Morgunblaðið - 02.06.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.06.1940, Blaðsíða 5
'Sunnudagur 2. júní 1940, & í Reykjauíkurbrjef ! Ötgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. ; Ritstjórar: J6n Kjartansscn, Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.). A.uglýsingar: Árni Óla. Ritstj6rn, auglÝsingar og afgreiCsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Áskriftargjald: kr. 3,60 & mánuOl innanlands, kr. 4,00 utanlands. - í lausasölu: 20 aura elntaktO, 25 aura meO Lesbök. Sjómannadagurinn egar sjómennirnir völdu sinn hátíðisdag, varð :fyrsti sunnudagur í júnímánuði fyrir valinu. Þessi dagur var yalinn með tilliti til þess, að þá væru flest fiskiskip 1 höfn. Vetr- arvertíð var liðin, en síldveiði ekki byrjuð. Hefir og verið svo 3>á tvo Sjómannadaga, sem hjer hafa verið haldnir, að nálega -aljur togaraflotinn hefir legið í höfn. Þeir og áhafnir þeirra settu sinn svip á Sjómannadag- inn. Nú verða fáir eða engir togar- •ar í höfn á Sjómannadaginn. Verður þess vegna alt annar blær yfir hátíðahöldunum í dag -en áður. Togararnir eru ýmist á j "veiðum eða í förum milli landa. Sjómennirnir eru að gegna skyldustörfum í þágu lands og þjóðar. En þótt blærinn verði annar jyfir Sjómannadeginum í dag en undanfarið, mun dagurinn verða óskiftur hátíðisdagur allra bæj- arbúa. Vitundin um það, að margir sjómenn eru nú fjarver- andi vegna skyldustarfanna, • ætti ekki að verða til þess að draga úr þátttöku almennings í hátíðahöldunum. Við vitum öll, hver þessi skyldustörf eru. Við vitum, að það eru íslensku sjó- /mennirnir, sem hafa lagt líf sitt í hættu undanfarna mánuði, eft- ir að hinn ægilegi hildarleikur braust út. Islenska þjóðin væri illa á vegi stödd nú, ef enginn sjómaður hefði fengist til að fara um borð í skipin, sem hafa siglt um hættusvæðin og fært þjóðinni lífsbjörg. Þetta er skyldustarf sjómannsins í dag. öll íslenska þjóðin þakkar í dag hinni dugmiklu sjómannastjett fyrir hennar starf, og forsjón- ínni fyrir það, hversu vel og giftusamlega hefir tekist. Vafalaust eru til þeir sjó- menn, sem gefa lítið fyrir þakk- ir í fögrum orðum og benda á, að betur fari á, að þakkirnar homi meir fram í verki, með bættum kjörum sjómönnum til handa. En það 'hafi ekki gengið vel nú síðast, að fá kjörin bætt. Sum blöð hafa og valið sjer þetta hlutskifti í dag. En þeim hinum sömu blöðum má segja þetta: Það er verk þeirra og þeirra samherja, að sjómanna- stjettin fær ekki notið þeirra bættu kjara, sem hún hefir feng íð. Það er skattalöggjöf sósíal- ista, sem þessu veldur. Ríkis- stjórnin bætti að nokkru hlut sjómanna, með ívilnun á skatt- inum, en hin ranglátu skatta- lög hitta sjómenn enn óþyrmi- lega, eins og aðra þegna lands- ins. Öll þjóðin sameinast í dag í þakklæti, virðingu og lotn- ingu til sjómannanna. Sjónarmið Breta.l Ijt yrst nú nýlega eru farin að koma hingað bresk blöð, sem i nýrri ern en hernám landsins. Þar | kemur fram hið breska sjónarmið í því máli. í grein á forystusíðn „Times“ þ. 11. imaí, daginn eftir hernámið, segir m. a., að landsetn- ing varnarliðs á íslandi muni af öllum vera skoðað sem nauðsyn- leg, tímabær varúðarráðstöfnn. „ Afdráttarlaus trygging“, segir ennfremur í forystugreininni, „hefir verið gefin íslensku stjórn- inni um það, að tilgangurinn með þessu sje sá, að tryggja ísland gegn þýskri innrás og varnarliðið mun verða kvatt á brott að ófriðnum loknum. Að engin íhlutun verði höfð um stjórn landsins“. Síðan er