Morgunblaðið - 09.07.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.07.1940, Blaðsíða 5
J*riðjudagur 9. júlí 1940. ðtcef.: H.f. Arvakur, Rtyklaylk. Rltatjðrar: Jön Kjartanaaon, Valtýr Stefánsaon (ábyretJarm.). Auglýsingar: Arnl Öla. Rttatjörn, auglýalngar Of alarrsiOala: Austurstræti *8. — Slaal 1«00. Aakriftargjald: kr. 8,00 A aaAnuSl lnnanlands, kr. 4,00 ntanlanda. 1 lausasölu: 20 aura elntakUS, 25 aura meQ Leabök. Verslunarfólkið Þess var nýlega getið hjer í blaðinu, að Verslun- armannafjelag Reykjavíkur hefði farið þess á leit við rík- isstjórnina, að gefin yrðu út bráðabirgðalög um verðlags-* uppbót á laun starfsmanna í verslunum og skrifstofum, rsamhljóða frumvarpi því, sem <dagaði uppi á síðasta Alþingi, wegna þess að þrír af þing-j, ir^önnum Framsóknarflokksiins meituðu um afþrigði við 3. um- ræðu í efri deild. En með frum varpi þessu var farið fram á, að starfsfólk í verslunum og skrifstofum, hvar sem er á landinu, skyldi fá sömu kaup- uppbót og opinberir starfs^ menn. Þessi ósk verslunarfólks ~var sanngjörn og rjettmæt. Nú hefir V. R. borist svar ríkisstjórnarinnar og það und- arlega skeður: Svarið er neit- andi. Sú ein ástæða er gefin, að ekki hafi fengist samkomulag um málið í ríkisstjórninni. Þegar Alþýðublaðið var hjer á dögunum að ræða um þessa sanngjörnu málaleitan versl- unarfólksins, ljet þlaðið þess getið, að við því væri ekki að búast, að verslunarfólkið fengi kröfur sínar fram, því að það hefði ákkert stjettarfjelag. Til þess að fá kröfurnar fram, þyrfti verslunarfólkið fyrst að jmynda nA-ð s,(er stjettarfjeA lag, sem svo gengi í allsherj- arsamtök verkalýðsins, Alþýðu sambandið. Þessa sömu skoðun virðist meiri hluti ríkisstjórnarinnar bafa (og einnig Alþingi. Þegar fyrst voru ákveðnar uppbsetur til handa verkamönnum og öðr-» um, eftir að dýrtíðin óx í land- inu, voru uppbæturnar bundn- ar við þá menn eingöngu, sem voru í stjettarfjelögum. Morgunblaðið telur þessa stefnu al-ranga. En fyrst svo er komið, að hún virðist alls- ráðandi, bæði á Alþingi og í ríkisstjórninni, verður að krefj* ast þess alveg afdráttarlaust, að allsherjarsamtök verkalýðs- ins, Alþýðusambandið, verði losað undan því pólitíska oki, sem nú ríkir þar. Ríkisstjórnin hefir haft góð orð um, að leysa þetta mál. En vissulega hefði farið betur á því, að hún hefði nú orðið við óskum verslunarfólksins, enda þótt það standi utan við sam- tökin. Nú er þessu fólki bein- línis refsað fyrir það, að það hefir ekki viljað vera í stjórn- málaflokki, sem það ekki að- hyllist. Þetta mál er þannig vaxið, að ríkisstjórnin verður að gefa op- inbera skýringu á afstöðu sinni til málsins. 