Alþýðublaðið - 24.06.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.06.1958, Blaðsíða 4
4 Alþýðublaðið Þriðjudagur 24. júní 1958. ( IÞrólfir Mótið í Varsiá: Samtal viS Per Monsen - Glæsilegur árangur Val- bjarnar í stangarsfökkinu ÍEINS og kunnugt er keppti Valbjörn ÞorMksson á alþjóð- legu frjálsiþróttamóti í Varsjá 14. júní s. 1. Pólska frjá'lsíþrótta sambandið sendi FRÍ boð um að ,senda einn keppanda á mót þetta og nefndi í því sambandi Vilihjólm Einarsson. Hann gat efcki farið og var Valbjörn vai- jnn í hans stað. Mót þetta, semi er misningar mót um hinn kunna pólska lang Maupara Janusz Kusocinski, Jiefur verið haldið árlega síðan 1954. íslendingum var fyrst 4>oðið að senda keppendur í íyrra. 230 KEPPENDUR FRÁ 17 ÞJÓÐUM. 'Alls mættu í mótið að þessu siiini ca. 230 keppendur frá 17 þjóðum, Voru þar á meðal marg jr af frægustu íþróttamönnum Evrópu og heimsins, svo sem Pólverjinn Sidlo, Rússarnir Kiachowski og Kreer, Þjóð- verjinn Rictenhain, Svislend- jngurinn Weber, Finninn Ahv- enniemi, Búlgarinn Artarksi, Frakkarnir Dohen og Delacour, Norðmaðurinn Björn Nilsen o. s. frv. BYRJADI ILLA EN ENDAÐI VEL. Stangarstökkskeppnin var dá h'tið söguleg, sérstaklega hvað sinerti Valbjörn. Keppenaur ýoru alls tíu, 8 Pólverjar, tékk- neski meistarkm og Valbjörn. Eins og kunnugt er eiga Pólverj ar 3—4 beztu stangarstökkvara Evrópu, Wásny (4,47), Krezin- sp (4,45) og Janiewski (4,40). Sessir kappar vöru allir skráð- ií og mættir til leiks. Byrjunarhæðin í keppninni tjar 3,80 og reyndu allir nema Valbjörn og Wasny. Þeim tókst fjestum að fara yfir stórslysa- láust. Næst er hækkað í 4,00 m. ög fara allir yifir í fyrstu til- raun. nerna Valbjörn og 3 aðr- ir. Það skal tekið fram, áð að- staða var ekki sem bezt, mis- vinda, og því erfitt að fá at- rennu til að passa. í annarri til- raun heppnast tveim- af þess- am fjórum að fara yfir, en Val- birni og einum Pólverja mis- tókst, þó að liflu munaðí hjá Valbirni. Nú var útlitið orðið alldökkt, aðeins ein tilraun eftir óg ef hún mistækist, þá var Val björn úr keppni, án þess að fara mokkra hæð. Við komum okkur nú saman um að reyná að taka öllu með ró og Valbjörn ætlaði aðeins að reyna, ef allt passaði1. Valbjörn leggur af stað í þriðju tilraun, hann sér að ekki pass- ar og snýr við. Augu hinna 40 þúsund áhonfenda nema næst- um öll á Valbirni, þegar hann leggur af stað aftur, en í þetta skipti heppnaðist allt og Val- björn flaug yfir, a. m. k. 40 sm. ; Fagnaðarlæti áhorfenda voru • slík, að það var eins og' hann hafi sett met eða eitthvað þess- háttar. Nú fór allt að ganga hetur, á 4,10 féllu nokkrir úr, en 6 eða 7 reyndu við 4,20. Válbjörn sleppti 4,10 og fór hátt yfir 4,2o i fyrstu tilraun. Aðeins fjórir síukku .4,20, þ.. e. Valþjörn og Pólverjarnir þrír. Var nú hækk að í 4,30. Wasny stökk fyrstur og fór vel yfir. Valbjörn var næstur og stökk. mjög glæsi- lega yfir þá hæð. JaniewsM mis tókst, en Kresinski fór yfir í þriðju. NÝTT ÍSL. MET, 4,42 M. Valbjörn vildi nú láta hækka í 4,42 m. nýja ísl. met'hæð og var það samþykkt af pólsku dómurunum og Wasny. Pól- verjinn reyndi fyrstur og. mis- tókst, þó að ekki munaði miklu. Valbjörn var næstur og er mik 111 hraði í atrennunni í þetta skipti og hann flýgur yfir við gífurleg fagnaðarlæti og keppi- nautar hans koma hlaupandi úr öllum áttum til að