talað um varnarleysi landsins, afskifti Þjóðverja af Is- landi, og að ekki hefði þurft nema fáment þýskt lið, til þess að gera „fsland að þýðingarmiklum lið í röð þeirri af flug- og kaf- bátastöðvum, sem Hitler reyni að fá umhverfis England. Hið þýska lið hefði vitaskuld verið rekið á brott. En þessi aðferð var einfald- ari og hentugri, að'-vera fyrri til, með því að setja varnarlið á land, eins og nú hefir verið gert, Það er að vísu brot á hlutleysi lands- ins“, segir ennfremur í greininni, „en undir þeim kringumstæðum, að enginn er líklegur til að mögla um það, allra síst fslendingar sjálfir“. „íslendingar sjálfir“. Pað sem hið virðulega breska blað segir um loforð Breta til íslensku stjórnarinnar, kemur heim við það, sem gerðist hjer 10. maí, og gerst hefir síðan, að því leyti, að setuliðið hefir foi'ðast að blanda sjer í okkar innanlands- málefni. En það sem við lærum af þess- ari ritstjórnargrein í Times er, að gagnvart almenningi í Bret- landi er það skoðað sem nauðsyn fyrir öryggi og skipaferðir Breta, að þeir hafi hjer bækistöð. Um þetta. var farið að tala í breskum blöðum áður en herliðið kom hing- að. Og í einu blaði er á það drep- ið, að það sje ekki einasta vegna jBretlands sjálfs, heldur og vegna þess, að það sje hugsanlegur möguleiki, að fljúga sprengjuvjel- um frá íslandi til Canada. En einmitt vegna þess, hve mikla hernaðarlega þýðingu land vort hefir, að því er fróðir menn segja, einmitt vegna þess er það eftirtektavert, hvaða álit Bretar fá á afstöðu okkar íslendinga sjálfra til þessai'a mála, í „Spectator“ frá 26. api'íl er frá því sagt, að brjef liafi borist frá íslandi, þar sem frá því sje skýrt, að komið hafi fram uppá- stunga á Alþingi (sem þykist vera elsta þing í heimi segir í blað- inu) um að íslendingar sæki um að komast inn í Bretaveldi. „Því miður“, segir blaðið, „átti tillag- an ekki heppilegt faðerni, og þai' munu menn ekki gera sjer fylli- lega ljóst, hvað inntaka í Breta- veldi hefir í för með sjer. En hug- myndin er eftirtektaverð, og meira kann að heyrast um hana“. „Óheppilegt faðerni“. Uppástunga sú, sem minst er á í „Speetator“, getur ekki verið önnur en tillaga Hjeðins Valdimarssonar, sem hann bar fram í blaði sínu, Nýju landi- Brjefritarinn hefir ruglað því saman, að tillagan kom frá al- þingismanni, en ekki á Alþingi. Og faðernið var svo óheppilegt •fyrir tillöguna, að henni var lít- ill gaumur gefinn, nema hvað það hlýtur altaf að vekja nokkra eft- irtekt, þegar menn, sem sitja á Al- þiingi, gerast þeim vanda svo lítt vaxnir, að þeir vilja að þjóðin sæki um að fá að vera niðursetn- ingur. Það er máske engin furða, þó hið virðulega blað Times telji ís- lendinga verðgí síðasta til þess að mögla yfir hernámi landsins, þeg- ar slíkar tillögur sem' Hjeðins hafa komið hjer fram. En það er fullkomnasta alvöru- mál, ef tilkoma herliðsins á að draga þann sjálfstæðishug úr ís- lenskjjm mönnum, að þeir gleymi hálft í hvoru þjóðerni sínu og helgustu skyldum gagnvart eftir- komendunum. Minnumst þá heldur Vestur-ís- lendingauna, sem í méira en hálfa öld hafa lifað í framandi heims- álfu, eins og hverfandi þjóðarbrot, og eru þar enn í dag einna íslensk- astir fslendingar og eldheitari ættjarðarvinir en margir þeir, sem búið hafa við sjálfstæðið hjer heima. Sjálfstæð stefna. Ijóð kom úr horni kommún- ista hjer fyrir nokkru, þar sem þeir báru fram þá kröfu, að íslendingar tækju upp sjálfstæða stefnu í utanríkismálum (!) Þess er að vænta, eða hítt