Alþýðublaðið - 25.06.1958, Síða 3

Alþýðublaðið - 25.06.1958, Síða 3
Miðvikudagur 25. júní 1958. Alþý5ublaði3 3 Alþýöublaöiö Útgefandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritst j órnarsímar: Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetur: Alþ.ýðuflokkurinn . H e 1 g i S æ m u n d ;; s o n . Sigvaldi Hjálmarsson. Emjlía Samúelsdóttir. 1 4 9 0 1 og 1 4 9 0 2. 1 4 9 0 6 1 4 9 0 0 Alþýðuhúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10. I Afnám dauðarefsingar ALÞJÖÐASAMSTARP er orðið mjög mikið á ýmsum ffviðum, enda' um að ræða hraða þróuni í því efni eftir síð- ari heimsstyrjoidma og stofnun Sameinuðu þjóðanna. Eru flést ríki heims, sem einhvers mega sín, aðilar að þeim. — Sameinuðu bióðunum er misjafnlega borin sagan, enda vettvangur deilna, sem iðulega þykja stórtiðindum sæta. — Samt er naumast nokkur maður í vafa um margvíslegan og heillavænlegan árangur þeirra. Hitt er annað mál, að betur má, ef duga skal varðandi það viðfangsefni að gera drauminn um frið, frelsi og 'hamingju á jörðunni að veru- leika. En vonirnar, sem tengdar eru staffi og tilgangi Sam- einuðu þióðanna, skulu sannarlega ekki vanmetnar. Sjálf- sagt bera þióðirnar gæ'fu til að láta þær rætast á lengri eða skemmri tíma, ef mannkynsins bíður ekki hörmung og tortíming. Eitt af þsim málum, sem oft eru á dagskrá víða um heim, er sú hugmjynd að afnema dauðarefsingar. Sú skoðun færist æ í aukana, að dauðarefsing sé villimenns'ka og að ■ekki eigi að vera á neins manns valdi að svipta annan lífi, hvernig sem, máiavextir annars eru. Um þetta reynast hins vegar skiptar skoðanir. Þær skulu ekki raktar hér. En at- burðir þeir, sem hafa gerzt og eru að gerast, taka af ölj tví- mæli um, að heimjurinn eigi að losna við þann ófögnuð, sem dauðarefsingarnar eru. Og því fyrr því betra. Hér er um að ræða tilvalið verkefni fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Þær eiga að beita sér fyrir afnámi dauðarefs- ingar í öllum þátttökulöndum þeirra. Færi vel á því, að smáríkin hefðu forustu um þá tíiiiabæru og fögru á- kvörðun. Og íslendingar ættu að skina sér í bá sveit, taka undir með þeim, sem virða mannslífið, livað sem lögum og fyrirmælum annars Mður. Þar með gætu smá- ríkin Iagzt gegn þeirri villimennsku, isem enn ber allt of mikið á í veröldinni, þrátt fyrir alla menninguna, tækniframfarirnar og samtök þjóðanna á ýmsum sviðum. Dauðarefsingin er hæpin ráðstöfun í þeim löndum, þar sem persónufrelsi og lagarvernd þó ríkir. En hún er óþol- andi smánarblettur á einræðisríkiunum. bar sem menn eru dæmdir af leynilegum dómstólum og líflátnir í dag, en ef til vill taldir sý'knir al’a saka á rnorgun. Dórr.smorðin í Ungverjalandi eru eftirminnilegt dæmi um hneyksli dauða- refsinganna. Hvergi hsfur sú ráðstöfun að taka menn af lífi reynzt viðurstyggilegri en í löndum einræðisins. Samt hafa margar bsztu ]ýðræðisþjó3ir heimsins enn þann sið, þó að dauðarefsingin sé þar'raunar með allt öðrum hætti. En Vesturlönd ættu að hverfa frá þessu ráði og krefjast skil- yrðislaust sliíks hins sama