Morgunblaðið - 17.08.1940, Qupperneq 7
(1 S:h--
Laugardagur 17. ágúst 1940.
7
flnuiuiimiiiiiiiiiu iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini
I
Hernaðar-
í tfllkyoningar I
UHKIIIlllllllllllllllll 11111111111111111111111111
Þýska herstjórnin tilkynnir;
iklar loftorustur voru
gerðar í fyrradag og í
fyrrinótt á hafnir, flugvelli,
vopnasmiðjur, loftvarnabelgi og
skotvirki á ýmsum stöðum Bret-
lands.
í loftorustu, sem varð yfir
Bretlandi, skaut þýskur flug-
maður niður tuttugustu ensku
flugvjeJina.Haldið var áfram að
varpa út úr flugvjelum tundur-
duflum fyrir framan breskar
hafnir.
Loftárásir Breta á staði í
Vestur-Þýskalandi’ ollu ekki
teljandi. tjóni.
Bretar mistu í gær, að minsta
kosti 143 flugvjelar, og voru
106 þeirra skotnar niður í loft-
orustum, en hinar með loft-
varnabyssum eða eyðilagðar á
jörðu. Auk þess voru skotnar
niður um 20 breskir loftvarna-
belgir. 32 þýskra flugvjela er
saknað.
Kafbátur hefir sökt tveimur
kaupskipum andstæðinganna,
samtals 14,000 smálestum. —
Nokkrir þýskir tundurduflaleit-
arbátar skutu niður 4 af 10
enskum Spitfireflúgvjelum.
ítalska herstjórnin tilkynnir:
ernaðaraðgerðum er hald-
ið áfram af kappi í
Breska Somalilandi.
Yfir Zeila hefir verið skot-
in niður ensk flugvjel. Loftárás
sem gerð var á Hacatara og
annan bæ Itala í Austur-Afríku,
olli litlu tjóni, og fórust þar 4
menn, en 12 særðust.
I loftárás ítala voru á einum
stað 2 flugvjelar eyðilagðar á
jörðu, en ein skotin niður úr
lofti. Italskar flugvjelar gerðu
loftárás á Malta, skutu niður
breska rlufvjel, en allar komu
heim aftur. I Norður-Afríku
hafa ítalir gert loftárás á járn-
brautarlínuna Fuka-Messa Mat-
ruk.
Breskar flugvjelar hafa enn
flogið yfir Svissog gert sprengju
árásir á tvo ítalska bæi, og biðu
2 menn bana, en 5 særðust, en
annað tjón varð lítið. Ein flug-
vjel var skotin niður með loft-
varnabyssum, og voru þeir af
áhöfninni, sem af komust, tekn-
ir höndum.
Siglingin til
Reykjavfkur
Girðingin er í
hafnarmynninu
Vegna þess ,að sjófarendur
hafa verið í vafa um hvern-
ig skilja ætti tilkynningu ríkis
stjórnarinnar um siglingahættú
hjer við Reykjavík, hefir. Morg-
unblaðið aflað sjer eftirfarandí
upplýsinga.
iGirðingin (hooms) er í hafnar-
mynninu. Merkin, sem gefin verða
þegar girðingin er lokuð, verý>
á hafnarhausnum. Merkir «c«..
A degi: Tvær svartar kv .u:. Á
nóttu: Hvítt, rautt og hvíti Ijós,
þráðbeint hvert upp af öðru.
Engin hindrun er á siglingu
inn eða út í höfn, nema lokun-
armerki hafi verið gefin.
Hitt svæðið, frá Seltjarnarnesi
til Akraness, sem merkt var á
uppdrættinum, er ekki hættulegt
til siglinga, en það mun vera hægt
að gera það hættulegt á auga-
bragði. Á þessu svæði er bannað
að leggjast við akkeri eða veiða
með hverskonar botnslæðum.
Alvarlegt ástand
fyrir Breta í
Somalilandi
ILondon var í gær viðurkent
að ástandið væri alvarlegt
fyrir Breta í Somalilandi og vel
gæti svo farið að bresku her-
sveitirnar neyddust til að hörfa
til höfuðborgarinnar Berbera.
