Morgunblaðið - 19.04.1940, Síða 5

Morgunblaðið - 19.04.1940, Síða 5
 í I Föstudagur 19. apríl 1940. ^lor^tttiMaíúd Útfeef.: H.f. Árvakur, Rey* Javlk. Ritstjörar: Jón KJartansson, Valtýr Stefánsson (AbyrgCarm,). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, au^lýsingar og afgreibsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 3,50 á mánuöi innanlands, kr. 4,00 utanlands. í lausasölu: 20 aura eintakib, 25 aura með Lesbök. Bækur | Þingeysk ljóð eftir 50 höfunda | LEIKLIST I •♦I* »X' ,Í**X**X# Lei kkona í 40 ár - Fjársöfnun spanidður EINN af merkustu sósíalist- um Dana, Hedebol, fyrver- andi fjármálaborgarstj. Kaup- inannahafnar, ljet nýlega svo um mælt í tímariti flokks síns: „Það er ekki nema í hinum frumstæðustu þjóðfjelögum, að <engin auðsöfnun á sjer stað. 1 mútíma þjóðfjelagi er hún lífs- mauðsyn. Það er fjármagnið og sparifjeð, sem kemur fram- kvæmdunum á, sem skapa at- vinnu. Ef 300.000 danskir verka menn legðu upp epa krónu á Viku, þá söfnuðust 1 ö1/^ miljón ú einu ári. Það er hið sparaða fje, sem atvinnulífið byggist á. Við getum því aðeins fengið betri verksmiðjur, ný skip, og skipasmíðastöðvar, ef til er í landinu fjármagn, auk verk- fræðinga og verkamanna. Allar- stjettir þjóðfjelagsins liafa gagn af því að þjóðin safni fje og að menn sjeu hagsýnir í meðferð fjárins. En engin stjett mýtur þess meira en verkamenn- irnir. Miljón krónur af sparifje sem motuð er til að byggja verk- smiðju, eða til íbúðarhúsabygg- inga, veita meiri atvinnu, en ef miljónin er sett í bíla, bensín eða mmerískar kvikmyndir. Það er misskilningur, sem sum 5r halda fram, að sparnaður or- saki kyrstöðu í þjóðfjelaginu. Meðal starfsamrar og iðinnar 4>jóðar, örfar sparifjeð atvinn- ^una og almenna velgengni“. Þessi orð hins reynda sósíal- asta eiga erindi til margra Islend inga, ekki einasta til flokks- bræðra hans hér, heldur margra annara. Sá hugsunarháttur hefir legið hjer í landi, og haft altof mikla útbreiðslu, að hagsýni og :sparnaður einstakra manna væri leiðinlegt nurl, og jafnvel víta- vert. Margir hafa haft horn í ssíðu þeirra manna, sem leyfðu sjer að eiga fje í sparisjóði. Rétt <ieins og þeir, sem söfnuðu fje með dugnaði hagsýni og sparn- aði, tækju það frá einhverjum ©ðrum. Þetta hefir ekki einasta komið fram í daglegu tali oglífimanna. Þeir, sem lögin hafa samið og með völdin farið, hafa hvað eft- ir annað, vitandi vits, torveldað fjársöfnun, og manni liggur við- að segja, elt þá menn.á röndum, sem eitthvert fje hafa lagt fyr- 5r, til þess að plokka það af beim. En víst er það lífsnauðsyn fjelítillar þjóðar, eins og íslend- ingar eru, að hlynna að sparn- aðarviðleitni manna, örfa þá til sparifjársöfnunar á alla lund, svo að það fjármagn, sem at- vinnuvegirnir þjóðarinnar þurfa, vaxi í landinu sjálfu, öllum al- menningi og þjóðarheild til far- sældar. Þingeysk ljóð. Eftir 50 höfunda. Akureyri. — Prentsmiðja Odds Björns sonar. 1940. Aðalútsala: Bókaversl. Þórarins Stef- ánssonar, Húsavík. (200 bls. Myndir af öllum höf- undunum). ÓK þessi sýnir greinilega, hve mikla stund Þingey- ingar leggja enn á ljóðagerð. 