Morgunblaðið - 10.05.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.05.1940, Blaðsíða 5
* 1 FðstudagUr 10. maí 1940. Útgef.: H.f. Arvakur, R«yT JaYfk. RltBtjórar: Jön Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyr^Barm.). Auglýsingar: Árnl óla. Rltstjörn, au^lýslngar og afgrrelBsla: Austurstrætl 8. — Sfaal 1800. Askriftargjald: kr. 8,50 & ainutl Innanlands, kr. 4,00 utanianda. 1 lausasölu: 20 aura elntaklB, 25 aura mett Lesbök. Eftir elúraunina StJ ákvörðun bresku her- stjórnarinnar í fyrri viku, að flytja hjálparhersveitirnar 3>rott úr Suður.Noregi og gefa jþar með í bili þenna hluta Nor- «gs á vald innrásarhersins, vakti sem von er sár vonbrigði í hlut- Jausum löndum um allan heim. Vonbrigðin vegna þessa at- burðar voru einnig mikil og sár meðal alls almennings í Bret- landi. — Stjórnarandstæðingar notuðu sjer þetta og kröfðust /Jjess, að stjórnin gæfi þinginu ítarlega skýrslu um þessa at. burði. Síðan yrðu málin rædd bar fyrir opnum tjöldum. Þessar merkilegu umræður fóru svo fram í þingi Breta tvo daga, þriðjudag og miðvikudag. Umræðurnar urðu með köflum ákaflega harðar og talsverðar æsingar í þinginu, sem annars kemur varla fyrir í þingi Breta. .1 lok umræðanna fór fram at- kvæðagreiðsla og var yfirlýst af stjórninni, að hún skoðaði það vantraust, ef atkvæða- gáreiðslan gengi henni á móti. Stjórnin sigraði í atkvæða- .greiðslunni með 281 atkvæði :gegn 200 og var það langsam- lega minsti meirihluti, sem stjórn Chamberlains hefir feng- ið. Eftir þessa atkvæðagreiðslu þykir sýnilegt, að breyting verði á stjorn Bretlands og þá fyrst og fremst þannig, að stjórnar. . andstæðingar, V erkamanna- flokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn taki sæti í stjórninni. Einnig er talið sennilegt, að Chamberlain fari frá, en bent á líklega sem eftirmann annan hvorn Halifax lávarð eða Chur- chill. Þessar umræður í breska l)inginu hafa vakið heimsat- hygli. Ýmsir urðu til þess, eink- «m úr hópi breskra herfor- íngja, að vara alvarlega við umræðunum og þeir vildu ekki leyfa, að þær færu fram á þessum hættutímum. — Þeir töldu, að þær yrðu til að veikja viðnámsþróttinn og vekja sundr- ung meðal þjóðarinnar. En stjórnin kvað ekki koma til mála, að banna slíkar umræður. Svona rótgróið er lýðræðið í breska heimsveldinu. Ýmislegt bendir og til þess, að umræðurnar í þinginu verði einmitt til þess að sameina þjóðina, en ekki að veikja, á hættustundinni. Og það kom greinilega fram í umræðunum að breska þjóðin vill herða sóknina gegn andstæðingunum í stríðinu. Öll gagnrýnin beind- ist í þá áttina, að stjórnin þótti ekki nógu harðskeytt. Getur því farið svo, að nýr þáttur hefjist í stríðinu, eftir eldraunina í breska þinginu. Þallir frá Alþlngi -- II Sjerkennileg meðferð SlÐASTA Albingi hafði nokkuð sjerkennilega meðferð á fjármálunum. Niðurstöðutölur fjárlaganna bencia íil beæ, _a6 hjer sje /<illa niSur e5a lækka ýmsar f jármálanna hið mesta veltiár; alt er 1 toppinum. En þegar nánar er að gáð eru í fjárlögunum sjálfum og sjer- stökum lögum víðtækar heimildir stjórninni til handa, til þess að lækka útgjöldin. Gjöldin á rekstraryfirliti fjár- lagamia eru