Alþýðublaðið - 25.06.1958, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 25. júní 1958.
Alþýðublaðið
11
er 16 síður vikulega.
er fylgiblað Alþýðublaðsins.
Gerist áskrifendur að Alþýðubiaðinu.
Sími 14900.
í DAG er miðvikudagurinn,
25. júní 1958.
Slysavarðstofa Reykjavisur-í
Heilsuverndarstöðinni er opin
allan sólarhringinn. Læknavörð
ur LR (fyrir vitjanir) er á sarna
Btað frá kl. 18—8. Sími 15030.
Næturvörður er í Vesturbæj-
ar apóteki, sími22290. Lyfjabúð
in Iðunn, Reykjavíkur apótek,
Laugavegs apótek og Ingólfs
apótek fylgja ,öli lokunartíma
sölubúða. Garðs apótek og Holts
apótek,. Apótek Austurbæjar og
Vesturbæjar apótek eru opin til
kl. 7 daglega nema á laugardög-
um til kl. 4. Holts apótek og
Garðs apótek eru opin á sunnu
dögum milli kl. 1 og 4.
Hafnarfjarðar apótek er opið
alla virka daga kl. 9—21. Laug-
ardaga kl. 9—16 og 19—21.
Helgidaga kl. 13—16 og 19—-21.
Næturlæknir er Ólafux Ein-
arsson.
Kópavogs apótek, Alfhólsvegi
8, er opið daglega kl. 9—20,
nema laugardaga kl. 9—16 og
helgidaga kl. 13-16. Sími 23100.
FLUGFERÐIR
Flugfélag íslands h.f.:
Millilandaflug: Hrímfaxi fer
til Glasgow og Kaupmannahafn-
ar kl. 08.00 í dag. Væntanlegur
aftur til Reykajvíkur kl. 22.45 í
kvöld. Flugvélin fer til Oslo,
Kaupmannahafnar og Hamborg-
ar kl. 08.00 í fyrramálið. Gull-
faxi fer til London kl. 10.00 í
fyr.ramálið. — Innanlandsflug:
í dag er áætlað að fljúga til Ak-
ureyrar (3 ferðir), Egilsstaða,
Hellu, Hornafjarðar, Húsavíkur,
ísafjarðar, Siglufjarðar, Vest-
mannaeyja (2 ferðir) og Þórs-
hafnar. — Á morgun er áætlað
að fljúga til Akureyrar (3 ferð-
ir), Egilsstaða, ísafjarðar, Kópa
skers, Patreksfjarðar, Sauðár-
króks og Vestmannaeyja (2 ferð-
ir).
SKIPAFRÉTTIR
Skipaútgerð ríkisins:
Hekla er á leið frá Bergen til
Kaupmannahafnar. Esja kom til
Rcykjavíkur í gærkvöldi að vest
an úr hringferð. Herðubreið er á
Austfjörðum á norðurleið. ——
Skjaidbreið er á Breiðafjarðar-
höfnum á leið til Vestfjaröa. -—
Þyrill 'er á Austfjörðum. Helgi
Helgason fer frá Reykjavík 1
dag íil Vestmannaeyja og þaðan
tii Austfjarða.
Eimskipafélag íslands h.f.:
Dettifoss fór frá Leningrad 22.
6. til Reykjavíkur. Fjallfoss fór
frá Vestmannaeyjum 22.6. til
Hamborgar, Rotterdam, Ant-
verpen og Hull. Goðafoss fór írá
Reykjavík 19.6. til New York.
Gullfoss fór frá Leith 23.6. iil
ReykjavíkUr. Lagarfoss fór frá
Reykjavík 21.6. til Hamborgar,
Wismar og Álaborgar. Reykja-
foss fer frá Hull 24.6. til Reykja
víkur, Tröllafoss kom til New
York 22.6. fer þaðan til Rvk.
raonm
Tungufos fór frá Thorshavn 24.
6. til Rotterdam, Gdynia og
Hamborgar.
Skijiadeild S.Í.S.:
Hvassaíell er í Reykjavík. —
Arnarfell fór frá Þorlákshöfn
20. þ. m. áleiðis til Leningrad.
Jökulfell losar á Vestfjörðum.
Dísarfell fór 23. þ. m. frá Vopna
firði áleiðis til Rotterdam. Litla-
fell er væntanlegt til Reykjavík-
ur á morgun. Helgafell fór í gær
frá Hull áleiðis til Reykjavíkur.
Hamrafell kemur á morgun til
Reykjavíkur. Vindicat losar á
Breiðafjarðarhöfnum. Barendsz
fór 19. þ. m. frá Hornarfirði áleið
is til Ítalíu.
