Morgunblaðið - 09.07.1940, Page 4

Morgunblaðið - 09.07.1940, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. júlí 1940. Vaðall Þjóðviljans um móvinsluna BLAÐ kommúnista ræðst nú nýlega með miklu offorsi að Sveini Sveinssyni verkamanni i sambandi við móvinslu hans á Kjalarnesi. Enda þótt meginhluti þess sem sagt er í því sambandi sje á sömu bók lært og annað, áður þekt, fimbulfamb kommúnista, er þó rjett að gefa nokkrar upplýsingar, sem sýna, hversu vand- aður málaflutningur blaðsins er og hversu mjög því þykir við Jiggja að hælbíta þá verkamenn, sem ekki aðhyllast línuna frá Moskva eða trúa á forystu kommúnista í verkalýðsmálum. Fyrst er þá sú staðhæfing blaðsins, að vinnutími þeirra manna, sem vinna við mótekj- úna með Sveini Sveinssyni, sje 12 'tímar og þannig lengri en nú tíðkast hjá verkamönnum. Þetta eru hrein ósannindi. yinnutími verkamannanna er 10 stundir, hvorki meira nje minna. Þá belgir blaðið sig út yfir því, að taxtakaup Dagsbrúnar sje ekki greitt fyrir vinnuna og telur það brot á rjetti yerkamanna sem við þetta vinna. Við þessu er því að svara, að gildi Dagsbrúnaftaxtans miðast auðvitáð við Reykja-* vík og þá vinnu, sem þar er unnin, en ekki við vinnu, sem innt er af hendi utan Reykja víkur, þótt unnin sje af reyk vískum verkamönnum. Reykvíkingur, sem ræður sig í vinnu tiil Stokkseyrar eða annara staða utan Reykjavíkur, verður auðvitað að hlíta þeim kauptaxta, sem á hverjum stað er viðurkendur, eða ef enginn almennur kauptaxti er á staðn- um, þá því, sem um semst í hverju einstöku tilfelli. í því sambandi verður ekki rætt um nein brot á taxta verkamanna- fjelagsins Dagsbrúnar í Reykja- vík. Hversu fjarri lagi það er, að Sveinn Sveinsson hafi í nokkru brotið taxta Dagsbrúnar, sjest einnig af ummælum formanns fjelagsins, Einars Björnssonar. Aðspurður af Sveini Sveinssyni um það, hvort hann teldi, að taxti Dagsbrúnar næði til þess- arar móvinslu á Kjalarnesi, svaraði hann því neitandi og kvað Dagsbrún ekkert hafa við kaup og kjör þau, sem verkamenn nytu þar, að athuga. En heilindi kommúnistablaðs- ins í deilum þess á Svein Sveins- EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI — — ÞÁ HVER? son, verða sjerstaklega auðsæ þegar á það er litið, að á næsta jleiti við Svein eru aðrir menn, sem ráðið hafa verkamenn til sömu starfa. Þessir menn eru Guðjón Benediktsson og Ársæll Sigurðsson. Verkamenn þessara manna eiga að fá greitt tíma- kaup, sem er undir taxta Dags- brúnar eða 1,50 á klst. Og þessir verkamenn fá ekki kaup sitt greitt vikulega eða hálfsmánaðarlega eins og verka- menn Sveins Sveinssonar, ekki heldur mánaðarlega, heldur verða að láta sjer nægja loforð um greiðslu síðar. En við þessum mönnum blak-i ár kommúnistablaðið ekki og vegna hvers? Vegna þess, að þessir tveir menn eru af sauða-l húsi blaðsins. í sambandi við þá er engin kaupkúgun nefnd, engin flugui menska innan verkalýðssamJ takanna borin þeim á brýn. En verkamenn geta af þessu eins og mörgu öðru markað með hverjum huga hinar komm- únistisku skrafskjóður ganga til þeirrar baráttu, sem þær segj- ast heyja fyrir hagsmunum þeirra. Þeir geta sjeð ótrúlega mikið samræmi í hátterni þess-i ara minstu bræðra Stalins, við fláttskapar- og undirferlisat- ferli hinna rússnesku stallgoða austur í Moskva. Sjálfstæðisverkamenn vita vel, hvaðan á þá stendur veðrið, er Þjóðviljinn ræðir um þátt þeirra í verkalýðsmálunum. Og þeir láta fólslegar árásir á þá menn, sem þátt hafa tekið í hinni tiltölulega ungu baráttu fyrir rjettindum þeirra innan verkalýðssamtakanna, í engu á sig fá. Þeir munu áfram berjast gegn anda og áhrifum kommúnist-' anna innan samtaka sinna og byggja þau upp á nýjum og traustari grundvelli. Smjörsamlag Dalamanna nýbreytni í afurðasölu Jlófeí