Morgunblaðið - 10.05.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.05.1940, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ _____;______\_ li’östudagur 10. maí, 1940. Hitaveituiinar og útsvörin v t&aá. tlr rœðu borgarstfóra á bæ)ar- stfórnarfundft i gær I L,,m, , „ ' ■’í'dKÍ iS Abæjarstjórnarfundi í gær var sú tillaga bæjar- ráðs til 1. umræðu, að hækka útsvörin 'í ár um 500 þús. kr. umfram það, sem gert er ráð fyrir í f járhagsáætlunni. Þessi tillaga bæjarráðs mætti engri mótspyrnu á í'nndinum, þar eð allir flokkar viðurkenna nauðsyn þessa. Borgarstjóri komst að orði á þessa leið í ræðu, er hann flutti nm málið: > . Bæjarráð lítur svo á, að óhjákvæmilegt sje, eins og horfurnar eru nú, að hækka útsvörin um þessa upphæð, 500 þús. krónur, til þess að fjárhagur bæjarsjóðs versni ekki að mun á árinu. Þessi upphæð aiemur um 10% hækkun á útsvarsupphæðinni, sem áður var ákveðin. Yiðbót þessi er sýnilega nauð- synleg, vegna vaxandi útgjalda, hækkunar á styrk til þurfamanna, aukinnar atvinnubótavinnu og dýrtíðaruppbótar starfsmanna hæjarins. Bnginn getur sagt um það, hvernig fer með afkomu bæjar- búa á þessu ári. Útlitið er ískyggi legt, ekki síst þegar ofan á ann- að bætist það, að svo kann að fara, að framkvæmd Hitaveitunn- ar stöðvist í miðju kafi. Jeg býst við því, hjelt borgar- stjóri áfram, að verkið haldi á- fram hjer innanlands eins og föng frekast standa til. Svo heppilega vildi til, að verktaki hafði þegar sjeð sjer fyrir fje í íslenskum bönkum, sem hann þurfti með til vinnunnar hjer á landi. Yegna þessa m. a. verður hægt að halda ‘nokkuð af mönnum í vinnu í :sumar. í fyrrahaust og í vetur var Jagt kapp á að grafa skurðina í göturnar án þess að hægt. væri að .steypa rennurnar jafnóðum. Nú ler svo mikið af skurðum í götun- um, sem steyptu rennurnar eru ekki komnar í, að ekki þykir fært 'að gráfa mikið meira af skurðum fyrst um sinn, fyr en verkið við ;rennusteypuna er komið lengra áleiðis. En þegar þessi mánuðiu' er liðinn þá býst. jeg við því, að 'svcPmikið verði búið að steypa af rennum í skurði þá, sem nú eru opnir, að hægt verði að taka til .skurðgraftarins að nýju. Enn er framkvæmd verksins haldið áfram með svipuðum hætti, eins og verið hefði; ef engar óeðli- legar tafir hefð'u orðið á aðilutn- ingum. Sagði hann að bæjarráð, í sam- ráði við ríkisstjórn, gerði alt sem unt væri til þesá að leitast við að framkvæmd Hitaveitunnar stöðv- aðist ekki. Bar Haraldur Guðmiuidsson fram tilmæli um, að haldirn yrði sjerstakur fundur í bæjarstjórn um það mál, og sagði borgar- stjóri sjálfsagt að verða við því, jafnskjótt og eitthvað ákveðið væri um mál þetta að segja. ★ Kommúnitsar báru fram tillögu um það, að fallast á 500 þús. kr. útsvarshækkunina, með þeim við- auka, að á þeim útsvörimi, þar sem hækkunin næmi innan við 10 krónum, þá yrði hækkuninni slept. Forseti benti á, að bæjarstjórn gæti lögum samkvæmt engu ráð- ið um álagning einstakra útsvara, nje ákveðið fyrirfram um niður- felling útsvara, og taldi því ekki hægt að bera slíka tillögu upp. En Sig. Jónasson bar fram til- lögu