Morgunblaðið - 14.03.1940, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 14. mars 1940.
2)
3)
Friðarskil-
málarnir
Aðalatriði friðarsamninganna
milli Finna og Rússa eru
þessi:
1) Rússar fá Kirjálaeiði alt og
Viborg.
Ladogavatn og ströndina
umhverfis vatnið, þar á með-
al bæina Soravala, Soujárvi
og Kexholm.
Rússar fá Hangö á leigu til
30 ára og mega hafa þar
flota- og fJugvjelabækistöð,
ásamt þeim her, sem þeir
þykjast þurfa í þessu augna
miði. Rússar greiða í leigu
8 miljón finskra marka á ári
fyrir Hangö (um 650 þús-
und.krónur). Hangö verður
afhent Rússum fyrir 20.
mars.
Rússar fá Fiskimannaskag-
ann allan. en þessi skagi
var áður skiftur milli Finna
og Rússa.
Finnar halda Petsamo og
hjeruðunum þar í kring, en
Rússar fá að flytja vörur
um Petsamo án þess að
gréiða af þeim toll, eða toll-
skoðun á þeim fari fram. —
Einnig mega rússneskir
menn ferðast um Petsamo,
hafi þeir vegabrjef útgefin
af rússneskum yfirvöldum.
Finnar mega ekki hafa
fleiri en 15 herskip í PeÞ
samo og ekkert þeirra má
vera stærra en 400 smálest-
Oddur Guðmunds-
son fíá Hafrafolli
4)
5)
6)
7)
.ir,
Finnar Ieyfa að lögð verði
járnbraut um mitt Finnland
til landamæra Svíþjóðar, frá
Murmanskjárnbrautinni til
Kemijárvi. Bæði ríkin bera
kostnaðinn af þessari járn-
braut eftir nánara samkomu
lagi.
Rússar lofa að skifta sjer
ekkert af inanríkismálum
Finnlands nje stefnu þess í
utanríkismálum.
Landamæraverðir eiga að
hafa tekið.sjer stöðu á hin-
um nýju landamærum kl. 10
f. h. þann 15. mars.
Vopnaviðskifti hættu klukk-
an 11 f. h. í gær.
RÆÐA TANNERS.
PRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
stöðvunum. Á öllum öðrum víg-
stöðvum hefir finski herinn ekki
aðeins haldið velli, heldur og
jafnvel neytt hinn miklu fjöl-
mennari rússneska her að hörfa
undan. Við vorum tæpar fjórir
miljónir á móti 160 miljónum,
sagði Tanner.
Að lokum hvatti Tanner
finsku þjóðina til að standa
saman einhuga. Ef þjóðin væri
samhent, þá myndu Finnar
sigrast'á erfiðleikunum á sínum
tíma, og rísa upp úr þeirri nið-
urlægingu, sem þjóðinni hefði
verið steypt í.
Að ræðu Tanners lokinni voru
flögg í Helsingfors dregin í
hálfa stöng og kvöldblöðin
komu út með breiðri sorgarrönd
Hann ljest 15. f. m. á heimili
sonar síns, síra Pjeturs,
prests á Djúpavogi. En hann var
borinn Isfirðingur, sonur Guð-
mundar Oddssonar bónda og for-
manns á Hafrafelli við Skutuls-
fjörð og konu hans, Halldóru
^ Sveinsdóttur, hinna merkustu
I hjóna.
, Oddur ólst upp með foreldrum
[sínum, og var því oftast kendur
' við föðurgarð sinn Hafrafell. Hann
gerðist snemma formaður við
Djúp, en hætti brátt formensk-
unni og gekk í Verslunarskólann
í Reykjavík.'Lauk hann námi með
mikíu lofi, og gerðist verslunar-
maður. Síðan setti hann á stofn
verslun í Bolungarvík og var jafn
framt póstafgreiðslumaður. Áriðí
1918 fluttist hann til ísafjarðar og
var póstafgreiðslumaður þar um
tíma og bóksali. Bóka,verslunina
seldi hann þó bráðlega. Hafði hann
á hendi skrifstofustörf eftir það.
Oddur var fríður maður sýnum,
mikill vexti og ramur að afli.
Hann var fjölhæfur maður, mik:
ilvirkur og velvirkur. Hann var
vinsæll, eins og þeir menn flestir,
sem vel er farið.
Oddur var tvíkvæntur. Pyrri
kona hans var Jósefína Bjarnadótt
ir bónda á Ármúla. Hún ljest
skömmu eftir að þau fluttu til
ísafjarðar. Síðari og eftirlifandi
( kona hans er Sigþrúður Pálsdóttir
: prófasts í Vatnsfirði.
