Morgunblaðið - 21.07.1940, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 21.07.1940, Qupperneq 5
:13iinnudagur 21. júlí 1940. Útgef.: H.t. Árvakur, Rrykjavlk. Rltstjörar: Jön Kjartanaacn, Valtýr Stefánaaon (ábyreöarm.). Anglýsingar: Áml Óla. Rltstjörn, auglýalngar ox æfrrelOala: Austurstrœtl S. — Slml 1600. Áakrlftargjalð': kr. *,Ö0 £ mánuöl innanlands, kr. 4,00 utanlanða. í lausasölu: 20 aura etntakUS, 25 aura meO Lesbök. Sama íóbakið Frá því hefir verið skýrt hjer í blaðinu, að Atvinnudeild Háskólans hafi fengið nýtt verk efni, sem ákveðinn hluti þjóðar- innar mun veita alveg sjerstaka athygli. Og það er að tilreiða neftóbak, sem að öllum frá-> :gangi og gæðum sje sem svip- aðast eða öldungis eins, og það neftóbak, sem mest hefir verið notað hjer á landi til margra ára, en nú er ófáanlegt. Fyrir mannsöldrum síðan náði, danskt tóbaksfirma að kalla má einkasölu á neftóbaki hingað til lands. Ekki svo að skilja, að firma þetta hafi haft nein sjer-- .rjettindi umfram aðra. En stjórn endur þess hafa fundið leið til þess að gera vöru, sem Islend ingum fjell það mikið betur í geð, en aðrar tóbaks tegundir, að tóbak þeirra útrýmdi öðru neftóbaki af hinum íslenska .markaði. En meðalsala á þessari vöru til landsins hefir verið 30 tonn á ári. Mönnum kann að finnast það nokkuð mikið, þeg- ar þeir hugsa sjer, að öll þessi 30 tonn skuli árlega rúmast í nösum íslenskra neftóbaks- manna. En þetta er ekkert að- .alatriði. Allar líkur eru til þess, að Trausta Ólafssyni forstjóra At- vinnudeildarinnar muni takast að gera úr amerískum tóbaks- blöðum jafn viðfeldið neftóbak eins og það sem áður fluttist hingað frá Danmörku. Og því er alveg eðlilegt, að úr því að hjer er tóbakseinkasala hvort sem er, þá sje ekki í framtíðinni hugsað um að halda við innflutningi á irjóli, heldur verði það útbúið í landinu sjálfu, og ágóðinn, sem af þeirri tóbaksgerð fæst, renni til styrktar Atvinnudeildinni því ;þar er sannarlega fjárþörf. Að sjálfsögðu yrði þetta ekki látið verða til þess að hækka verð- ið á vörunni frá því sem það áð- ur var. En ganga má að því vísu, .að álitlegur ágóði hafi verið af rjólframleiðslunni. Altof mikið hefir á því borið nndanfarin ár, að menn hafi lit- ið svo á, að það nægði að fá menn í ýmsar stöður til þess að rannsaka hagnýta hluti, án þess að samhliða væri sjeð um starfs- fje handa þessum mönnum. Með því að láta duglega menn standa þannig með tvær hendur tómar, koma kraftar þeirra og þekking að engu gagni. Það er ekki hægt að segja að Atvinnudeildin hafi verið alveg fjevana. En hana hefir stórlega vanhagað um starfsfje, og oft talið eftir það sem hún fær. Gæti hún feng ið fasta tekjuliði eins og af rjól-i inu, er nytjastarf hennar mun betur trygt en áður. Reykjauíkurbrjef 5 ] WmilUIHHUWHIWIirmMWUWH«H1WHIWIH*HIHH 20. juií JIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIff. Styrjöldin. Undanfarna viku hefir verið tíðindalaust að kalla af styrjöldinni, þó undarleg't sje frá- sagnar. Því síðari tírna menn munu líta á þessa mánuði þetta sumar sem nú er að líða alt öðr- um augum, en að samtíðin hefði þurft að kvarta yfir frjettaleysi., Stórviðburðirnir gerast svo ört, að þeir hálfgleymast eftir skamma stund, af umhugsun manna um það, hvað næst kunni að koma. Og enda þótt fjöldi þjóða bíði í öngum sínum átekta, verði fyrir stórkostlegum áföllum, eignatjóni, landamissi og manntjóni, þær sem lent hafa í vopnaviðskiftunum, sjái