um að bæjarstjóm fæli rík- isstjórn alla stjórn á framkvæmd Hitaveitunnar. Hann greiddi þeirri tillögu sinni atkvæði, aðrir ekki, og fjell hún því með „glans“. „Nýja Skákblaðið" nefnist nýtt tímarit, sem nýlega hóf göngú sína. Eru þegar komin út tvö tölublöð af ritinu. „Nýja Skák- blaðið“ er opinbert málgagn Skáksambands Islands. Ritstj órar eru Oli Valdimarsson og Sturla Pjetursson. I 2. tbl. er grein um Skákþingið 1940. Auk þess er fjöldinn allur af skákum og skák þrautum í ritinu. Tiðögur frá Haralúi Guðmundssyni Haraldur Guðmundsson bar fram svohljóðandi tillögu á bæjarstjörnarfundi í gær: „Bæjarstjórn samþvkkir að greiða 1Ö.5%' vippbót á hluta bæj- arins af ellilaunum og örorkubót- um í II. flokki fyrir mánuðina janúar til júní þ. á. Svo og að gear verðlagsuppbót eftir sömu reglum og síðasta Alþingi ákvað um launauppbót til starfsmanna ríkisins‘ ‘. Var fyrri hluta tillöpunnar vís- að til framfærslunefndar, en síð- ari hlutanum — um dýrtíðarupp- bót starfsmanna bæjarins, vísað til bæjarráðs, sem hefir haft þetta mál til athugunar. MÓRINN. FKAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. við, þegar ekki væri eftir nema vinna við þurkun, að þeir yrðu að bíða verklausir í óþurkum. En á hinn bóginn væri þess að gæta, að mórinn í Arbæjarlandi er allmikið verri, hitagildi í hon- um minna, en í mónum, sem fá- anlegur er í nánd við Akranes. Besti mórinn er á Snæfells- nesi, hjá Búðum og hjá Bryggj- um í Grundarfirði. Tilboð hafa komið til bæjarstjórnar um mó þaðan að vestan, þúsund tonn frá hverjum stað, og myndi þeim verða tekið. En alt það mómagn er ekki nema lítið, samanborið við það, sem vænta má að hing- að þurfi. Hefir bæjarráð þetta mál til athugunar, hvar og hvern- ig tiltækilegast sje að sjá bæ.j- arbúum fyrir því, að þeir geti fengið verulegan hluta af upp- hituninni næsta vetur með mó. Ef t. d., sagði ræðumaður, að lítið verður um síldarútgerð í sumar, þá verður ennþá meiri þörf á því að leggja stund á mó- vinsluna, og þá verður auðvelt áð fá skip til þess að flytja móinn til bæjarins. Ausfurfer Tvær ferðir daglega frá þvf i dag: Frá Reykjavík kl. 10y2 árd. og 7 síðd. Að austan kl. 9J/2 árd. og 4 síðd. Hveragerði - Ölíusá - Eyrarbakki - Stokkseyri Ennfremur aukaferðir alla laugardaga og sunnudaga: Frá Reykjavík kl. 2 e. hád. Að austan kl. 9i/g síðdegis. fllFR£IÐA5TÚ0 toí ndóvs Simð 1580 r r Ivar Asgrímssbn, skósmiður í Keflavík, áttræður . ... .. »1. • Tuttugasta og sjötta janúar s.l. átti ívar skósmiður Ás- grímsson í Keflavík áttræðisaf- mæli. Er hann fæddur árið 1860 að S'tekkjarkoti í Mosfellssveit. Foreldrar hans voru þau Ásgrím- ur bóndi Jónsson, fæddur og upp- alinn í Mosfellssveit, og Sigríður Benediktsdóttir prests Magnússon- ar að Mosfelli, var hún fædd í Forsæti í Krosssókn í Landeyjum. Er Ivar yngstur . 