Morgunblaðið - 10.05.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.1940, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 10. maí 1940, Stjórnarskifti í Englandi Fiásðgn um undanhald Breta I Noregl Liðsforingi í breska herfor. ingjaráðinu, sem stjórnaði leiðangrinu í Noregi, hefir skýrt frá því að skipunin um að halda undan hafi verið gefin 25. apríi síðastliðinn. Bresk Yorkshiresveit hafði þ. 24. apríl búið um sig yfir þver- an Guðbrandsdalinn hjá Kvam. Hersveit þessi hafði skipun um að ' verja undanhald norskra hersveita, sem vörðust sókn jpjóðverja nokkru neðar í daln- um. Norsku hersveitirnar hörf- uðu undan í gegnum raðir Yorkshirehersveitarinnar. Vörðu undanhaldið. Þðaín 25. apríl nálguðust hersveitir Þjóðverja bresku varnarlínuna. Þjóð- verjar höguðu sókn sinni þannig, að skriðdrekar og brynvarðar bifreiðár fóaru fyrst og síðan kom fótgönguliðið, en , þýskar flugsveitir flugu yfir og gkutu af vjelbyssum. Bretum tókst að stöðva skriðdrekana, en skömmu síðar hóf fótgöngulið Þjóð verja árás á hliðarlínur þeirra. Gátu þeir komið við stórskotaliði sínu, en Bretár höfðu engar fallbyssur. Tókst þeim þó, segir hðsforinginn að verjast, og valda miklu manntjóni í liði Þjóð- verja. Um nóttina fengu þeir fyrirskipun um að hörfa undan til Otta. Þar hafði iranur bresk herdeild búið um sig. Þann 28. apríl nálguðust Þjóðverjar Otta og hófu árás með sama hætti og Ixj'á Kvam, skriðdrekamir fyrst og fótgönguliðið síðar- Hjá Kvam segjast Bretar hafa eyði- Jagt þrjá þýska skriðdreka. Þann dag var oft barist í návígi. Til Dombás. Um nóttina hörfaði breska herliðið undan um þrjár mílur. Þjóðverjar fylgdu eftir, en samt sem áður tókst breska liðinu að komast í.lest og hörfa undan til Dombás. Þar hafði York- shireherliðið tekið sjer varnarstöðu. Til þess að tefja fyrir sókn Þjóð- verja, hafði bresk verkfræðingadeild sprengt í loft upp brú skamt fyrir sunnan Dombás. Tafði það Þjóðverja í 48 klst. En þann 30 apríl nálguðust þeir Dombás. Tókst þar bardagi, sem stóð allan daginn. en um nóttina fekk breska liðið fyrirskipun um að hörfa undan. Fór það eftir Ramndalsbrautinni. þar til skamt var til Yreme. En þar var jámbrautarlínan eyðilÖgð á stóru svæði. Varð breska herliðið að ganga 17 míl- ur áður en það komst þangað, sem línan var heil aftur. Hjer fór síðasta viðureignin fram milli Þjóðverja og Breta, og komst braska herliðið undan til Andalsness og þaðan um borð í skip. Undanhaldið fór eingöngu fram að næturlagi, og þótti Bretum hin norræna nótt stutt, aðein% þrjár klukkustundir, að því er þeir segja. í dag? Stjórnarandstæðing- ar neita að starfa með Chamberlain FORINGJAR stjórnarandstæðinga í breska þing- inu, Mr. Attlee og Mr. Greenwood, fóru í gær- kvöldi á fund Mr. Chamberlains í Downing Street 10 og voru hjá honum í þrjá stundarfjórðunga. Við- staddir voru ennfremur Halifax lávarður og Mr. Winston Churchill. _Það er talið að Mr. Chamberlain hafi leitast fyrir um það hjá Mr. Attlee og Mr. Greenwood, með hvaða skilyrð- um verkamannaflokkurinn vildi taka þátt í Þjóðstjórn, í fyrsta lagi, hvort hann yildi taka þátt í þjóðstjórn, þar sem