þó heldur, að hinir keyptu agentar Moskvavaldsins finni til einhverr- ar skyldu í þeim efnum gagnvart þjóð sinni. f mörg ár liafa þeir óskað þess heitt: og innilega, að íslenskt sjálfstæði væri ekki til, íslensk menning ekki til, frelsi þjóðar og einstaklinga glatað, gleypt í gin hins rússneska komm- únisma. Árum saman hafa þessir utanveltu-íslendingar mænt á haf iit og óskað eftir því að Asíu- menning Stalins seildist með hramm sinn að ströndum landsins og lyfti þessum landráðapiltum á linje sjer, svo þeir gætu. svalað lítilmannlegri heift sinni til póli- tískra andstæðinga undir vernd- arvæng rússneskrar stjórnar á Fróni. Aldrei hefir hjarta þeirra fagn- að meira en þegar þeir í hitteð- fyrra frjettu að rússneskur ís- brjótui' hefði skotið trjónunni inn á Reyðarfjörð. Þá birti yfir for- myrkvuðúm sálum þessara smá- menna, og þeir vonuðu að dagur niðurlægingarinnar væri í nánd. En síðan þeim finst eins og þeir liafi fjarlægst náðarsól Asíuvalds- ins, eru þessir menn svipaðir í látæði sínu áttaviltum páfagauk- um, seinr helt hefir verið iit úr matstöðvum sínum. Skrípamyndin er fullkomnuð þegar þeir þykjast ætla að tala um „sjálfstæða stefnu“, menn sem glatað hafa sínu persónusjálfstæði og- setið hafa á svikráðum við sjálfstæði þjóðarinnar. Fornbrjefasafn. að er merkilegt, hve sumir flokkar og einstaklingar eiga erfitt með að greina á milli for- tíðar og nútíðar, hvernig því liðna og úrelta þrásinnis er blandað saman við hina líðandi stund. Þai kemur máske fram þetta einkenm íslendinga, sem norska konan hafði orð á við mig í fyrra, og jeg áður liefi minst á, að þúsund ár væru ekkert sem hjeti í augum fslendinga. Menn geta talað um þúskap Gunnars á Illíðarenda og Klemensar á Sámstöðum í sömu andránni. Og þetta er að vissu leyti gott. Á þann liátt ætti sam- bandið við sögu og menningu að vera trygt. En stjórnmálamenn, sem eru með því marki brendir að gera ekki greinarmun á nútíma og því liðna, verða ákaflega ein- kennilegar fígúrur í þjóðlífinu. Þegar maður t. d. les Alþýðu- blaðið upp á síðkastið, þá minnir það oft einkennilega mikið á Fornbrjefasafnið. Þar er verið að þrástagast á gömlu nuddi, sem „prýtt“ hefir dálka blaðsins í fjöldamörg ár. Enn er talað þar uni' útsvör útgerðarmannanna t. d. eins og það sje einliver þjóðar- voði ef útgerðin einhverntíma gæti rjett við. Ef togarafjelag kynni að slysast til að græða pen- inga, heimta þessir „alþýðuvinir“ þá í skatt og útsvar. En útgerð- arfjelögin eiga a8 geta grætt fje, ef þess er nokkur kostur — ekkí til þess að togaraeigendurnir eyði gróðanum, heldur til þess að þeir geti keypt ný og haldgóð skip fyr- ir þau tvítugu og þrítugu, sem haldið hefir verið á floti til lífs- bjargar einstaklingum og þjóðfje- lagi. Þetta skilja sjómennirnir. Þetta skilur verkafólkið- Þetta skilur allur almenningur í land- inu, nema náttuglur Alþýðuflokks ins, sem enn eru að skrifa sömu greinarnar og vel ljetu í eyrum ýmsra manna fyrir 10—15 árum. Fólk sem fylgist með því, sem er að gerast, hefir ekki annað að segja um skrif Alþýðuflokksins en: Til hamingju með Fornbrjefa- safnið! Eitt umtalsefni Alþýðublaðsins eru útsvöriu í bænum. Þau eru há. Það er satt. En hve margir bæjarbúar skyldu það vera, sem trevsta Alþýðuflokknum til að lækka þau? Og hvernig eru út- svörin og fjárhagurinn í þeim kaupstöðum þar sem sósíalistar hafa ráðið? Þegar á þetta er bent, hverfur allur vindur úr þeim Ál- þýðuflokksmönnum, þó þeir kasti grjóti vár glerhúsi