Morgunblaðið - 10.05.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.05.1940, Blaðsíða 4
4 M ORGUN B L AÐIÐ Föstudagur 10. itiaí 1940. Brjef send Morgunblaðinu kurverðiö Siómanna- tii bænða deilan MjÓI Herra ritstjóri! I. íðustu dagana hefir mjer bor- ist blaðið Tíminn, þar sem grein mín frá, 6. f. m. er gerð að umtalsefni og þar reynt að rengja þá niðurstöðu er^jeg komst að, tim mjólkurverðið. Jeg gat þess, að bændur hjer í hreppi hefðu fengið meðalverð 21.5 e. pr. 1. ár 1939, — en Tíminn fullyrðir að þetta sje ósatt, og segir nú, að jeg hafi fengið 25.7 a. pr. 1. (komna að mjólkurhreinsunar- Stöð Samsölunnar í Reykjavík). Svo eru nú þessi orð. Vegna þess, að hjer er mjög verulegur ágreiningur um þetta atriði, er óumflýjanlegt að jeg geri betri grein fyrir mínu máli. Helst vildi jeg, að hægt væri að ræða þetta deiluatriði þannig, að þær upplýsingar fengjust; sem leiddu ótvírætt í ljós sannleikann um þetta verðlagsatriði, svo eigi þyrfti lengur að deila um eins iauðvelt mál og hjer er um að ræða. II. Það er; rjett hjá greinarhöf., að jeg hefi lagt 76.057% lítra af mjólk til mjólkurstöðvarinnar árið 1939. Mjólkurstöðin hefir gefið upp mjólkurmagri og verðmæti það er jeg hefi þar innlagt, og er það rjett tilfært, og að jeg hefi mót- tekið kr. 19.563.71 í peningum og vörum. Nú vil jeg leitast við, að fylgja sem mest grundvallartölum grein- 'arhöf., og geri það vegna þess, að auðveldara ætti að verða að halda hans þræði, þrátt fvrir það að jeg kysi frekar að rökstyðja mál mitt á annan veg, — þess er og að gæta, að þær tölur er greinar- höf. tilfærir í grein sinni eru teknar úr viðskiftareikningi mín- um af starfsfólki stöðvarinnar, er hefir talið rjett að veita þær, „þar sem hjer hafi að henna^ dómi verið óskiljanlega hallað rjettu máli“. Greinarhöf. telur að jeg hafi fengið greitt: í peningum (ávís.) kr. 18750.83 I heimsendum vörum, skyri og ostum — 794.62 I pöntuðum vörum og viðgerð á brúsum — 18.26 Samtals kr. 19563.71 Nú segjum við, að þetta sje rjett, en greinarhöf. skilur of fljótt við reikninginn, og verð jeg að reyna að bæta um. Hefi meðtekið sem að ofan seg- ir kr. 18750.83. Hjer dreg jeg frá: 1. Flutningsgjalda 2 au. pr. 1. á 76057 Itr. til Rvíkur kr. 1521.14 2. Vinnuafföll og kostnað — 678.56 3. Gæðaafföll — 202.80 4. 33% verðfelling af heimsendum vörum (1600 kg. skyr, 210 gk. ostar) — 266.00 Samtals kr. 2668.50 Upphæðin er því kr. 16082.33. 76057 1. : 16082.33 = 21.14 á lítra. Nú ætla jeg að setja upp ann- pð dæmi, sem er nokkru rjettara, þó að það sje mjer óhagstæðara. Fyrir 76057% lítra af mjólk hefiy mjóiktrr. stöðin greitt mjer Viðbættum 66% af heimsendum vörum, með fullu verði, á- jsamt pöntuðum vör- um og brúsaviðgerð — 547.26 Samtals kr. 16506.32 L. 76057 : 16506.32 = 21.70 ltr. Hjer hefi jeg dregið frá (flutningsgjald, stöðvargjald, vinnu afföll og kostnað, gæðaafföll og 33% af heimsendum vörum, sem ekki er rjettlátt að taka með sem peningagreiðslur til mjólkur- framleiðenda, þegar verið er að leita að því verði