Morgunblaðið - 19.05.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.05.1940, Blaðsíða 5
Smrnudagur 19. maí 1940, 5 JftorjgxtnWafód Útgef.: H.t. Árvakur, Reykjavlk. Rltstjðrar: Jðn Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgtSarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Rítstjðrn, auglýsingar og afgreiSsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Áskriftargjald: kr. 3,50 á mánutsi innanlands, kr. 4,00 utanlands. 1 lausasölu: 20 aura eintakiS, 25 aura metS Lesbðk. Loflvarnir Aöðrum stað hjer í blaðinu er grein eftir reyndan lækni, sem1 lifað hefir inargar loftárásir, «n nú á heima lijer í Keykjavík. Hann lýsir því hve slysahættan í loftárásum reynist minni, en fólk .aljment álítur, sem aldrei hefir •orðið fyrir slíku. Er það mikils yirði, að hjer sjeu gefnar leið- beiningar í þessu efni, svo skelf- ing manna verði aldrei óþarflega mikil. Leiðbeiningar læknisins eru þó á engan hátt gefnar út til þess að draga úr framkvæmd þeirra ráð- stafana, sem hin nýskipaða loft- varnanefnd hefir á prjónunum. Sjálfsagt er að halda þeim áfram sem skipulegast og sjá um að þær komi að því haldi serni til er : ætlast, ef á þarf að halda. Mönnum kann að finnast, sem hjer sje um fljótræðis fum að i ræða. Því þetta er alt svo nýtt • og' áður óþekt fyrir okkur Is- lendinga, en við stundum hæglát- ir og seinir að átta okkur. Það •er Hka í meira lagi óvænt, að höf- uðstaður hinnar sívopnlausu þjóð- ar skuli alt í einu verá orðinn setu- liðborg. — Ráðstöfun nefndarinnar, að hafa hjer spítala, má ekki heldur vekja neinn ótta hjá fólki. Úr því á ann- að borð að eitthvað er hjer gert í þessmri málum, þá þarf að stíga sporið alt. Hálfkák í því efni ev verra en ekkert. ★ En það er eitt atriði loftvarn- anna, sem hefir áður verið sjer- staklega minst hjer á í blaðinu, og sem ekki má íir minnum falla fyrri en því eru gerð full skil, og það er varðveisla safnanna. Þeg- ar menn sjá stóra rauða krossa málaða sem hlífðarmerki á þök spítalanna, þá er með því auglýst, að gert sje ráð fyrir þeim mögu- Jeika að eyðileggingaröflum loft- árása rigni yfir þenna bæ. Og’ þeg-ar slíkt er sett innan takmarka þess sem mögulegt er, þá verða helstu dýrgripir safnanna okkar, þeir sem ómetanlegir eru, að kom- nst þangað sem engin minsta hætta er fyrir hendi. Það getur vel verið að sprengju- flugvjel yfir Reykjavík skapi Þjóðminjasaftiiuu, á háalofti Landsbókasafnsins, lítið meiri hættu en eldhættan er, sem þar er altaf í þeirri timburumgerð sem ntanumi safnið er. En hin nýja hætta er þó altaf viðbót við hina fyrri. Og ver^ má, að hún gæti þá orðið til þess, að dýrgripiv Þjóðminjasafnsins komist í ör- nggan geymslustað, til þess að hverfa aldrei inn á neitt hættu- svæði framar. Og sannaðist þá hið fornkveðna, að fátt er svo með öllu ilt, tið ekki boði nokkuð gott. KeykiauiRurbriei i* maí Stórtíðindi. Stórtíðindi hafa gerst bæði fjær og nær síðan síðasta Reykjavíkurbrjef kom út. í hinni ægilegu viðureign hernaðarþjóð- anna hefir nú slegið í bardaga, seim, allir líta þannig á, að sjeu upphaf úrslitanna, hvernig sem þau verða, og hve langt sem þeirra verður að bíða. Það getur meira að segja verið, að einmitt þessa stundina, sem þessar línur eru skrifaðar, eða frá því þær eru skrifaðar, sje sú úrslitaviðureign háð, sem marki tímamót í sögu heims, varpi ljósi eða skugga yfir líf' þjóðanna um langa framtíð. En hvort sem þetta gerist í dag eða á morgun í morðtólaviðureign- inni, þá