Bretar segja að Italir hafi
miklu fleira lið en Bretar og
telja þeir tefli fram að minsta
kosti tveimur herdeildum (di
visions) í sókn sinni í áttina til
Berbera.
Breskar sprengjuflugvjelar
hafa gert árásir á hernaðar-
bækistöðvar Itala og herskip á
Adenflóa hafa haldið uppi skot-
hríð á hersveitir Itala, sem
sækja fram með ströndinni frá
Zeila til Berbera.
Á öðrum vígstöðvum í Afríku
er alt sagt rólegt.
Reykjavik - Akureyri
IHraðferðir alla daga.
BiíreiOastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindórs
Þakpappi
n ý k o m i n n
, 3 þyktir.
J. Þorláhsson & Norðmann.
Bankastræti 11. — Sími 1280.
Loftorusturnar
FRAMH. AF ANNARI Sfi)D
vjelarnar verið hraktar til baka
áður en þær komust inn yfir út-
hverfi borgarinnar, en í seinna
skiftið hefði þeim tekist að
varpa niður sprengjum á út-
hverfi London, án þess að valda
neinu verulegu tjóni. Nokkrir
menn hafi særst og sumir al-
varlega. Nokkur hús hafi orðið
fyrir sprengjum.
FLUGVJELA-
TJÓNIÐ I GÆÞ
Þá viðurk^nna Bretar árásir
á nekk»3> bæi við Thamesár-
myrm* og meðfram Thames, þar
i: raeðál Tilbury.
Seint í gærkvöldi tilkyntu
Bretar aS þeir hefðu skot-
ið niður í gær 70 þýskar
flugvjelar. Sjálfir hefðu
þeir mist 17 flugvjelar, en
af þeim hafi 10 flugmenn
bjargast.
Þjóðverjar telja hinsvegar, að
þeir hafi skotið niður 56 flug-
vjelar fyrir Bretum í 'gær, og
mist sjálfir 15.
LOFTÁRÁSIR
I GÆR
Þýsku flugvjelarnar hófu að-
alárásir sínar á England um
hádegi í gær og hjeldust þær
fram á kvöld, en heldur dró úr
þeim, og um miðnætti var sagt
að með kvöldinu hafi árásirnar
verið með minna móti, móts við
það, sem verið hefir að kvöld-
lagi það sem af er vikunnar.
Bretar hjeldu einnig uppi
loftárásum á Þýskaland, Frakk-
land og Holland og gerðu í gær
morgun aðra loftárás á sömu
staði í Norður-ltalíu og þeir
gerðu aðfaranótt fimtudagsins
síðastliðinn. Einnig gerðu ensk-
ar flugvjelar loftárásir á höfn-
ina í Genúa.
Loftárásir voru gerðar á
Krupps-vopnaverksmiðjurnar í
Essen og aðra hernaðarlega
staði í Vestur-Þýskalandi.
Lundúnafregnir skýra frá því
að fjöldi þýskra flugmanna hafi
í gær bjargað sjer í fallhlífum
og verið teknir til fanga.
Um loftorustnr í fyrradag voru
stöðugt að berast. nýjar fregnir
fram eftir degi í gær, og segj-
ast Bretar hafa skotið niður 169
flugvjelar fyrir Þjóðverjum í
fyrradag, en sjálfir aðens mist
32. ITm árásina á Croydonflng-
völlinn segja Bretar, að enginn
þýskvn: flugmaður hafi sloppið úr
þeirrí árás tíl að segja frjettir af
þeirri viðureign í heimalandi sínu.
ROOSEVELT.
FRAMH. AF ANNARI SÉÐD.
I London er það hinsvegar
viðui’kent, að breska stjórnin
sje reiðubúin til að ræða við
Bandaríkjastjórn um afnot þess-
ara eyja fyrir flugvelli og hern-
aðarbækistöðvar í sambandi við
landvarnamál Vesturheims.
85 ára verður á morgun ekkjan
Kristín Jónsdóttir, Bergþórugötu
15.
85 ára er í dag Signrður Guð-
mundsson, Freyjugötu 3 A.