áætluð 18.0 milj. kr., en 17.8 milj. á fjárlögum yfir- standandi árs; nemur hækkunin því um 200 þús. kr. Rekstraraf- gangur er áætlaður 462 þús. kr. á móti 737 þús. í gildandi fjárlög- um. A sjóðsyfirliti er greiðslu- halli 557 þús. kr. og er það svip- að og á fjárlögum þessa árs. I fjárlagafrumvarpinu, sem fjármálaráðherrann lagði fyrir þingið í vetur, voru rekstrarút- gjöld áætluð tæpar 17 milj. kr., eða um miljón króna lægra en á fjárlögunum eins og þingið gekk frá þeim. Ágreiningur. Þessi stórfelda röskun á frum- varpi fjármálaráðherra er þó ekki eins mikil og niðurstöðutöl- prnar sýna. Svo sem kunnugt er hafði fjármálaráðherrann lagt til, að ýms útgjöld á 16. gr. yrðu lækkuð verulega. Einnig hafði hann lagt til, að lækkuð yrðu gjöld til ýmsra framkvæmda, er erlent efni þurfti til. Fjárveitinganefnd vildi fara aðra leið. Hún vildi hafa útgjöld- in að mestu hin sömu og á fjár- lögum yfirstandandi árs, en veita stjórninni í þess stað víðtæka heimild til að lækka gjöldin, ef það sýndi sig, að tekjur ríkis- sjóðs brygðust verulega. Fjármálaráðherrann gat fyrir sitt leyti fallist. á þessa leið, ef heimildin til gjaldalækkunar yrði það víðtæk, að útkoman fyrir ríkissjóð yrði hin sama. Varð svo samkomulag milli fjárveitinga- nefndar og stjórnarinnar, að þessi leið skyldi farin, enda fengi stjórnin þá víðtæka heimild til lækkunar gjaldanna, hæði ólög- bundinna og lögbundinna. Lækkunar- heimildir. Þessar heimildir eru að finna í fjárlögunum og sjerstökum lög- um. í 22. gr. fjárlaganna segir greiðslur samkvæmt lögum“. Þar segir svo: „A árinu 1941 er ríkisstjórninni heimilt, ef fyrirsjáanlegt er,, að tekjur ríkissjóðs bregðist verulega frá því, sem fjárlög gera ráð fyrir: 1. Að fella niður greiðslu á 35% af framlögum rikissjóðs, samkvæmt f járlögum, til: a. Byggingarsjóðs, sbr. II. kafla laga nr. 76 11. júní 1938, um bygg- ingar-og landnámssjóð. b. Endurbygginga íbúðarhúsa í sveitum, sbr. III. kafla sömu laga. 2. Að miSa framlag ríkissjóðs til bygg ingarsjóða, samkv. 3. gr. laga nr. 3 9. jan. 1935, um verkamannabústaði, við kr. 1,30 fyrir hvem íbúa kaup- staðar eða kauptúns, gegn jafnháu framlagi bæjar- og sveitarsjóða, og að lækka fjárveitinguna samkvæmt ■ fjárlögum í hlutfalli við það. 3. Að láta tekjuauka þann, sem gert er ráS fyrir í 2. gr. laga um bráða- birgSatekjuöflun ríkissjóðs og jöfn- . unarsjóSs bæjar- og sveitarfjelaga, er gilda fyrir árið 1941, renna beint í ríkissjóS og að láta tekjuauka þann, sem gert er ráð fyrir í 4. mgr. 3. gr. nefndra laga, einnig renna beint í ríkissjóð. 4. Að láta gjald í fiskimálasjóð sam- kv. 2. lið 13. gr. laga nr, 75 31, des. 1937 renna beint í ríkissjóð. 5. Að fella niSur 35% af framlagi rík- issjóðs til lífeyrissjóSs Islands, sam- kvæmt 78. gr. alþýSutryggingarlaga, nr. 74 31. des. 1937. 