Morgunblaðið - 29.03.1940, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 29. mars 1940.
Blaðamannafjelags Islands
veröur annað kvöld að Hótel Borg
og Iiefst klukkan 9.
§kemtiatriði:
1. Þáttur úr gamanleiknum „Stundum og stundum
ekki“, eftir Arnold & Bach, sem bráðlega verður
sýndur hjer í bæ. Leikendur: Alfreð Andrjesson
og Jón Aðils. — Þá syngur Aifreð gamanvísur
úr leikriti, sem er í smíðum.
2. Kristmann Guðmundsson rithöfundur les upp
nýja smásögu.
3. Ný skemtiatriði: Lárus Ingólfsson leikari.
4. Nýtt danslag, nýr dans. Sigfús Halldórsson og
Bára Sigurjónsdóttir.
5. Brynjólfur Jóhannesson leikari: Gamanvísur.
6. DANS.
Danshljómsveit Jack Quinets skemtir (Music-
al Show).
Kynnir (conferencier) ívar Guðmundsson blaðam.
Aðgöngumiðar hjá Morgunblaðinu og Fálkanum í
dag kl. 12—7. Vissara að tryggja sjer aðgang í tíma.
ENGIN BORÐ TEKIN FRÁ.
Ný lög fyrir GarÖyrkju-
Aðalfundur Hins íslenska garð-
yrkjufjelags var haldinn ný-
lega hjer í Reykjavík. Á fundia-
um voru samþyktar nokkrar hreyt
ingar á lögum fjelagsins og ný
stjórn kosin. Formaður fjelagsins,
Niels Thyberg garðyrkjustjóri
baðst undan endurkosningu og
benti á sem eftirmann sinn Unn-
stein Ólafsson skólastjóra.
I stjórn voru kosnir-. Unnsteinn
Ólafsson, Reykjum form., Sigurður
Sveidsspn, Reykjum, ritari, Ólafur
Gunnlaugsson, Laugabóli gjald-
keri, Ingimar Sigurðsson, Fagra-
hvammi, Jóhann Schröder, Foss-
vogi.
Á síðastl. aðalfundi var kosin
nefnd, þeir Sigurður Sigurðsson
fyrv. búnaðarmálastj. og Herbert
Jónsson kennari, Hveragerði, til
að endurskoða lög -fjelagsins og
jafnframt gera; tiliögur til úrbóta.
Voru tiílög'Ur þeirra til all ítar-
legrar umræðu á fundinum og
voru þær samþyktar með talsverð-
um breytingum.
Fjelagið, heitir nú „Garðyrkju-
fjelag Islands“ og er nú samkv.
stefnuskrá sinni fjeiagsskapur
allra þeirra, er áhuga hafa fyrir
garðrækt, bæði garðyrkjumanna,
sem garðeigenda eða annara áhuga
manna.
Það eru tilmæli stjórnarinnar,
að sem fiestir gerist fjelagar og
á þann hátt styrki og efli fje-
lagsskapinn til þess að hrinda öll-
um þeim áhugamálum í fram-
kvæmd, er lög fjelagsins mæla
fyrir.
Hin nýju lög fjelagsins eru svo-
hljóðandi:
1. gr. Fjelagið heitir Garðj^rkju-
fjelag Islands. Heimili þess og
varnarþing er í Reykjavík.
2. gr. Markmið fjelagsins er:
Að auka og efla garðyrkju og
áhuga fyrir kenni hjer á landi.
Tilgangi sínum hygst fjelagið að
ná með því:
1. Að hafa með höndum fræðslu-
starfscmi í garðyrkju, t. d. að
ráða menn til leiðbeiningarstarf-
semi og fastan ráðunaut, sem
jafnframt sje framkvæmda-
stjóri fjelagsins, strax og fjár-
hagur þess leyfir.
2. Að sjá um og halda garðyrkju-
sýningar.
3. Að gefa út mánaðarrit, bækur
og ritlinga um garðyrkju, eftir
því sem fjárhagur leyfir.
4. Að gangast fyrir fræðandi er-
indum á fundum fjelagsins og
opinberlega.
5. Að stofna til verðlauna og við-
urkenningaveitinga.
6. Að gangast fyrir að gerðar
verði tilraunir í garðyrkju og
að árangurinn verði birtur fje-
lagsmönnum.
7. Að koma á fót fjölbreyttu fag-
bókasafni til afnota fyrir fje-
lagsmenn.
8. Að sjá um, skipuleggja og
styrkja fræðsluferðalög fjelags
manna.
í). Að stuðla á allan hátt að auk-
inni mentun garðyrkjumanna, t.
d. með námsstyrkjum, eftir því,
sem fjárhagur leyfir á hverj-
. um tíma.
10. Að stofnaðar verði deildir úr
fjelaginu víðsvegar um landið,
er starfi samkvæmt lögum fje-
fjelag Islands
lagsins og reglugerð, er stjórnr
in semur,' er grein þessi kemur
til framkvæmda.
11. Stjórn fjelagsins hlutist til
um, að Alþingi veiti fjelaginu
stuðning til fræðslu og leið-
beiningarstarfsemi.
3. gr. Inntöku í fjelagið veitir
stjórn þess. Fjelagsmenn greiði 5
kr. í árgjald, er greiðist fyrir 1.
aprfl. Nemendur innan 18 ára
greiði hálft gjald. Aðeins skuld-
lausir fjelagar.hafa atkvæðisrjett
á aðalfundi. Hafi fjelagsmaður
ekki gert skil við fjelagið í 2 ár,
er stjórninni heimilt að nema
hann úr tölu fjelagsmanna. Hlunn-
indi skuldlausra fjelagsmanna eru
öll rit og ritlingar, er fjelagið
kann að gefa út. (Bækur undan-
skildar).
