Morgunblaðið - 17.08.1940, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 17. ágúst 1940.
6
Knud Zímsen
Landsbankinn
TRJLUBL. AF ÞRIÐJTJ SÍÐU.
FRAMH. AF. FIMTU SÉÐU.
fjeð, fekk lán í Veðdeildinni. En
þýska firmað bygði og rak stoð-
ina á eigin ábyrgð og átti sjálft
að greiða hallann sem kynni að
verða á rekstrinum, en mátti síð-
an vinna upp tapið er betur gengi.
Tap varð fyrstu árin, og Þjóð
verjarnir borguðu.
Bærinn hafði rjett til að taka
stöðina í sínar hendur er hann
vildi, gegn því að greiða þá hall-
ann sem orðið hefði. Árið 1916
gat þýska firmað ekki lengur út-
vegað kol til stöðvarinnar. Þá tók
bærinn við stöðinni. Siðan varð
hún arðberandi fyrirtæki.
Langur aðdragandi.
— Hvenær var bvrjað að undir
búa hafnargerðina ?
— Að henni var mjög langur
aðdragandi. En það var sumarið
1906, að komist varð að niður-
stöðu um hvernig höfnin skyldi
verða og á þeirri niðurstöðu bygt
Var fenginn hingað norskuv
hafnarverkfræðingur, Schinidt að
nafni. Hann mældi upp höfnina
og lagði til hvernig verkinu
skyldi haga, bygðir garðarnir
þrír o. s. frv.
Á borgarstjóraárum Páls Ein-
arssonar var hafist handa um fjár-
útvegun til verksins. Páll sigldi í
þeim erindum. Hann hafði haft
nokkuð langa viðdvöl í Höfn og
var Jítið útlit fyrir að fjárútveg-
un tækist. Þetta mun hafa verið
1910. Sagan segir að Friðrik kon-
ungur VIII. hafi þá gert GUick-
stad bankastjóra orð um það, að
hann kynni ekki við, að borgar-
stjóri Reykjavíkur færi erindis-
levsu í ferð þessa. Ekki veit, jeg
sönnur á þessu. En Páll fekk'lán-
ið. Áætlunarupphæðin var kr.
1.200.000.00. Ríkissjóður lagði
fram kr. 400.000.00. Monberg
bygði í ákvæðisvinnu, sem kunn-
ugt er, Og ekki fór hann fram á
að fá viðbótargreiðslu fyrir verk
sitt þó verkið lentj að nokkru
leyti á styrjaldartíma.
Fvrst var áformað að láta sjer
nægja brvggju út í höfnina, þar
sem gamli hafnarbakkinn er. Við
Sveinn Björnsson gengumst fyrir
því, að þessu var brevtt og sett
uppfylling í staðinn. Bakkinn með
nppfyllingunni mátti ekki kosta-
mikið meira en bryggjan. Og því
varð maður að láta sjer nægja
bráðabirgða bólvirki, sem átti að
endast í 15 ár og nú er löngu
endurnýjað.
En það hefir sýnt sig, að gróði
hafnarinnar hefir að miklu leyti
bygst á leigum af lóðum uppfyll-
inganna.
Strax eftir að jeg varð borgar-
stjórí var byrjað á því að undir-
búa rafm^gnsmálið. Það yrði langt.
mál ef skýra ætti frá því ollu.
Sumarið 1916 kom hingað norsk-
ur verkfræðingur, er lagði til að
rafstöðin vrði bygð uppi við
Veiðimannahús. Þar hefði þurft
háa stíflu, og þótti ekki árenni-
legt, því óvíst var hve hraunbotn
ánna var tryggur ef djúpt vatns-
lón yrði sett þar og hár garður.
Þá lagði Jón Þorláksson til að
stöðin yrði bygð þar sem hún er.
Vom P. Smith og Guðm. Hlíðdal
í ráðum með honu.m. Átti að
byrja á verkinu 1918, og fje
fengið til þess. En þá tókst sósíal-
‘istunum í bæjarstjórn að tefja
máJið með því að heimta að farið
væri að hugsa um Sogsvirkjun.
sem, var hrein vitleysa á þeim ár-
um, bærinn of fólksfár til að rísa
undir því.
Stöðin komst upp 1921 og varð
dýr, m. a. vegna þeirrar tafar.
Skyldi hún rekin á þann hátt, að
hún borgaði hálfan stofnkostnað
á 10 árum. l*ví tækist það gat
hún ekki staðið í vegi fyrir stærri
framkvæmdum. Arðsemi Elliðaár-
virkjunar reyndist meiri' en ráð
var fyrir gert. En hún þótti brátt
of lítil og var stækkuð nokkuð.
