Morgunblaðið - 27.04.1940, Síða 5

Morgunblaðið - 27.04.1940, Síða 5
liaagardagur 27. aprfl 1940, $ Útgef.: H.f. Árvakur, Rey’ Javlk. í RRstjðrar: J6n Kjartanason, ValtÝr Stefánsaon (ftbyrgrOarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Rltstjörn, auglýsingar og afgreibsla: Austurstrætl 8. — Slmi 1600. 'Áskriftargjald: kr. 3,60 ft mftnuBl lnnanlands, kr. 4,00 utanlands. ; f lausasölu: 20 aura eintaklB, 25 aura meB Lesbðk. ■ Atvinnan í bænum Afundi, er haldinn var nú í vikunni í verkamannafje- laginu Dagsbrún, var rætt um .atvinnuástandið í bænum, og samþyktar ýmsar tillögur í því, «fni. Skoraði fundurinn á ríkis- stjórn og bæjarstjórn að stuðla að því, eftir því sem frekast er nnt, að bæta úr atvinnuleysi manna. Benti fundurinn á nokkur at- TÍðÍ, sem taka þyrfti til sjer- stakrar athugunar sem fyrst, og voru þau m. a. þessi: Hvernig hægt yrði að koma fyrir móvinslu í stórum stíl í sumar. Hvort ekki væri hægt að vinna að vegagerð á aðalveg- anum í nágrenni bæjarins.þann- Ig, að undirstöður yrðu gerðar, þó malbikun eða önnur yfir- þygging veganna yrði að bíða. Ennfremur benti fundurinn á þessar framkvæmdir, sem hjer koma til greina: Vinna við í- þróttasvæðið við Skerjafjörð, og við væntanlegan flugvöll þar syðra, við aukning garðyrkju- landa í nágrenni bæjarins og við framræslu á landsvæðum í Ölf- aisi, sem komið hefir til mála að taka til ræktunar. Þá mæltist fundurinn til þess að greitt yrði fyrir því, að menn fengju hentug lán til þess að Jkosta upp á viðgerðir og við- liald húsa sinna, því búist er við .að lítið verði um þá bygginga- vinnu, sem mikið efni þarf til. Þá samþykti fundurinn áskori 3in til ríkisstjórnarinnar um að hefja hverjar þær framkvæmd- Ir, sem hægt er að koma í verk og auka atvinnuna í bænum, og gera rækilegar ráðstafanir til þess að hefta aðflutninga fólks til bæjarins. Ennfremur áskor- un um, að hingað fengjust keyptir nýjir vjelbátar. ★ Það liggur í augum uppi, að bæði ríkisstjórn og bæjarstjórn verða að taka það mál til hinn- ■ ar gaumgæfilegustu meðferðar, hvernig hægt verður að draga úr vandræðum þess atvinnuleys- Is, sem nú er og yfirvofandi er á þessu ári. Er gott að stjórn- arvöldin hafi stuðning Dags- hrúnar í þessari viðleitni sinni og fái þaðan tillögur og vís- bendingar um hvaða úrræða sje helst að leita. Er svo eftir að vita hvaða leiðir reynast færar og vænlegar til framkvæmda, er. fjelagið stingur upp á. En það verður að vera sameiginlegt á- Imgamál allra bæjarbúa, að þessi mál verði tekin með full- um skilningi. Góð samvinna í þessum málum milli Dagsbrún- ar og stjórnarvaldanna getur einmitt ljett mikið undir það, að hjer finnist bjargráð, sem að gagni koma fyrir verkamenn og bæjarfjelagið í heild sinni. Hitaveitulanið og for- maður Framsóknar T grein minni um Hitaveit- una og Alþýðuflokkinn minti jeg á þau ummæli for- manns Framsóknarflokks- ins, að hvorki hitaveitulánið nje ríkislánið, sem eftir var leitað 1938, hefðu fengist vegna þess, að Bretar teldu okkur þegar orðna nógu skulduga. Sagði jeg síðan: „Hefði Alþbl. gott af að rifja upp fyrir sjer undir hverra stjórn fjárhagur rík- isins komst í það öngþveiti, að þessar afleiðingar