Morgunblaðið - 29.03.1940, Side 8

Morgunblaðið - 29.03.1940, Side 8
/ jParðttttbtaíft Föstudagur 29. mars 1940L. >_»_______ ÓFRÍÐA SIVLKAN EfUr ANNEMAKIE SELINKO vn. .... Og svo var lagt handklæði nm andlit mjer, sem hafði verið vætt í sjóðandi heitu vatni. Það lagði gufuna af handklæðinu og mjer fanst andlitið á mjer vera að gufa upp; loftið sem jeg and- aði að mjer var gufa, alt var gufa .... Jeg lá í litlu herhergi á snyrti- stofu Madame Lax. Hún var há, grannvaxin kona með stórar mjall- hvítar hendur. Hún var í hvítum kyrtli eins og læknir og hjelt á mafnspjaldi frú Theodóru Ray- mond, sem jeg hafði fengið henni. Hún horfði á mig rannsakandi um stund. „Jeg hefi aldrei komið á snyrti- stofu fyr“, stamaði jeg. „Jeg sje það —“ svaraði hún. Hún sagði ekki við miig að jeg væri ófríð; henni hefir vafalaust staðið á sama hvort þær voru fríð- ar eða ófríðar konurnar, sem sóttu snyrtistofu henna'r. Hennar at- ▼inna er að kynnast konuandlitum og reyna að gera þau eins falleg og mögulegt er. Hún fór með mig í smáherbergi og sagði mjer að leggjast á legu- bekk. Það var ákaflega heitt í herberginu og jeg fór úr peysunni minni og það var sétt hvítt línlak yfir brjóst mitt og herðar. „Reynið nú að hafa það þægi- legt“, sagði frú Lax og rjetti mjer tvo púða. Síðan fór hún hurt. Jeg var þreytt. Nokkrum mín- útum fyrir klukkan 6 hafði jeg komið hlaupandi til snyrtistofunn- ar. Jeg átti að vinna til klukkan €. " Jeg hringdi dyrabjöllunni, og einkennisklæddur þjónn fylgdi mjer inn í skrautlega biðstofu. Prú Lax tók vingjarnlega á móti mjer og nú lá jeg hjer ein. Alein með ófríðleika minn, sem kvelur mig þegar jeg er innan um fal- legar og vel snyrtar konur. .... Nú verð jeg falleg, hugs- aði jeg. Jeg lokaði augunum. Jeg verð falleg. — Það hlýtur að kosta stórfje. Hjer er alt svo fínt. Ætli að hún viti, að jeg er afgreiðslustúlka í húð? Afsakið, gjaldkeri. Óverðug staða, segir fólkið heima hjá mjer. Ætli það sje sárt: Vafalaust. En jeg skal ekki kvarta. Jeg ætla að verað falleg. Þau munu öll taka eftir þessu á morgun á vínstof- unni þegar jeg kem til að drekka kaffið. Ætli það sje hægt að sjá mnn strax eftir fyrsta sinn? Það var skynsamlega Vgert af mjer að fara fyrst til frú Lax, áð- ur en jeg fór á hárgreiðslustofu. Andlit mitt verður fyrst að verða „rjett“ áður en snillingurinn Francois getur gert sitt krafta- verk. Það var heitt í herberginu og það fjell á mig mók. Kannske myndu karlmenn nú líta mig öðr- um augum en fyr. Kyssa. Það hlýtur að vera indælt að kyssa í alvöru. Maður opnar dálítið munn- inn. Þannig er það að minsta kosti í kvikmyndunum. — Svo kemur karlmaðurinn „Darling“ hvíslar hann „Oh, my baby ....“ Jeg hafði undanfarið horft á margar enskar kvikmyndir. — Oh, my bahy. Hvað ætli Claudio segi við Lili- an, þegar hann kyssir hana, Þegar þau eru alein og hann er góður við liana — Claudio. — Claudio. Jeg fór að hugsa um hann. Nú verð jeg falleg, Claudio. Það verður vafalaust sárt, en það gerir ekkert til. Vonandi hefir frú Raymond ekki sagt honum hvað það kostar. Jeg get- vel borgað sjálf. Eiginlega ætti jeg ekki að borða í sjálfsala- veitingastöðum,, heldur bara kaupa mjer brauð sjálf og pylsur. Það fyllir betur heldur en smjör og brauð og er ódýrara. Þetta þarf jeg að athuga. Claudio. — Kannske fæ jeg að fara með ykkur eitthvert kvöldið á dýran og fínan stað, þegar jeg er orðin fallegri? Jeg skal læra að tala eins og heimskona. Maður þegir dálitla stund og vekur „eft- irvæntingu“ .... „Sjáið til Ria. — Ilúðin er alt of þurr. Það verður að nota mikla feiti“, sagði frú Lax fyrir aftan mig. Hún hafði komið hljóðlega inn í herbergið í fylgd með ung- frú Riu, sem einnig var í hvítum kirtli. Hún kynti okkur. „Ungfrú Ria mun sjá um yður“. Því næst hölluðu þær sjer báð- ar yfir mig og grannskoðuðu and- lit mitt: Ungfrú Ria beindi stór- um lampa með málmskermi yfir andlit mitt. Þetta var alveg eins og hjá tannlækninum. „Hefir yður einhvern tíma kal- ið á nefinu?