1 9 Frá Þúfu í Fagrahvamm pyrir einum 60 árum kom *■ drengur norðan úr Fnjóskadal með upptíning- inn sinn í búð á Akureyri og lagði hann þar inn. Aurarn- ir, sem hann fjekk fyrir ull- arlagðana, voru heir fyrstu, sem hann hafði eignast. Hann keypti fyrir há garð- yrkjukver. Aður en. hanil hafði nokkra til- sögn eða uppörfun fengið utanað beindist hugur hans í þessa átt. Síi hneigð var honum meðfædd. . Ekki veít jeg hvort það var áð- Ur en hann eignaðist leiðaryísinn, sem hann fjekk fyrir ullina, eða á eftir að hann eignaðist sinn fyrsta matjurtagarð. í honum uxu tvær gulrófur. Meira komst þar ekki fyrir. Hinn ungi garðyrkju- maðnr hafði ekki önnnr ráð til að friða garðávöxt sinn en að hvolfa heymeis yfir kálplöntnrn- ar. Þar döfnuðu þær vel. Og þann- ig vann Sigurður á Draflastöðum sinn fyrsta sigur í ræktunarmál- unum. Frá uppvexti og æsku Sigurð- ar kann jeg fátt að greina. Þó jeg' hafi þekt hann í yfir 40 ár og margt við hann talað, hefi jeg i fátt eitt heyrt um þann kafla æfi hans. Hann mintist sjaldan á þan ár. En oft á það, hve óviðunandi hann komst seint til þeirra starfa, er biðu hans í lífinu. Hann var fæddur að Þúfu á Flateyjardalsheiði 8. ágiist 1871. En foreldrar hans, Sigurður bóndi •Jónsson og Helga Sigurðárdóttir, kona hans, fluttu að Draflastöðum í Fnjóskadal, árið 1882 og ólst hann þar upp síðan. Árið 1899 giftist haun Þóru Sigurðardóttir. Hún var ættuð úr Fnjóskadal. Hún andaðist fyrir þrem árum. Þau eignuðust 5 börn, og eru fjögur á lífi, Helga mat- reiðslukona, Páll bílstjóri, Ragna kaupkona og Ingimar garðyrkju-. rnaður í Fagrahvammi. Auk þess tóku þau fósturdóttur, Rögnu Helgu, er þau ólu upp frá því ,hún var á 2. ári. Námsárin. Ilann mun hafa verið 24 eða 25 ára gamall, er hann fyrst konv að Möðruvöllum í Hörgárdal. I skól- ann fór hann aldrei. En hann lærði grasafræði hjá föður mín- um og það með æfintýralegu næmi. Hann pældi gegnum stórar fræði- bækur í þeirri grein og lærði þær spjaldanna á milli. Og síðan fór hann á búnaðarskólann að Stend í Noregi. Þangað liöfðu allmargir íslendingar farið á undan hon- um. Hann lauk þar námi á tveim árum, og kom heim þaðan 1898. Þá hófst samstarf milli hans og Páls Briem amtmanns. Þeir vorn að mörgu leyti líkir Sigurður og Páll, bjartsýnir, stórhuga fram- faramenn. Og Páll var eindreg- inn í því að sjá til þess að dugn- aður og framfarahugur Sigurðar kæmi að notum. Dauft var yfir búnaðarskólum landsins þau árin. Þeir nutu sín ekki. Yoru til þess ýmsar ástæð- ur, sem ekki er rúm til að greina frá lijer. Páll Briem sá í Sigurði tilvalinn leiðtoga fyrir æsku sveit- anna. En hann óskaði eftir að Sigurður leitaði sjer frekara náms Nokkur minningarorð um Sigurð Sigurðsson frá Draflastöðum ytra. Signrður var þó heima 1—2 ár, athugaði sliógana í Fnjóska- dal og skrifaði fróðlega grein um þá. Einnig ferðaðist hann um Austurla.nd í kláðaskoðun og hafði mikið gagn af þeim kunn- leik, er hann þar fjekk af mönn- um og sveitum. Árið 1899 stofnaði hann á veg- um Amtssjóðs trjáræktarstöðina fyrir sunnan kirkjuna á Akur- eyri, er síðar varð eign Ræktunar fjelagsins. Gróðurinn í þeim litla reit hefir aukið trn margra ís- lendinga á því, hvaða þroska ýms- ar trjátegundir geta tekið hjer á landi. Síðan fór hann á Landbúnaðar- háskólann í Höfn og lauk þar prófi í almennri búfræði á tilsett- um tíma eftir 2 ára nám. Um það leyti sem hann lauk prófi þaðan, fór kennari hans í jarðræktar- •fræði, Th. Westermann, í