KOTTUR Önnur útgáfa er nú komin í bókaverslanir, fyrri útgáfan seldist á nokkrum dögum. Takið þessa bók með yður í sumarleyfið. Bókaverslun ísafoldarprentsmiðju. Úr Palasýslu er blaðinu skrifað. f Dalasýslu eru víða góð * beitilönd fyrir sauðfje og í nokkrum hreppum þar er frálag þess með því besta hjer á landi. Hafa því bænd- ur þar lagt meiri áherslu á framleiðslu saugfjár en nautpenings eða hrossa. Dalamenn sáu samt fljótt, að tryggast var að> gera framleiðsi- una fjölbreyttari og hófust handa um það að koma upp rjómabúi hjá sjer. Var það árið 1905, mest fyrir forgöngu Bjöms Bjarnar- sonar sýslumanns á Sauðáfelli, að rjómabú var stofnað að Stóra- Skógi. Fór nm það bú eins og flest önnur rjómabúin, að það hætti störfumi eftir nokkur ár. Urðu ýmsir bændur fyrir tjóni vegna ábyrgða, er þeir höfðu tek- ist á hendur við stofnun þebs og rekstur. Varð þá hljótt um mál þessi hjer í Dölum næstu tvo tugi ára. Nú fyrir áratug síðan vildu ýmsir bændur hefjast handa um stofn- un rjómabús í Búðardal. Árið 1932 h'jeldu Dalamenn fund í Búðar- dal til þess að ræða málið. Var þar helst ráðgert að stofna rjómabú um miðbik sýsl- unnar í Búðardal eða þar í ná- grenninu. Athugaði Sigurður stað hætti hjer og taldi heppilegast að smjörverkunarstöðin væri reist í Búðardalskauptúni eða sutuian við það hjá Laxá. Næstu árin fóru fram mælingar á Laxá til raf- virkjunar, sem1 yrði fyrir íbúa Búðardals og um leið fyrir rjóma búið. Það var hvorttveggja, að rafvirkjun virtist mundi verða dýr og áhugi bænda fyrir stofn- un rjómabús varð lítill þegar á átti að herða, vegna fyrri reynslu; varð því ekkert úr framkvæmd- um. Þegar mæðiveikin tók að breið- ast út vestur hingað sáu Dala- menn, að svo búið mátti ekki leng ur standa. Sauðfje hrundi niður á sumum bæjum' og leit helst út fyrir, að þeir bændur hefðu nær enga framleiðslu markaðsvara, ef sauðfje fjell, en dilkar og ull voru aðal söluafurðir þeirra. Var í fyrravetur leitað samninga við Borgfirðinga; að mjólkurvinslu- stöð þeirra í Borgarnesi tæki mjólk *úr Suðurdölum til vinslu um sumarmánuðina, meðan bíl- fært væri vestur í Dali. Stjórn mjólkurbús Borgfirðinga taldi sjer varla fært að færa svo út mjólkursvæði sitt, vegna þrengsla á mjólkurmarkaði og aukinnar mjólkurframleiðslu þar í hjerað'. Voru og ýms vandkvæði á um slíkar mjólkursendingar fyrir Dalamönnum. Yar þá horfið að því ráði að stofna smjörsamlag á verslunar- svæði Kaupfjelags Hvammsfjarð- ar, sem nær yfir 5 syðstu hreppa Dalasýslu. Ákvað kaupfjelagið á aðalfundi sínum síðastliðið ár að reka það í Búðardal. Hafði Bún- aðarþingið þá um veturinn, rjett áður, lagt það til, að veittur væri styrkur á verkað smjör í smjör- samlögum, er stofnuð væru á mæðiveikissvæðinu, alt að 50 aur- um á kíló. Var þessi ályktun gerð með tilliti til þeirrar ráðagerðar, sem þá var uppi um smjörsamlag þetta. Þann vetur samþykti Alþingi á fjárlögum, að smjörsamlög Æengju greiddan úr ríkissjóði jafu mikinn hluta stofnkostnaðar og mjólkurbú fá, eða hí hluta. Enn- fremur lagði fjárveitinganefnd það til við ríkisstjórnina, að greiddur yrði styrkur á smjör verkað í smjöréamlagi, er stofn- uð kynnu að verða í Dala- eða Húnavatnssýslu, en þau hjeruð •höfðu langversta aðstöðu til mark aðs á mjólkurafurðum, þeirra hjeraða, er mæðiveikin hafði bá herjað. Á slætti í fyrrasumar tók sam- lagið til starfa. Var fengin smjör- hnoðunarvjel frá Noregi. Hafði kaupfjelagið húsnæðið til — tvó herbergi, — enda var allur stofn- kostnaður tæpar kr. 1200. Stúlka starfaði við það tvo til þrjú daga í viku; hafði hún kynt sjer smjörverkun við rjómabúið við Laxárfossana í Þingeyjarsýslu. Var heldur lítil aðsókn að smjör- samlaginu til að byrja með og starfaði það alls ekki umi tveggja mánaða skeið í