Oddur unni mjög átthögum
| sínum, eins og títt er um þá menn,
er vel eru skapi farnir. Vár hann
og frændmargur vestra.
Lík hans var flutt til ísafjarðar
til greftrunar.
SigTirður Kristjánsson.
•^K^OOOOOOOOOOOOOCr"
V
C
I«I sauðatólge
Bö^lasmför /
Visin
Lauguveg] 1 (
Útbú Fjölnigveg 2 )
Hú§.
Sambygging í Norðurmýri til sölu
Nánari upplýsingar á skrifstofr,
Vvv
Morgnnblaðsins.
RfkiD kaupir
Húsavfkurverk-
smiðjuna
Síldarverksmiðjur ríkisins hafa
nú keypt síldarverksmiðjuna
á Húsavík og var kaupverðið kr.
207 þúsund.
Verksmiðjan á Húsavík er bygð
fyrir 400 mála vinslu á sólarhring.
Rekstur hennar hófst árið 1938 og
var hún þá þegar leigð Sílder-
verksmiðjum ríkisins, er einnig
höfðu hana á leigu s.l. sumar.
Mjög mikill hagnaður varð á
rekstri síldarverksmiðjunnar á
Húsavík s.l. sumar. Er talið að
hagnaðurinn nemi ca. 80 þúsund
krónum, ef fatalýsisverð verk-
smiðjunnar er tekið inn í meðal-
verð S. R. á tankalýsi, en um 200
þúsund krónum, ef verðið á fata-
lýsinu á Húsavík er reiknað eins
og það seldist eða eftir meðalverði
á fatalýsi Síldarverksmiðja ríkis-
ins.
Kaup verksmiðjunnar voru mið-
uð við áramótin 1938—39 og
slepti Húsavíkurverksmiðjan með
því tilkalli til helmings af hagn-
aði verksmiðjunnar s.l. ár, sem
henni ba,r samkvæmt leigusamn-
ingnum. Þetta atriði mun hafa
ráðið úrslitum um kaupin, sem
telja verður mjög hagkvæm fyrir
Síldarverksmiðjur ríkisins.
Síldarverksmiðjan á Húsavík
liggur ágætlega við síldarmiðun-
um, mitt á milli Siglufjarðar og
Raufarhafnar, og getur oft borið
svo undir, að það geti'munað aíld-
veiðiskip fullfermi að geta land-
að í síldarverksmiðjunni á Húsa-
vík.
Til Strandarkirkju: M. G. C. 5
kr. H. G. G- 15 kr. Helgi 2 kr.
Sigga 5 kr. J. G. 1 kr. Ónefndur
2kr. G. R. 5 kr.
Til Hallgrímskirkju í Saurbæ:
N. N. 5 kr. Keflvíkingur 50 kr.
íslensku
tónleikarnir
FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU
Svona „skýringar" hljóta að
koma hverjum heilbrigðum
manni fyrir sem hreinasta
„píp“, en öllu verra er þó það,
að með þessu er þeim skilningi
komið inn hjá fólki, að bak við
tónana felist einhverjir ógurleg-
ir leyndardómar, sem enginn
skilji, nema örfáir, útvaldir
sjerfræðingar.
Annars er þetta verk Karls
Runólfssonar mjög eftirtektar-
vert að mörgu leyti. Það er
mjög vel ,,instrumenterað“, og
gætir á því sviði allmikillar
hugkvæmni á köflum. Tónninn
í allri svítunni er hánorrænn,
stefin eru stutt og tónsvið þeirra
takmarkað. Ef til vill má segja,
að tónskáldið hugsi full mikið
um áferð verksins, og að sumir
kaflarnir sjeu nokkuð losara-
lega bygðir. Heilsteyptastur er
kaflinn „Suður“, en þar virðist
þá áttavitinn hafa orðið fyrir
segulskekkju, því að þessi kafli
bendir eindregið til Finnlands.
Enda þótt bæði aðalverk
kvöldsins lægju nokkuð fyrir of-
an getu hljómsveitarinnar, bæði,
eins og fyr er sagt, að því er
viðvíkur stærð hennar og svo
kunnáttu sumra hljómsveitar-
manna, tókst þó stjórnandanum,
dr. von Urbantschitsch að halda
öllum lausu þráðunum saman í
styrkri hendi, og mun það ekki
síst honum að þakka, hve út-
færsla þessara nýjú íslensku
tónverka tókst vel.