ferðalag nm norðanverða Skandinavíu. Hann bauð Sigurði með sjer. Westermann var alla tíð fs- landsvinur mikill og hafði áhnga fyrir verklegum framförum hjer á landi, þó aldrei kæmi hann hing-' að. Hann vár fremsti vísindamað- ur Dana í jarðrækt á sinni tíð og framúrskarandi kennari. En ó- mannblendinn nokkuð og ekki á færi allra nemenda hans að kynn- ast honum. En hann ljet þá njóta þess, sem hann hafði trú á. Einn þeirra var Sigurður. Ferðalagið með Westermann varð Signrði dýrmætt framhalds- nám. Ræktunarfjelagið. Hann kom heim 1902 og tók við skólastjórn á Hólnmi um hanst- ið. Var þá gerð mikil breyting á kensluháttum skólans og öllu fyr- irkomulagi. Bændasynir þyrptust að skólan- um undir handleiðslu hins nýja búnaðarfrömuðar. En Sigurður hafði ekki haft skólastjórn á hend nema fáa mánuði, er honum hugkvæmdist að hann skyldi ná til fleiri manna en þeirra, er skólann sóttu. Efnt var til bændanámskeiðs að Hóla- stað. Hjer skyldi koma fjölmenni sem á fyrri tíð og hlýða nú á boð nýrrar framfaraaldar í sveitum landsins. Námskeið þetta var haldið á Þorra. Þar kom saman margt á- hugamanna. Þar voru rædd bún- aðarmál af miklu fjöri. Og þar kom frain hugmyndin að stofnun Ræktunarfjelags Norðurlands, er skyldi hafa forystu í ræktunar- málnm Norðlendingafjórðnngs. Gjörvö^ landsins fen og flóa, fúakeldur, holt og móa á að láta grasi gróa, gera að túni alla jörð, jafnvel holt og blásin börð. Drengir, sem að lijörðnm hóa, hlotið geti síðar óðalsrjett um yrktar dalahlíðar, var kveðið við stofnun þessa fje- lagsskapar og lýsir þeim anda, er fylti hug stofnendanna. Sigurður Sigurðsson. Um vorið, er Sigurður kom til Akureyrar eftir próf á Hólum, var Ræktunarfjelagið formlega stofnað. Þar flutti Sigurður aðal- ræðuna, iitskýrði tilgang og fram- tíðarstarf fjelagsins. Hann var kosinn í stjórn, ásamt Páli Briem og föður mínum Stefáni Stefáns- syni. Akureyrarhær ljet fjelag- inu í tje land í Naustagili fram- an við bæinn. Þar tókn Hólasvein- ar nemendur Sigurðar til óspiltra málanna við ræktunarstörfin. Tilraunastarfsemi var þar hafin meiri og fjölþættari en áður hafði hjer þekst og var Sigurður lífið og sálin í öllu saman. Tvö verksvið. Næstu árin er starf hans alveg tvískjft, á Hólum skólastjórinn, á Akureyri tilraunastjórinn. Hann þaut yfir fjallgarðinn milli Hjaltadals og Hörgárdals á öll- umi tímum árs. Því oft hefði hann kosið að vei’a á báðum stöðum í einu. Aldrei varð honum hált á þeim vetrarferðnm. En bróðir hans Ingimar, sem orðinn var að- stoðarmaður hans, hinn ágætasti drengur, varð úti í slíkri ferð milli Akureyrar og Hóla. Hann lagði upp á Hjeðinsskörð einn síns liðs um jól, og fanst lík hans í klettagili um vorið. í ritgerð, er Páll Briem skrif- vaði í I. árg. Ársrits Ræktunarfje- lagsins ,er lýst hugsjónum og fyr- irætlunum f jelagsstofnendanna. Þó amtmaðurinn væri höfundur greinarinnar, þá eru það fyrst og fremst tillögur og fyrirætlanir Sigurðar, sem þar koma. í ljós, framtíðardraumar svo djarfir, að þeir hafa ekki enn nema að nokkru leyti ræst. Ilið vekjandi