Morgunblaðið - 15.08.1940, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.08.1940, Qupperneq 2
2 MORGUNELAÐIÐ Fimtudagur 15. ágúst 1940. Hafa fallhlífarhermenn lejit í Englanði? Lögregla, herlið og landvarnaliöið leitar að fallhlffarhermönnum Nokkað lál á lofl. bardðgum i gær ÞAÐ YAR KUNNGERT í Bretlandi í gær, að á nokkrum stöðum í Mið-Englandi og í Skot- landi hafi fundist allmargar þýskar fallhlíf- ar og því sje hugsanlegt, að þýskir fallhlífarhermenn hafi Ient á þessum stöðum. Seint í gærkvöldi var ekki búið að hafa upp á nein- um fallhlífarhermönnum og öryggismálaráðuneytið breska sagði, að engar sannanir væru fyrir hendi, sem bentu til þess, að fallhlífarhermenn hefðu lent á enskri grund. HERBRAGÐ ÞJÓÐVERJA? 1 tilkynningunni er sagt á þá leið, að hugsanlegt sje, að þessum fallhlífum hafi verið varpað niður í-iþeim tilgangi, að koma á stað sögum um að þýskir fallhlífarhermenn hafi lent í Englandi og skapa með því ringulreið og ótta meðal almennings. Lögreglulið, herlið og menn úr landvarnaliðinu hafa verið sendir út á þeim stöðum, þar sem fallhlíf- arnar fundust, til að leita að fallhlífarhermönnum. Einn þýskur hermaður var handtekinn í gær í skógi einum á Suður-Englandi, en það var flugmaður, sem hafði bjargast í fallhlíf, er flugvjel hans var skotin niður daginn áður í loft- orustu. Það er nú orðin skoðun margra manná í Englandi að Þjóðverjar sjeu þegar byrjaðir á fyrsta þætti. innrásarinnar í England og m. a. Ijet Anthony Eden orð falla í þá átt í ræðu, sem hann flutti í útvarp til Ameríku í gærkvöldi. TROMPIN Á HENDI ÞJÓÐVERJA Þjóðverjar reyna heldur ekki til að draga neitt úr þessari skoðun og í gær var svo frá skýrt í útvarpi frá Berlín, að Þjóðvérjar hefðu enn ekki spil- að út’SÍnum bestu spilum í þess- ari styrjöld. VEÐUR HAMLAR LOFTORUSTUM í fyrsta skifti í gærmorgun síðan um helgi, komu þýskar flugvjelar ekki strax í dögun yfir til Englands. Þær Ijetu bíða eftir sjer þar til eftir hádegi. Þetta er skýrt þannig í Ber- lín að slæm flugskilyrði hafi hamlað, enda var minna um loftbardaga yfir Englandi í gær en fyrri daga vikunnar. FLUGVJELA- TJÓNIÐ Breska flotamálaráðuneytið tilkynti í gærkvöldi, að í loft- orustu í gær, hafi alls 20 þýsk- ar flugvjelar verið skotnar nið- ur, þar af 3 með loftvarnabyss- um. Sjálfir segjast Bretar hafa mist 4 flugvjelar, en einn flug- mannáffiia hefði bjargast. Þjóðverjar segjast hafa skot- ið niður 22 breskar flugvjelar irtfti yfir Englandi í gær og sjálfií mist fimm. Þýsku flugvjelarnar gerðu loftárásir á svipuðum stöðum á suðurströndirjni, í gær, og hina fyrri daga vikunnar. Bretar viðurkenna, að sprengj- FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU Albaninn sem var myrtur, var morðingi og (jjófur (,s2Sr) ¥talir halda áfram árásum sín- *■ un> á Grikki, en nú hefir ásökunum ítala verið svarað í grískum blööum. Grikkir segja, að ekki sje neinnJtíÉLU* fyrir því, að Alban- inn, áém mýrtur var, hafi verii? drepinn vegna stjórnmála. Þessi mápur hafi heldur ekki verið nein albönsk sjálfstæðis- hetja, heldur mórðiligi og þjóf- ur, sem tveir Albanir hafi drep- ið vegna glæpa hans. Grísku blöðin segja, að maður þessi hafi tvívegis verið dæmdur fyrir morð og oft fyrir hesta- og naugripaþjófnaði. Einu sinni hafi hann verið dæmdur fyrir ofbeldi og morðtilraun. Grisku blöðin vísa á bug öjI- um ásökun Itala og telja morð- ið á morðingjanum og þjófnum ljelegt skálkaskjól til að sprlla sambúð Grikklands og Ítalíu. » Oeirðir 6 Danmörku og Tjekko- slóvakiu 8 menn handteknir í Kaupmannahöín FRÁ DANMÖRKU bárust fregnir í gær um ó- eirðir, sem áttu sjer stað í Kaupmannahöfn 3. ágúst síðastliðinn. 