•—o—•
Sumardvalarbörn á vegum
Rauða Kross íslands að Silung-
arpolli mæti kl. 2 e. h. í dag á
planinu móti Varðarhúsinu og
hafi meðferðis farangur. Börn
að Laugarási eiga að fara 26. þ.
m. kl. 9 f. h. frá sama stað.—
Farangri sé skilað í skrifstofu
RKÍ, Thorvaldsenstræti 6, fyrir
hádegi 25. júní. — R-víkurdeild
RKÍ.
Harry Carmichael:
Nr. 1.
Listamannaklúbburinn í bað-
stofu Naustsins er opinn í kvöld.
Frjálsar umræður hefjast kl. 9
stundvíslega. í rækilegum und-
irbúningi er sérstæður umræðu-
fundur um ferðamál og listmál,
sem haldinn verður bráðlega í
klúbbnum.
—o—■
A F M Æ L I
60 ÁRA er í dag Ingibjörg
Austfjörð, Þingvallastræti 37, —
Akufeyri. Dvelst hún hjá dóttur
sinni, Goðabyggð 2 í dag.
GREIÐSLA FYRIR MORD
Fyrsti kafli,
SAMKVÆMT áætlun hafði
Lundúnalestin af stað frá
Leeds stundvíslega klukkan 5,
15 síðdegis þann 24. janúar —
en það kvöld vafð Quinn, blaða
maður við „Morgunpóstmn“,
við flæktur fyrsta Barrettmorð
ið. Nærri almyrkt var orðið
þegar lestin lagði af stað. Regn
ið dundi eins og hagl á braut
arteinunum fram undan og
bul|di á kl(efaglu(ggunum þeg
ar lestin rann út úr skjóli
stöðvarhússins. Innan skamms
urðu Ijósin í borginni aðeins
greind sem fölvar glætur í grá
mózkunni, eins pg þau spegluð
ust í öræfavatni girtu myrkum
ströndum.
Þegar til Doncaster kom var
gengið í slyddu. En þegar lest
in náði til Grantham buldi
xegnið aftur á klefarúðunum.
Og enda þótt heitt væri inni
var sem kuldagjóst legði inn í
klefann þar sem Quinn sat úti
í horni og mókti á milli þess
sem hann reykti vindlinga eða
gerði sér það til dundurs að at
huga nokkuð náungann í víða
vaðmálsfrakkanum.
Þeir höfðu verið tveir einir
í klefanum frá því lagt var af
stað. í Wakefield hafði kona
nokkur í rennblautri plastkápu
opnað dyrnar sem snöggvast og
starað inn um gættina, f gráa
reykj arsvæluna. Þegar hún
hafði hvarflað augum af Quinn
á mann þann er sat í klefahorn
inu gegnt honum, kreppti fing
urna að hankanum á töskunni
sinni og hörfaði aftur á bak
fram á ganginn. Og án þess
að líta aftur á Quinn, mælti
hún aumkunnarlega, „Fyrir
gefið . . . ég hélt að þetta væri
ekki reykingaklefi.. . viljið þér
gera mér þann greiða að loka
dyrunum . . .“
Quinn svaraði, „Sjálfstagt“.
Ekkf tók hann hendurnar úr
buxnavösunum, brosti til henn
ar á meðan hún var að tosa tösk
unni út úr dyragættinni. Þá
sparn hann hæli í hurðina svo
hún féll að stöfum en konan
hélt áfram lengra eftlr gangin
um og hvarf sjónum.
Þegar Quinn gat ekki lengur
séð bláu plastkájpuna sveiflast
um á ganginum leit hann bros
andi'á manninn í víða frakkan
um. „Annað hvort veitti hún
því ekki athygli að hvergi stóð
að reykingar væru bannaðar11,
mælti hann, „eða — og það
var eins og hann væri að tala
við sjálfan sig, ,,eða hún hirti
ekki um að blanda geði við okk
ur. Þetta hafa þær upp úr þess
um vikublaðalestri, sem ala
upp r miðaldra kvenfólki oftrú
á kynþokka sínum. En það vill
nú svo til að ég tek bjórinn
fram yfir flest annað“.
Það vottaði fyrir fjarrænu
brosi um varir mannsins í vað
málsfrakkanum, en annars
breytti hann ekki svip. Virtist
helzt hnipra sig enn meira sam
an f horninu og draga andlitið
enn betur í skjól virkisveggja
hins uppbretta frakkakraga, en
að öðru leyti var það f skugga
undir breiðum og slútandi hatt
börðunum og hendurnar gróf
hann djúpt í frakkavasana. Og
hvað svo sem honum fannst um
þessa tilraun Quinns í því skyni
að koma af stað samtali, þá létu
augu hans ekkert uppskátt um
það.
Hann var móeygður, augun
hvimandi og snör og brá fyrir
andúðarglampa í þeim hverju
sinnf. er einhver staðnæmdist
útf fyrir klefadyrunum. Quinn
þótti jafnvel sem þessi andúð
jaðraði við ótta. Og óneitan-
lega minnti það líka á ótta hve
vandlega hann gætti skjalatösk
unnar undir krejpptum armi
sér.