hafði, sem og hitt, að jafnskjótt sem Sjálfstæð- ismenn tóku við fjármálastjórn- inni, þá fekst lánið“. Hjer er um alveg hlutlausa frá- sögn að ræða, staðreyndir, sem standa óhagganlegar, hvort sem einhverjum líkar betur eða ver. Ef þær eru skildar sem árás, er það vegna þess, að liugur eða sam- viska þess, sem svó skilur, segir honum, að í staðreyndunum sje ásökun fólgin, en ekki vegna hins, að jeg hafi mint á þær í árásar- skyni. ★ Þvert á móti. Ef jeg hefði í grein miniii skýrt þessar stað- reyndir, þá hefði jeg gert það ásakanalaust. Jeg hefði drepið á hinar miklu verldegu framkvæmdir, sem átt hafa sjer stað í landinu undan- farna áratug’i. A hina miklu þjóð- fjelags-yfirbyggingu, sem hjer hef- ir verið komið upp. Á flóttann frá framleiðslunni samfara því, sem henni, undirstöðu þjóðarbúsins, var sí og æ íþyngt með gjöldum og kvöðum úr öllum áttum. Jeg mundi hafa bent á, að eðli- legt hefði verið, að lánveitendur vildu skoða liug sinn tvisvar um það, hvort íslenska þjóðin gæti staðið undir slíkum útgjöldum, samtímis því, sem fiskimarkaðirn- ir lokuðust, fiskurinn hyrfi af miðunum og ófriðárhættan ykist dag frá degi. Alveg sjerstaklega mundi jeg hafa vikið að því, að það hefði ekki verið lagað til þess að auka traust lánveitendanna á möguleik- um þjóðarinnar til að standast þessa raun, að hún átti þá í hörð- um innbyrðis deilum. Að stærsta flokknum var haldið utan við öll áhrif á stjórn ríkisins og þar með, hvernig um fjármál þjóðarinnar fór. Að ekki var til hans leitað, hvorki um ráð nje samábyrgð, þó að flestar þær stoðir, sem áður liöfðu staðið undir afkomu þjóð- arinnar, hryndu. ★ Hitt hefði jeg leitt hjá mjer á þessu stigi málsins að íhuga, hvort þessar staðreyndir, gefa efni til ásakana á þáverandi valdhafa í landinu. Hverjum tíma henta sín úrræði. Á tímum sameiginlégrar ,hættu ber að finna sameiginleg ráð til bjargar. Að liirða eigi um fornar væringar, heldur þvert á móti að kveða þrætugjarna smá- mennið niður jafnskjótt sem það lætur á sjer bæra, eins og jeg Eflir ltjarna Benediklsson gerði við Alþýðublaðið á dögun- um. Tími reikningsskilanna kemur síðar, og hygg jeg, að Sjálfstæð- ismenn geti gengið óhræddir til þess móts. Af því að hugsun mín var þessi, fjölyrti jeg eigi frekar en raun var á um lántökuna til hitaveit- unnar. Ljet mjer einungis nægja að benda á, að þeim, sem með stjórnina fór meðan það ástand skapaðist, sem formaður Fram- sóknar rjettilega lýst, færist eigi að ásaka hinn, sem þá var völdum sviftur. Allra síst, þegar svo vildi til, að úr greiddist um lántökuna, jafnskjótt sem hann var til vald- anna kvaddur. ★ Hvort sem um það verður rætt langa hríð eða skamma, verður aldrei fram hjá þeirri staðreynd komist, að hitaveitulánið fekst þá fyrst, þegar Sjálfstæðismenn höfðu verið kvaddir til þátttöku í ríkisstjórn. Þeim, sem kunnugir eru íslenskum stjórnarmálefnum, getur ekki dulist, að því fer fjarri, að sú staðreynd sje eina merkið um ankið traust á Islandi við þá stjórnarbreytingu. Bankaráðsmönn um Landsbankans mun fullkunn- ugt um þann mun á undirtekt- um, sem erindrekar þeirra og rík- isstjórnarinnar fengu erlendis vor- ið 1939 frá því, sem verið