4. gr. Stjórn fjelagsins skipa 3
menn: formaður, ritari, fjehirðir
og 2 meðstjórnendur, er kosnir
skulu á aðalfundi til eins árs í
senn. Þá skulu og kosnir 3 menn
* í varastjórn og 2 endurskoðend-
ur. Kosning stjórnar er skyldu-
bundin, nema löglegar ástæður
sjeu fyrir hendi. Þó geta þeir, sem
verið hafa í stjórn 2 ár samfleytt,
neitað enurkosningu.
5. gr. Aðalfundur skal haldinn
fyrir marsmánaðarlok ár hvert.
Aðalfundur er lögmætur ef 15%
ársfjelaga mætir. Verði aðalfund-
ur ekki lögmætur, skal boðað til
hans á ný og er hann þá lögmæt-
ur án tillits til þess, hve margir
mæta. Afl atkvæða ræður úrslit-
um mála. Falli atkvæði jafnt sker
atkvæði formanns úr. Til laga-
breytinga þarf tvo þriðju atkvæða.
Til aðalfundar skal boðað með 2
vikna fyrirvara, og til venjulegs
fundar með 1 viku fyrirvara. Á
fundinum skal leggja fram end-
urskoðaða reikninga fjelagsins til
samþyktar.
6. gr. Nánari fyrirmæli um
framkvæmd laganna skulu sett í
reglugerð, er samþykt skal á að-
alfundi.
7. gr. Nú hefir verið samþykt
að leggja fjelagið niður, skulu þá
allar eignir þess renna í sjóð, er
beri nafn aðalhvatamanns að stofn
un fjelagsins, landlæknis Georgs
Schierbechs, og sje sjóðurinn und-
ir umsjá Stjórnarráðs íslands og
verði varið til eflingar garðyrkju
hjer á landi, með þeim forsend-
um, sem samþykt verða á fjelags-
fundi, áður en það verður lagt
niður.
LfkniO þeim, sem liffa
Minningar§jóður
Landsspífalans
Landsspítalinn er, eins og
kunnugt er, stærsta sjúkra-
hús landsins og þangað leita
sjúklingar úr öllum bygðarlög-
um, jafnt þeim fjærstu sem hin-
um, er nær liggja. Margt af
þessu sjúka fólki er sárfátækt
og þar á ofan ótrygt fyrir sjúk-
dómum, því sjúkrasamlög eru
enn ekki orðin almenn hjer á
landi.
Er þessvegna margur áhyggju
fullur um það, hversu fara muni
um greiðslu á þeim mikla kostn-
aði, sem af sjúkrahússdVölinni
leiðir. En þar eiga þeir hauk
í horni, sem er Minningarsjóður
Landsspítala íslands. Sjóður
þessi hefir nú starfað um níu
ára bil, eða frá því að Lands-
spítalinn tók til starfa, og á
þessu tímabili veitt sjúkrastyrki
sem nema nokkru yfir eitt
hundrað þúsund krónur, en tala
styrkveitinganna er á sjötta
hundrað.
Það má nærri geta að það er
fjelitlum eða fjevana sjúkling-.
um eigi lítill áhyggjuljettir að
vita sig getað leitað til sjóðsins,
því margir eru þeir, sem óljúft
er að þiggja af sveit, vegna
veikinda sinna. Sjóðurinn veitir
aldrei minni hjálp en Vá hluta
áfallins kostnaðar, en oftast þó
meira en lágmarkið og í sumum
tilfellum greiðir hann kostnað-
inn að fullu.
Það segir sig sjálft, að til
þessa þarf sjóðurinn að hafa
allmikið fje til umráða auk þesa
vaxtahluta af höfuðstólnum, er
árlega má verja sem styrktar-
fje. Þetta fje þarf hann að fá
inn með minningargjöfum. Vin-
'sældir sjóðsins hafa alla tíð
verið miklar og gjafir til hans
almennari, en til nokkurs ann-
' ars hliðstæðs sjóðs, enda er það
gefendum mikill hægðarauki,
að geta sent samúðarskeyti
sjóðsins gegnum allar síma-
stöðvar landsins. Sjóðurinn á
það undir velvild almennings
hve vel hann getur fullnægt
þeirri miklu þörf. Alt það fje,
sem gefið er til sjóðsins kemur
til úthlutnar á næsta ári eftir
að það er gefið. Þeir, sem gefa
sjóðnum minningagjafir geta
því verið vissir um það, að gjöf
iþeirra kemur að skjótum notum.
Kjörorð Minningarsjóðs Lands-
spítala íslands er þetta:
Líknið þeim, sem lifa.
Þessi orð tákna vel starfssvið
sjóðsins, og verða vonandi nú
og í allri framtíð til þess að
hvetja allan almenning að
íeggja honum líð í starfinu.
Þeir, sem beina gjöfum sín-
um til Minningagjafasjóðs
Landsspítala Islands, hjálpa um
leið og þeir minnast þess, sem
látinn er, hinum, er berjast við
sjúkdóma, en þeir eru jafnan
margir og allflestir þannig sett-
ir, að þeir þurfa fjárhagslega
hjálp í þeirri baráttu.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.