er eitt víst, að með þjóð vorri hafa síðan síðast gerst þeir atburðir, sem áreiðanlega geta markað fullkomin tímamót. í sögu okkar, og orðið upphaf að mikil- fenglegri tíðindum, en nokkurn hefir grunað að gætu átt sjer stað hjer á landi. SameinaSir. egar hættan nálgaðist imeira en nokkru sinni áður strend- ui' hins volduga Bretlands, þá brá svo við með heimsþjóðinni, að all- ir flokkar hennar sameinuðust um stjórn, sem hefir óskift fylgi allrar þjóðarinnar að baki sjer. Með því þögnuðu allar óánægju- raddir í landinu í garð þeirra, sem með völdin fara. Þannig sýndi lýðræðið styrk sinn og tilveru- rjett. En vel mega menn athuga í leiðinni, að ný stjórn getur ekki stjórnað landi sínu með öðrum tækjum en hún fær í hendur. Því imá ekki heldur gleyina, á þeirri öld tækninnar, sem nú er, að hin sálarlausa tækni verður jafnan máttlítil, nema henni fylg'í og henni sje boitt með eldmóði á- huga og hugsjóna. Það eru hug- sjónir manna, sem þarf til að brýna eggjar tækninnar, og gildir jafnt hvort mönnum útífrá falla þær hugsjónir betur eða verr. En af sameiningarátökum breskn þjóðarinnar á hættunnar stund megum við læra það íslendingar, að það sem. stórþjóðinni er nauð- syn; er smáþjóðinni lífsnauðsyn. Liðin ár. Tj^ inkenni undanfarinna fram- faraáratuga hjer á Landi hafa verið þau, að við höfum unnið að auknum og örari viðskiftum við umheiminn, til þess að njóta g'óðs af hiættum lífsmöguleikum í land- inu til daglegs brauðs. Þó smáir sjeum, höfum við orðið dálítill hluti af viðskiftakerfi heimsins. ,Til þess að við kæmumst sem lengst á þeirri braut, höfum við reynt af fremsta megni að beina að okk- ur athygli stórþjóðanna. Fjarlægð in til landsins hefir orðið viðráð- •anlegri með hverju ári. Þetta hef- ir verið partur af framförunum. Flugmenn hafa komið hingað og farið. Við höfum fagnað þeim sem brautryðjendum. Landið var ekki lengur afskekt. Það var mun- að eftir okkur. En 'í undirvitund gamla fólks- ins hefir altaf lifað andúðin gegn eða rjettara sagt hræðslan við tæknina. Um. þann einkennilega þátt í þjóðlífi okkar væri liægt að skrifa heila bók. N „Maginot“-línan. úlifandi kynslóð á íslandi hefir lifað æfintýralegt framfaratímabil. En þeir sem tekið hafa virkan þátt í framför- unum hafa átt ennþá stórfeng- legri drauma um ennþá meiri framfarir, meiri vellíðan þjóðinni til handa. Við höfum treyst því íslending- ar, að við mættum fá að lifa okk- ar sjálfstæða lífi í landinu, án íhlutunar annara. Því íhlutun frá okkur í annara garð er svo ger- samlega útilokuð. Brjóstvörn þess sjálfstæðis er hið yfirlýsta ævarandi hlutleysi þjóðarinnar. Hinar vopnuðu stór- þjóðir reisa sín miklu varnarvirki á landamærum sínum og treysta þeim ef á reynir. Hlutleysisyfir- lýsing okkar hefir verið okkar „Maginot“-lína, sem við höfum treyst. Hver vopnaþjóð sem var gat tekið hana. Þetta hefir vakið ugg, síðan í fyrrahaust að styrj- öld hófst, og enn meiri eftir því sem tilvera smáþjóða álfunnar hefir reynst vafasamari, líf þeirra og sjálfstæði ótryggáta, eirs og dæmin sanna, en þó aldrei betur en síðasta mánuðinn, eftir innrás- ina í Norðurlönd, og enn best eft- ir að Hollendingar mistu 100.000 n.anns á 5 dög'um fyrir að sýnu sjálfstæðisvilja sinn í verki. En „Maginot“-Iína hlutieysis okkar var frá okkur tekin klukk- föstudags- I an 10 mínútur yfir morguninn 10. maí. Tímamót. daga höfum engin kynni ram til þessara við Islendingar liaft af hernaði, nema vígaferlum okkar