Morgunblaðið - 09.05.1940, Page 6

Morgunblaðið - 09.05.1940, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ ■í-------------í— Fimtudagur 9. maí 1940» Minningarorð um Haildóru Dórarinsdóttur T71 rú Halldóra Þórarinsdóttir andaðist í St. Josephssjúkra- htisinii föstndaginn 5. apríl s.l. o" yar til grafar borin fimtudaginn 18. s. m. ’ Var hún fædd 9. apríl 1888, að Flankastöðum á Miðnesi, og kom- in af merku fólki í báðar ættir. Voru foreldrar hennar bænda- íjónin Þórarinn Eiríksson og Kristín Magnúsdóttir, mjög mæt óg vel látin hjón. Þórarinn ólst upp hjá Páli prófasti Pálssyni í Hörgsdal, og var í föðurætt kom- inn af búhöldum góðum í Vestur- Skaftafellssýslu, sonur Eiríks bónda að Fossi á Síðu, Jónssonar * ' í Mörtungu, Eiríkssonar að Fossi, Sigurðssonar hreppstjóra, Eiríks- sonar að Fossi. Móðir Þórarins, Halldóra Ásgrímsdóttir, var hins- ▼egar náskyld sjera Ólafi Páls- syni, og komin af ísleiki klaust- urhaldara Ólafssyni. Kristín var dóttir Magnúsar prests Norðdah! að Sandfelli í Öræfum (Jónssonar prpsts, Magnússonar sýslumanns, Ketilssonar) og konu hans, Rann- veigar Eggertsdóttur prests, Bjamasonar landlæknis, Pálsson- ar, en kona Bjarna var Rannveig dóttir Skúla landfógeta, Magnús- sonar. Frá Flankastöðum fluttist Hall- dóra, þegar hún var tveggja ára, með foreldrum sínum, að Löndum í sömu sveit, og var þar til 16 ára aldurs, er faðir hennar ljetst. Fluttist hún þá til Reykjavíkur, með móður sinni og bróður, Magnúsi formanni hjer í bænum. Seinna var hún á heimili Jóns koungsritara Sveinbjörnssonar, bæði hjer í bænum og Kaupmanna höfn. Var hún og þar um skeið á heimili frænda síns, Magnúsar ráðherra Jónssonar, og lærði margt nytsamt og gott á báðum þessum heimilum. I Kaupmannahöfn stundaði Halldóra nám á hússtjórnarskóla og síðan á hannyrðaskóla. Og jafn an var hún fróðleiksfús kona, sem las mikið af fræðandi og göfg- andi ritum. Vorið 1908 kom hún aftur heim til fslands, og settist að hjer í bænum. Naástu árin þar á eftir kendi hún hannyrðir, og fleiri störf hafði hún með höndum. Hinn 7. okt. 1910 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Andrjesi klæðskerameistara Andrjessyni, og bjuggu þau hjer í bænum öll sín hjúskaparár. Eignuðust þau tvö börn, Þórarinn, sem býr hjá föður sínum og starfar sem með- eigandi við hina umfangsmiklu verslun hans, og Hólmfríði, sem ooc*ooooooooooooooc í 6 Lokafundur vetrarins í Guð- ó X spekihúsinu í kvöld kl. SV2■ A ó Forseti: Hvers vegna leyna A X þeir nöfnunum! Erindi. Frú Y X Gíslína Kvaran og hr. Einar X Y Loftsson: Frásagnir. 0 0 STJÓRNIN. 0 <><><><><><><><><><><><><><><><><><> Halldóra Þórarinsdóttir. gift er Svanbirni aðalfjehirði Frí- mannssyni. Halldóra var fríð kona og glæsi- leg og framkoma hennar svo fág- uð, sem höfðingskonu sæmdi. Hún var greind og sannmentuð, leit- aðist við að læra af lífinu — rök- hugsa — og notfæra reynsluna sjer og öðrum til göfgis og þroska. „Ef menn vanrækja þetta“, sagði hún, „verður sál vor aðeins tálblik, án blessunar fyrir oss sjálfa og aðra og án innihalds fyrir eilífðina, sem framundau er“. Hún var mjög tilfinningarík, en svo styrk í lund, að