsvert af
kindalúngum frá ýmsum bæjum
í Borgarfirði, þar sem komið
hefir fram sjúkleiki í' fje að
undanförnu. Athugunum á lung-
um þessum, sem nær eingöngu
voru úr fullorðnu f je, er enn eigi
lokið að fullu, en þær benda
eindregið til þess að um lungna-
bólgubreytingar sje að ræða.
Sumstaðar er greinileg lungna-
pest, og er verið að framleiða
bóluefni af sýklastofni úr sjúk-
um lungum frá einum þessara
bæja.
„Frekari rannsóknum verður
haldið áfram eftir því sem við
verður komið“.
Samkvæmt ofanrituðu virðist
ekki ástæða til að kenna mæði-
veikinni allan fjárdauðann, sem
nú á sjer stað í Borgarfirði.
Hákon Bjamason
Gluggagægir heldur barna-
skemtun í Varðarhúsinu í dag
kl. 3.
Geir Thorsteinsson
FRAMH. AF ÞRIÐJU SfiXU.
í rekstri hans er alt útreiknað,
hnitmiðað, af nákvæmri þekkingu.
Ekki af neinum smásálarhætti.
Ekkert er honum fjær skapi. En
fyrir viðskiftalegan þroska hans
er fyrirtækið í hans augum líf-
ræn heild, þar sem hverja afltang
verður að treysta til hins ítrasta,
eftir því sem skilyrðin eru á
hverjum tíma. Og hann hefir til
þess hæði þekkinguna og skapfest-
una.
Hann hefir því sannað fyrir
sig og alla, að erfiðleikar atvinnu
greinar hans eru engin sjálfskap-
arvíti. Þetta hafa menn skilið.
Þessvegna fjellu ásakanirnar nm
eyðsluna og fálmið dauðar niðnr.
Öldur þær brotnuðu á stjómsemi
og áreiðanleik Geirs. Þannig varð
hann útvörður þessa atvinnuveg-
ar — og er það enn, þó hann sj»
jafn fámáll um það eins og klett-
ur.
Það eru menn eins og Geir, sem
leggja grundvöll að framtíð at-
vinnuvega, safna reynslu, sem
aðrir byggja á, eru brautryðjend-
ur, þó þeir viti það ekki sjálfir.
Geir Thorsteinsson er vinsæll
maður með afbrigðum. Hann á það
skilið. Hann er íjettsýnn maður.
Drenglund hans og staðfesta er
frábær. Góðvild hans og glaðværð
gerir öllum sem þekkja hann hlýtt
um hjartarætur. V. St.
Ármenningar ætla að efna til
skíðanámslceiða við skála sixm í
Jósefsdal og mun fyrsta námskeið-
ið hefjast 11. þ. m. Kennari fje-
lagsins verður Guðmundur HalÞ
grímsson skíðakennari.
Triehosan-S
Eitt helsta úrræðið til þess að halda hársverðinum
og hárinu heilbrigðu er að nota hárvatnið
TRICHOSAN-S.
Leiðarvísir um notkun fylgir hverju glasi.
Fæst hjá rökurum og mörgum verslunum.
Heildsölubirgðir hjá \
Afenglswerctlun ríkiiins.
Auglysing
um bann gegn leikíöngum úr blýi.
Samkvæmt heimild í lögum nr. 24 frá 1. febrúar 1936,
um eftirlit með matvælum og öðrum neyslu- og nauðsynja-
vörum, og samanber auglýsingu heilbrigðismálaráðuneyt-
isins í Lögbirtingablaðinu 23. febr. s.l., er hjer með bann-
að að framleiða, flytja inn, hafa á boðstólum, selja, eða
að láta á annan hátt afhenda hverskonar leikföng úr blýi
eða efnum, sem innihalda blý eða önnur hættuleg efni eða
máluð eru eða lituð með þess háttar efnum.
Brot gegn þessu varða sektum aJt að 10.000 krónum..
Þetta tilkynnist hjer með öllum til eftirbreytni.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 2. mars 1940.
Agnar Rofoed-Hansen.