eigin ribbalda hjer fyr á öldum. Erlent lierVald hefir ekki sýnt sig hjer fyr, að heitið geti. Við erum þessu alveg ókunnugir, og því ekki nema alveg eðlilegt að við í skjótri svipan áttum okkur ekki á því, hvaða áhrif hingað- koma hins breska hers hefir á þjóð líf vort í nútíð og' framtíð. Af Jiessari nýlundu er full ástæða til að telja, að nýtt tímabil í sögu þjóðarinnar hefjist þegar fyrsti breski hermaðurinn stje fæti á ís- lenska grund. Og hvernig sem á hernám landsins er litið, þá geta allir verið sammála um, að lang- ur vegur er frá því, að við með nokkru móti geturn í dag eygt út yfir afleiðingar þess. Ríkisstjórnin bar fram mótmæli sin gegn hernáminu við hina bresku stjórn, svo sem hverri ríkis- stjórn hinnar hlutlausu þjóðar bar að gera. En þareð það er hið end- urheimta hlutleysi vort, sem eitt getur verndað sjálfstæði vort í framtíðinni, nægja stjórnarmót mælin skamt. Hin íslenska þjóð, hver einstaklingur hennar verður að marka hlutleysi sitt á skjöld sinn og fylgja mótmælum ríkis- stjórnarinuar með allri framkomu sinni. Það kann að vera, að ýmsum finnist í dag, sem slíkt sýe lítils- vert. Það sje ekki annað eú berja höfðinu i'ið steininn. En slíkar hugrenningar eru sprottnar af því, að menn liafa ekki enn áttað sig á því, að það er okkar sjálfra einna að byggja upp í framtíð- inni það sem aðrir finna sig knúða um stundarsakir til að rífa niður. Móttökurnar. slendingar hafa yfirleitt óbeit á hernaði, heraga og hernaðar- anda. Það þykir engin prýði á mönnum, sem í því efni eru ólík- ir fjöldanum. Þessvegna er það mjög skiljanlegt, að menn hafi nokkuð greint á um það, hvernig ætti að taka á móti aðkomuhern- um. Þegar t. d. forsætisráðherr- •ann í tilkynningu þeirri, er hann flutti þjóðinni um atburðina 10. maí komst þannig að orði, að hann óskaði eftir því, að menn tækju hermöúnunum sem gestum, þá þótti ýmsum sem ráðherrann hefði getað komist heppilegar að orði. Því hinn breski her, sem hjer er, er einmitt ekki gestur þjóðar- innar, er hjer ekki vegna þjóðar- innar, lieldur vegna legu landsins. Þetta kom greinilega fram um ,leið og fyrstu hersveitirnar stigu hjer á land. Það er lega landsins, sem gerir það að verkum, að þjóðin, sem byggir vald sitt á yfirráðum á hafinu, telur sjer nauðsynlegt að hafa stöðvar hjer á valdi sínu. En Bretar sögðu í upphafi og hafa ítrekað það, að þeir ætla sjer að sneiða hjá öllum afskiftum af þjóðmálum og þjóð- lífi voru. En hvernig verður þettj hægt í reyndinni 1 Það leiðir fram- tíðin í Ijós. Rjett er einnig að hafa i huga, að stjórn Bretlands færði okkur samhliða hertökunni viður- kenning um sjálfstæði þjóðarinn- ar í hinu hernumda landi, með því að senda hingað sendiherra sem fulltrúa sinn gagnvart stjórn ís- lands. Og að hin virðulega breska þjóð lofár því að losa okkur við herinn jafnskjótt og styrjöldin er út.i Gestir í landinu. hinni fyrstu vjelrituðu til- kynningu, sem dreift var um götur Reykjavíkur að morgni þess 10. maí, var frá því sagt, að hinn breski her liefði komið hingað þann dag, til þess að verða á undan Þjóðverjum, er ætluðu sjer hingað. 