Morgunblaðið - 02.06.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.1940, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 2. júní 1940. Herflutningar Bandamanna yfir Ermarsund halda áfram Ný þý§k §ókn að hefja§t i FrakkBandi MARGT BENDIR TIL ÞESS að Þjóðverjar sjeu nú í þann veginn að hefja nýja sókn í Frakklandi. í gær gerðu þýskar flugvjelar loftárásir á borgir ýíðsvegar í Frakklandi, en þó einkum í Austur- og Suð- ur-Frakklandi. Frjettir hafa einnig borist um víðtækari hernaðaraðgerðir og aðflutninga til Somme-vígstöðvanna, þar sem franski herinn hefir verið að koma sjer fyrir í nýjum varnarlínum undir foystu Weygands yfirhershöfðingja. Loftárásir voru m. a. gerðar á Lyon, Marseille, Rouen og fleiri borgir. í Lyon fórust 30 manns og eldur kom upp í mörgum hús- um. 1 Marseille varð einnig tals- vert tjón. en samkvæmt frönsk- um frjettum tókst frönskum á- rásarflugvjelum að hrekja sprengjuflugvjelar Þjóðverja burt frá borginni, eftir að Þjóð- verjar höfðu varpað niður ein- um fjórum sprengjum. ÁHLAUP HJÁ SOMME. Hjá Somme hafa Þjóðverjar reynt að brjótast í 'gegn á tveimur stöðum og stórskotalið þeirra og steypiflugvjelar hafa haft sig mjog í frammi á þess- um slóðum. Frakkar segjast alstaðar hafa hindrað sókn Þjóðverja á Som- me-vígstöðvunum. Talsmaður frönsku stjórnar- innar sagði frá því í gær, að franskar hersveitir hefðu gert á hlaup á stöðvar þýska hersins hjá Abbeville í fyrradag og tek ið sjer stöðu á norðurbökkum Sommefljóts. ÞÝSK FLUGVJEL SKOTIN NIÐUR YFIR SVISS. Svissnéska herstjórnin til- kyn-ti í gærkveldi, að þýsk sprengjuflugvjel hefði verið skotin niður yfir svissnesku landi. Það var svissnesk árásar. flugvjel, sem skaut hana niður- Þessi þýska flugvjel var ein af >mörgum flugvjelum, sem skertu hlutleysi Svisslands í gær og er talið að það hafi ver- ið flugvjelar þær, sem gerðu lofj;árásirnar á franskar borgir og að þær hafi stytt sjer leið með því að fljúga yfir Svissland. ,Gibraltar er spánskt!1 Krafa stúdenta í Madrid Fjölmennur hópur stúd- enta í Madrid fór í gær hópgöngu um götur borgarinnar og báru þeir kröfuspjöld, sem á var letr. að „Gibraltar er spánskt!" „Við krefjumst Gibraltar fyrir Spán“ o. s. frv. Stúdentamir fóru í átt- ina til bústaðar breska ræð- ismannsins og sungu Þjóð- söngva. Skamt frá bústað breska ræðismannsins skarst lög. reglan \ leikinn og tvístraði bópgöngunni. Hinn nýi breski sendi- herra Breta á Spáni, Sir Samuel Hore og frú hans komu til Madrid í gær og fóru stúdentamir 'í hóp- gönguna skömmu eftir komu hans. Yfirmaöur enska hersins kominn tii Engiands ALLÁN DAGINN í GÆR hjeldu herflutningar Bandamanna frá Dunkerque áfram yfir á Englandsströnd. Eins og undanfarna daga voru notuð margskonar skip til flutninganna, alt frá smábátum upp í stór farþegaflutningaskip og herskip. Ekkert hefir verið um það birt, hve margir hermenn hafi komist yfir Ermarsund frá Dunkerque, og enskar frjettir segja aðeins að þeir sjeu mjög margir. Allskonar getgátur eru uppi um það, hve margir hafi komist undan frá Dunkerque og nefnir franska frjettastofan 100 þús- und á dag. GORT LÁVARÐUR í ENGLANDI Opinberlega var tilkynt í gær í Englandi, að flutningarnir hefðu gengið svo vel, að Gort lávarður, sem stjórnaði undan- haldinu frá Dunkerque hafi verið kallaður heim til England^, en einum af foringjum hans hafi verið falið að stjórna flutning- unum og vörnum borgarinnar. Gort lávarður kom til Englands snemma í gærmorgun. Hann kom á litlu skipi og í fylgd með þonum v.oru aðeins tveir líðsforingjar. Hann fór í land þar sem lítið var um fólk fyrir. Blaðamaður, sem var viðstaddur, er Gort stje á land, Ijet þess getið, að enska þjóðin myndi fagna því af heilum hug, að hann væri kominn heilu og höldnu til Eng-> lands. Hershöfðinginn svaraði: „Það skiftir minstu máli með mig. Aðalatriðið er, að her minn komist sem síysaminst heim“. • HJÁ KONUNGI Hermálaráðherra Breta, Anthony Eden tók á móti Gort lávarði og fóru þeir þegar í