hafði rjettu ári áður. Lántakan nú í Bandaríkjunum bendir einnig ein- dregið í sömu átt. Að sjálfsögðu væri það óheimil ályktun, sem mjer hefir aldrei komið til hugar, að telja, að þessi munur kæmi eingöngu af því, að .erlendir fjármálamenn teldu Sjálf- s stæðismÖnnum einum fært að rjetta við fjárhag íslensku þjóð- arinnar. Raunar eru í Sjálfstæðisflokkn- um flest þau öfl, sem best kunna til allrar stjórnar, ekki síður á fjármálum þjóðarinnar en öðrum málum hennar. Þessi staðreynd dylst erlendum fjármálamönnum að sjálfsögðu ekki. Þeir þurfa ekki að þekkja mikið til á Islandi til að vita þetta. Þeir vita af eigin raun hvaða áhrif stjórn sósíalista og liálfsósíalista hefir á fjárhag landanna. Þeir muna vel eftir því, hve nærri gjaldþrotsins barmi sósíalistastjórnin hafði komið enska héimsveldinu 1931, þegar þjóðstjórnin varð í skyndi að taka við völdum þar í landi, til að rjetta við hag ríkisins. Þá minh- ast þeir eigi síður þess, í hvílíkt fjárhagslegt og stjórnarfarsleg^ öngþveiti sósíalistastjórn Blums kom Frakklandi nú fyrir fjórum fimm. árum. Erlendum fjármála- mönnum er það ekki síður Ijóst en formanni Framsóknarflokksins, sem benti á það strax 1937, að sömu stjórnarhættir, sem í þessum ríku og voldugu löndum leiddu til ófarnaðar, muni einnig gera það lijer. Þó að þessi skýring liggi raun- ar nokkuð í augum uppi, og hafi a. m. k. verið formanni Fram- sóknarflokksins ljós þegar 1937, þá mundi jeg, á þessu stigi máls- ins, eigi hafa drepið á hana nema að gefnu tilefni. I bili er okkur alveg nóg, en um leið nauðsyn- legt, að gera okkur ljóst, að fá- menn og fátæk þjóð getur eigi notið nema lítils trausts, ef hún eyðir kröftum sínum í innbyrðis erjur og fjandskap á meðan at- vinnuvegir hennar riða til falls og nágrannaþjóðirnar keppast við að tortíma hver annari. Fyrsta skilyrðið til þess að njóta trausts er að reynast traustsins verður. Með myndun þjóðstjórnarinnar 1939 sýndu íslendingar, að þeir vildu ekki láta sitt eftir liggja, að þeir töldu ekki lengur ráðlegt að halda alt að því helmingi þjóð- arinnar með öllu áhrifalausum um stjórn ríkisins. Hjá því gat eigi farið, að slík stjórnarbreyting yrði til þess að auka traust þjóðarinn- ar. — Reynslan hefir sannað, að svo varð, og á það benti jeg í grein minni á dögunum. ♦ Að öllu þessu athuguðu, hlýtur það að vekja nokkura furðu, að einmitt einn af þeim stjórnmála- mönnum, sem mestan þátt áttu í myndun þjóðstjórnarinnar, for- maður Framsóknarflokksins, skuli nú rísa upp og mótmæla orðum mínum. Hann liefst nú handa og telur það fjarstæðu, að erlendir fjármálamenn hafi verið sama sinnis og hann í því, að telja mynd un þjóðstjórnarinnar, þ. e. kvaðn- ingu Sjálfstæðismanna til með- ferðar atvinnumála og fjármála þjóðarinnar, hafa orðið henni til álitsauka og styrktar. Ef þetta er í raun og veru skoð- un formannsins, fer áhugi hans fyrir stofnun og tilvist þjóðstjórn- arinnar að verða torskilinn. Svo getur því naumast verið. Skýr- ingin hlýtur að vera önnur. Hún getur trauðlega verið önnur en hugur hans á því, að sýna enn og gagnvart öðrum samskonar göfuglyndi og hann svo átakan- lega' lýsir, að hann hafi áður sýnt í þessu máli. Nú