Það var mín skoðun að næsta
stórmál ætti að vera Hitaveitan,
en ekki Sogsvirkjunin, og varð
gerð áætlun um hitaveitu frá
Reykjum 1927, en áður hafði ver-
ið borað hjer við Þvottalaugarnar.
Þá var álitið að meira heitt vatn
væri ofanjarðar á Reykjum, en
það reyndist vera. Árið sem jeg
ljet af borgarstjórastörfum var
jeg byrjaður að semja við eigend-
ur Reykja um vatnsrjettindin þar.
En áherslan var lögð á Sogið,
og það er út af fyrir sig gott. En
jeg get aldrei ho'rfið frá því, að
Hitaveitan hefði átt að koma á
undan,
En það kom flokkapólitík í
Sogsmálið eins og svo margt ann-
að. ,
— Hvað var einna erfiðast eða
leiðast viðfangs í borgarstjóra-
starf inu ?
:— Það voru flokkadrættirnir.
Að menn gátu ekki lengur í bróð-
erni rætt um velferðarmál bæj-
arins. Það gerðu menn hjer áður
og kom eklp til greina hvaða
flokki þeir xylgdu í landsmálum.
Þá voru bæjarmálin utan . við
landspqlitíkina.
Og svo var það. hve ráðin voru
altaf meira og meira tekin af bæj
arstjórninni og dregin inn á vald
svið landsstjórnarinnar, svo bæj-
arstjórn varð minna og minna ráð
andj um bæjarins málefni.
En nú er langt síðan jeg stóð í
því stímabraki — 8 ár — og þó
finst mjer þett,a ekki nema örstutt.
Það var sú tíð, að andstæðingar
mínir kölluðu Austurvöll „túnið í
Knútskoti". Mjer fjell það ekk-
ert illa, og minnist þess nú með
ánægju. En ef þú skrifar eitthvað
niður af því, sem við höfum talað
saman, þá er best að láta mín sem
minst getið. .Teg vil helst engan há-
vaða hafa um mig.
— Ekki einu sinni á afmælis-
daginn ?
— Nei. Það hefi jeg haft fvr-
ir fasta reglu — á afmælisdaginn
fer jeg altaf eitthvað út í busk-
ann. Þeir kunningjar mínir, sem
vilja hitta mig að máli, nota æfin-
■lega einhverja aðra daga til þess.
V. St.
688 heiðursmerkjum var útbýtr
í enska, hernum í gær, og voru
meðal þeirra, sem heiðursmerki
fengu, alt frá óbreyttum hermönn
’um upp í flotaforingja. Flestir
þessara manna höfðu tekið þátt í
undanhaldinu frá Flandern. Einn
sjóliðsforingi fjekk Victoríukross
(æðsta heiðursmerki Breta) fyrir
/vasklega framgöngu í Noregi.
Hernaðarleg þýð-
ing íslands og
Grænlands
FRAMH. AF FJÖRÐU SÍÐU,
orustuflugvjelar geti flogið 500
—600 mílur fram og til baka og
sprengjuflugvjelar 900—1000
mílur.
★
Það eru flugvellir bæði á Is-
landi og Shetlandseyjum og það
er skoðun breskra flugmanna,
að þýskum sjóflugvjelum myndi
reynast erfitt að gera árásir á
Island.
En þar sem Hitler hugsar lít-
ið um manntjón, eins og sýnt
var í orustunum á vesturvíg-
stöðvunum, gæti hugsast að
hann frestaði að gera innrás á
eyjarnar, án þess að kæra sig
um hvað slík tilraun kostaði í
mannslífum.
Ræða hermálaráðh. Banda-
ríkjanna nýlega, þar sem hann
sagði fulltrúadeildinni, að
Bandaríkjastjórn hefði auga
með hreyfingu Þjóðverja og að
hún iskyldi til fulls þá áhættu,
sem Bandaríkjunum væri búin,
ef Þjóðverjar næðu fótfestu á
Grænlandi.
Slíkt yrði, sagði hermálaráð-
herrann skoðað sem bein hótun
um árás af hendi Hitlers.