er hann fær fyrir sína framleiðsluvöru á staðn- um. III. í Tímanum frá 18. f. m., er mjer barst nú samstundis, er grein með yfirskriftinni „Hálfur sann- sannleikur“, og verð jeg að á- Jykta, að nú hafi grein mín gefið tilefnið. Þar er talað um „skrítn- ar aðferðir", og að andstæðingar mjólkurskipulagsins þykist græða á því að segja hálfan sannleik- ann og að mótspyrnan sje af póli- tískum rótum runnin. Svo er að skilja, að í raun og veru sje enginn ágreiningur um mjólkurskipulagið og framkvæmd mjólkurlaganna — alt sje í besta bróðerni og fullu samkomulagi. Mikil er tvöfeldnin stundum. „Stundum og stundum ekki“. Forsætisráðherra gat þó um það í útvarpsræðu í vetur í sambandi við þjóðstjórnarsamvinnuna, að ýms mál væru reyndar óleyst af stjórninni ennþá, eða eftir að semja um þau, og eitt þeirra mála væri mjólkurmálið. Þannig er það ng greinarhöf. veit það mæta vel. Mjólkurframleiðendur vestan Hellisheiðar til Skarðsheiðar una illa því ranglæti, sem þeir eiga við að búa, og stjórnarathafnir meirihluta samsölustjórnarinnar eru þess valdandi í mörgum til- fellum. Væri ekki úr vegi, úr því til- efni gefst,, að benda greinarhöf. á ,nokkur atriði máli mínu til stuðn- ings, — þar sem skilningsleysi stjórnar samsölunnar kemur gjör fram í garð mjólkurframleiðenda vestan Hellisheiðar til Skarðs- heiðar. 1. Stjórnin leggur til hliðar 222 þús. kr. af tekjum samsölunnar, án þess að spyrja framleiðendur að. f '2. Stjórnin samþ. að leggja kr. 107 þús. af tekjum ársins 1939 til stöðvarbyggingar. Hvar er heim- ildin fyrir þessu? 3. Stjórnin er einráð um alla reikningsgerð samsölunnar. Eng- inn mjólkurframleiðandi endur- skoðar þá reikninga. 4. Stjórnin lækkar fyrirvara- laust og án skýringa útborgunar- arð á mjólk til bænda, og það jafnvel á þeim tímum þegar allar erlendar vörur stórhækka í verði. Ólafnr Bjamason. Hr. ritstjóri. T af samningum þeim, sem nú hafa verið gerðir milli skipshafna annarsvegar og hins vegar togaraeigenda og farm- skipaeigenda, hefir Alþýðu- blaðið í fyrradag flutt grein, þar sem skipaeigendur eru sak- aðir um að þeir hafi svikið gef- in loforð gagnvart skipshöfnum um stríðsáhættuþóknun. Er því haldið fram, að síðastliðið haust hafi skipaeigendur lofað skips- höfnunum að stríðsáhættu- þóknunin skyldi ekki vera lægri hjer en þar, sem hún væri lægst annarsstaðar á Norðurlöndum, en samningar þeir, sem nú hafi verið gerðir sjeu brot á þeim loforðum. Þetta er algerlega rangt með farið. Togaraeigendur gáfu síðast- liðið haust engin slík loforð, sem að ofan greinir. Þeir gerðu samninga í byrjun okt. um til- tekna stríðsáhættuþóknun og var í þeim samningi engu öðru lofað en því, sem þar var til- tekið um upphæð áhættuþókn- unarinnar. Samningum þessum sögðu umboðsmenn skipshafn- anna upp, en togaraeigendur ekki, og stóðu þeir algerlega frjálsir viðvíkjandinýjum samn- ingum. Að því er snertir farmskipa- eigendur, þá var gerður bráða- birgðasamningur 9. sept. s.l. milli þeirra og umboðsmanna skipshafnanna. Var þar sagt að stríðsáhættuþóknunin skyldi vera „eigi lægri en hún er á því Norðurlandanna þar sem hún er lægst.