hugsjónir sínar og framtíðar- drauma fölna á einni hjelunótt, þá er næsta lítið sem frjettist af þessu öllu saman. Því öll frjetta- starfsemi í Evrópu er nú meira og minna undir áhrifum her- stjórna og hernaaðráróðurs. Meg- inatriðum af því sem venjulega er talið til frjetta er slept, eða öllu heldur er ekki slept úr greip- um ritskoðunar og skeytaskoðun- ar. — Til marks um það, hve fregnir berast seint landa í milli, má nefna. í breska stórblaðinu „The Times“ frá 11. júlí er fregn um það, að nálega tveim mánuðum óður, þ. 15. maí, hafi 30 þúsund íbíiar Rotterdam beðið bana í loft- árásum er gerðar voru á borgina. Þar var borgarhverfi sem var að flatarmáli 3—4 ferkílómetrar jafn- að við jörðu. Þó 1300 flutninga- bílar hefðu verið í notkun til þess að flytja burt rústirnar var verk- inu ekki lengra komið eftir 3 vik- ur, en að þá fundust að jafnaði 300 lík á dag í rústunum. En það tók nálega tvo mánuði að koma fregn þessari vegalengd- ina frá Rotterdam til London. Fregnin er ótrúleg, og hefði naum- ast verið trúað, ef hún hefði ekki birst í einu trúverðugasta blaði heimsins, sem birti jafnframt mynd af borginni, er tekin hafði verið úr lofti, þar sem hægt er glögglega að greina þann hrunda borgarhluta frá hinum er uppi standa. Ræða Hitlers. ýska herstjórnin hafði boðað það, að föstudaginn þ. 19. júlí ætti eitthvað stórfenglegt að ske. Var lielst búist við, að þar væri átt við, að nú myndi hefjast hin fyrirhugaða innrás í England. En sá dagur færði enga aðra ný- ung en ræðu Hitlers. Og' sú ræða færði heiminum engar nýungar, að dómi Breta. Þar skýrði hann gang styrjaldarinnar frá sínu sjónar- miði, styrjaldar þeirrar, er „stríðs- æsingamenn“, er hann kallaði svo. hefðu þvingað hann út í. Alt sem Þjóðverjar hefðu gert síðan í fyrrahaust, hefði verið framkvæmt samkvæmt fyrirætlunum hans. En til þess þurfti heimsins besta og fullkomnasta lier. Og hann va’ fyrir hpndi. Honum þakkaði Hitl- er sigrana og sendi um leið Bret- um orð og sagði þeim að hann teldi tilgangslaust að halda styrj- öldinni áfram. Hún endaði ekki öðru vísi en með því, að breska heimsveldið yrði rústað. Úr því hann hefði varað þá við því nú, hvað framhaldið þýddi fyrir þá, þá bæri hann ekki ábyrgð á þeim óendanlegu þjáningum sem fram- haldsstríð myndi leiða yfir allan almenning í Englandi, ekki máske yfir bresku stjórnina, því hún gæti fiúið til Canada, en hún tæki ekki þjóðina með sjer. Fyrir ófróða menn um herskap hjer úti á íslandi er erfitt að gera sjer grein fyrir því hvað raun- verulega felst á bak við þessi orð einvaldsherrans. En hvort sem mönnum líkar betur eða verr við þá stefnu sem hann boðar, og hans áhrifavald, þá hlýtur það að hafa sín áhrif á alla sem um þessi mál hugsa, að hingað til liafa þeir stjórnendur Þýskalands í aðalat- riðum framkvæmt fyrirætlanir sín- ar, þær er þeir á annað borð hafa látið uppi — og stundum farið talsvert lengra. Breska stójrnin og sennilega all- ur almenningur í Englandi lítur svo á, að það sje á valdi Breta nú, að yfirlýstar fyrirætlanir Hitl- ers og manna hans lcomist ekki til framkvæmda. ísland. I hvert skífti sem fslendingar hugsa um heimsviðburðina þessa daga, geta þeir ekki komist hjá því að leggja fyrir sig þá spurningu: Hvað verður um okk- ur? í ófriðarbyrjun í fyrrahaust, eða í hvert skifti sem ísl. menn áð- ur hafa hugsað um vandræði þjóðarinnar vegna ófriðar, þá hef- ir óttinn fyrst og fremst beinst