Herskipa-
tjón Breta
47 skip
BRESKA flotamálaráður.eytið
birti í gær skýrslu ujm: her-
skipatjón Breta frá byrjun styrj-
aldarinnar og bar saman tölur
þær, sem andstæðingar þeirra
hafa gefið upp um tjón breska
flotans.
Þjóðverjar og ítalxr telja sig
hafa sökt 269 breskum kerskip,
en breska flotamálaráðuneytið
segir, að 47 skipum hafi verið
sökt.
Bretar hafa orðið fyrir her-
skipatjóni sem hjer segir það sem
af er styrjöldinni;
Orustuskip og örustubeitiskip
1 af 15, sem þeir áttu í ófriðar-
byrjun. Þjóðverjar og ítalir segja
að þeir bafi sökt 32.
Tveimur af sjö flugvjelamóður-
skipimi. hefir verið -sökt. Þjóð-
verjar cg ítalir segja, að 10 hafi
veríð sökt.
Bretar hafa mist 3 beitiskip af
62, en Þjóðverjar og ítalir segja,
að beitiskipatjónið uemi 83.
Dagbók
Næturlæknir ei- í nótt Kristín
Ólafsdóttir, Ingólfsstræti 14. Sími
2161.
Næturvörður er í Ingólfs Apó-
teki og Laugavegs Apóteki.
Bifreiðastöðin Bifröst, sími 1608
annast næturakstur næstu uótt.
Knattspyrnukappleik frestað.
Margir knattspyrnuunnendur hafa
komið að máli við blaðið útaf því,
hvernig frestun kappleiksins milli
Fram og Vals var auglýst í fyrra
kvöld. Síðdegisblöðin birtu aug-
lýsingar um kappleikinn og tvær
tilkynningar vorn lesnar í útvarp,
ið rjett fyrir kl. 8 um að leikur-1
inn yrði, en svo loks klukkan rúm
lega 8 var auglýst í útvarpínu að
leiknum yrði frestað. Fjöldamarg-
ir, sem ábuga höfðu fyrir leikn-
um, fóru því suður á íþróttavöil ]
í ausandi rigningu og vissu ekki
fyr en þangað kom, að ekkert
yrði af leiknum. Mótanefndin
hefði átt að ákveða í tíma, hvort
leiknum yrði frestað, til þess að
gabba ekki fólk í slæmu veðri
út á Mela.
Útvarpið í dag:
20.00 Frjettir.
20.30 ITpplestur: Sagan af Sjatar
konungi, eftir Þorstein Erlings-
son (Sigurður Skúlason mag.).
API
AVÖXTUM
SLÆM OLÍA STELUR BENSÍNI
frá hreyflinum. Það er eins og að hafa lekan bensín-
geymi. Með Veedol ná stimplarnir fullum krafti,
yentlarnir opnast og lokast liðugt. Veedol myndar
þunna olíuhimnu um alla hreyíanlega hluti mótors-
ins. Þúsundir bifreiðarstjóra um allan heim nota
þessa bestu olíu, sem sparar og er ódýr.
KAUPIÐ VEEDOL, SPARIÐ BENSÍN
EDOL
MOTOR OI L
THE EXTRA MILEAGE MOTOR OIL... DREGUR ÚR BENSÍNEYÐSLD.
Samsæti
Þeir, sem vilja taka þátt í samsæti því, er próf. dr.
Ágústi H. Bjarnason verður haldið fyrir forgöngu há-
skólarektors þriðjudaginn 20. ágúst kl. 7 í Oddfellowhöll-
inni, í tilefni af 65 ára afmæli hans, geta ritað nöfn sín á
lista í skrifstofu háskólans (kl. 10—12) og í skrifstofu
happdrættisins, Vonarstr. 4 (kl. 10—5) í dag og á mánud.
*«i.' -* ■’ V
. V ^
' Á" ’•* ••
Þökknm auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og
jarðarför konu minnar, móður og dóttur
KAROLÍNU guðjónsdóttur thorarensen
Jón Thorarensen og börn.
María Sigurðardóttir. Guðjón Jónsson.