Morgunblaðið - 21.04.1940, Síða 8
ft
Sunnudagur 21. apríl 1940,.
ÓFKÍÐA STÚLKAN 35
„Þjor sögðuð að jeg væri ljót,
eg að allar konur gætu'orðið lag-
legar. Bara ef þær vildu hafa fyr-
ir því. Svo sögðuð þjer að jeg
skyldi koma hingað í litlu vín-
stofuna og að. þjer ætluðuð að
hjálpa mjer“, sagði jeg hljóðlega.
Það komu tár fram í augun á
aijer. Öll tilvera mín var bygð
á stuttu samtali við ölvaðan mann.
„Nú, og svo komstu hingað og
daginn þar á eftir hittumst við í
litla kaffihúsinu hjá Bastei“,
hjelt Claudio áfram. Mjer fanst
eins og hann væri alls ekki að
tala við mig. Það var frekar eins
og hann væri að tala við sjálfan
sig og væri að reyna að gera sjef
ljóst hvers vegna hann hefði eig-
inlega tekið mig upp á arma sjer.
„Það er best að jeg segi alveg
eins og er. Þetta voru bara dutl-
ungar“, sagði hann.
Mjer sárnaði þetta mikið. Það
var eins og jeg hefði fengið löðr-
ung. Örlögin höfðu slegið mig
kinnhest.
„Voru það dutlungar, herra
Pauls?“ spurði jeg undrandi.
„Já, þú ert dutlunganna barn.
1 kaffihúsinu um morguninn datt
mjer alt í einu í hug hve vinna
mín væri í raun og veru skemti-
leg. Jeg er vanur að skálda per-
sónur. Jeg bý þær til og stilli
þeim upp á leiksvið, þar lifa þær
sínu lífi og örlög þeirra eru þau
örlög sem jeg hefi sjálfur ákveð-
ið. Það er ekki svo gott að út-
skýra þetta á rjettan hátt. Og
sjáðu nú til. Alt í einu datt mjer
í hug að hjer væri tækifæri til að
búa til persónu, sem væri til í
veruleikanum. Jeg gæti innblásið
mínurn eigin hugmyndum í lif-
andi veru. Jeg gæti látið unga
stúlku njóta góðs af þeirri reynslu,
sem jeg hefi af konunni, unga
stúlku, sem var að byrja lífið —“
Claudio hætti að tala og var
hugsi; hann tók í hendina á mjer
og hjelt svo áfram að tala án
þess að horfa á mig. „Og svo alt
í einu hittj jeg stúlku, sem var
ekki neitt, neitt. Barn, sem kom
tfl mín, vegna þess að það hafði
traust á mjer. Vegna þess að það
trúði því, að jeg gæti leiðbeint því
I rjetta átt. Sjálfur trúði jeg því,
að jeg gæti gert eitthvað úr þess-
ari veru. Það var um að gera að
5 mínútna
krossgáta 19
Eflir ANKEAiAKIE SELIISKO
Lárjett.
1. Risi. 6. Kvenheiti. 8. Neitun.
10. UII. 11. Aular. 12. Verkfæri
þf. 13. Stormsveit. 14. Skemd. 15.
Huggun.
Lóðrjett.
2. Þvertrje. 3. ílát. 4. Tónn. 5.
Brotlegar. 7. f kirkjum. 9. Örg.
10. Tíndi. 14. Tímabil. 15. Tví-
hljóði.
skapa stúlkunni möguleika á að
verða lagleg. Jeg varð að inn-
blása henni trúna á sjálfa sig.
Barnsaugun þín horfðu svo biðj-
andi á mig og jeg vissi, að jeg
myndi geta uppfylt óskir þínar
og þú gast orðið falleg og lagt
heiminn fyrir fætur þína“.
„En samt vilduð þjer ekki bera
ábyrgð ' á neinu í fyrstu. Þjer
heimtuðuð að jeg tæki sjálf allar
ákvarðanir“, skaut jeg inn í.
