Morgunblaðið - 14.03.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.1940, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 14. mars 1940. Mannerheim ráðlagði frið Friðarskilmáiarnir ekki samboðnir Kuusinen tekinn af lífi hetjuvörn Finna Finnar hef ja endur- reisnarstarfið Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. AFARKOSTIR þeir, sem Finnar urðu að ganga að í Moskva, hafa vakið undrun margra fyrir hve kröfur Rússa eru harðar, og víðast eru menn þeirrar skoðunar, að þessi málalok sjeu ekki sam- boðin hinni hraustu finsku þjóð, eftir þá hetjudáð, sem hún hefir sýnt við að verja land sitt. Talið er að Mannerheim marskálkur hafi ráðlagt finsku stjórninni að semja frið, vegna þess að finski her- inn hafi verið að því kominn að gefast upp. Lítið var um hátíðahöld, þegar friðarsamningarnir voru undírritaðir í Moskva. Stalin drakk skál Finnlands og klappaði Paasikivi vingjarnlega á öxlina. GÁLGAFRESTUR? Að svo stöddu verður ekki sjeð hvaða afleiðingar friðar. skilmálarnir kunna að hafa fyrir Finnland, eða afstöðu þess tii Norðurlandanna. Friðurinn hefir í bili komið í veg fyrir að Norðurlöndin drægjust inn í styrjöld, en margir telja að aðeins sje um gálga- frest að ræða og Norðurlöndin eru nú í þeim heljargreipum, gem hætt er við að þau eigi bágt með að leysa sig úr. VIÐREISNARSTARFIÐ. I finska útvarpinu var í kvöld lesin upp hvatning til finsku þjóðarinnar. Þjóðin var hvött til að standa saman, sem einn maður að viðreisnarstarfi því, sem nú þarf að hefja. 1 hvatningunni var sagt, að finska þjóðin hafði á undan- förnum vikum sýnt, að hún getur staðið saman, sem einn maður. Þjóðin hafi einnig sýnt það á undanförnum 20 árum, að hún er viljasterk þjóð, sem getur komist langt með því, að standa saman að viðreisnarstarfi í landinu. Nú þurfi miklar fórnir og sterkan og einhuga vilja. SÆRÐIR OG FALLNIR. Finska stjórnin segir, að alt muni verða gert til þess, að ljetta þeim byrðina, sem hafa mist ástvini sína í ófriðnum og einnig muni verða reynt að hjálpa þeim, sem særðir eru og hafa orðið óvinnufærir. Forseti Finnlands, Kallio, flytur útvarpsræðu klukkan 11 í dag. Það er nú kunnugt orðið, að auk 50 þúsund finskra her- manna, sem voru tilbúnir að fara til Finnlands voru einnig 50 þúsund franskir hermenn reiðubúnir til að leggja af stað til Finnlands. Hafa þessir her- menn verið vel búnir og æfðir með það fyrír augum að þeir ættu að berjast í snjó og undir líkum ícringumstæðum og fyrir hendi voru á finsku vígstöðv- unum. Mannerheim marskálkur stóð í sambandi við herforingja. ráð Breta og Frakka um útbún- að þessara hermanna. EKKI HÆGT AÐ ÁFELLAST FINNA Bresku blöðin harma öll, að Finnar skuli hafa orðið að ganga að afarkostum Rússa og öll eru blöðin sammála um, að hrósa Finnum fyrir hetjudáðir þeirra undanfarnar vikur. Blöð- in taka það fram að ómögulegt sje að áfella Finna fyrir að hafa gengið inn á þessa friðar- skilmála. VARLEGT AÐ TRÚA RÚSSUM Eitt breskt blað ,,Evening News" í London telur að Finn- ar ættu varlega að trúa Rússum, því eins megi gera ráð fyrir, að þeír noti friðinn til að hvíla sig um stund, og ráðist svo á Finna á ný, er þeir hafi jafnað sig og bætt aðstöðu sína með því að fá flotabækistöð í Hangö og meirhluta Mannerheimvíggirð- ingarinnar. Talið er hæpið að Rússar leyfi það, að Finnar byggi sjer nýjar varnalínur á hinum nýju suður- landamærum sínum. Nokkur ágreiningur virðist vera meðal Finna um það hvort rjett hafi verið að ganga að FRAMH. Á SJÖTJNDU SÍÐU. Kuusinen. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Otto Kuusinen, forseti lepp- stjórnar kommúnista í Te- rijoki hefir verið dæœdur til dauða af rússneska herrjettinum og tekinn af lífi. Honum var gefið að sök, að hann hafi gefið Stalin rangar upp- lýsingar um afstöðu finsku þjóð- arinnar til kommúnismans og Sov- jet Rússlands. Sagt er að Kuusinen hefði full- vissað Stalin um, að finska þjóð- in myndi gera uppreisn strax og rauði herinn kæmi til að „frelsa Finnland". Kuusinen hefir undanfarin ár verið yfirmaður deílda kommún- istaflokksins á Norðurlöndum. Samningar um hernaðarbanda- lag Svíþjóðar, Finnlands og Noregs Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. TANNER, utanríkismálaráðherra Finna skýrði blaða- mönnum frá því í kvöld, að sainn'ngaumleitanir stæðu yfir milli fulltrúa frá Svíþjóð, Finnlandi og Noregi, að þessar þjóðir gerðu með sjer hernaðarbandalag. Samningar þessir voru hafnir áður en fríðarsamning- arnir fóru fram í Stokkhólmi. Fyrir hönd Finna taka þátt í samningunum Paasikivi og þeir aðrír, sem sömdu við Rússa í Moskva. Tanner sagði, að það væri fyrir forgöngu Finna, að þessar samningaumleitanir hefðu byrjað. Svíar og Norðmenn hindruðu hjálpina til Finnlands Svíar bjóöa Finnum hjálp Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Utanrfkismálaráðherra Svía, Giinther, hjelt útvarpsræðu í dag, þar sem hann lagði áherslu á, að Svíar yrðu nú að bregðast við og yeita Finrium hjálp í við- reisnarstarfi þeirra. Þessi hjálp mun krefjast stórra fórna, sagði Gunther, en Svíar verða að vera reiðubúnir til að taka á sig þessar byrðar. Ráðherrann ræddi um það, að Svíar hefðu verið ásakaðir um, að þeir hefðu látið Þjóðverja kúga sig til þess að snúast eins og þeir gerðu gagnvart Finnum, en að þetta væri ekki rjett. Sænska stjórnin hefði í öllu tekið ákvarð- anir sínar sjálf, án íhlutunar ann- ara. Gúnther sagði^ að Svíar hefðu hugsað um það eitt að koma á friði og að þeir hefðu viljað bræðraþjóðinni í Finnlandi alt hið besta. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. FINNUM var nauðugur einn kostur að semja frið við Rússa, vegna þess, að þeir fengu ekki þá hjálp, sem þeir þörfnuðust, sagði Tanner utanríkismálaráðherra Finna í útvarpsræðu í dag. Ná- grannar vorir neituðu um þá hjálp, sem við báðum um, og hjálpin frá Vesturveldunum gat ekki komið að gagni vegna þess, að Svíar og Norðmenn neituðu afdráttarlaust að leyfa flutning hjálparhers yfir lond sín. Tanner hóf mál sitt með því að segja, að Finnar hefðu gengið að skilyrðum, sem væri harðari fyrir þá heldur en kröfur Rússá voru í vetur, áður en stríðið hófst. FINNAR STÓÐU EINIR. Við höfum barist einir. Að vísu höfum við fengið sjájfboða. liða, en það var ekki nóg. Aftur og aftur fórum við þess á leit við Noreg og Svíþjóð, að við fengjum hernaðarlega hjálp frá þeim, en fengum ávalt neitun. Þá gat Tanner þess, að Finn- ar hefðu fengið mikið af her- gögnum frá FrÖkkum og Eng- lendingum og loks loforð um hermenn. Fyrir þetta væri Finn- ar þakklátir. En sá eini ljóður væri á loforði Vesturveldanna um hermanna sendingu til Finnlands, að engín leið var til að senda hermenn frá Englandi til Finnlands. Stjórnir Noregs og Svíþjóðar höfðu afdráttarlaust neitað að leyfa herflutninga um lönd sín jafnvel gengið svo langt, að hóta því, að rífft upp einústu járnbrautarlínuna, er hægt var að nota til hergagnaflutninga. Þegar svo var komið, var auð- sjeð, sagði Tanner, að okkur myndi ekki verða neitt lið að hermönnum frá Bretum og Frökkum, þar sem eina leiðin, sem þeir gátu farið um, var lokuð. NAUÐUGUR KOSTUR Finska stjórnin leit því svo á, að betra væri að semja frið nú á meðan finski herinn var ósigr- aður heldur en að láta óvinaher vaða yfir landið. Finsku samn- ingamennirnir reyndu árangurs laust að fá Rússa til að gefa eftir af kröfum sínum. Þær 15 vikur, sem stríðið hefir staðið, hefír finski herinn h\ergi hopað nema á suðurvíg- FRAMH. Á FIMTU SÍÐU. •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.