hrautryðjenda- (starf Ræktunarfjelagsins varð mikið og fjölþætt, og hefir margt, gott og nytsamt upp af því sprottið. Forganga *Akureyringa í ræktunarmálum yfirleitt fjekk þar hinn öflugasta stuðning. Kennarinn. En tvískiftingin í starfi Sigurð- ar, sem kallaði á starfskrafta lians og forystu heggja megin við fjallgarðinn, varð honum ofraun er frá leið. Hann varð að nokkru leyti að sleppa hendinni af Rækt- unarfjelaginu og helga sig skól- anum, ekki síst eft.ir að hann tók við skólabúinu og rak það sjálf- ur, en ein 10 fyrstu ár hans á Hólum höfðu aðrir þar hústjórn. Sem kennari og skðlastjóri var Sigurður vinsæll meðal nemenda sinna. Þó var konum það starf ekki að öllu leyti eðlilegt. Honum hætti við að ætlast til þess, a5 nllir nemendur hans hefðu sama eða svipaðan áhuga eins og hann hafði haft á unga aldri. Námið væri þeim gleði og leikur, sem hrifi hug þeirra. Stundum tókst honum líka að hrífa hugi æsku- manna þeirra er hann umgekkst og kendi, svo að námið varð fögn- uðnr. Sem skólastjóri varð hann aldrei nema að nokkrn leyti yfir- boðari nemenda sinna. Hann var fyrst og fremst fjelagi þeirra, glað vær, uppörfandi og hjálpfús við alla. Á skólastjóraárum hans breytti ÍHólastaður mjög um svip. Hólar urðn að nýju höfuðból Skaga- fjarðar, fjölsótt mentasetur. Mun bæði staðurinn og skólastofnunin lengi bera þess minjar er hann ,þar ^ann þau 16 ár er hann hafði skólastjórn á hendi. Þáttaskifti. Fjórnm árum* áður en Signrð- nr gekkst fyrir stofnun Ræktunar- fjelagsins, var stofnað hjer í Reykjavík allsherjar búnaðarfje- Jag fyrir alt landið, upp úr Bún- aðarfjelagi Suðuramtsins. Þegar Ræktnnarfjelagið kom til sögunn- ar, sem fjórðungsfjelag, mætti það dálitlum knlda frá forstöðumönn- nm Búnaðarfjelags Islands. Var talað um að með því imóti væri •hætt við að kraftarnir dreifðust. En að öllum ólöstuðum, verða merni að viðurkenna, að kraftnr- inn var imeiri í Ræktunarfjelagi Norðurlands er leið frá aldamót- um, heldur en í Búnaðarfjelagi fs- lands. Og þegar sú ákvörðun var tekin, sumarið 1919, að efla Bnn- aðarfjelag íslands, með því að margfalda ríkisstyrkinn til þeirr- ar starfsemi, var ekkert eðlilegra en þem manni yrði falin hjer forstaðan, sem var frumkvöðull að stofnun og framkvæmdum Rækt- unarfjelagsins. Árið 1919 hefst nýr þáttnr í æfi Sigurðar. Sem formanni Bún- aðarfjelags fslands og síðar fram- kvæmdarstjóra þess, er honnm falin forystan í búnaðarframförum landsmanna. Það starf hafði hann á hendi í 16 ár. Afskifti hans ,af framfaramál- um landbónaðarins á þessum ár- um verða ekki rakin í einni bíaðagrein. Til þess þarf lengra mál. í þessu starfi sínu naut Sigurð- ur sín vel. Þar var sú fjölbreytni er honum hentaði. Hann gat valið um verkefni og altaf haft eitt- hvað nýtt á prjónunum. Hann liafði gott tækifæri til að bregða sjer til útlauda og afla sjer þar kunnleika í nýjungum í búnaðar- málum og ferðast um landið, örfa menn til framkvæmda og sam- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐT7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.