„Oóða mín, jeg vissi sjálfur,
hve hugmynd mín var auðvirði-
leg og jeg vildi reyna að hætta
við tilraunina. Þú hefir ekkert
leyfi til þessa, sagði jeg við sjálf-
an mig. Það er ekki leyfilegt að
leika sjer að veruleikanum. Það
er hægt að leiða menn fram til
sigurs, en það er ekki hægt að
vernda þá fyrir þjáningum og
sorg. Það er kannske glæpur að
skálda „örlög“, sem ekki eru lát-
in gerast á leiksviði, heldur fá
sinn endir í lífinu sjálfu. En jeg
gat ekki snúið aftur. Jeg varð að
halda áfram með tilraunina, hvað
ljótt, sem mjer fanst að gera
það. Þess vegna vissi jeg, að jeg
var ekki án ábyrgðar, þegar jeg
ljet þig sjálfa taka ákvörðun um,
hvað þú ætlaðir að gera“.
. Nú sneri hann sjer að mjer,
eins og til þess að lesa úr andliti
mínu, hvaða áhrif orð hans hefðu
haft á mig. „Jeg vissi fyrirfram,
hvaða ákvörðun þú myndir taka.
Það varst þú, sem ákvaðst —
það sem jeg vildi“.
Jeg hafði dropið höfði. Hvert
einasta orð særði mig. Jeg var
vera, sem Claudio hafði skapað
af náð sinni. Jeg var tilraun.
„Jeg er þá ekki annað í yðar
augum en tilraun, herra Pauls?“
sagði jeg.
Hann brosti. „Hingað til hefir þú
meira að segja verið velhepnuð
tilraun. Á ótrúlega stuttum tíma
-hefir þjer tekist að verða lagleg.
BAZAR
heldur Hringurinn í Hafnarfirði
5. maí. Þeir velunnarar, sem
vildu styrkja fjelagið með gjöf-
um á bazarinn, eru beðnir að
koma þeim til Guðbjargar
Kristjánsdóttur, sem fyrst.
BETANÍA.
Almenn samkoma í kvöld kl.
8i/2. Jóhannes Sigurðsson talar.
Barnasamkoma kl. 3.
ZION.
Barnasamkoma í dag kl. 2. Al-
menn samkoma kl. 8. Hafnar.
firði, Linnetstíg 2: Samkoma
kl. 4. Allir velkomnir!
En það á hvorugt okkar að látu
sjer nægja, þú verður að halda
áfram tilraunum þínum. Þú átt
að verða meira en snotur stúlka“.
„Finst yður þá ekki lengur leið-
inlegt að þjer berið ábyrgð á
mjerf' spurði jeg.
„Jeg hefi vanist þessari ábyrgð.
Jeg skal bera það með góðri sam-
visku. Jeg óska af heilum hug,
að þjer gangi alt í haginn og jeg
muu gera það, sem í mínu valdi
stendur til þess að þú náir Settu
marki“.
„Hvað er takmark mitt?“ Jeg
horfði með eftirvæntingu á mann,
sem hafði skáldað örlög mín.
„Jeg hugsa að þú verðir yndis-
leg og sigursæl kona. Þú ert ung
stúlka, sem hvorki ert sjerlega
gáfuð eða auðug; þess vegna áttu
aðeins einn kost um að velja, ef
þú vilt komast áfram í lífinu. Þú
verður að vera lagleg. Sá maður,
sem þú verður ástfanginn af, verð
ur líka að verða ástfanginn af
þjer. Það á að verða þitt tak-
mark“.
„Já, þjer hljótið að vita það,
herra Pauls“, sagði jeg alvarlega.
„Jeg skal ná því marki“.
Jeg stóð á fætur. „Vonandi
hepnast tilraunin“, sagði jeg og
jeg tók ekki eftir, að rödd mín
skalf; jeg vissi heldur ekki, að
Claudio hafði fundið, hve ein-
mana og yfirgefin mjer fanst jeg
VÍÐAVANGSHLAUP I.R. 1940
fer fram fimtudaginn 2. maí.