að því, að við yrðum of einangr- aðir hjer úti í hafinu. Nú er þessu snúið við fyrir .okkur, eins og svo mörgu öðru. Nú eru á- hyggjurnar í sambandi við það, að við sjeum of nálægt öðrum þjóðum. Asigkomulagi þjóðarinnar er helst að líkja við það, þegar verið hafa eldsumbrot í landinu, og menn hafa getað búist við jarð- skjálfta og öskufalli á hvaða augnabliki sem er. Við getum álíka lítil áhrif haft á það, sem yfir okkur vofir, eins og við getum haft á hin duldu jarðöfl, sem koma áf stað eldgosum og jarð- skjálftum. Hefir þessi fullkomni vanmáttur til þeirra hluta orðið til þess, að nærri stappar að líkja megi okkur íslendingum í dag við börn sem leika sjer úti í sólskin inu, en geta bíiist við því á hverju augnabliki, að þáu eigi hvergi höfði sínu að að halla. Það hefir löngum verið kallað- ur góður siður, að vona hið besta, en vera viðbúinn því versta. Hvao ; vonir snertir, þá munu þær vera fyrir hendi, en viðbúnaðurinn er lítill, af því fátt eitt er hægt að honum að vinna. Framtíðin. jer skal ekki reynt að spá neinu um framtíðina. En manni sýnist sá möguleiki ekki vera alveg útilokaður, að styrj- öldin verði ekki löng xír þessu. Hingað til hafa menn bundið huga sinn og fyrirætlanir mjög við styrjaldarástandið, en hugsað langtuni minna um þau viðhorf og verkefni, sem verða fyrir hendi þegar einhverntíma, fyrr eða síð- ar, að vopnahlje kemst á. Mjög mörg mikilsverð viðfangs- efni, sem þá koma til úrlausnar, hafa verið svo fjarri hugsun manna, að fæstir hafa náð til þeirra í nokkurri alvöru. Naum- ast hefir verið á það minst, svo tekið sje dæmi, hvernig við ætt- um að taka upp ýms þau mál, sem við eigum óleyst við fyrri sam- bandsþjóð okkar, Dani, og engan- veginn gildir einu hvernig fer um í framtíðinni. Fyrir nokkrum árum, svo nefnt sje dæmi, voru teknar upp frá okkar hálfu umleitanir um það, að við fengjum hingað heim ung- ann úr þeim dýrmætu íslensku handritum, sem lent hafa í Höfn á undanförnum öldum. Hvað verð- ur um það mál, þegar afstaðan er breytt milli þjóðanna? Og hvað verður um allan -þann sæg íslend- inga, sem í Danmörku eru og háfa þar stöður „ og störf ? Það skiftir ekki eins miklu máli í framtíðinni, eins og handritamál- ið. En þessi og mörg fleiri þarf að taka upp, þegar viðskiftaleiðin opnast milli landanna. • Smáþjóðirnar. ?ra kann að ýmsir líti þannig á, að ótímabært sje, að tefja sig á nokkrum bollaleggingum um það, hvaða ráðstafanir við eigum að gera sem sjálfstæð þjóð, að styrjöld lokinni. Því það sje með öllu ósjeð hvernig sjálfstæði smá- þjóða þá verður háttað í heimin- um. Sjálfstæði smáþjóða varð meira, en margir áttu von á eft- styrjöldina, er endaði 1918. Máske verður það minna en nokkurn grunar eftir þessa. í samfjelagi við aðrar Evrópuþjóðir höfum við fslendingar altaf ætlað að bera uppi sjálfstæði okkar í skjóli við samheldni, samtök og sameiginlegan menningararf Norð- urlandaþjóða, En enginn getur vitað hvort styrjaldarátökin skilja nokkuð eftir af samvinnu Norð- urlanda. A. m. k. má búast við, að fyrst um sinn verði hverjum meðalmanni stirt um tungutak, ef hann ætlar að taka upp þráðinn þar sem hann fjell niður í síðustu skálarræðunni er haldin var um þau mál. Landið og þjóðin. vernig sem úrslit styrjaldar- innar og endalok verða, þ>á getum við verið alveg vissir um, að margt verður öðruvísi í heim- inum eftir en áður, og mörgum verður styrjöldin mikill, máske nokkuð dýrkeyptur reynslunnar