hermálaráðuneytið, þar sem þeir ræddu við herstjórnina. Síðar fór Gort lávarður á fund konungs ög ræddi við hann í hálfa klukkustund og sagði konungi frá vörninni og herflutningunum. Konungur sæmdi Gort lávarð D.C.B. orðunni, en það er eitt af æðstu heiðursmerkjum, sem veitt eru. Hollenskir herfangar látnir lausir Viðskiftasáttmáli milli Júgó- slafíu og Þýskalands var undir- ritaður í Belgrad síðastl. fimtu- dag. Mun viðskiftum landanna á þessu ári verða hagað líkt og síð- astljðið ár. Áhersla er lögð á það, að .samningíU'Jiir hafi farið framt í mestú vinse'md í hvívetna.. (FU.). Bandaríkjamenn byggja 7 ný oiustuskip Nýtt orustuskip „Washing- ton“ hljóp af stokkunum í Bandaríkjunum í gær. Was- hington er 35 þús. smálestir og er fyrsta orustuskipiS, sem bygt er í Bandaríkjunum síð;an 1921. Annað orustuákip, systurskip Washington hleypur ,af stokk- unum seirit 1 þessum mánuði. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Hitler gaf út fyrirskipun í gær um að allir höllensk- ir herfangar, einnig þeir, sem eru í Þýskalandi, skuli látnir la'usir. Einnig fyrirskipaði hann, að helmingur hollenska hersins skyldi nú þegar sendur hein. úr herþjónustu og þá einkum þeir, sem áður en þeir gengu í herinn unnu að landbúnaðar- störfum, iðnaði og byggingar- íðnaði. I tilskipuninni er tekið fram, að hollenskir hermenn hafi ■arist hraustlega og drengilega- Þeir hafi komið vel. fram við særða þýska hermenn og þýska - Fanga er þeir hefðu tekið. Einnig er farið viðurkenning- arorðum um almenning í Hoí- Iai|di, sem hafi í alla staði koirir ið vel fram við þýsku hér- mennina. Lið Bandamanna á við alveg ótrúlega erfiðleika að etja hjá Dunkerque og varnir þeirra, sem verja undanhaldið eru taldar með mestu afrekum hernaðarsögunnar. Landflæmi það, sem Bandamenn ráða yfir hjá Dunkerque, hefir óðum verið að þrengjast og í gær tók þýskt stórskotalið sjer stöðu skamt frá borginni og lætur gkothríðina dynja á borginni. Flugvjelar hafa haft sig mjög í frammi, en slæmt veður hefir enn verið Bandamönnum í hag. DUNKERQUE VINNUR ÁFRAM? Havas-frjettastofan segir í gær, að það sje enn ekki á- kveðið, hvort Bandamenn ætli áð -reyna að verjast í Dunker-< que eftir að aðalherflutningum ér lokið eða hvort þeir ætli að gefa borgina upp eftir að þeir hafa flutt megnið af því liði til Englands, sem þar er fyrir. AUKATILKYNNING ÞJÓÐVERJA. Þýska herstjórnin sendi út aukatilkynningu í gærkveldi um Gort lávarður. Bardagar um Narvikur-járn- brautina U nn er barist um járnbraut- ^ ína frá Narvik til sænsku landamæranna. Þjóðverjar segjast hafa alla járnbrautina á sínu valdi, ert Bandamenn segja, að vel gángi að hreinsa til í nágrenni Nar- vikur. Frá Narvik bárust frjettir um að Þjóðverjar hafi eyðilagt mik- ið verðmæti í bænum áður en þeir yfirgáíu hann. T. d. hafi þeir eyðilagt 7 rafmagnsjárn- ^brautir (lokomotiv), sem lcostuðu 250 þúsund krónur jhver. Einnig hafi þeir eyðilagt járnbrautarvagna í tugatali og rifið upp járnbrautarteina eða sprengt á stóru svæði. Mikil gremja er ríkjandi út af loft- árásum á Bodö í Norður-Noregi og er bent á það, að samkvæmt alþjóðalögum, sem giltu fyrir istríð að minsta kosti, hafi Bodö talist til óvíggirtra bæja, sem óheimilt væri að gera loftárásir á, þar hafi ekki verið neinar loft varnir og íbúarnir hefðu því ekki búist við að loftárásir yrðu gerðar á borgina. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Kröfur llala verðs hðværari ■ /' röfur ítölsku blaðanna á hend f\ ur Frökkum og Bretum verða * háværari og umfangs- meiri. Þykir nú aðeins tímaspurs- mál hvenær ítalir fara að taka þátt í hernaðaraðgerðum m©8 Þjóðverjum. Stöðugt bætast fleiri fjelög og stofnanir við, sem senda Mussolini áskoranir um að taka virkan þátt í stríðinu, og í gíEi’ gerðu blöðin mest úr því, að það væri fyrsí og freínét 'vilji verkamanria í íf- aliu áð ftalir tækju með hervaldi lönd þau, sem þeir ættu heimt- ingu á við Miðjarðarhaf. .firi-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.