Þátttakendur gefi sig fram skrif
lega við stjórn Í.R. fyrir 25.
apríl n. k.
I. O. G. T.
BARNASTÚKAN ÆSKAN
Fundur í dag kl. 3 !/>. Börnin
sýni skírteini. Foreldrum barn-
anna boðið. Börnin skemta
sjálf. Vikivakaflokkurinn mæti
kl. 1.
HJÁLPRÆÐISHERINN.
Samkomur í dag kl. 11, 4 og
8i/j. Kapt. Andresen, Solhaug
og fleiri.
FILADELFIA, Hverfisgötu 44.
Samkoma kl. 4 (ef veður leyfir
á Óðinstorgi) og kl. 8i/j. Eric-
son og Jakobsson.
FYRIRLESTUR
í Aðventkirkjunni í kvöld kl.
8.30. Efni: Hvers er að vænta
að austan? Allir velkomnir. O.
J. Olsen.
ALLIR VÍKINGSBRÆÐUR!
Mætið kl. 2 í dag í Goodtempl
arahúsinu. Áríðandi mál á dag-
skrá. — „7 bræður“.
ST. FRAMTlÐIN NR. 173.
Fundur í kvöld kl. 81/2. Magnús
prófessor Jónsson flytur erindi.
Innsækjendur mæti í fundar-
byrjun.
HERBERGI
til leigu fyrri reglusaman mann
eða konu. Sími 1326, eftir kl. 4.
TIL LEIGU.
Húsið nr. 134 við Hringbraut er
til leigu frá 1. maí n. k. Upplýs-
ingar í síma 5204.
vera á þessari stundu. Jeg veit
bara, að hann lagði hendurnar
blíðlega á axlirnar á mjer og
sagði: „Það var heppilegt, að jeg
skyldi kynnast þjer. Sjáðu til —
konur koma og fara í minni til-
veru, en þú ferð ekki. Þú, lilla
vinkonan mín, þú verður hjá
mjer þangað til annar maður, sem
verður kærastinn þinn eða eigin-
maður, kemur og tekur þig frá
mjer“.
Framh.
HÚSMÆÐUR.
Flytjum þvott í Laugar. Verðið
er lágt sje nokkrir pokar í stað.
Versl. Bergstaðastræti 10. —
Sími 5395.
Tek að mjer
HREINGERNINGAR
Guðm. Hólm. Sími 5133.
HREINGERNINGAR
Sími 2597. Guðjón Gíslason.
Sf HREINGERNING
í fullum gangi. Fagmenn að
verki. Hinn eini rjetti Guðni G.
Jgurdson, málari. Mánagötu
19. Sími 2729.
HREINGERNINGAR
Pantið í tíma. Guðni og Þrá-
inn. Sími 5571.
HREINGERNINGAR
önnumst allar hreingerningar.
Jón og Guðni. Símar 5572 og
4967.
OTTO B. ARNAR
löggiltur útvarpsvirki, Hafnar-
stræti 19. Sími 2799. Uppsetn-
ing og viðgerðir á útvarpstækj-
um og loftnetum.
GERI VIÐ
saumavjelar, skrár og allskonai
heimilisvjelar. H. Sandholt.
Klapparstíg 11. Sími 2635.
BÓN I PÖKKUM
frá 65 aur. Stálull með sápu.
Silfur fægilögur. Hvítt bómull-
argarn. Þorsteinsbúð, Hring-
braut 61. Sími 2803, Grundar-
stíg 12. Sími 3247.
ÚTSÆÐISKARTÖFLUR
og valdar Matarkartöflur og
Gulrófur í heilum pokum og
smásölu. Garðáburður. Þor-
steinsbúð, Hringbraut 61. Sími
2803., Grundarstíg 12. Sími
3247.