6. Að lækka verðlagsuppbót til em- bættis- og starfsmanna ríkisins sam- kvæmt lögum um 35%“ Ennfremur segir, að ef gripið verði til heimildanna, sje skylt að nota þær hlutfallslega jafnt til niðurfærslu þeirra útgjalda, er heimildirnar ná til, „enda sæti þá sömu hlutfallstölu niðurfærsla á gjöldum ríkissjóðs samkv. heim- ild í 22. gr. fjárlaga fyrir árið 1941“. Með öðrum oi’ðum: Stjórn- jn verður í niðurskurði sínum að láta jafnt ganga yfir alt það, sem heimildirnar ná til. Þegar þingið hafði veitt stjórn- jnni þessar víðtæku heimildir til niðurslturðar gjaldanna, mun út- 'koman á fjárlögunum vera svip- uð og fjármálaráðherrann lagði til í fjárlagafrumvarpinu. Yerður þá lítið eftir af öllum gauragang inum í Tímanum og rógnum í „einkabrjefu‘m“ sumra þingmanna Framsóknar, í samhandi við fjár- lagafrumvarpið. svo: „Ríkisstjórninni er heimilt.....aS Verðlagsuppbót. lækka útgjöld ríkissjóðs, sem eru ekki j Alþingi samþykti lög um hundin í öðrum lögum en fjárlögum, greiðslu verðlagsuppbótar á laun eftir jöfnum hlutföllum um alt að 35%,! embættismanna. Þessi lög hljóta ef ríkisstjórnin telur sýnilegt, að áhrif I ag au]ja allmjög útgjöld ríkis- styrjaldarinnar verði þess valdandi. að s-gs 0R sermilega meir en áætl- 1940, þannig að til 1. fl. skulu teljast laun 300 kr. eða minna á mánuði, til II. flokks laun frá 300-400 kr. á mánuði og til III. flokks laun yfir 400 kr. á mánuði, þó þannig, að af hærri mánaðarlaunum en 650 kr. greiðist ein- ungis verSlagsuppbót af 650 kr., en ekki af því, sem þar er fram yfir. Þó má lágmark launa og uppbótar saman- 'lagt í hærra launaflokki ekki vera lægra en hámark launa og uppbótar í næsta flokki fyrir neðan“. Nokkur úlfaþytur varð um þetta mál í þinglokin og einnig í blöðum, eftir að málið var af- greitt út úr þinginu. Tíminn reyndi að koma því inn hjá les- endutn; sínum, að Sjálfstæðisflokk- urinn hefði átt aðalþáttinn í að knýja uppbótina fram, gegn harðri andstöðu frá Framsókn. Sannleikurinn í þessu er sá, að á fyrra þinginu s.l. vetur var í raun og veru búið að ganga frá þessu máli. I gengislögunum, þar sem ákveðin var dýrtíðarupphót verkamanna og annara, var stjórn- inni veitt heimild til að ákveða í reglugerð verðlagsuppbót á lauu embættismanna og opinberra starfsmanna. Allir flokkar stóðu ,að þeirri samþykt. Stjórnin hafði gengið frá þess- ari reglugerð og verður ekki með sanni sagt, að þar hafi verið dreginn taumur starfsmannanna. En þar sem þingið var komið |3aman aftur taldi stjórnin rjett að setja lög um verðlagsuppbót- ina. Lögin voru síðan samþykt af mönnum úr öllum flokkum. V A þessu stigi verður vitanlega ekkert um það sagt, hvort ríkis- sjóður verður fær um að standa undir þeim útgjöldum, sem fjár- lög ráðgera. En fari svo, að tekj- ur ríkissjóðs bregðist verulega, verður gripið tll heimildanna og gjöldin lækkuð samkvæmt þeim. Þá verður einnig ráðist á verð- lagsupphótina og hún lækkuð þlutfallslega. Virðist. því með öllu ástæðulaust að vera með úlfaþyt út af verðlagsuppbótinni, eins og ríkisstjórnin og Alþingi gengu frá henni. að togarafjelögin skyldu vera skattfrjáls til ársloka 1942. Á fyrra þinginu s.l. vetur var skatt- frelsið einnig látið ná til línu- skipa og vjelbáta. Þegar stríðið braust út á s.I. hausti og farið var að ræða um kjör sjómanna á siglingum uin hættusvæðin, rákust menn enn ó- þyrmilega á skattalö^gjöfina. All- jr voru sammála um, að sjómena yrðu að fá áhættuþóknun, er þeir sigldu um liættusvæðin. En þá kom í ljós að áhættuþóknunm kæmi