Morgunblaðið - 14.03.1940, Page 8
Fimtudagur 14. mars I9*40t
ÓFBÍÐA STÚLKAIV 10
Fylgist
mcð frá byrjun
Eftir ANNEMARIE SELINKO
Á morgun á jeg að drekka morg
unkaffi með hiuum fræga Claudio
Pauls. Ætli fólk viti nokkuð af
því, að hann er næstum altaf
drukkinn? Kannske Claudio Pauls
verði allsgáður þegar jeg drekk
með honum morgunkaffi í fyrra-
málið.
Þegar jeg kom heim sagði jeg
frá því, að enginn hafi verið við
af skólastjórunum í verslunarskól-
anum, svo jeg hefði ekki getað
fengið neinar upplýsingar um
námskeiðin. „Jeg hitti gamla
bekkjarsystur mína, sem jeg las
með stærðfræði í skólanum. Við
ætluð að hittast í fyrramálið kl.
9. Við ætlum að fara saman í
búðir ....“, flýtti jeg mjer að
segja. Þegar jeg segi ósatt, tala
jeg altaf afar hratt; jeg finn að
jeg roðna, og það er um að gera
fyrir mig að vera eins fljót að
«egja lygasöguna og mögulegt er“.
„Svona snemma morguns ?“
spurði pabbi eins og úti á þekju.
Jeg fór snemma að hátta um
kvöldið. Inga settist. á rúmstokk-
inn hjá mjer og ljet dæluna ganga.
Ætli Plumberger vildi giftast
henni — hann hafði ekki hringt
í dag. Ætli hún fengi nýjan kjól,
reglulega fallegan kjól áður en
Plumberger byði henni næst í
leikhúsið í
„Þú skalt ekki reikna með
Plumberger. Hann giftir sig ekki
í bráð“, sagði jeg. „Honumi finst
rauðir refir fallegir og kann best
við kvenfólk, sem eyðir stórfje ..“
muldraði jeg.
Og þegar jeg var nærri sofnuð,
bætti jeg við: „Heyrðu Inga, þú
ættir að láta hann eiga sig, þetta
er bannsett fífl“.
Svo sofnaði jeg og gat því ekki
fylgst með hvernig það, sem jeg
sagði, fjekk á Ingu.
IV.
Næsta morgun þegar jeg vakn-
aði fanst mjer sem hinn
nýi dagur væri ákaflega þýðing-
armikill. Tilfinningarnar voru lík-
amlegar að því leyti að jeg fjekk
velgju fyrir bringsmalirnar, sem
jeg kallaði ,skólavelgjuna‘, vegna
þess að jeg fjekk altaf samskon-
ar tilfinningu þegar mjer gekk
illa í skólanum.
Þenna morgun var velgjan ó-
venju mikil. Jeg á að drekka
morgunkaffi með Claudio Pauls!
Claudio Pauls á að ákveða hvort
jeg á að fara í verslunarskóla eða
ekki. Claudio Pauls ....
Tilfinningar mínar gagnvart
þessum manni voru undarlegar.
Jeg skoðaði hann næstum sem
kennara, sem jeg bar mikla virð-
ingu fyrir, vegna þess að hann
var ekki neitt kennaralegur. Bn
um leið fanst mjer Claudio vera
einskonar goð, örlögin sjálf. Hver
veit nema örlögin hafi sent Claudio
Pauls til mín.
Þannig hugsaði jeg. Það hvarfl-
aði ekki að mjer eitt augnablik,
að jeg ætlaði að drekka kaffi
með frægum og dáðum manni. Það
var svo gersamlega útilokað að
hann myndi nokkru sinni hafa á-
huga fyrir mjer, sem karlmaður
— að mjer datt ekki í hug að
hugsa mjer hann sem slíkan. Það
er ekki auðvelt að koma orðum
að því, sem, jeg á við, en Clau
(sem jeg skrifa þessa sögu fyrir)
mun skilja hvað jeg á við. Br
það ekki Clau? Þá gat ekki verið
um neitt slíkt að ræða milli okkar.