50 skáld í einu hjeraði er álitlegur hópur, og þó hafa aðeins þau skáld verið tekin, sem nú eru bú- sett í Þingeyjarsýslu. Af þeim hafa 5 verið þjóðkunn síðan Guðm. Friðjónsson skrifaði hina snjöllu grein sína í Eimreiðina 1906: „Þingeyjarsýsla fyrir og eftir aldamótin 1900“. — Þarna eru 12 konur, og eru þær engir eftirbátar karlmannanna. Öll eru ljóðin fáguð að formi og máli og sýna mikla leikni. En yrkisefnin eru fábreytt. Lang- oftast eru það ártíðaskiftin, veðrabrigðin, hin eilífa and- stæða vetrarríkis og vorblíðu, sem bersýnilega mótar mest sál- arlíf skáldanna. En þegar yrkis- efnið verður hið sama upp aftur og aftur, þarf mikinn frumleik til að fá nýjan hljóm úr strengj- unum. Þetta hefir eitt skáldið, Egill Jónasson, fundið og gert um það fyndnasta kvæðið í bók- inni. Það heitir „Árekstrar“ og byrjar svona: Löngum fjekk jeg lítill drengur ljóð að syngja eins og gengur. Altaf fanst mjer einhver streng- óma mínu brjósti frá. [ur Magnaðist stöðugt þessi þrá. En það er vandi úr veikum þræði að vefa saman laglegt kvæði, og hnuppla engu öðrum frá. 0 Svo lýsir hann hverju yrkisefn- inu af öðru, en alstaðar urðu eldri skáldin fyrir honum, höfðu ort betur um efnið en hann treysti sjer til: Óttaðist jeg þau eftirmæli, að jeg hverri hugmynd stæli, sem jeg reyndi að setja á blað. Huguxnnn fyltist heift og bræði, hjartað misti ró og næði. Þá var að skapa skammakvæði, skjálfa láta dali og fjöll; gera á Fróni friðarspjöll. En Bólu-Hjálmar hafði notað — í hungri og myrkri niður krotað — verstu skammaryrðin öll. Þetta er prýðilegt. ★ Sjerstök gleði hefir mjer verið það að kynnast skáldi, sem jeg aldrei hafði heyrt getið um áð- ur, Guðfinnu Jónsdóttur, söng- kennara á Húsavík. Hún á þarna fjögur kvæði, og þrjú þeirra mundi jeg telja fullkomið and- virði bókarinnar, þó að ekkert annað hefði í henni verið. Jeg fór undir eins að leita að fleiri kvæðum eftir höfundinn og fann ein tvö í viðbót. Annað var um gamlan torfbæ, mynd með líf í hverjum drætti. Um þetta gamla býli segir þar: Það svæfði vetrarins veðradyn og varði ylinn gegn frostsins egg. En gaf í brennandi sumarsól hið svalandi kul úr moldarvegg. ★ Kvæðin í bókinni heita: „Smalastúlkan“, „Á skautum“, Gátan mikla“, „Hófatak“. Um alt þetta hefir verið kveðið áð- ur. En þarna verður það nýtt. Orðin sindra með einkennilegu bliki, eins og augu djúpúðgrar konu. Jeg get ekki stilt mig um að taka hjer upp síðasta kvæð- ið: „Hófatak": Fáksins dunandi hófa hljóð á hrynjandi guðlegs máls. En svipmótið hjó af næmi og náð náttúran eilíf og frjáls. Hún meitlaði brún og fallandi fax og fegursta brjóst og háls. Og drottinn blessar 'inn harða hóf, er hörpu vegarins slær; sem knýr fram tárin úr klökkri rót, en kletturinn undir hlær. Þótt hófsporin blæði um særð- an svörð, að sumri þar aftur gi*ær. Við hófanna snild og leik og lag fá löndin hjarta og sál. Þeir töfra fagnandi sigursöng úr svelli um djúpan ál. Þeir kveða við grund og hvísla við sand og kveikja í urðum bál. Þey, þey, jeg heyri hófatak, er hærra í loftin dró. Um bifröst, er tengir himin og heim og hvelfist um land og sjó, fer ástin á drifhvítum drauma- fák og dauðinn á bleikum jó. Gegnum vorlöndin víð og fríð mig vakri fákurinn ber. Og ilmbjörkin titrar á traustri rót og teygir sig eftir mjer. Sem höfugur niður um hljóða jörð hófaslátturinn fer. ★ Jeg hlakka til að sjá ljóðabók eftir þetta skáld. Hún þarf ekki að vera stór. 14/4 1940. Guðm. Finnbogason. Aþessum vetri átti frú Svava Jónsdóttir á Akureyri 40 ára leikkonuafmæli. Var þess og minst í blöðum bæjarins og á annan hátt. Frú Svava ljek í fyrsta sinn, þá um 16 ára að aldri, Lovísu, í gamanleiknum „Annar hvor verður að giftast“, er það smá- leikur í einum þætti. Vakti framkoma henna á leiksviðinu þá strax talsverða athygli. Síð- an ljek hún um margra ára skeið í ýmsum þeim leikjum, er sýndir voru á Akureyri. Voru það einkum ungar stúlkur, sem og vænta mátti, er hún á því tímabili tók að sjer að sýna á sviðinu. 