hann, Mr. Chamberlain, væri forsætisráðherra, og þá með hvaða skilyrðum, og í öðru lagi, ef hann teldi sig ekki geta gengið í þjóðstjórn með sjer, hvort ekki væri þá ein- hver annar maður innan íhaldsflokksins, sem hann vildi. starfa með, ef hann myndaði stjórn. Talið er að þeir hafi svarað alveg afdráttarlaust að þeir gætu ekki ekki tekið þátt í þjoðstjórn þar sem Mr. Chamberlain væri forsætisráðherra. Sömu afstöðu er frjálslnydi flokkurinn sagður hafa tekið. Hinsvegar er álitið að þeir hafi engin svör gefið um hvort verkamannaflokkurinn vildi taka þátt í þjóðstjórn, þar sem ein- hver annar væri í stjórnarforsæti en Mr. Chamberlain, heldur hafi þeir viljað ráðgast um þetta við flokk sinn. Það er þó ekki kunnugt, hvort þeir ætli að fresta að gefa ákveðið svar, þar til ársþing verkamannaflokksins hefir fengið málið til athugunar, en það kemur saman á annan í hvítasunnu. Sumir telja að Mr. Chamberlain hafi beðið um svar hið bráðasta og að afgert verði um þetta mál í dag. Mr. Chamberlain gekk ekki á konungsfund í gær eins og gert hafði verið ráð fyrir. iWinston Chiu'chill. Myndin tekin á .herskoðun nýlega. „Deutsches Nachrichtenbúro" ber til baka þá fregn, að þýska „Kraft durch Freude“ skipinu „Robert Ley“ hafi verið sökt í Skagerrak, á leið til Noregs. Ýmsum getum er að því leitt hver muni verða for- saetisráðherra ef Mr.Cham. berlain beiðist lausnar, en aðallega eru þó tveir til- nefndir, Halifax lávarður og Mr. Churchill. Halifax lávarður er að vísu í lá- varðardeildinni en á það er bent í London að litlir ör?Y uðleikar yrðu á því, að fá honum sæti í neðri málstof- unni ef svo bæri undir. En þótt nokkur orðasenna hafi orðið milli stjórnarand- stæðinga og Mr. Churchills í þinginu í gær, þá er talið ekki ósennilegt, að stjórnarandstæð- ingar myndu heldur kjósa að starfa með honum sem forsæt- isráðherra en Halifax lávarð. AUKINN VIÐBÚNAÐUR. N Það var tilkynt í London í gær. eftir að fundur hafði verið haldinn í ríkisráði konungs, að 8 aldursflokkar, eða menn á aldrin- ufn 28—36 ára, skyldu ferða skyldaðir til að gegna herþjón- ustu. Gert er rgð fyrir að einn ald- ursflokkur verði kallaður til her- þjónustu á mánuði hverjum, nema að horfurnar versni. í hinum 8 nýju aldursflokkum er talið að sjeu 2% miljón manns. Þögn Mussolinis verður aðeins rof- in af athöfnum Mannfjöldi safnaðist saman í gær á torginu fyrir framan Feneyjahöllina í Róma- borg í tilefni af því, að fjögur ár voru liðin frá því að ítalir tóku Addis Ababa, og ítalska keisaraveldið var stofnað. — Mussolini kom fram á svxlir hallarinnar, en var ekki í skapi til að flytja ræðu. Hann ávarpaði mannfjöldann og sagði: „Þið hafið heyrt ræð- ur mínar og verðið nú að venj- ast þögn minni. Hún verður að eins rofin af athöfnum.