“ spurði frú Lax. „Nei, það hefir altaf verið svona ráutt“. „Ungfrú Ria mun bera á yður mattkrem og þartilheyrandi púð- ur“, sagði frú Lax. „Eigum við ekki að lita augna- brúnirnar ?“ „Jeg er hrædd iim að jeg hafi engar augnabrúnir?“ „Jú, en þær eru svo ljósar og óreglulegar. Ria, þjer verðið að nota trjákvoðu og lita þær svo með vafanlegum lit. Dökkbrúnar, til þess að þær verði í fallegri and- stöðu við hárlitinn. „Og augnalokin, frú?“ spurði Ria. „Augnalokin ?“ Madame Lax beygði sig á ný yfir mig. „Það er best að bursta þau með olíu og lita þau svört. Þá njóta augun sín best“. Hún sneri sjer að mjer áður en hún fór út úr herberginu. „Prú Raymond er mitt meistaraverk“, sagði hiin. Jeg hneigði höfuðið til sam- þykkis. „Frú Raymond er yndis- leg ....“ „Frú Raymond er listaverk“, árejttaði frú Lax. „Hvernig — hvernig stendur á því, að þjer þekkið hana?“ „Við þekkjum báðar mann einn, sem er kunningi okkar“, sagði jeg, „Jæja“, sagði frú Lax brosandi, „en hvað þetta er spennandi!“ „Til hvers er sett trjákvoða á augnabrúnirnar ?“ spurði jeg. „Ungfrúin mun komast að raun um það síðar“, sagði Ria og frú Lax fór út úr herberginu. Ria batt hvítum dúk um höfuð mjer, svo jeg varð útlits eins og nunna. Jeg gat ekki stilt mig um að brosa. Nunna meðal fallegra kvenna. Framh. NÆSTA SKÍÐANÁMSKEIÐ Ármanns í Jósefsdal hefst á mánudag’inn kemur, og mun það verða síðasta námskeið fjelags- ins í vetur. Áskriftarlisti liggur frammi til hádegis á laugardag hjá Þórarni Björnssyni, sími 1333. IÞRÓTTAFJELAG RVÍKUR. Þátttakendur í næsta skíða- námskeiði í. R., sem hefst að Kolviðarhóli mánudaginn 1. apríl, vitji skírteina í Gleraugna búðina Laugaveg 2, fyrir klukk- an 12 á laugardag. 1.0. G. T. FREYJUFUNDUR oncwS I barnablaði Þjóðræknisfjelags íslendinga í Vesturheimi, Baldursbrá, eru eftirfarandi tvö dæmi um „vesturheimsku“, eða daglegt mál Vestur-íslendinga. Þau eru svohljóðandi: „— Farðu Görtí og sæktu kopp- ana inn í dæningrúmið og komdu með treiið á sædborðinu; en pass- aðu að bömpa ekki upp á móti ljósunum, því glóparnir geta kxakkað. Vertu svo kerfúl þegar þú klínar diskana svo þú droppir þeim ekki. Takt.u nú nótis af því sem jeg segji þjer svo jeg þurfi ekki að likka þig“. ★ „Hættu nú að pleija og köttaðu fyrir mig pæið, náðu svo undir- koppunum á pleitreilinni og komdu með þá þegar þú ert bú- in að klína þá, en láttu fyrst á þig gánið, það hangir á húkkanum á klosettinu“. ★ Maður nokkur var kallaður fyr- ir rjett í London á dögunum vegna smá ósamlyndis milli hans og konu hans. Er hann var að lýsa sambúð sinni og konu sinnar, sagði hann meðal annars: — Háæruverðugi herra dómari, konan mín er eins og segulmagn- að tundurdufl — hún hefir mikið aðdráttarafl, en er stórhættuleg. ★ Maður nokkur segir svo frá, að einu sinni hafi hann dvalið á hress- ingarhæli sjer til heilsubótar. Á afmælisdegi sonar hans datt hon- um í hug að hringja í búð, sem hann var kunnugur,og panta tin- hermenn