4r Árið 1914 fluttist hún ásamt manni sínum, Baldvin Jónssyni til Sauðárkróks, er tók þá við forstöðu Hinna samein.ísl.versl- ana, og voru þau hjónin búsett þar til ársins 1921, er þau þá aftur fluttust til Akureyrar og hafa síðan átt þar heimili. Á Sauðárkróki mun frúSvavahafa fremur lítið leikið, en á Akur- eyri hefir hún aftur á móti leik- ið flest árin, og þ. á. m. mörg vandasöm og margvísleg hlut- verk. Hefir hún sem skapgerð- arleikkona þroskast með aldr- inum, og nýtur hún almennra vinsælda hjá hinum mörgu leikhúsgestum á þessu langa leiktímabili æfi sinnar. Frú Svava mun jafnan verða talin í allra fremstu röð þeirra leikkvenna er á Akureyri hafa starfað og ber þar margt til. List frú Svövu getur að vísu ekki talist stórbrotin, með sterk- um persónueinkennum. Leik- konan vekur ekki eftirtekt með ofsa eða hávaða, miklu fremur með eðliíegri framkomu í lát- bragði, fasi og framburði máls- ins, sem alt er í besta lagi og túlkað af hinni mestu nákvæmni og smekkvísi. Mörgum leikend- um hættir mjög til að ýkja („yfirdrífa") í leik sínum og sem fellur vel í smekk skilnings- lítilla áhorfenda. Alt slíkt er mjög fjarri eðlisgáfu þessarar leikkonu. Sá, er þessar línur ritar og sem hefir sjeð frú Svövu í flestum hlutverkum hennar, minnist þess ekki, að hafa sjeð henni nokkurn tíma verða ráðafátt, sem þó stundum vill henda leikendur. Hún virð- ist altaf svo að segja eiga heima á leiksviðinu. ★ Þó að frú Svava hafa leikið nokkur gamanhlutverk og leyst þau vel af hendi, sem flest ann- að, þá eru það samt hin alvar- legu verkefni, sem hún hefir meiri mætur á. Hvað það eru mörg hlutverk, sem frú Svava hefir farið með Svava Jónsdóttir í hlutverki Umr í „Dansúrn í Hruna“. á leiksviði, verður ekki sagt um með vissu, en 50—60 munu þau þó a. m. k. vera. Skulu hjer af handa hófi talin nokkur þeirra og ekki eftir tímaröð: Jóhanna í Ævintýri á göngu- för (eftir Hostrup), Ásta í Skuggasveini (M. Joch.), Len- óra í Heimkomunni (Suder- mann), Lavender í samnefnd- um leik (Arthur Pinero), Toi- netta i Imyndunarveikinni (Mo- liére), Norma í Vjer morðingj- ar (Kamban), SteinunníGaldra Lofti (Jóh. Sigurjónsson), Abi- gael í Ambrosiusi (Molbeck). Það hlutverk ljek fruin á móti Adam Poulsen, er þá ljek sem gestur á vegum Leikfjel. Akur- eyrar. Þá má telja Mrs. Mid- get í Á útleið (Sutton Vane), Unu í Dansinum í Hruna (Indr. Einarsson), Þórgunni í Fróðá (Jóh. Frímann), Ágústu í Þor- láki þreytta (Neal og Farmer) o. fl. mætti telja, og nú síðast ljek hún Mrs. Wite í Apalopp- unni (W. W. Jacobs). ★ Á tuttugu og fimm ára leik afmæli frú Svövu, heiðraði Leikfjelag Akureyrar hana með því að sýna ,,Dóma“, eft ir Andrjes Þormar, til ágóða fyrir hana, og ljek hún þar Erlu. Var leikhúsið þjettskipað áhorfendum við það tækifærL Á eftir sýningunni efndi leik- tfjelagið til veglegs samsætis fyrir leikkonuna, er fjöldi bæj- arbúa tók þátt í. Geta má þess, að við síðustu úthlutun styrk- veitinga Mentamálaráðs, hlaut frú Svava dálitla upphæð sem viðurkenningu fyrir leikstarf sitt. Þótt frú Svava Jónsdóttir sje nú af ljettasta skeiði aldurs síns, munu samt Eyfirðing- ar og aðrir þeir, er mest kynni hafa haft af leiklist hennar, óska þess, að hún sé ekki með öllu búin að leggja leikstarf sitt á hilluna, og eigi því enn- þá eftir að veita þeim margar ánægjustundir á leiksviðinu. 25. mars. 1940. H. V.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.