óska honum til hamingju með metið. Báð- um Pólverjunum mistókst, en ekki munaði miklu hjá Wasny. Næst var hækkað í 4,50 m„ en það reyndist of mikið í þetta skiptið. Við verðlaunaafhendinguna hlaut Valbjörn mikið lófaklapp og hann varð mjög vinsæll með al áhorfenda á móinu. GÓÐAR MÓTTÖKUR. Það var tekið mjög vel á móti okkur í Varsjá og aðbúnaður allur var mjög til fyrirmyndar. Búið var á einu glæsilegasta hóteli borgarinnar, ,,HóíeI War- ÖNNUR ÚRSLIT MÓTSINS. Mjög góður árangur náðist í mörgum greinum á mótinu. — Delaccur, Frakklandi sigraði í 100 og 200 m. og setti met 10,3 ■og 21,0. Hann hleypur mjög vel og verður skeinuhættur á EM í ágúst. Annar í 100 m. varð 'Pólverjinn Baranowski á 10,5, en í 200 m. Björn Nilsen, Nor- egi á 21,3 sek. Reinnagel, A.-Þýzkalandi sigr aði í 1500 m. á 3:45,0, en í 3000 m. hlaupinu sigraði Pólverjinn Ohromik á hinum frábæra tíma 7:58,0, en annar varð Hermann A.-Þýzkalandi á 7:59,0. Alls voru keppendur 20 í hlaupinu og til marks um hinn glæsiiega og jafna árángur í því, má benda á það, að síðasti maður hljóp á 8,23,6 mín! Frakkinn Dohen sigraði í 110 m. grindahlaupi á 14,5 sek., og Kotlinski,. Póllandi í . 400 m, grind á 52,2 sek. Auksztulew- icz, Póllandi sigraði í kúluvarpi með 16,97 m„ en annar varð Artarski, Búlgaríu með 16,90. Kwiatkowski, Póllandi kastaði kringlunni lengst eða 54,48 m. Sidlo sigraði í spjótkasti með 79,46 m„ en annar var Finninn Ahvenniemi með 79,33 m. Rut, Póllandi vann sleggjukast með 63,04 m. í langstökki bar Ter-Owanesj an, Rússlandi sigur úr bítum ■með7,75 m„ en Grabowski Pól- landi varð annar með 7,54 m. Það- náðist glæsilegur árangur í þrístökki, Riachowski, Rúss- landi sigraði með 16,26 m. ann- ar var Kreer, 16,07 og þriðji Pólverjinn Scmidt með 16,06, sem er pólskt met. ÖE. . AÐ EIGA hlaðaviðtal við blaðamenn; það er nokkuð, sem talið er erfitt viðfangsefni. Þeir gera aldrej neitt frásagnarvert. Blaðamenn eru ætíð óvirkir og í hæfilegri fjarlægð frá atburð unum: Þeir kunna því ekki frá neinu að s.egja. Þess vegna kom á mig nokk uð hik, þegar ritstjórinn eitt kvöldið bað mig að eiga viðtöl við nokkra hinna erlendu blaða manna, sem þátt tóku í blaða mótinu. — „En til þess að fá færi á þeim“, sagði hann, „þá skaltu koma að Hótel Garði klukkan tíu í fyrramálið og fara með þeim í ferðalag upp í Borgarfjörð11. Hver hafnar slíku boði unai skemmtiferð í sólskini um Borg arfjörð------jafnvel þótt bögg ull fylgi skammrifi? — Ekki ég- ,,En gættu þess“, sagði rit stjórinn“, að taka ekki upp blý a.nt svo þeir sjái. Þá færðu ekki neitt. Þessir náungar eru viðsjálir. Þeir þekkja sína“. Með þessar föðurlegu ráð- leggingar í huga braut ég upp á samtali við Per Monsen, rit stjóra Arbeiderbladets í Oslo, og sagði eitthvað á þá leið, að reyndir blaðamenn hefðu oft komizt í hann krappan um dag ana. — Þegar ég var í borgara- styrjöldinni á Spá'ni. þá mun aði litlu að ég yrði drepinn“, sagði Per Monsen“, þá var ég rúmlega þrítugur að aldri og var sendur þangað sem frétta ritari. Þá held ég að það hafi minnstu munað, þegar ég slapp úr fangelsi Þjóðverja á stríðs árunum . . . og eigmlega mun aði engu á flóttanum yfir til Svíþjóðar — já, eða í loftárás unum á London. — Hve lengi hefur þú starf að sem blaðamaður? — Ég hef verið blaðamaður í tuttugu og sex ár„ fyrst í Krist ianinu, þá £ Bergen og síðan hjá Arbeiderbladet í Osló unz blaðið var bannað á stríðsárun um. Þá sat ég hálft ár í fang elsi Þjóðverja, eins og svo margir norskir blaðamenn, fyr ir þá sök, að eiga þátt í útgáfu ólöglegra blaða. Yegna mistaka Þjóðverja,-tókst mér að sleppa úr fangelsinu og flýja með erf iðismununi yfir til Svíþjóðar. Þaðan fór ég til Englands og starfaði þar. með norsku útlög utium .síðustu stríðsárin og hafði mikið samband við norsku útlagasveitirnar á Is landi. Eg var í London þegar loftárásirnar voru sem mest ar. Frá stríðslokum hef ég verið ritstjóri Arbeiderbladets í Per Monsen Ósló, nema hvað ég var um tveggja ára skeið blaðafulltrúi í Berlín, á árunum 1951—1952, þegar Rússar settu á samgöngu bannið við borgina. Síðustu fjögur árin hef ég Verið formað ur blaðamannafélagsins £ Nor egi. — Voru ekki mörg norsku blaðanna bönnuð á stríðsárun um? — Jú, annað hvort bönnuð eða yfirtekin af nazistum, öll jafnaðarmannablöðin voru bönnuð. Þjóðverjar tóku prent smiðjurnar til sinna mota eða hreinlega eyðilögðu þær. Fæst ir norsku blaðamannanna feng ust til að vinna undir oki Þjóð verja, en flestir störfuðu að ein hverju leyti að ólöglegum blöð um. Margir voru handteknir og við misstum marga okkar beztu blaðamanna. TVÖ HUNDRUÐ OG ÞRJÚ BLÖÐ í NOREGI. — Eftir stríðið hafa blöðin verið byggð upp að nýju; prent smiðjur reístar og vinnuaðstaða færð í nýtízkulegt horf. Nú eru í Noregi tvö hundruð og þrjú b'öð. Þa.r af eru 95 dagblöð, hin koma út tvisvar til fjórum sinnum á viku. Alþýðuflokkur inn í Norégi á yfir sterkum blaðakosti að ráða. Við höfum fjörutíu og þriú iafnaðarmanna blöð með samtals .360 þúsund eintaka upplagi. Þar af er Ar' beiderbladet í Osló stærst með 65 þúsund eintök á dag. Það er meðal þriggja stærstu dag blaðanna. En það er nær ein vörðungu fyrir Osló, því að flokkurinn leggur mikla á herzlu á staðbundnu blöðin í hinum einstöku bæjum. og flest eru þau hin stærstu hvért í sínum bæ. — Norskir blaðamenn gengu í gegnum reynsluskóla á styr jaldarárunum ,eins og blaða menn flestra landa. Þess vegna er okkur nokkur alvara, þegar við tölum hér á blaðamanna móti um frelsi blaðamannsins og skyldur, um ritfrelsi og skoð anafrelsi, slíkt er okkur dýr mætt. Ég sat í fangelsi í Krist iansand árið 1933 fyrir að rífa hakakrossinn niður af byggingu Lögreglustjórinn dæmdi mig í nokkurra vibna fangelsi. Þetta var á fyrstu árum nazismans. Nokkrum árum síðar Ienti lög reglustjórinn í sama fanga klefa og ég, og hafði hann þá verið dæmdur fyrir sama af brot og hann hafði áður dæmt mig fyrir. Þetta þötti mér skemmtileg tilviljun, sagði rit- stjórin'n — Það er annars einkenni leg tilviljun, sagði hann enn, að alltaf þegar ég bregð mér eitthvað frá Noregi, þá gerist eitthvað hiá Rússum. Þegar ég var í Berlín hófst Kóreustyr jöldin, þegar ég fór til Banda ríkjanna í fyrirlestraferð 1953, þá dó Stalín, og þegar ég fór þangað aftur 1955. þá féll Malenkov og þegar ég kem hingað nú, þá drepa þeir Nagy og ungversku blaðamennina. Ég skrifa eingö'ngu um stjórn mál, og svona erum við blaða- menn, við erum ómissandi, þeg ar eitthvað gerist. Og nú hló rítstjórinn. Blaðamennskan á líka sínar björtu hliðar, til dæmis þessi íslandsför, hún hefur verið dá samleg, stutt ævintýri, sem aldrei gleymist. -- u.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.