E. Th.
Handknattleikskepni fór fram
í Fimleikahúsi Jóns Þorsteinsson-
ar í gærkvöldi milli kvennaflokks
úr Ármanni og kvennaflokks
„Hauka“ í Hafnarfirði. Ármanns
stúlkur unnu með 18 mörkum
gegn 10. Einnig keptu II. flokks
piltar úr „Valt“ og „Haukum“.
Hafnfirðingarnij. unnu með 21:18,
B. S. I.
Símar 1540 þrjár línur.
Góðír bflar. ------ Fljót afgreiðsla.
„Eftir erlendri
fyrirmyndM
FRAMH. AF FIMTU SlÐU.
fyrir það verð er úttektarmenn
meta, enda fái leiguliði gjaldfrest
á 3/4 þess hluta kaupverðs er
kann að vera umfram veðskuldir,
eigi skemri tíma en þrjú ár“. Þa5
er eins og búist hafi verið við því
að „Kulakkarnir“ íslensltu mundu
bogna undir skyldunum, enda mun
•tilgangurinn reynast markviss.
Það er gömul þjóðsaga, að það
sjeu 18 þrep niður í vissa íbúð
vondra manna, máske er það ekki
hrein hending að það skuli vera
18. liður laganna sem gefur „Ku-
lökkunum“ íslensku bendinguna
um þann leiðarenda, sem þeim
kann að vera hugsaður.
Sem betur fer, þá hefir ekki
ennþá tekist að vekja sundrung
innan bændastjettarinnar, en þeir
flokkar sem það vildu reyna, eru
nú sjálfir lentir í áflogum um
bráðina og það er hreint ekki svo-
afleitt dægrastytting-að virða fyr-
ir sjer hraðann í vinnubrögðum
þeirra fjelaganna, þar sem þeir
sitja hvorir í sinni flatbytnu, með
alla öngla utanborðs á vérkalýðs-
skaki sínu, það er eins og gripið
hafi um sig almennur taugaóstyrk-
ur á báðum fleytunum, samskon-
ar og hleypur í suma menn þegar
þeir heyra nefnda síld. Þetta er
í sjálfu sjer ekki undarlegt, það
veltur ekki á litlu fyrir þá vinina
hvor skipshöfnin veiðir betur,
þetta er nú á vissan hátt þeirra
síld, sem um er barist.
Mjer hafa stundum, í sambandi
við þetta, komið í hug tvéir flæk-
ingar, sem uppi voru á Norður-
landi fyrir mörgum árum og háðir
ferðuðust um sömu sveitir til
fanga. Þeir rendu heldur illum
augum hvor til annars vegna þess
að sá fjekk jafnan minni gjafirn-
ar þar sem hinn hafði farið fyrirj
þeir reyndu því jafnan að sneiða
sem mest hvor hjá öðrum á þess-
um ferðalögum. Einhverju sinni
heyrði fólk, sem var við útivinnu,
hin átakanlegustu vein úr hvarfi
þar skamt frá, bg er menn fóru
að forvitnast um hverju gegndi,
kom í ljós að flækingarnir höfðu
mæst þarna, orðið ósáttir um ætið
og farið að fljúgást á, kútveltust
þeir þarna í forarpolli er að var
komið og kölluðu báðir á hjálp,
líka sá sem ofan á var.
Jeg veit ekki hvort verkalýður-
inn vill sinna hjálparhrópum
þeirra fjelaganna úr báðum déild-
um, nú á þessari neyðarinnar
stundu, jeg ætla, eftir því sem
ráða má af nýafstöðnum kosning-
um í „Dagsbrún“ og í Hafnar-
firði, að hann sje farinn að koma
auga á kýmnina í þessari viður-
eign og hafi gaman af að vera
áhorfandi og virða fyrir sjer leik-
ritin um stund. En kvað sem því
líður, þá vona jeg að bændur vakni
við innan skamms hvarvetna á
landinu og verði minnugir þess,
hvert afhroð þeir hafa þegar gold-
ið í rjettindamissi þeirri stefnu,
sem þessir flokkar aðhyllast og
verja og að þá hendi ekki oftar
sú skyssa, að vega klámvíg við
kjörborðin, með því að efla þar
annan hvorn aðilann til óþurftar
bændastjettinni, en hafi heldu^ í
huga, „at þeir einir munu vera,
at vjer hirðum aldri þó at drep-
ist“. Sigurður á Laugabóli.