“ Mannfjöldinn tók að hrópa „Tunis, Tunis“, og sumir hróp- uðu „Malta, Malta“. Samskon- ar hróp heyrðust í Neapel, er Viktor Emanuel opnaði þar stóra sýningu í gær. ítölsk blöð ljetu í gær falla niður skrif sín um ógnanir Bandamanna við Balkanríkin, en skrifuðu í þess stað um vand ræði þau, sem Italir yrðu fyrir af hálfu hafnbanns Breta í Mið- jarðarhafi. Irska þjóDin sameinast gegn I. R. A. Nokkrir menn reyndu síðast- Liðinn þriðjudag að stöðva á fjölförnustu götunni í Dublin (Eire) póstsendil, sem var á leiðinni með póst til skrifstofu breska sendiherrans í borginni. Skothríð hófst milli ofbeldis. mannanna og leynilögreglu-’ þjóna, sem voru í fylgd með póstsendlinum. Felmtur greip fólkið á göt- unni og flýði það í allar áttir. — Tveir leynilögregluþjónanna særðust, en ofbeldismönnunum, sem taldir eru hafa verið úr hópi I. R. A.-manna, tókst að komast undan í bifreið. Um kvöldið flutti de Valera, forsætisráðherra Bire, útvarps- ræðu, þar sem hann lýsti yfir því, að ríkisstjórnin myndi taka upp miskunnarlausa baráttu gegn I. R. A.-mönnum. Cosgrave, foringi stjórnarand- stæðinga á þingi, lýsti yfir því í gær, að hann hefði samið vopnahlje við stjórn de Valera, og myndi þetta vopnahlje standa þar til de Valera lýsti yfir því, að honum hefði tekist að buga ofbeldismennina í land- inu. RÁÐSTAFANIR SVÍA GEGN QUISLINGUM. ¥ Svíþjóð hefir verið lagt fram frumvarp til laga um að banna starfsemi flokka eða f jelaga, sem vinna að því, að grafa undan ríkisvaldinu, eða starfa í þjónustu erlendra ríkja. Svíar lögðu í fyrradag tund- urduflum á 80 kílómetra breiðu svæði a ðsunnanverðu við inn- siglinguna til Stokkhólms. 13 þýskum skipum Breska flotamálaráðuneytið birti í gærkvöldi tilkynn- ingu um ný afrek breskra kaf- báta. í þýskri skipalest, sem í voru 10 skip, hæfðu 6 tundurskeyti mark. Þrjú tundurskeyti hæfðu mark í annari þýskri skipalest, og tvö í þeirri þriðju. Auk þess hæfði tundurskeyti þýskt skip, sem‘ var eitt á ferð, og eitt skip var hrakið upp í landsteina, en þar var það eyði- lagt af fallbyssukúlum óg tund- urskeyti. Roosevelt flytur ræðu í kvöld Roosevelt forseti flytur ræðu í Washington í kvöld. Því er haldið leyndu, um hvað hann ætlar að tala, en búist er við að hann muni ræða um utanrík- ismál og þá m. a. um stríðið í Evrópu. Roosevelt snæddi árdegisverð með Cordell Hull og Sumner Wells í gær, og er talið að hann hafi verið að ráðgast við þá í sambandi við ræðu sína. Sjálfur er Roosevelt sagður leggja allmikið upp úr þessari ræðu, og er það markað af því, að hann byrjaði að skrifa hana þegar á þriðjudaginn . Hann hjelt þá engan fund með blaða- mönnum, eins og venja hefir verið til, og afsakaði sig með því, að hann væri að vinna að ræðu sinni. Webb Miller: Slys - Þjóðverjar segja morð 4- Webb Miller, kunnur ame- rískur blaðamaður, fanst örendur við hliðina á járnbraut- arteinum neðanjarðarbrautar- innar í London aðfaranótt mið- vikudags. Hann hafði verið í breska þinginu um daginn og er talið að þegar hann var á heimleið um kvöldið, hafi hann fallið út úr neðanjarðarvagni og slasast til bana. Líkskoðun fór fram í gær og að henni lokinni var kveðinn upp úrskurður um að hann hefði látist af slysi. Blöðin í Berlín sögðust í gær hafa heimildir fyrir því, að breska leyniþjónustan (secret service) hefði myrt W. Miller. Hann hafi verið farinn að gagn- rýna bresku stjórnina og á þann hátt „orðinn hættulegur við- leitni bresku stjórnarinnar að breiða út stríðið“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.