af ríkjunum austan járntjaldsins. Þá yrði dauðarefsing á skörrtmurn tíma álitin liótur blettur á fortíðinni og um tvímælalaust morð að ræða, ef einhver harðstjóri yripí til þess ráðs að rvðia andstæðingum sínum eða keppinautum úr vegi með því að senda þá yfir janda- mæri lífs og dauða. Satt að segja gegnir furðu, að þetta mál skuli ekki fyrir löngu hafa komizt á dagskrá hiá Sameinuðu þjóðunumog'því verið til lykta ráðið. Og nú ætti að mega vænta þess, að til úrslita dragi í þessu efni. Heimiurinn ætti að hafa feng- ið nóg af því blóðbaði, sem dauðarefsingin veldur. „Slétt með stéit” TÍMININ ræðir í forustugrein sinni í gær þann leik, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú í frammi, og segir orðrétt: ,,Sjálfstæðisflokkurinn segir, að kjörorð sitt sé: Stétt með stétt. Þessu kjörorði fylgir flokkui'inn nú þannig, að hann hvetur verkamenn til verkfalls, en atvinnurekendur til þess að sýna ekki undanlátssemi. Þannig reyna forkólfar hans nú að eyðileggja vinnufriðinn í landinu. Flokkur, sem þannig vinnur, er vissulega fjarri því en nokkru öðru að vera flokkur allra stétta. Fyrir forkólfum hans va’kir það eitt að geta komið af stað upplausn og glund- roða, er kynni að geta lyft þeim til valda á ný. í þeim til- gangi reyna þeir nú að eyðileggja vinnufriðinn. Þjóðin mjun fyrr en síðar átta sig á þessum ljóta leik. Og eftir það mun forkólfum Siálfstæðisflokksins látið gagna að ætla að hylja stefnuna og athafnir á bak við upphrópan- ir eins og stétt með stétt.“ Hér er vissulega ekki of mælt. Leikurinn er harla ljótur. Þegar norski kórinn kom til Reykjavíkur, voru karlakórar bæjarins fyrir á flugfveliinum og heiisuðu þeim. norska með söng. Álasuiidskóri nn er á efri myndinni og Reykjavíkurkórarnir á hinni neðri. Heimsókn nerska karlakérsins lckiSs NORSKI karlakórinn, sem hér hefur dvalizt að undan- förnu, hélt heimleiðis frá Akur- eyri á mánudaginn. Alþýðublað ið átti áð’ur tal við Bjarne Kors- nes, formann kórsins og rómaði hann mjög allar viðtökur, bæði í Reykjaviík og á Akureyri. — Sagði hann að förin befði heppn azt einstaklega vel og væru all ir kórfélagar sérlega ánægðir eftir hina eftirminnilegu söng- för. — Kórinn 'heiur iengi haft í hyga að sækja fslendinga heim, sagði formaður'inn, og i sumar á kórinn sjolíu )g f mm ára af- mæli. Þót+i )kk'.p fé'.'jgum vel hæfa að h? da .pp a af.nadið með ?ön.rf:'t til íslandi — Nýr £!u4 .i mr var tekir.-i í notkun í A.asuni n >.krum dögur áður en við komum hing- að, sagði formaðurinn enn. — ogþetta pr fvrsta utanlandsferð Á’fisundsbúa frá hinum nýja flugvelli. MFH'AT. BETiTT! KARLA- KÓRA I NORFGI. Álesunds Mandssangforen- ing er meðal beztu karlakóra í Noregi og stærsti og elzti kór- inn í Álasundi. Söngstiórinn Edvin Solem organisti er þekkt tónskáld og hann stjórnar fleiri kórum í Álasundi. en þar eru fjórir karlakórar e.uk bíandað- ra kóra. Norski kór'tm kom hmgað fyrra laugardag 14. júni, héit eina tónleika í Reykjavík og söng á þjóðhátíðardaginn í Reykjavík lagið „Brennið þið vitar“ á íslenzku við mjög góð- ar