sjómönnum að engu haldi, ef þeir ættu að búa við gildandi skatta- og útsvarslöggjöf, því a5 ríki og bæjarfjelög hirtu alla þóknunina. Til þess að koma skip- unum út, varð ríkisstjórnin a5 gefa út bráðabirgðalög og veita sjómönnum ívilnun í skatt- og út- svarsgreiðslu. Alþingi samþykti síðar lögin. Þessi dæmi eru ekki rifjuð upp til þess að amast á neinn hátt við því, sem gert hefir verið, heldur til að minna á, að hinir ranglátu skattar hitta fleiri þegna þjóð- fjelagsins en þá, sem fengið hafa undanþágu eða ívilnun. En því fleiri sem fá undanþágur og í- vilnanir frá skatta- og útsvara- löggjöfinni, því meiri hætta er á, að áhuginn dofni fyrlr endur- ,skoðun skattalöggjafarinnar í heild. Sú endurskoðun er þó orð- in svo aðkallandi, að hún þolir ekki bið. J. K. Minning frú Maríu Ólafsdóttur F. 13. júní 1854. D. 26. mars 1940. Kveðja frá Ágústu Eyjólfsdóttur. Um alþýðukonunnar kyrláta starf er kveðið minna en skyldi, því hún gefur þjóð sinni þrótt- mestan arf. og það, sem á dýrmætast gildi. Hún er lyftístöng alls þess er líf- ið á. Hún er líknandi afl, sem að græðir. Hún þerrar tárin af barnsins brá Skattamálin. Það er langt síðan að brýn þörf og brosandi’ hinn’ nakta klæðir, tekjur ríkissjóðs lækki verulega“. Samskonar heimild til lækkun- ar ólögbundinna útgjalda er í fjárlögum yfirstandandi árs, en þar er hún bundin við 20% í stað 35% nú. Hin ólögbundnu út- gjöld fjárlaganna munu nema alls um 5 milj. króna. Auk þessarar heimildar í fjár- Jögum samþykti þingið lög „um heimild fyrir ríkisstjórnina til að að er í fjárlögunum (350 þús. kr.) Samkvæmt þessum. lögum skal frá 1. jan. þ. á. greiða verðlags- uppbót. á laun embættismanna og starfsmanna ríkisins og ríkisstofn- ana. Um uppbótina segir svo í 2. gr. laganna: „Við ákvörðun þessarar verðlagsupp- bótar skal fylgja þeim reglum, sem sett- ar eru í 2. gr. laga nr. 51 12. febr- var á gagngerðri og róttækri end- urskoðun skattalöggjafarinnar. Samt var ekki hróflað við þess- um málum í þinginu og grunur minn er sá, að bið geti orðið á að sú endurskoðun fari fram, eins og nú’er í pottinn búið. Fáein dæmi gefa góða mynd af skattalöggjöfinni, eins og hún er nú hjá okkur. Þegar Alþingi fekst loks til að sinna verulega málum útgerðar- innar þótti sýnt, að lítið gagnaði að rjetta þessum hrynjandi at- vinnuvegi hjálparhönd, ef hann ætti áfram að búa við gildandi skattalöggjöf. Kæmi góðæri hjá útgerðinni myndi alt af henni tek- ið jafnharðan í skatta, til ríkis og bæja. Þess vegna var gripið til þess úrræðis á ''þinginu 1938, Á heimili þínu, sem hamingjan bjó, var hugðnæmt að koma og dvelja. Þar ríkti hinn farsæli friður og rð og framtaksins máttuga elja. Þó, vina mín, um þig stæði’ eng- inn styr, störfin þú ræktir með prýði. Það er mamma, sem græðir öll mein, sem fyr, á meðan heimurinn er við líði. Sú minning er bæði mild og hlý, svo máttum, er um þig jeg geymi. Fyrir hugskotsaugum er ævi þín ný og ævist.arf þitt í heimi. Svo kveð jeg þig, frænka, með klökkva í lund, þinn kærleik jeg þakka af hjarta. Nii ert þú komin á frelsarans funð, til framtíðarlandsins bjarta. Ág. Jðh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.