8 ungir Danir hafa verið handteknir. Eftir því, sem næst verður komist um óeirðirnar, urðu þær á milli Dana og þýskra hermanna. Þeir 8 Danir, sem handteknir hafa verið, hafa allir verið dæmdir og voru þeir dæmdir í alt að tveggja ára fangelsi. Hinum ákærðu var meðal anpftrs gefið að sök, að þeir hefðu klippt í sundur hersímalínur þýska hersinl; og reynt að koma á stað óeirðum og trufla þýska Jjermenn í starfi þeirra. iv Dómsmálaráðherrann danski hefir í ávarpi til dönsku þjóð- arinnar hvatt almenning til þess að sýna hinum þýsku hermönn- um ekki neinn mótþróa og fotðást allar erjur y.ið þá,, þar sem slíkt gæti leitt til alvarlegra atburða. Til oryggis sjómönnum: Nýjar upptinniBgar Bresk skip og skip í þjón-i ustu Breta, hafa nú fengið tvö ný áhöld, sem auka mjög á öryggi sjó- manna, sem sigla á skipum þessum. Eru þetta nýjar uppfinn- ingar sem búið er að reyna og verða nú sett í öll skip. Annað er dufl, sem á sjálfvirkan hátt losnar við skipið, ef það sekkur og flýt- ur í sjónum. Lýsir duflið með rauðu og hvítu ljósi sem sjest all-langa leið. Auk þess er komið fyrir á dufltoppnum merkjaljósum, er senda út stanslaust langan tíma alþjóðaneyðarmerkið S. O. S. Hitt öryggisáhaldið er fleki, sem festur er á þilfar skipa með slíkum útbúnaði, að hægt er að losa flekann með því að spyrna fæti á á- kveðinn stað og rennur þá flekinn út á sjó. Flandin eftirmaður Petains ? TT'regnir frá Frakklandi herma, að búast megi við stjórnarskiftum í Frakklandi mjög bráðlega, og er Flandin fyrverandi ráðherra nefndur sem eftirmaður Petains. Á því er ekki nokkur vafi, að öngþveiti ríkir mikið í þeim hluta Frakklands, sem ekki er á valdi Þjóðverja og takist stjórninni ekki að leysa úr mestu vandamálimum á næstunni, er stjómarbreyting talin óhjákvæmileg. ★ Pierre Etienne Flandin er 51 árs að aldri. Hann hefir verið formaður vinstri lýð- veldisflokksins um alllangt skeið. Hann kom á þing 1914 og varð verslunarmálaráð- herra 1924, í ráðuneyti Mar- sals og aftur í ráðuUeyti Tar- dieu 1929—’30, fjármálaráð- herra var hann einnig nm skeið. Flandin var forsætisráð- herra 1935 og utanríkismála- ráðherra frá janúar til júní 1936. Hann hefir gegnt öðr- um ráðherraembættum stutt- an tíma. íDómsmálaráðherrann hvatti einnig foreldra til að gæta vel barna sinna. ÓEIRÐIR f PRAG. Til nokkurra óeirða kom í Tjekkóslövakíu í gær. Hópur tjekkneskra fasista var á göngu á götu einni í Prag, er gerður var áÖsúgur að þeim. S. S. og S. Á. sveitír voru hvattar á vettvang og l'eriti þá í rysking- um milli Tjekka og hersveit- annaa. Haeha forsetí fekk hin þýsku yfirvöld til þess að kalla þýsku stormsveitirnar til baka og þá fyrst var hægt að koma á ró og reglu aftur. Fjölda handtökur hafa farið fram að því er hermt er í fregn frá London. ÆFILANGT FANGELSI FYRIR SLÚÐUR Dómsmálaráðherra Þýska- lands hefir látið svo um mælt, að vegna ófriðarins hefðu og myndu gilda ,,járnlög“ i Þýska- landi. Fyrir alla glæpi, sem framdir væru, yrði hegnt með þyngstu refsingum. — Alt að dauðahegning liggur við að safna að sjer matvælum. í»ýskur maður var dæmdur í æfilangt fangelsi fyrir að hann hafði borið út slúðursögur. Síðar ljest þessi maður í fang- elsinu og gaf Gestapo-lögreglan þá skýringu að hann hefði verið skotinn, er hátin var að gera tilraun til að flýja úr fangels- inu. Flogið yflr Sviss til loftárása á Norður-ltalfu Svissneska frjettastofan skýr- ir frá því, að í fyrrinótt um miðnætti hafi ókunnar flugvjel- ar flogið yfir svissneskt land og haldið í suðurátt. Um klukku- stund síðar komu flugvjelarn- ar aftur og flugu þá í norður. Breska flugmálaráðuneytið skýrir frá því, að í fyrrinótt hafi breskar sprengjuflugvjelar gert loftárásir á ítölsku bíla- og flugvjelaverksmiðjurnar Ca- prioni í Milano og Fiat verk- smiðjurnar í Torino á Norður- ftalíu og valdið miklu tjóni. Flugvjelarnar flugu frá bækistöðvum sínum í Englandi, segir í tilkynningunni, og flugu þæ'r yfir Alpafjöll. Allar komu heim heilu og höldnu nema ein, sem nauð- lenti skamt frá ensku strönd- inni. Áhöfn hennar bjargaðist. Þetta er í annað sinn, sem breskar flugvjelar fara í leið- angur til sömu stöðva í Norður- Ítalíu. Fyrra skiftið var nóttina eftir að ítaiir fóru í stríðið, 11. júní. Sala á rjóma bönnuð í Englandi Ti/T atvælaráðuneytið breska tilkynti í gær, að sala á rjóma yrði bönnuð í Englandi frá 1. október. Þetta bann gildir ekki aðeins um fljótandi rjóma, heldur einnig þeyttan rjóma eða mat- reiddan á annan hátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.