“ Þegar þessi bráða- birgðasamningur var gerður var hjer ókunnugt um hvað ákveð- ið hefði verið á Norðurlöndum hjeraðlútandi. Þessvegna var bráðabirgðasamningurinn ekki ákveðnari en þetta, en jafn- framt var þar svo umsamið að hefja skyldi samningsumleitan- ir milli aðilja um endanlega samninga og komust slíkir samningar á tæpum mánuði síð- ar, eða 7. okt. s.l. Fyr fengust ekki ábyggilegar upplýsingar um aðstöðu Norðurlandanna, en þegar sá samningur var gerður, var svo langt frá því, að farið væri eftir því, sem lægst væri á Norðurlöndum, að þvert á móti var í samningnum farið eftir því, sem hæst var þar á- kveðið um stríðsáhættuþóknun. T. d. var ekki á þeim tíma byrj- að að semja um áhættuþóknun í Ameríkusiglingum, nema í Noregi. Samt var hjer samið um 100% áhættuþóknun í Ameríku siglingum, eins og var í Noregi. Síðar samþyktu Danir slíka á- hættuþóknun, en Svíar hafa ekki gert það, og þeirra áhættu svæði hefir aldrei náð lengra en vestur undir Færeyjar. Hjer var hið meira áhættusvæði aftur á móti látið ná vestur undir Vest- mannaeyjar, og mætti fleira telja í þessu efni. Með samningnum frá 7. okt. s.l. gerðu skipaeigendur því mikið meira en að standa við loforð sitt í bráðabirgðasamn- ingnum frá 9. sept. s.l. En í samningnum frá 7. okt. s.l. lofuðu farmskipaeigendur engu um samninginn í fram- tíðinni. Umboðsmenn skipshafn- anna sögðu þeim samningi upp frá 20. f. m. að telja, og skipa-t eigendur stóðu því algerlega frjálsir viðvíkjandi framhaldl samningsins. Það er því einnig að því er farmskipaeigendur snertir algerlega ósatt hjá AI- þýðublaðinu, að þeir hafi gengið á gefin loforð gagnvart skips- höfnunum með hinum nýja samningi um aukna áhættu- þóknun. Það er venja hjá Alþýðublað- inu í lok sjerhverrar vinnudeilu að flytja greinar með stórprent- uðum fyrirsögnum um stór sigur verkalýðsfjelaganna, alveg án tillits til þess þó vinnudeilunni hafi lokið með fullkomnum ósigri fyrir þau. Sama gerði Al- þýðublaðið í lok þeirrar deilu, sem hjer ræðir um. T. d. segir það að áhættuþóknun háseta á farmskipum sje hækkuð um 50%. Áhættuþóknunin var fyrir háseta á farmskipum kr. 587,50 á mánuði, og hækkunin er raun- verulega kr. 24,00 á mánuði og er hækkunin þegar miðað er við þann siglingatíma til Englands, sem venjulegur hefir verið, því ekki nema rúmlega 4 % •— f jór- ir — af hundraði, en Alþýðu- blaðið segir 50%!! Þetta mun ekki þurfa frekari útlistunar. Alþýðublaðið hefir einnig að öðru leyti farið rangt með um þessa samninga, en jeg tel ekki ástæðu til að fjölyrða um það hjer. Reykjavík, 9. maí 1940. Eggert Claessen. (nettó) ár 1939 kr. 15959.06 Veitingastofa opnuð í dag á Laugaveg 28 Selt verður: Kaffi, smurt brauð, stakar heitar máltíðir, Gosdrykkir, Sælgæti, Cígarettur o. fl. Mb) teimiNi i Olieini (( FYRIRLIGGrJANDI AGÚRKUR — SALAT — CÍTRÓNUR KARTÖFLUR. Eggert KristjánsNon & Co. h.i. -- Sími 1400. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.