Slyddan slettist á klefarúð-
urnar og vindurinn hvein f túð
unum en lestin klauf myrkrið
geislafleigum sínum. Hrynj-
andi bundinn gnýr hjólanna
við brautarteinana blandaðist
þyt gufunnar og dyn eimreiðar
innar. Hitann lagði upp undan
sætunum og myndaðf úðar.
straum á rúðunum.
Enn s'eig höfgi á Quinn. Loft
ið inn í klefanum var heitt og
þungt og illmögúlegt að halda
sér vakandi. í hvert skipti sem
hann opnaði augun seig aftur
á hann þessi værð bæði fyrir
mjúka vagghreyfingu lestar
klefans og hitasvækjuna. En
þótt hann væri ýmist á valdi
svefns eða vöku fann hann að
hann hafði stöðugt gát á ná-
unganum með skjálatöskuna.
Þetta var ósköp venjuleg
skjalataska. Hornin snjáð, hank
inn slitnúinn, spanskgræna á
látúnslásnum, gamlar rispur á
leðrinu. Fangamark var letrað
svörtum stöfum fyrir neðan lás
. spéldið en ermi náungans huldi
það að mestu. Seinni stafurinn
var svipaður „B“-i og sá fyrri
virtist geta verið „R“ eða
„P“ . . . nei, öllu svipaðri
„R“-i . . . Já þeir voru víst
margir sem áttu R. B að fangá
marki.
Blístra eimreiðarinnar vari
þeytt og Quinn glaðvaknaði.
Hann var orðinn stífur í hálsi,
verkjaði í hnén og það var eitt
hvert óbragð í munni hans.
Hann teygði ur sér og kveikti
sér í enn einum vindlingi. Sat
síðan með spenntar greipar og
starði dálítið utan við sig á
manninn í vaðmálsfrakkanum.
Hann var ekki að neinu leyti
óvenjulegri en skjalataskan,
Bjaxtur á hörund. með ljóst
hár, meðalmaður á vöxt. Leit
út fyrir að vera rösklega þrí-
tugur, þunnleitur, nauðrakað-
ur, þreytudrættir um munninn.
Ósköp venjulegur, ungur mað
ur, þreyttur á sliku ferðalagi' og
vildi gjarna komast sem fyrst
heim.
Svo. virtist það vera. Það gat
verið fyrir óþolinmæði að lion
um vai’ð svo oft litið á :úr
sitt. En hann átti einnig við
áhyggjur að stríða, það leyndi
sér ekki. Og áhyggjur hans
þyngdust að sama skajpi og tím
inn leið og lestin nálgaðist á-
kvörðunarstað. Drættirnir við
munninn dýpkuðu og svipur,
hans var þrunginn hugstríði og
eirðarleysi. Eitt sinn þegar
augu þeirra mættust, vætti
hann varirnar eins og hann
væri að þvf kominn að taka til
máls. En svo hætti hann við
það og leit undan. Og eftir það
virtist hann gilda einu hvað
tímanum leið, því hann leit
aldrei á úr sitt.
Peterborough .... Stormur
og myrkur . . Stöðvaxþjónar
Mæddir gl|’jáandi hlífðar’bux-
um. . . Farþegar á hlaupilm
fram hjá gluggunum . . . rödd,
sem hrópaði „Næsti áfangastað
ur King Cross — Lundúnum“.
Og stormurinn hreif orðin með
sér og bar þau út í myrkrið.:
Hurðir skullu að stöfum, það
fóru kippir um lestina, hjólin
skrikuðu á teinunum áður en
þau náðu viðspyrnu. Ljós bg
skuggar, andlit og umhverfi á
brautarpallinum úti fyrir rann
saman í móðu. Og stormurinn
og slyddan beið lestarinnar úti
fyrir stöðinni.
Undan signum hvörmum
veitti Quinn því athygli
hvernig öskustúfurinn á
vindlingi hans smálengdist,
bognaði og féll loks nið-
ur á óhreinan og votan regn-
frakkabarminn. Þegar stúfur-
inn var orðinn svo stuttur að
við sjálft lá að eldurinn
FÍLIPPUS
OG GAMLI
TURNINN
„Ég verð að ná í hornið, svo
að fallbrúin sígi niður,“ hugs-
aði Filippus með sér og klifraði
upp staurinn. Andartaki síðar
hreyfðist brúin, og Fiiippusi
varð svo hverff við, að hann
hrópaði á hjálp. Hann horfði nið
ur í vatnið í skurðinum og á-
kvað að hætta á að fleygja sér
í það. Vatnið var ískait og Fil-
ippus skalf, þegar hann skreið
upp úrþví. Til allrar óhamingju
hafði hávaðinn heyrzt, svo áð
Filippus varð að fela sig í
snatri. j