1 svari bresku stjórnarinnar við mótmælum íslensku stjórnarinn- ar er talað tun þetta sama. Breski sendiherrann Mr. Uoward Smith hefir í viðtali við Morgunblaðið gert grein fyrir þessari afstöðu Bretahers, og jafnframt skýrt svo fi'á, að hið breska liernám væri framkvæmt m. a. til þess að koma í veg fyrir, að nokkur viðureigu ófriðaraðila ætti sjer stað hjer á landi. Því skoðun Breta er sú, að þýskur her' áræði ekki hingað, þegar hinir eru hjer fyrir. En hefðu Þjóðverjar komið á undan, þá hefði her Breta fylgt í kjöl- farið. Þetta viðurkenna þeir greinilega. Hvernig liugsa and- stæðingar þeirra? Það leiðir tím- inn í ljós. Og lendi út í þá ófæru, þá kemur það á daginn, að landið og þjóðin verður ekki skilið að. Þó það sje vegna landsins, sem hernámið var gert, þá hefir her- inn, sem hjer er kominn á land, þau hlunnindi og afnot af mann- virkjum þjóðarinnar, að viðbúið er, að þau verði skotspónn and- stæðinga þeirra, og mætti því ætla að hinn breski her hefði hug á, að gera alt sem í hans valdi I Jiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiur stendur til þess að bendla ebki eignir og framtíð hinna hlutlausu borgara í landinu við hernaðar- áform sín. En meðan alt er hjer í óvissu mun láta nærri að skoða þjóð vora sem skipshöfn í sjávarháska, enda er það sameiginlegt hlutskifti allra smáþjóða álfunnar nú á tím- um, þó margfalt sjeu þær stærri og- óendanlega öflugri en við. En þetta viðhorf er okkur nýrra, ókunnara og óvæntara en flestum öðrum þjóðum. Og það er a±’ þeirri ástæðu skiljanlegt, að ýmsir menn liöfðu fyrstu daga hernámsins svb takmarkað yfirlit yfir mikilvægí þessara atburða fyrir þjóð vora, að þeir framar öðru festu auga á ósæmilegu framferði nokkurra götukvenna lijer í Reykjavík gagnvart hinum erlendu hermönn- um. Hlutleysið. Eins og áður er á minst, bygg- ist hið sanna hlutleysi •manna og þjóða á vináttu. Þar sem hernaðarandinn er st.erkastur, þar er hlutleysiskendin talin úr sögunni, úrel't, dauð. í þessu felst hin mesta meinsemd nútímans. Yerður sii saga ekki nánar rakin hjer. En framtíð þess heims, sem bygg ir tilveru sína á afnámi styrjalda, verður bygð á því, að finna það góða í öllum og- öllu, tileinka sjer það, sameina það gegn þröng- sýni allri, mannvonsku og hatri. Slík lífsstefna verður ekki einasta bjargvættur smáþjóða, heldur sá eldkyndill, er lýsir upp sálir þeirra manna, er mest hafa yfir- ráðin í heiminum. En eins og hin breska þjóð sameinaðist á örlagastund vopna- viðskiftanna um hervæðing, cins þurfum: við smáþjóðin í hinu her- numda landi, aði sameinast um að varðveita hlutleysi okkar innra manns, gagnvart þeim aðilum, sem eigast við í álfunni. Ú tlendíngadekrið. \ undanförnum árum hefir *■ mikið borið á þeirri tilhneig ing meðal Islendinga, að fá nasa- sjón af þjóðlífi einhverrar er- lendrar þjóðar, og gerast síðan einskonar trúboðar þess, að ein- mitt sú þjóð, sem þessir menn af hending hafa kynst, standi öllum framar. Slíkir lítilsigldir þjóð- dýrkunaragentar liafa glamrað hjer í eyru manna hver í kapp við annan og haldið að þeir væru meira og minna af forsjóninni út- valdir til að leiða samlanda sína til æðri og betri þekkingar á dá- semdum mannlífsins. Þessi sam- söngur hefir verið svo margradd- aður og liávær, að rækt við ís- lenska menning og Islendingseðli hefir lítið komist hjer að. Því alt hefir verið yfirdrifið — enda hafa þeir nienn, sem; best hafa lagt stund á að rækta íslenska menning, þjóðlund og sjerkenni, lítils ver- ið metnir. En sti tíð á vonandi eftir að koma, að við lærum að meta sjálfa okkur svo mikils, að hver útlendur þefur vfirskyggi ekki Islendingseðli margra manna. Á þetta reynir nií meir en nokkru sinni áður. Ef við eigum að endurheimta flekklaust hlut- FRAMH. Á 9ÍTÖTTU SfoU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.