Italir og Grikkir
FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU.
ernisminnihlutans utan landa-
mæranna. Til þess að fyrir-
byggja, að Grikkir ljetu hót-
anir Italíu eins og vind uni
eyrun þjóta, hefir ítalskur kaf-
bátur nú verið sendur til að
sökkva grísku beitiskipi fyrir-
varalaust. í því sambandi er
rjett að geta þess til gamans,
að ítölsku blöðin ásökuðu Breta
um ódrengskap í sambandi við
flotaviðureignina við Oran.
Ýmislegt bendir til þess, að
ítalir ætli að afsaka sig með
því, að kafbáturinn muni hafa
vilst á hinu gríska skipi og
haldið það vera breskt. En því
er til að. svara, að hið gríska
skip er svo sjerkennilegt, að það
á engan sinn líka í breska flot-
anum, og í öðru lagi var skip-
ið fánum skreytt í tilefni af
hátíðahöldum, sem fram fóru
á eyyn Tinos. Loks hefði það
verið skýlaust hlutleysisbrot, þó
um breskt skip hefði verið að
ræða, að sökkva þí innan grískr
ar landhelgi.
Það er erfitt að geta sjer
til um ástæðurnar fyrir slíkum
fantaskap. Þær koma að minsta
kosti illa heim við ,,friðarstarf-
semi“ hinS mÖndulaðilans í Balk
anlöndunum. En hver sem á-
stæðan er, þá sýnir þessi aU
burður Grikkjum, Tyrkjum og
fleiri Miðjarðarhafslöndum,
hvers þau mega vænta, þegar
Ítalía er orðin hæstráðandi í
Miðjarðarhafi.
öðrum Evrópuríkjum gefur
þessi atburður þægilegan for-
smekk að því ,,framtíðarríki“,
sem möndulveldin ætla sjer að
grundvalla — ef þau geta“.
efri hæðar 82 fermetrar, en bygg-
ingin er tvær hæðir og kjallari.
IJppbygging hússins var að ýmsu
leyti hin vandasamasta, og má
t. d. geta þess, að sjávar gætir
2 metra ofar neðsta gólfi, þegar
stórstreymt er, og meðan steypt-
ar voru súlur, hvíldi norðurhlið
bankahússins og suðurhlið Ing-
ólfshvols á bráðabirgðatrjesúlura.
Styrkleiki súlna og veggja er mið
aður við það, að hægt verði að
hækka bygginguna um tvær hæð-
ir, og er þá ætlunin, að Ingólfs-
hvoll verði rifinn, en byggingin
nái þá yfir um horn Pósthússtræt-
is og Ilafnarstrætis.
Mestan hluta kjallarans taka
aðalfjehirsla og verðbrjefa-
geymsla bankans og nauðsynleg
herbergi í sambandi við þær. Þar
er og herbergi fyrir seðlagrein-
ingu og eyðingu seðla, sem tekn-
ir hafa verið úr umferð.
Á fyrstu hæð er viðaukinn við
afgreiðslusal, sjerstök herbergi
fyrir endurskoðun og skrifstofu-
stjóra auk eldtraustrar geymslu
og snyrtiherbergja. Stærð eldri
.salar er um það þil 253 fermætr-
ar, en hins nýja 260 fermetrar,
og er því afgreiðslusalur bank-
ans nú samtals, 513 fermetrar.
Afgreiðslurými við disk eldri
hlutans er um það bil 18.5 metr-
ar, en við breytinguna eykst það
um 38.5 metra og er því m'i sam-
tals 57 metrar.
Innanlmssmunir og diskur eru
gerðir úr celluloselakkbornu
ahorni. í disknum er komið fyrir
spjaldskrám og því um líku til
notkunar við afgreiðslu. f af-
greiðslusal eru bólstruð húsgögn,
klædd íslensku sauðskinni, til af-
nota fyrir viðskiftamenn, en skrif-
borðsstólar eru klæddir íslensk-
um vefnaði.
Upphitun er með þeim hætti,
að dælt er inn hreinsuðu, hæfi-
lega heitu og röku lofti, en ó-
hreint loft er sogað út við fóta-
lista. Hvort nægilega heitt er í
sölum og skrifstofum, má sjá á
þar til gerðum mælum (Permos-
tat) í sjálfu ketilrúminu.
Raflýsing salarins er óbein (in
direkte) og blandað saman
kvikasilfur- og dekalominperum,
til þess að birtan verði sem lík-
ust dagsbirtu. Sjerstakir rafgeyæ
ar eru í kjallara fyrir bókhalds-
vjelar og varalýsingu, ef raf-
kerfi bæjarins bilar um stund.
Á efri hæð eru 6 skrifstofuher-
bergi auk snyrtiherbergja og þess
Jráttar.