Jeg var svo ófríð ....
Jeg reyndi ekkert til þess að
klæða mig neitt sjerstaklega
smekklega. Jeg fór aftur í gömlu
regnkápuna. Klukkan var ekki
orðin 9 er jeg kom í litla v.ejt-
ingahúsið hjá Bastei.
Claudio Pauls sat úti í horni
og fyrir framan hann var stór
bunki af dagblöðum, frönskum og
enskum. Vasabók lá fyrir framan
hann á borðinu, sem> hann hrip-
aði eitthvað niður í við og við.
Hann var næstum hulinn í sígar-
ettureyk.
„Góðan daginn, hróið mitt“.
„Góðan daginn, herra Pauls“.
Jeg settist beint á móti honum.
Hann var talsvert breyttur frá
deginum áður. Andlit hans var
unglegra og það voru ekki neinir
kippir um munn þans eins og í
gærdag. Mjer virtist hann ung-
legri. Hann var miklu rólegri.
Hann var hreint ekkert líkur leik-
ara eða rithöfundi. Hann var bara
eins og ungur maður.
„Morgunstundirnar eru besti
tími dagsins“, sagði hann. „Jeg
skrifa líka altaf á morgnana. Hug-
myndirnar fæ jeg á nóttunni þeg-
ar jeg drekk koníak og svo vinn
jeg úr þeirn snemma á morgnana.
Stundum finst mjer að jeg lifi
I aðeins milli klukkan 7 og 12 á
Jmorgnana. Annars — þjónn, einn
Vínarmorgunmat fyrir ungfrúna!“
Pyrir framan mig var rjúkandi
kaffi, egg, marmelade og hunang
og loks nýtt brauð, sem brakaði í
er maður braut það.
„Hvernig líður frú Markovsky í
dag, herra Pauls?“, spurði jeg
kurteislega.
„Þakka þjer fyrir, ágætlega. Af
hverju spyrð þú að því?“
„Vegna þess — í gær — henni
virtist ekki líða sem best — taug-
arnar. Jeg held ....“
Claudio hugsaði sig um. „Æ,
það er alveg rjett. Þíi varst við-
stödd í vínstofunni þegar hún
fjekk kastið. Hún fær svona köst
næstum á hverjum degi; hún á
bágt þessa dagana“.
Þá sá Claudio stór undrandi
barnsaugu stara á sig. Jeg hlust-
aði með athygli áfram: „Á hún
bágt?“
„Jeg skal segja þjer eitt, hróið
mitt. Konur hafa hræðilegan eig
inleika, sem nefndur er hjegóma-
girni. Karlmenn hafa þenna eig
inleika líka, en á alt annan hátt.
Margar konur hafa farið í hund-
ana af eintómri lijegómagirni. Um
þessar mundir stendur Lilian á
barmi hyldýpis, og hún veit af
því; þess vegna finst henni að hún
leiki aðalhlutverkið í sorgarleik.
Bn á meðan jeg leik eitthvert
hlutverk í hennar lífi, þá verður
sorgarleikurinn aðeins gamanleik-
ur — guði sje lof. Jeg hefi ekki
mikil sambönd meðal sorgarleik-
ara .... “
Jeg gat ekki stilt mig að hlæja.
Framh.
f £
w* jrimerKiatrieltir .
*I* ♦** *I* *♦* *♦* *♦* *•* V *♦* V *♦* *♦* V V V *♦* V 5
^ • ♦ ♦ ♦ ♦ • • ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ -♦’
J.A/m*m*m*««*m*m**4*m*m*m*h*m*m*m*m%
vvv******vv%**»****%*vv%*vv******
Nýlega voru gefin út í Argen-
tínu nýstárleg frímerki til
notkunar fyrir svonefnda „Tono
post“. Hefir verið tekin upp sú
nýjung þar í landi, að menn geta
keypt litla grammófónplötu, talað
á hana og sent síðan með póstin-
um. Kostar grammófónplatan með
burðargjaldi 1.25 Peso og 1.50
Peso — og voru sjerstök frímerki
gefin út til þeirra nota. Hefir
alþjóðapóstmálaþingið, sem nýlega
yar haldið í Buenos Aires, samþ.
að þessi „Tonopost“ skuli leyfður
og er Argentína fyrsta landið, sem
notað sjer heimildina.