er það Alþýðu- flokkurinn, sem miskunnar hans á að verða aðnjótandi. Tilætlunin er að reyiia að liressa flokkinn ögn við eftir þá vægilegu hirtingu, sem jeg veitti honum fyrir frum- hlaup Alþýðublaðsins gegn Sjálf- stæðismönnum. Hugarfarið, sem ræður afskiftum formanns Fram- sóknarflokksins af þessu máli nú, er því vafalaust fagurt. ★ En óhappið fyrir formann Fram- sóknarflokksins er það, að sam- fai’a hinu fagra hugarfari hefir samviskubitið einnig barið að dyr- umr Þetta er í sjálfu sjer ekki nema eðlilegt, og óhapp kalla jeg það einungis, vegna þess, að hinn veraldarvani málafylgjumaður hef ir látið þetta, samkvæmt því sem eftir þessu má álykta, óvænta hug- arástand verða til þess að gefa á sjer höggstað, sem honum eRa var síst trúandi til. Þegar hann les hina vinsamlegu bendingu mína til Alþýðublaðsins um að rifja upp fyrir sjer stað- reyndir málsins, þá tekur hann ósk mína til sín og fer að hugsa. Og á hinum hlutlausu staðréynd- um, er jeg ráðlagði Alþýðublað- inu, að byggja hugsun sína, reisir formaðurinn síðan hinar ægileg- ustu ásakanir í garð Framsóknar- flokksins um, að það hafi verið fjármálastjórn hans að kenna, að þvorki ríki nje bær gátu fengið er- lent lán 1938. Það er eigi nema að vonum, þó að formanni flokks- ins renni í skap við slíkar ásak- anir, og að honum, þegar svo er komið, sjáist yfir, að það var ekki jeg, heldur hans eigin samviska, sem þær hóf. ★ Við mig er því eigi að sakast. Þetta veit jeg, að form. Framsókn arfl. sjer strax og hann íhug- ar málið nánar. Hann mun þá ljóslega skilja, að mjer var í bili alt annað í hug en að fjandskap- ast við Framsóknarflokkinn. Að ætlun mín var ekki ehau sinni sú, að leggja fyrir hann gildru, og að gildru þá, sem hann nú situr fastur í, lagði hann sjálf- ur, um leið og hánn að óþörfu blandaði sjer í þetta mál. Mjer hefir ekki snúist hugur síðan. Jeg tel enn viðfangsefni líð- andi stundar svo mikilvæg og erfið úrlausnar, að jeg tel hin minni háttar verkefni mega bíða. Þess vegna hverf jeg að sinnf frá því að brjóta til mergjar ýms íhúgunarefni, sem fram koma hjá formanni Framsóknarflokksins. M. a. hvernig hægt var að „hefja þá nýsköpun í síldariðjunni“, sem átti sjer stað með síldarverksmiðj- um ríkisins með láhi, sem tekið var eftir að íhaldsmaður á Hólma- vík hafði talað þar við Fram- sóknarmann haustið 1930, þegar fyrsta síldarverksmiðjan hóf starf sitt sumarið 1930. Ennfremur, hvort nokkur furða hafi verið, að Sjálfstæðismenn treystu varlega góðvild andstæð- inga sinna í garð hitaveitunnar, sem andstæðingarnir altaf höfðn verið á móti, þegar þeir liöfðu í huga, að Framsókn taldi það með- al ástæðna fyrir þingrofinu 1931, að ella hefði þingið samþykt rík- jsábyrgð á láni til Sogsvirkjunar- innar, sem andstæðingarnir þótt- ust þó altaf vera með. Þá verður það og að bíða betri tíma að íhuga, livernig á því stendur, að einmitt slíkur áhuga- maður um notkun jarðhita, eins og formaður Framsóknarflokksins lýs ir að hann sje, skuli ekki hafa veitt Hitaveitu Reykjavíkur meiri stuðning en liann hefir gert. Þar sem hann m. a. sendir sem vara- FRAMH. Á SJÖTTU Sfi>U.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.