jafnvægi var ávalt á geði hennar, jafnt í gleði sem andstreyuni. Heimilið annaðist hún af mikilli skyldurækni, prýddi það af smekk vísi og breiddi umhverfis sig birtu og yl, enda skorti hana ekki hæfileika, mentun nje afbragðs handbragð, til þess að skapa fyr- irmyndarheimili. Hún var höfð- ingi heim að sækja, innileg í við- móti, glaðlynd og ör í útlátum. Manni sínum var hún hin besta stoð og stytta, og var sambúð þeirra hjóna mjög farsæl, og börnum sínum var hún kærleik3- rík móðir, enda var hún elskuð og virt af eiginmanni og börnum. Hjúum sínum var hún umhyggju- söm og Ijet sjer ekki einungis ant um þau, meðan þau dvöldu hjá henni, heldur fylgdist hún með þeim löngu eftir að þau voru frá henni farin. Hún var mild við þá, er voru minni máttar, og margra götu greiddi hún og sýndi kær- leika í verkinu, þótt dult færi. Hún var mjög ráðholl, og leituðu margir ráða hennar. Á síðastliðnu hausti kendi Hall- dóra þess sjúkdóms, er að lokum svifti hana lífinu. Dauðastríðið háði hún ;með sönnu þolgæði og hetjuró, æðrulaust afbar hún þrautirnar og þjáningamar og brosti við þeim, er til hennar komu, hvetjandi og gleðjandi þá fram til hins síðasta. Þessa geðró 0g stillingu og hve bjart var yfir henni, þrátt fyrir þjáningar, mun ekki hvað síst mega þakka þeim áhrifum, er hún hafði orðið fyrir árum saman við störf að sálræn- um rannsóknum með manni sínum. Þessi áhrif munu hafa veitt birtu, friði og sælu inn í sál hennar. Halldóra Þórarinsdóttir var mjög vinsæl kona og kom það Ijósast fram við útför hennar. Allir þeir, er henni kyntust, munu jafnan minnast hennar sem einn- ar hinnar mætustu konu þessa bæjar. Ludvig C. Magnúss.on. Samþyktirnar aðfaranótt 10. apríl FRAMH. AF ÞRIÐJXJ SÍÐU heyrist enginn framar minnást á þessa atburði. Einhverntíma hefði það þó þótt tíðindum sæta að þjóðin fengi aftur í sínar hendur æðsta vald í öllum málefnum ríkisins, eftir nærfelt 700 ára bið. En nú er eins og enginn veiti þessu athygli; öllum standi á sama. Hvernig stendur á þessu andvaraleysi, sem nálgast því að vera hirðuleysi um mikilvægustu mál þjóðarinnar? Orsökin er án efa sú, hvernig málið bar að. At- burðirnir, sem knúðu fram að- gerðir Alþingis, voru svo alvar- legs eðlis og örlagaríkir, að þeir tóku upp alla hugi manna. Inn- rásin í Danmörku og Noreg minri óþyrmilega á nærveru hins ægi- lega hildarleiks. Á hvaða augna- bliki sem var gat röðin komið að okkar eigin landi. Þetta viðhorf varð orsök þess, að þjóðin veitti ekki sjerstaka athygli hinum mikilvægu ákvörðunum, sem tekn- ar voru á Alþingi aðfaranótt 10. apríl. ★ Alþingi fór í aðgerðum sínum ekkert út fyrir það, sem var óhjá- kvæmileg nauðsyn, vegna ástands- ins, sem skapast hafði. Það gerði enga breyting á sjálfu stjórn- skipulaginu. Þingbundin konungs- stjórn er áfram það stjórnskipu- lag, sem hjer ríkir. Aðeins hefir sú breyting á orðið, að valdið, sem konungi er fengið í stjórn- arskránni, hefir til bráðabirgða verið falið ráðuneytinu, vegna! þess að konungi er ókleift að framkvæma valdið. En þótt Alþingi hafi í ákvörð- unum sínum látið líta svo út sem hjer væri aðeins um bráðabirgða- ráðstöfun að ræða, sbr. orðin „að svo stöddu“ í þingsályktununum, ' getur vitanlega svo farið, að á-1 standið, sem nú ríkir hjá sam- j bandsþóðinni, vari það lengi, að þingið verði að gera aðrar og meiri ráðstafanir. Það er ekki hægt í þingræðislandi að búa til lengdar við það ástand, sem hjer ríkir nú, að æðsta valdið í mál- efnum ríkisins sje í höndum pólitískra ráðherra. Slíkt fyrir- komulag er gagnstætt eðli og grundvallarreglu þingræðis og lýðræðis. Að við getum til bráða- birgða unað þessu, stafar af því, að svo heppilega vill einmitt til nú, að hjer ríkir stjórn, sem hefir stuðning nálega allra flokka þings ins. Ef hjer ríkti flokksstjórn, myndum við ekki geta unað þessu fyrirkomulagi stundinni lengur. Fari því svo, að ástandið, sem nú ríkir hjá sambandsþjóðinni, verði óbreytt þegar Alþingi kem- ur saman aftur , verður óhjá- kvæmilegt að gera nýja skipan á þessi mál. Alþingi hefir það á valdi sínu, að gera hvaða þá skipan á þess- um málum, sem því þóknast. Það getur ekki að neinu leyti verið bundið ákvæðum saihbaridslag- anna, eins og nú er komið. Allur grundvöllur sambandslaganna er hruninn. Það er nauðsynlegt að við gerum okkur þetta ljóst strax, til þess að forðast óþægindi og á- rekstra síðar. ★ En hinu megum við ekki gleyma ' íslendingar, að mikil ábyrgð og vandi fylgir því starfi, sem við höfum nú. fengið í hendur óvænt <og óundirbúið. Utanríkismálin eru vandasöm og flókin, ekki síst á þessum viðsjárverðu tímum. Þau krefjast mikillar þekkingar og að- gæslu. Því miður höfum við vanrækt að búa þjóðina undir það, að taka utanríkismálin í sínar hendur að öllu leyti. Og því er það mikið happ fyrir okkur, að eiga nú á- gætan mann, Svein Björnsson sendiherra, mann, sem hefir hlot- ið mikla reynslu og ágæta þekk- ingu í meðferð utanríkismála. Sendiherrann mun nú koma heim til þess að leggja grundvöllinn að skipan þessara mála, enda ríður á að þar verði engin mistök á. Það er okkur mikill styrkur í því vandasama og ábyrgðarmikla starfi, sem nú er að hefjast, að tvö stórveldin, Bretland og Banda ríkin, hafa þegar viðurkent það ástand, sem skapast hefir fyrir rás viðburðanna. Þau hafa tekið upp bein stjórnmálaskifti við stjórn landsins. Þau senda hingað „diplomatiska1 ‘ sendimenn og veita móttöku sendimönnum frá okkur. Þessar skjótu og góðu und irtektir hinna voldugu stórvelda, er ómetanlegur styrkur fyrir okk- ur, enda ríður á, að vel verði sjeð fyrir okkar málum í þessum lönd- um. J. K. Esja kom til ísafjarðar kl. 6Vs í gærkvöldi. B.S.I. Símar 1540 þrjár línur. Góðir bílar.-------Fljót afgreiðsla. iae> Tilkynniö flutninga á skrifsfofu rafmagnsveif* unnar, Xfarnargöfu, 12, sími 1222, wegna mæla* álesfurs. Rafmagnsveifa Reykjavíkur. Dagheimili Sumargjafar Tekið er á móti umsóknum fyrir börn dagleg-a í Grænu- borg og Vesturborg kl. 5—6, til 16. maí. Fundur verður haldinn í Starfsmannafjelagi Reykjavíkurbæjar í Kaupþingssalnum annað kvöld kl. 8y2. — Fundarefni: 1. Úrslit fulltrúaráðskosningar. 2. Önnur mál. Stjórnin. FYRIRLIGGJANDI AGÚRKUR — SALAT — CÍTRÓNUR KARTÖFLUR. Eggert Krisfjánsson & €o. li.f. -- Sími 1400. -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.