VANTAR MARGAR ÍBÚÐIR
1—2 herbergja í Austur- ogi
Vesturbænum. Höfum nokkrar
2 herbergja íbúðir utan við bæ-
inn og 3—5 herbergja íbúðir í
bænum. — Húsnæðismiðlarinn,
Grundarstíg 4. Sími 5510. Við-
talstími kl. 1—7.
VIKTORÍUBAUNIR,
Hýðisbaunir, Grænar baunir í
dósum, Rabarbar á Vi og 1/2
flöskum, ódýr. Asparges í dós-
um, Búðingar, margar teg,
Ávaxtahlaup í pökkum, Þor-
steinsbúð, Hringbraut 61. Sími
2803, Grundarstíg 12. Sími
3247.
ERLENDAR ÚRVALSBÆKUR,
m. a. frægustu rithöfundar
Norðurlanda fást með sjerstöku
tækifærisverði næstu daga. —
Bókaskemma Halldórs Jónas-
sonar við Klapparstíg.
GLUGGATJALDAEFNI
Púðar, Veggteppi til sölu
kjallaranum Suðurgötu 22.
VANTAR KOLAELDAVJEL
Upplýsingar í síma 4433.
NÝLEGUR BARNAVAGN
til sölu á Njarðargötu 27, niðri..
2 TONNA VÖRUBlLL
til sölu. Uppl. í síma 5631 eft-
ir kl. 1.
STÓR SPEGILL
ca. 1,20 m. x 40—50 cm. ósk-
ast keyptur. A. v. á.
FERMINGARKJÓLL
til sölu. Hlíðarhús, Nýlendugötu
VEGNA BURTFLUTNINGS
er til sölu dekkataus-skápur,
Tækifærisverð. Sími 5126.
FYRSTA FLOKKS
GULRÓFNAFRÆ
til sölu á Bakkastíg 1, niðri.
KAUPUM FLÖSKUR
stórar og smáar, whiskypela„
glös og bóndósir. Nönnugötu 5^
sími 3655. Sækjum. Opið allair
daginn.
ÁGÆTAR
MATARKARTÖFLUR
í hálfum og heilum pokum á.
6.50 og 12.50. Tjarnarbúðin,
Sími 3570. Versl. Brekka. SímL
1678.
DAGLEGA
nýhakkað kjöt, nýtt böglasmjörc.
tólg, rúllupylsa, kæfa. Kjötbúð-
in Herðubreið, Hafnarstræti 4,.
Sími 1575.
MEÐALAGLÖS OG FLÖSKUR
keypt daglega. Sparið millilið-
ina og komið til okkar, þar sem&
þjer fáið hæst verð. Hringið £
síma 1616. Við sækjum. Lauga-
vegs Apótek.
DÖMUFRAKKAR
ávalt fyrirliggjandi. Guðm^-
Guðmundsson, klæðskeri. —
Kirkjuhvoli.
BESTA FERMINGARGJÖFIN
er ryk og vatnsþjettu úriro
(dömu og herra) frá Sigurþór,*
Hafnarstræti 4.
ÞÚSUNDIR VITA
að ævilöng gæfa fylgir trúlof*-
unarhringunum frá Sigurþór„
Hafnarstræti 4.
KAUPI GULL
hæsta verði. Sigurþór, Hafnar-
stræti 4.
HRAÐRITUNARSKÓLINN
Get bætt við nemendum. —•
Helgi Tryggvason. Sími 3703,.
GLÆNÝR RAUÐMAGI
daglega. Sendum um allan bæ^
Símar 2761 og 5292.
REYKHÚS
Harðfisksölunnar Þvergötu, sel-
ur reykt hrogn mjög ódýr. —
Sími 2978 og 3448.
VEGGALMANÖK
og mánaðardaga selur Slysa"*-
varnafjelag Islands, Hafnar-
húsinu.
3ofui$-fwncli£
GULBRÖNDÓTT KISA
með hvíta bringu, trýni og lapp-
ir, tapaðist. Vinsamlega geri5>
aðvart í síma 1479.