★
Sjerstök frímerki eru nú gefin
út fyrir Bæheim og Mæri og er
verðgildi þeirra í krónum og hell-
erum eins og áður var um frí-
merki Tjekkóslóvakíu. Slóvakía
hefir og gefið út allmörg frímerki
síðan ríkið var stofnað. — Bftir-
spurn eftir frímerkjum frá Aust-
urríki, Tjekkóslóvakíu, Póllandi,
Danzig, Memel hefir farið vax-
andi síðastliðna mánuði og verð
þeirra yfirleitt hæbkað. Einnig
hefir orðið talsverð verðhækkun
4 frímerkjum frá Abessiníu og
Albaníu.
★
/
Mikill fjöldi allskonar minning
arfrímerkja eru gefin út árlega
og skulu hjer nokkur nefnd.
★
Holland. í tilefni af að 100 ár
voru liðin síðan fyrsta járnbraut-
arlestin fór á milli Amsterdam og
Haarlem voru gefin út 1. sept. s.l.
2 frímerki, 5 cent grænt með mynd
af fyrstu eimlestinni og 12% eent
blátt með mynd af nýtísku raf-
magnslest. —
★
Júgóslafía. Á afmælisdegi Pjet-
urs 11. konungs 6. sept. s.l. voru
gefin út 4 frímerki með ýmsum
myndum af herskipaflota Júgó-
slafíu.
★
Þýskaland hefir á s.l. ári gefið
út fjölda frímerkja, til minningar
um ýmsa merkisatburði. T. 'd. má
nefna frímerbi, sem gefið var út
á 50 ára afmæli foringja þjóðar-
innar og kanslara Adolf Hitlers.
Frímerki til minningar um end-
urreisn Danzigborgar o. fl. Þýsbu
frímerkin eru nú talin einhver
fallegustu og vönduðustu frímerki
sem gefin eru út, og má þar sjer-
staklega tilnefna hin árlegu vetr-
arhjálparfrímerki. —
Nýja Sjáland gefur árlega út
frímerki sem nefnd eru „heilsu-
verndar frímerkin" og eru þau
seld til ágóða og eflingar heilsu-
vernd meðal barna^, þar í landi.
Síðustu frímerkin af þessari gerð
voru gefin út 2. okt. s.l. og eru
með mynd af þremur drengjum
sem kasta stórum knetti með á-
letrun „Health“.
★
Finnland gaf út um áramótin
frímerki, sem selt er með yfir-
verði til ágóða fyrir landvarnir
landsins. Frímerkið er með mynd
af finska ljóninu, sem heldur á
brugðnu sverði. Nafnverð frímerk-
isins er 2 finsk mörk og yfirverð
2 finsk m-örk. — Þykir frímerkið
eitthvert hið smekklegftsta, sem lít
hefir komið á Norðurlöndum.
Teikninguna af því gerði kona,
frú Signe Hammersten-Jansson að
nafni.
★
Danmörk. 11. nóv. s.l. voru gef-
in út frímerki til eflingar starf-
semi Rauða Krossins danska. Eru
frímerkin með mynd af Alex-
andrínu drotningu. Verðgildin eru
10-f-5 aurar. Frímerki þessi eru
sjerstaklega smekklega gerð og
ágætlega prentuð.
*fjelagslíf
I. O. G. T.
VERÐANDI SYSTUR
Saumafundur í dag kl. 3%
á Bergstaðastræti 48 A.
ST. DRÖFN NR. 55.
Fundur í kvöld kl. 8%. Inn-
taka. St. Morgunstjarnan heim
sækir. Erindi Pjetur G. Guð-
mundsson o. fl. Dansað að lokn
um fundi.