skóli. En hvernig sem kjör smáþjóð- anna verða yfirleitt, þá má það aldrei hvarfla að nokkrum íslend- ingi, að nokkur þjóð, hversu öflug sem hún er, láti sjer til hugar koma, að lofa okkur ekki að halda áfram1 þeirri tilraun sem við höf- um unnið að síðustu áratugina, að skapa hjer norður í nágrenni ís- hafsins skilyrði til frambúðar fyr- ir sjáifstæða menningarþjóð. A því tímabili sögunnar, sem uú stendur yfir, er ákaflega hætt við, að aldagamlir samningar og lögfræðileg þjóðrjettarákvæði verði ekki haldgóð gögn í því máli. Rjettur þjóðarinnar til landsins mun verklegast varinn með því að sýna og sanna að við sjeum fs- lendingar allra manna færastir til þess að búa í þessu landi og færa okkur í nyt gæði lands og sjávar. Tilfinnanlegasti misbresturinn í þessu er þekkingarskorturinn. Við höfum á síðustu árum talað um og káfað við ýmiskonar þjóðar- meinsemdir, svo sem áhugaleysi manna, tergðu margra í viðleitni þeirra til sjálfsbjargar, lausung I viðskiftum og þessháttar. En alt þetta og þvíumlíkt eru smámunir, fylgikvillar hjá þeim vanþroska sem enn er okkur til trafala, og lýsir sjer í því, að við þekkjum landið okltar ekki nægilega vel, lcunnum ekki eins vel og skyldi að eiga heima iá íslandi. Það kann að vera að einhverjum þyki hjer djúpt tekið í árinni. En sann- leikurinn er þessi, enda þótt að til þess að færa fullar sönnur á þetta, þyrfti mjög langt og ítar- legt mál. Nokkur dæmi. vað snertir landbúnaðinn þá eru þar mýmörg óleyst vandamál, bæði í jarðrækt og bú- peningsrækt, sem stórtjón er að á hverju ári að ekki skuli vera hægt að gefa bændum nákvæm fyrirmæli um hvernig leysa skuli. Um byggingar er sama mála að gegna. Fyrirmyndar íbúðarhús fyrir sveitir og kaupstaði ekki fundin enn. Frá sjávarútvegi er sömu sögu að segja, eins og einn fróðasti fiskiskipstjóri skýrði blaðínu fni nýlega. Hann heldur því hiklaust fram, að enn sjeu alveg ófundin rík fiskimið í nánd við landið, að ógleymdu því margþætta máli, hvernig veiðískap skuli stunda hagkvæmast og hvernig verka fyrir sölumarkaði hinn marghátt- aða sjávarafla. Um Verðmæt jarð- efni í landinu vitum við lítíð enn, og notkun jarðhitans er á byrj- unarstigi. Þannig mætti lengi telja í smáu sem stóru og. benda á atriði, sem: í einu eru stór og smá eins og t. d. skarfakálið, sem vex hjer í út- eyjum og á annesjum, en örfáir lítillækka sig enn til að nota, þó þar sje að finna bætiefnasjóð sem jafnast lá við bætiefni suðrænna aldina, þeirra er læknar kosta kapps um að halda að fólkinu. En skyldi það ekki mega takast- að nota bætiefnin til heilsubótar, þó þau vaxi í íslenskri sjávarurð, eða í hlaðvarpa manna, eins og þau, sem kaupa þarf dýrum dóm- um sunnan úr löndum. Nýr kapítuli. jóðernismeinsemd sú, sem við fyrst og fremst þurfum að uppræta, er málskrafið mikla. Að hafa eins óralangt og oft vill Verða milli ráðagerða og fram- kvæmda. Og að tala um hlutina, án þess að vita greinilega deili á því sem um er talað. Hjer hafa menn skrifað í blöð og látið á sjer bera í þjóðlífinu, án þess að gera hærri kröfur til sjálfs sín, en að vita örlítið meira um hlut- ina, en allur almenningur, og fordæma svo nákvæma vísindalega þekkingu. Þetta eru höfuðeinkenni þeirra tíma í þjóðlífi voru, sem nii þurfa að hverfa, og víkja- fyrir ná- kvæmni, raunsæi, vísindalegri þekkingu, þar sem þekkingin verð- ur látin bera skjóta ávexti í verki. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.