handa syninum í afmæl- isgjöf. Þegar svarað var í símann sagði maðurinn: Hafið þið til tinher- menn og hvað kosta þeir? — Hvað segið þjer, sagði úrill rödd í símanum. — Jeg var að spyrja um hvort þið hafið tinhermenn. — Nei, var svarað og það mátti auðveldlega heyra að maðurinn var reiður. — Er þetta ekki í leikfanga- búðinni X....? — Nei, þetta eru aðalstöðvar danska lífvarðarins. ★ Lögreglufulltrúinn: Þjer segið að þjer hafið staðið 2 metra og 30 sentimetra frá slysstaðnum. Ilvernig vitið þjer þetta svona upp á hár? Vitnið: Jeg mældi það sjálfur með málbandinu mínu. — Til hvers? — Mjer datt í hug, að ef til vill dytti einhverjum í hug að spyrja mig svona asnalegrar spurn ingar. ★ Rakarinn: Fyrirgefið herra minn, en hefi jeg ekki rakað yður einu sinni áður? — Nei, svaraði viðskiftavinur- inn stuttur í spuna. Örið er eftir skurð, sem jeg hlaut í bílslysi. ★ — Hefðuð þjer nokkuð á móti því, skipstjóri, að fleygja þessum minjagripum yðar í sjóinn? Það er næstum ómögulegt að róa. í kvöld kl. 81/2. Tekið á móti innsækjendum. Tilkynningar. Nefndaskýrslur. Sgi. br. Felix Guðmundsson: Trúnaðarstörf og bindindi. Str. Ásta Kjartansdótt- ir: Upplestur. Fjölmennið stund víslega. Æt. EITT HERBERGI með rafplötu eða eldunarplássi óskast strax. Tilboð merkt „1 herbergi", sendist blaðinu. 3 HERBERGJA ÍBÚÐ til leigu frá 14. maí með sjer- miðstöð. Uppl. í síma 5662. 2—3 HERBERGI og eldhús óskast. Maður í fastri atvinnu. Tilboð merkt „18“, sendist afgr. blaðsins. NÝTÍSKU 2 herbergja íbúð óskast 14. maí í Austurbænum. Fyrirfram- greiðsla. Uppl. í síma 5135 frá kl. 4—6. LES MEÐ SKÓLABÖRNUM undir próf. Kristíana Benedikts, Bergþórugötu 23. Sími 5001. jtaups&fijiue JÖRÐ TIL SÖLU í nágrenni við Reykjavík. Á jörðinni er stórt og vandaði steinhús. Uppl. í síma 9226». Hafnarfirði. SKlÐAFÖT á karlmann eru til sölu. Tæki-*- færisverð. Lífstykkjabúðin, —» Hafnarstræti 11. GULRÓFUR seljum við í heilum og hálfunEs pokum á kr. 6,50 og kr. 4,00,- Sendum. Sími 1619. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. —-■ Bjöm Jónsson, Vesturgötu 28,, Sími 3594. ÐÖMUFRAKKAR ávalt fyrir-liggjandi. Guðns- Guðmundsson, klæðskeri. — Kirkjuhvoli. MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR keypt daglega. Við sækjum. Hringið í síma 1616. Laugavegu Apótek. ÞORSKALÝSl frá Laugavegs Apóteki kostar aðeins kr. 1,35 heilflaskan. ViS" sendum. Sími 1616. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. FlöskUbúðiiii, Bergstaðastræti 10. Símh 5395. Sækjum. Opið allan daginrí. ÞAÐ ER ÓDÝRARA að lita heima. Litina selurr Hjörtur Hjartarson, Bræðra- borgarstíg 1. Sími 4256. REYKHÚS Harðfisksölunnar Þvergötu„ selur reykt hrogn mjög ódýr. Sími 2978 og 3448. E FTIRMIÐD AGSK JÓLAR og blúsur í úrvali. Saumastofan Uppsölum, Aðalstræti 18. —- Sími 2744. GARÐYRKJA Tek að mjer lagningu á ný- um görðum og önnur garðyrkju- störf. AV. Þeir, sem ætla að biðja mig um að annast garða sína, láti mig vita sem fyrst.- Sigurður Guðmundsson, garðyrkjumaður. Sími( 5284. (Blóm & Kransar). HREINGERNINGAR önnumst allar hreingerningan Jón og Guðni. Símar 5572 og[ 4967. HREINGERNINGAR Pantið í tíma. Guðni og Þrá- inn. Sími 5571. OTTO B. ARNAR löggiltur útvarpsvirki, Hafnar- stræti 19. Sími 2799. Uppsetn- ing og viðgerðir á útvarpstækj-* um og loftnetum. GUÐSPEKIFJELAGIÐ iReykjavíkurstúkufundur S kvöld. Jónas Kristjánsson lækn- ir flytur erindi um heilbrigðis- mál.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.