HJÁLPRÆÐISHERINN
Söng og hljómleikasamkoma
í kvöld kl. 8%. Majór Sannes
o. fl.
ÁGÆTT SKÓVERKSTÆÐI
til leigu í Hafnarfirði. Upplýs
ingar í síma 9126.
3 HERBERGJA ÍBÚÐ
óskast. 1 herbergið má vera lít
ið. Gunnar Ásgeirsson, c./o
Jóh. Ólafsson & Co.
5 HERBERGI OG ELDHÚS
með öllum þægindum, helst ná-
lægt miðbænum, óskast 14. maí
Tilboð merkt „5 herbergi" —-
sendist Morgunblaðinu fyrir 17,
þ. mán.
2—3 HERBERGI
og eldhús með öllum þægind-
um, helst í Vesturbænum, ósk-
ast 14. maí. Tvent í heimili.
Tilboð merkt ,,Skipstjóri“, send-
ist blaðinu fyrir sunnudag.
ÚTLÆRÐ HATTADAMA
óskast til Akureyrar nú þegar.
Upplýsingar gefur Láretta Hag-
an. Sími 4247 og 3890.
ffZi&tfmiÍTtgav
FISKBÚÐIN BALDURSGÖTU
31, hefir skift um síma og hefir
nú nr. 5785. Glænýr fiskur dag-
lega.
5905
er símanúmerið í Fiskbúðinnii
Ægir, Spítalastíg 10.
K. F. U. M.
Fundur í A. D. í kvöld kl-
8%. Allir karlmenn velkomnir.
FILADELFIA
Samkoma í kvöld kl. 8%. —-
Jónas Jakobsson ,og Eric Er-
ricson talsr. Allir velkomnir.
JKinn ‘jfifimic
VELOUR
hálsklútar — Hattastofu Svönut
og Lárettu Hagan, Austurstr. 3-
TRILLUBÁTUR ÓSKAST
til kaups eða leigu. Má vera áis
vjelar. Tilboð sendist blaðinu-
fyrir 17. þ. m. merkt „Trillu-
bátur“.
NÝ ÝSA
reykt ýsa, reykt karfaflök, nýar"
gellur og ótal margt fleira. ---
Sími 1456.
SKÍÐAFÖT
karlmanns til sölu. Tækifærls-
verð. Lífstykkjabúðin Hafnar-
stræti 11.
BLÓM & KRANSAR
Hverfisgötu 37. Sími 5284. Ilm-
vandi •birkigreinar. Daglega mik-
ið úrval af lifandi og tilbúnum
blómum. Hortensíurnar komn-
ar. Bæjarins lægsta verð.
HÚS ÓSKAST
til kaups. Nákvæmar upplýs-
ingar merktar ,,Húsakaup“ -
sendist Morgunblaðinu.
| ÓDÝR BLÓM
Afskornar Hortensíur
fallegar á kr. 3,00.
KAKTUSBÚÐIN
| Laugaveg 23. Sími 1295»'
KALDHREINSAÐ
þorskalýsi sent um allan bæ. —
Björn Jónsson, Vesturgötu 28L.
Sími 3594.
DÖMUFRAKKAR
ávalt fyrirliggjandi. Guðns*.
Guðmundsson, klæðskeri.-----
Kirkjuhvoli.
MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR
keypt daglega. Við sækjum-
Hringið í síma 1616. Laugavega
Apótek.
ÞORSKALÝSI
frá Laugavegs Apóteki kostár
aðeins kr. 1,35 heilflaskan. ViH
sendum. Sími 1616.
KAUPUM FLÖSKUR
stórar og smáar, whiskypela*,.
glös og bóndósir. Flöskubúðiiv
Bergstaðastræti 10. Sími 5395»..
Sækjum. Opið allan daginn.
KOPAR KEYPTUR
í Landssmiðjunni.
SPARTA-DRENGJAFÖT
-augavge 10 — við allra hæfL
HARÐFISKSALAN,
vergötu, selur saltfisk nr. 1,.
2 og 3. Verð frá 0,40 au. pr..
kg. Sími 3448.