haust. Var smjör verkað þar á því ári nær 1200 kg., en hefir aukist mjög síðan og hef- ir verið þar verkað síðan á nýári 800—900 kíló á mánuði. Senda nú nær allir bændur á fjelagssvæð- ínu Smjör sitt þangað einu sinni í viku. Er það þar flokkað og hnoðað upp. Hafa bændur lengra frá samtök um smjörflutninginn og eru 5 til 8 saman um hann. Fiytur þá hver þeirra jafnvel ekki oftar en einu sinni á hverjum tveim mánuðum. Verður flutning- ur því ódýr, er bændur líka þá um' leið sækja kaupstaðavöru sína. Síðan smjörframleiðslan óx í samlaginu hefir tvent unnið við það 2—3 daga vikunnar. Hefir gert mestan usla, en strax og ör- ugt er að henni ljettir af, mun« þeir snúa sjer aftur að sauðfjár- ræktinni sem aðalatvinnuvegi. Færi líka best á því, að sú fram- leiðsla væri rekin á hverjumi stað «sem landið þar er haganlegast fyrir, þó þannig, að fult tillit sje tekið til markaðsaðstöðu. Þótt túnræktin sje víða allmikil hjer um slóðir, vantar góðan sumar- haga fyrir mjólkurkýr; torveldar það ekki lítið mjólkurframleiðsl- una. Hjeraðsmót Sjálf- stæðismanna i Vaglaskógi Hjeraðsmót SjálfstæSís— manna í Eyjafjarðar- ogr Þingeyjarsýslum var háð í Vaglaskógi s. 1. sunnudag. Um 700 mann sóttu mótið. Veður var hið fegursta og mjög hagstætt. Sigurður E- Hlíðar, þingmað-v ur Akureyringa, setti mótið með ræðu. Þá talaði Jakob Möller, fjármálaráðherra, um fjármál og verslunarmál þjóðarinnar. Sigurður Eggerz, bæjarfógeti, flutti skarpa hvatningarræðu um sjálfstæðis og utanríkismál þjóðarinnar. Jóhann Hafstein, erindreki Sjálfstæðisflokksins, flutti ræðu um flokksstarfið og Jón H. Þór- bergsson, bóndi á Laxamýri um þjóðstjórnina og þörf þjóðarinn- ar til þess að standa einhuga saman á þessum tímum. Mannfjöldinn söng á millí ræðanna. Þá fór fram hand- knattleikur á milli kvenna- flokka frá Akureyri, ennfremur boðhlaup pilta og loks reip- dráttur milli Þingeyinga og Ey- firðinga og sigruðu Eyfirðingar. Að lokum var svo stiginn dans. Fór alt mótið hið besta fram og’ sýndi mikinn einhug meðal sala gengið vel, nema nokkur Sjálfstæðismanna í hjeruðunum. mistök urðu í byrjun um eina smjörsendingu, en styrkur sá, er .veittur er á það ár, mun bæta það upp. Hafa bændur fengið ná- Jægt kr. 4.00 fyrir hvert smjör- kíló. Ef gert er ráð fyrir, að kíló smjörs fáist úr 25 lítrumi nýmjólk- ur, er verðmæti smjörs úr hverj- /um lítra 16 aurar. Er þá undan- rennan eftir óverðlögð. Má þá telja víst, að nettóverð nýmjólk- ur verði að minsta kosti 18—20 aurar, og er það mikil bót frá •því sem áður var, þótt hærra verð þyrftu bændur að fá, meðan dýr- tíðin varir. Víða er nú áhugi fyrir því að koma á fót smjörsamlögumi í sveitum, sem ekki hafa markað fyrir mjólk sína. Mun þegar vera farið að hefjast’ handa um það í Saurbæ í Dalasýslu, í Stykkis- hólmi, á Borðeyri og á Blönduósi. Ilefir mest hamlað framkvæmdum að hnoðunarvjelar hafa ekkv náðst nú inn frá Noregi. Nú eru bændur hjer að fjölga Búðafðr Snæfelllngafjelagsins Um síðustu helgi efndi Snæ- fellingafjelagið í Reykja- vík til skemtifarar með m.s. Sæ- björgu til Búða á Snæfellsnesi. Veður var með afbrigðum hag- stætt og eitt hið fegursta sem. komið hefir á þessu sumri. Fjöldi hjeraðsmanna kom tií móts við hina snæfellsku farfugla að Búðum, víðsvegar að úr sýsl- pnni, en stærsti hópurinn vav* frá Ólafsvík, eða um 100 manns. Dreifðist mannfjöldinn fyrst í smáhópum' um hið gullfagra um- hverfi Búða, en kom síðar til sameiginlegs fagnaðar í Búða- hrauni, þar sem fólk skemti sjer ,við dans, sön^ og ræðuhöld, þai* tii Sæbjörg kallaði til brottfarar með farfuglana, sem allir skildu. kúm sínum og ætla að halda því I með hrærðum huga við hina fögru áfram, þar sem mæðiveikin hefir I átthaga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.