undirtektir. Þeir skoðuðu Reykjavík og nágrenni í boði bæjarstjórnar og þótti mikið til koma, að sögn formanns. HÚSMÆÐUR f ÞJÓÐ- BÚNINGI FRAMREIDÐU SILUNG OG SKYR. Kórinn kom til Akureyrar, vinabæjar Álasunds, á miðviku dagskvöld og tóku Akureyrar- kórarnir á móti honum með söng á Ráðhústorgi. Skiptust kórarnir þar á söngkveðjum. — Á fimmtudagskvöid héit kór- inn tónleika í Nýja Biói íyrir fullu 'húsi og hiaut góðar undir tektir. Þá hélt hann tónleika á Freyvangi í Eyiafirði, á Húsa- vík og í Skjólbrextku í Mývatns sundi vlðhifíiirúlgáfu á verkum Ibsens sveit. Þar tók karlakór Mývetn' inga á móti Norðmónnunum í Dimmuborg og um kvciaið framreiddu húsmaíðuc svePar- innar Mývatnssnúfrg og skyr í félagsheimilinu og voru klædd- ar þjóðfeúnmgi. Hlutu þeir hvar vetna hinar bez;u móttökur og undirtektir. GRÓÐURSETTU 2009 TRJÁPLÖNTUR. 1 hófi, sem bæjarsijórn Akur eyrar hélt kórnum, færða kór- félagar Akureyrarbæ að gjöf tvö þúsund trjáplöntur, furu og greni, sem þeir gróðursettu á sunnudag í Kjarnaskögi. Auk þess færðu þeir Akureyrarbæ að gjöf frá Álasundi viðhafnar- útgáfu af heildarverkum Ibsens, samtals tuttugu og þrjú bindi. Afhenti formaður kórsins þessar gjafir, flutti ræðu og bar Akureyringum kveðju Ála- sundsbúa. Karlakór Akureyrar færði Karlakór Álasunds a3 gjöf :it- aða ljósmynd af Akureyri og Karlakórinn Geysir gaf Norð- mönnunum áletraðan silfurbik- ar til minningar um korauna. Karlakórarnir á Akureyri . hafa háðir heimsótt Álasund áð ur. I ... ; FÆRA GESTGJÖFUNUM ÞAKKIR. Formaður norska kórsins, Bjarni Korsnes og ritari Rog- er Savnes biðja Alþýðubiaðið að færa gestgjöfum kórsins hér á landi alúðarþakkir fyrir hlýjar móttökur. Þeir vilja þakka móttökunefndinni, Ág- ústi Bjarnasyni, formanni söng kórasambandsins, Gunnari Guð mundssyni og Haraldi Sigurðs- syni fyrir móttökurnar í Reykja vík og bæjarstjórn Akurevrar svo og Karlakórunum á Akur- eyri og í Reykjavík fyrir þessa ógleymanlegu daga, eins og þeir orðuðu það. Álasund, sem er vinabær Ak- ureyrar, telur tuttugu þúsuud íbúa, en íbúatalan tvöfaldast r.ærri því um vetrarmánúðina, þegar síidarvertíðin stendur yf- ir. Álasund er mikill síldarbíer og aðal fiskútflutningsbær Nor- egs. Hann stendur á þremur 'syjurn mitt á milli Þránd- heims og Bergens. — Við vonum, að koma okk- ar hingað geti trevst Vináttu- böndin milli íslendinga o? Norð manna og sérstaklega á milii ís- lend’nga og Álasundsbúa. Okk- ur hefur opnazt nýtt tækifæri +il að heimsækia ísland með hinum nýja flugvelli, sem tek- inn var í notkun með för okkar hingað, sagði Bjarne Korsnes, formaður að lokum. — I.eið- in hefúr stytzt verulega. íslend ingar hafa líka betra tækifæri en áður til að heimsækja Ála- sund oi? við vonum að 'beir noti sér tækifærið og sæki okkur heim. íslendngar eru sérstak- lega velkomnir gestir . ■ . hjart- anlega velkomnir. *— u. Hýtf sundnámskeið hefst £ Sundlaugum Reykjavíkur þriðjudaginn 1. júlí. — Innritun er hafin í Sundlaugunum fyrir 7 ára börn og eldri. 1 SUNDLAUGARNAR.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.