Verkstjóri við bygginguna var
Jón Bergsteinsson múrarameistari,
en fyrir smíði innanstokksmuna
$tóðu Jónas Sólmundsson og Guð-
mundur Breiðdal. Bólstrun annað-
isf Helgi Sigurðsson, en frú Erna
(Ryel hefir ofið klæði á skrifborðs-
stólana. Málningu annaðist Helgi
Guðmundsson.
•Tárnteikningar gerðu Geir Zo
ega og Gústaf E. Pálsson; hita-
Jagnir teiknaði Benedikt Gröndal,
en útfærslu annaðist firma.ð Á.
Einarsson & Funk; raflagnir teikn
íiði .Takob Guðjohnsen, en verkið
tók að sjer Júlíus Björnsson.
Við smíðj úr málmum hafa unu-
dð Vjelsmiðjan Hjeðinn, Stálhús-
gögn h.f., Björn Eiríksson og
Tryggvi Árnason á verkstæði Eg-
ils Vilhjálmssonar.
Teikningar hefir gert Gunnlaug-
ur Halldórsson arkitekt, sem og
hefir haft daglegt eftirlit með
öllum framkvæmdum, en aðstoð-
armaður hans við húsgögn var
Skarphjeðinn .Jóhannsson, hús-
gagnateiknari. v
Nú þegar byggingunni er lok-
ið og stærð afgreiðslusalarins
hefir verið tvöfölduð, vonar bank
inn, að hann geti veitt viðskifta-
mönnum sínum greiða og góða af-
greiðslu, og þegar geymsludeildin
er komin í fult lag, væntir hann.
að geta enn betur fullnægt þörf-
um viðskiftamanna sinna.
★
Er gestir höfðu skoðað hin nýju
liúsakynni bankans og þegið veit-
ingar, sem framreiddar voru í hin
um nýja afgreiðslusal, kvaddi
fjármálaráðherra, Jakob Möller
sjer hljóðs og mælti á þessa leið:
Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar
óska jeg Landsbankanum, til ham-
ingju með hina nýju byggingu.
Jeg vil láta í Ijósi þá ósk, að
banldnn megi halda áfram að
dafna, þróast og vaxa, eins og
hann hefir gert á undanförnum
árifm og lýst var í ræðu Georgs
Ólafssonar bankastjóra, er hann
gat þess, að viðskiftin hefðu
sprengt húsnæði baukans. Þetta
eru merki athafnalífs og gróanda
í þjóðlífi íslendinga. Jeg vona, að
þannig verði það í framtíðinni.
Jeg vil að lokum óska starfs-
mönnum bankans til hamingju
með hin bættu vinnuskilyrði og
vona, að þau auki ánægju þeirra
og gleði við starfið.
★
Hinn nýi afgreiðslusalur setur
alveg nýjan svip á bankann inni.
Salurinn er mjög rúmgóður. Á
■raiðju gólfi, utanborðs, er stór,
tvöfaldur „sófi“, klæddur íslenskn
sauðskinni. Þar er og borð, handa
viðskiftamönnum að skrifa við.
í einu horninu er lítið kringlótt
borð og á því uppdráttur af
Reykjavík, sem sýnir helstu bvgg
ingar bæjarins og skemtistaði
■(íþróttavelli, golfvöll, baðstaði o.
s. frv.). Þessi uppdráttur er til
•leiðbeininga fyrir erl. ferðamonn
(Turista). Þar er og fyrir innan
borð stúka, sem notuð verður til
að skifta erl. peningum.
Það er unun að koma inn í
þenna nýja afgreiðslusal og sjá
hve alt er þar haganlega fyrir-
komið. Allur frágangur ber vott
um listfengi og smekkvísi arki-
tektsins, Gunnlaugs Halldórsson-
ar, sem gerði teikningar og hafði
umsjón með daglegum fram-
kvæmdum, verksins. Hitt er lílta
■ánægjulegt, að sjá handbragðið
iá öllu, sem1 inni er, diskum,
borðum, skúffum, stólum, skrif-
borðum o. s. frv., en alt er
þetta, smíðað af íslenskum mönn-
úm'. Þeir sýna hjer í verki, að
þeir eru starfi sínu vaxnir.
Á íþróttamóti, sem fram fór í
Helsingfors í gær, náðist besti 4-
rangur í 2000 metra hlaupi á 5
mín. 29.8 sek. Var það Svíi, sem
sigraði. Annar Svíi stökk á sama
móti 7.18 metra í langstökki.