5 systkina, 3 sona og 2 dætra. Var einn þeirra bræðra Benedikt gullsmiður, vel þektur um Suðurnes. Eins árs fór ívar með föður sínum að Laxnesi, þaðan að Leir- vogstungu, síðan að bæ sem nú er löngu kominn í eyði og hjet AmSterdam, en þaðan fór hann að Lágafelli í Mosfellssveit, síðar að Hliði á Álftanesi. Á þessum árum varð Ivar fljótt að sjá sjálf- um sjer farborða, fór hann snemma að stunda sjómensku, að þeirra tíðar hætti og komu þá brátt í ljós einkenni þau, er hon- um! hafa jafnan síðan verið nota- drýgsta uppistaðan að sjálfstæðu og hamingjusömu lífi, fádæma þrek og atorka til allra verka, samfara drenglyndi og trúmensku til orðs og æðis. Ávann hann sjer snemma vinfengi og hollustu þeirra, er honum kyntust, og hefir hann jafnan haldið mikla trygð við forna vini sína. Að ytri sýn er ívar þreklegur á vöxt, fyllilega meðalhár og fríð- ur sýnum, í viðmóti öllu glaður og góðlegur og ljúfmenni, er þeir 0681 þekkja, er honum hafa kynst. Til Keflavílcur fluttist ívar árið 1889 frá Reykjavík, að loknu skó- 'Smíðanámi, hann stundaði þar um tíma iðn sína jafnframt sjó- mennsku. í Keflavík hefir hann síðan stundað skóðsmíðaiðn sína, með mestu prýði, ásamt sjómensku fyrstu árin þar, en auk þess vann hann við Duus-verslun, er þá var þar athafna og umsvifamesti at- vinnurekandinn. 19. dag nóvembermánaðar árið 1892 gekk hann að eiga Sólveigu Brynjólfsdó'ttur, fædd í Hraun- gerðissókn. Voru þau gefin saman að Útskálakirkju. Á þessu hálfrar aldar skeiði, er síðan er liðið, hafa þau hjónin lifað miklar breytingar til fram- fara í bygðarlagi sínu og fylgst með vexti Keflavíkur úr litlu sjávarþorpi upp í fjölment og at- hafnamikið kauptún í útgerð og. viðskiftum. Þeim hjónum hefir eigi orðið barna auðið, en þrátt fyrir þaðf að hafa farið á mis við föður- og móðurgleðina, hafa þau verið ham- ingjusöm, og lifað ánægð við sitt, enda við góð efni. Þegar kunningjarnir minnast ívars, í sínum hóp, eru þeir löng- um minnugir hinnar frábæru og næstum einstæðu gestrisni, er ein- kent hefir heimili hans, er það að verðleikum þeim hjónum mjög til lofs, enad víðkunnugt. Heimilið hefir staðið opið hverjum, sem að garði bar og hefir þá ekkert það, ér heimilið mátti veita, verið ■ til sparað, og komið ga't það fyrir, að' sjúkir fengju þar húsaskjól, leng- ur og skemur, þar sem1 ekkert- sjúkrahús er á staðnum, en um: endurgjald var oft minna hugsað. Sveitungar Ivars munu minnast hans með hlýju og vinarhug, á þessum ævimótum, og vinir hans, fjær og nær, árna honum alls góðs með þakklæti og virðingu fyrir margar hlýjar og góðar end- urminningar. Góðvinur. f HAHDABURðUR mýkir og græðir. Reynið og þjer munuð sannfærast. Járnsmiður áwkasf, eða lagtækur maður. Þarf helst að- kunna að smíða skeifur. SMIÐJAN SINDRI. Sími 4722. Kaupendur og útflytjendur islisks Athygli yðar skal vakin á því, að á tímabilinu frá 10. maí tii byrjunar síldveiðanna, er Ólafsfjörður lang stærsta þorskveiðistöðin á Norðurlandi. Þaðan ganga til þorskveiða áðurnefnt tímabil, 10 mótorbátar og ca. 20 trillubátar, svo í Ólafsfirði má vænta allmikils fisks þá daga sem á sjó gefur. Samkvæmt venju er 2/3 hlutar fisksins. 12” til 22” og 1/3 þar yfir. Auk þess nokkuð af ýsu og smálúðu. Munið að fá fiskkaupaskip yðar afgreidd í Ólafsfirði. Þorvaldur Friðfinnsson, Ólafsfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.