sínu eins og það sje óvinnandi skotbyrgi. Framsókn. jett er um leið að draga Framsóknarmenn snöggvast fram fyrir spegilinn; þeir hefðu margir gott af því við og við að sjá sjálfa sig, eins og aðrir sjá þá. Tvöfeldni þeirra hefir altaf verið mikil. Hún fer vaxandi. Á þingi eru þeir sparnaðarmenn, en þegar til kjósendanna kemur kenna þeir Sjálfstæðisflokknum um, ef ekki er ausið út fje á báða bóga. Þeir sjá ofsjónum yfir því ef Sjálfstæðismaður fær atvinnu hjá því opinbera, en sjálfir hafa þeir í fjöldamörg ár dregið hvern þann mann að ríkisjötunni sem hreyft hefir hönd eða fót til að styðja þeirra pólitíska klíkuskap. Og samtímis sem þeir hrópa hátt mtmwimrmtmmminmiwwmfininnnmwwniH 1. júní .IIHIUtNtHIUIItlHIIIIUIIIINIIllllHIIIIIUINIHIHIIItf; I um það, að þjóðin þnrfi að mæta erfiðleikunum einhuga, berjast I þeir af lífs og sálarkröftum fyrir l sjerhagsmunum sínum og flokks- manna sinna, treystandi því, að Sjálfstæðismenn hafi langlundar- geð og þegnskap nógan til þess að halda áfram samvinnu í stjórn við þessar síngjörnu pólitísku smásálir. Ef þessir menn skildu samtíð sína, þektu skyldur sínar, vissu hve tvöfeldni þeirra er bersýnilég öllum almenningi, lærðu þeir um leið að allir, hver einasti kjósandi í landinu, sem metur samstarf og samhygð með þjóðinni, þakkar Sjálfstæðisflokknum að samvinn- an helst — og metur það að verð- leikum er til kosninga kemur. Sundrungarmennina dagar uppi. Þeir verða steingei'ð nátttröll fyrir hækkandi sól saimiðar, menningar og drengskapar imeð þjóð vorri. Óvissan. nn ríkir hin sama óvissa um afkomuna í sumar, að því er síldveiðarnar snertir, en menn. eiga erfitt með að horfa fram á það, að þær falli niður að mestu leyti, svo mikils hefir þeirra gætt í atvinnulífi þjóðarinnar undan- farin ár. Ur þessu getur ræst, á hvaða augnabliki sem er, að heita má. Það stendur á svári frá brésku stjórninni um það, hvort hún viljí fallast á þann samningsgrundvöll, sem viðskiftanefndin hefir lagt hjer. Nú má vitaskuld segja, að ekki þurfi öll sund að vera lokuð, þó síldarafurðirnar verði ekki seldar fyrirfram til Englands. Þegar fram á haustið kemur geti ein- hverjir aðrir kaupendur verið til. En liver vill, eða hvar er fjármagn fyrir hendi til þess að gera út á síld í þá óvissu, með þeim mikla útgerðarkostuaði, sem nú er. Þá má benda á, að ísfiskveiðar geti haldið áfram mun meiri í sumar en verið hafa undanfarin ár. En þar er vissulega alt í ó- vissu, þó ekki sje nema vegna þess, hve sölumarkaðurinn í Eng- landi er gífurlega misjafn. T. d- hafa íslensk skip selt í Englandi undanfarna viku fyrir svipað og sum fyrir lægra verð en venjulegt verð á fiski hefir verið á friðar- tímum þar. Að vísu hefir sölu- upphæðin verið hærri en venjulega á friðartímum, vegna þess að farm urinn hefir verið stærri en þá tíðk- ast, Þetta getur breyst á hvaða stund sem er, verðið hækkað aftur, eða salan torveldast frá því sem ver- ið hefir. Óvissan er alstaðar, sem eðlilegt er, meðan ófriðarbálið geisar jafn gífurlega og undan- farnar vikur. Flutningarnir. rátt fyrir hið hamslausa ó- friðarbál hafa þau tíðindi gerst, að farmgjöld hafa heldur lækkað upp á síðkastið, svo t. d. að nú bjóðast kolaflutningar frá Englandi fyrir mun lægra verð en áður. Er þetta sagt stafa aí því m. a., hve skipasamgöngur hafa ’tépst við ýms lönd, en skipa- stóll ekki minkað svipað því eins mikið og svarar til þeirra sam- FRAMH. Á SJÖTTU SÍDU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.