Morgunblaðið - 31.08.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.08.1940, Blaðsíða 3
Laugardagur 31. ágúst 1940. 3 MORGUNBLAÐIÐ Lögreglunni í Reykja- vík verður fjölgað i um 16 menn FjðlgaO verður einnig f Hafnar- firði og ð Akureyri i Ríkið][ber kostnaðinn Norskt fshafs far hertekið og flutt til Reykjavlkur RÍKISSTJÓRNIN hefir ákveðið að fjölga nokk- uð lögregluþjónum í þeim kaupstöðum, sem breska setuliðið hefir aðallega aðsetur. Verð- ur fjölgað hjer í Reykjavík, Hafnarfirði og Akureyri. Hjer í Reykjavík ver'ðnr lögreglunni fjölgað um 16 menn, úr 60 upp í 76. Verða þá sein svarar tveir lögregluþjónar á hvert þús- ujid íbúa í borginni. í ráði er, að hjer í Reykjavík verði tveir kven- lögregliíþjónar. Fjölgun lögreglunnar í Reykja- vík kemur til framkvæmda næstu daga. Þá er einnig ákveðið að fjölga eitthvað lögregluþjónum í Hafn- arfirði og á Akureyri. Bkki mun fullráðið hvort fjölgunin verði þar hlutfallslega hin sama og hjer í Reykjavík, þannig að tveir lögregluþjónar komi á hvert þús- und íbúa. 1 Loks er ákveðið, að hafa einn lögregluþjón á Sauðárkróki, en þar hefir enginn lögregluþjónn verið. Þessi fjölgun lögregluþjóna er gerð eingöngu með tilliti til þess sjerstaka ástands, sem nú ríkir á þessum stöðum. Er því hjer um að ræða bráðabirgðaráðstöfun, sem ríkið ber kostnað af að öllu leyti. Þótti það sanngjarnt, eins og á stendur. Bn þar sem hjer er um að ræða bráðabirgðaráðstöfun, verða liinir nýju lögregluþjónar allir settir í stöðurnar. Verða valdir í stöð- urnar eingöngu menn, sem þektir eru að reglusemi og skyldursékni. Skólarnir rýmdir 21. september Frá ráðuneyti forsætisráð- herra hefir Morgunblaðinu borist svohljóðandi tilkynn- ing: að er ákveðið, að breska setuliðið, sem við komu sína hingað tók til afnota ýms skólahús, t. d. barnaskólana í Reykjavík, rými þaðan fyrir 21. september næstkomandi. — Þó telur setuliðið sjer ekki fært að fara úr húsi mentaskólans í Reykjavík, og komið hefir til mála, að það haldi einu barna- skólahúsi utan Reykjavíkur. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Alt fult í Djúpavík Skipin hætta veiðum Hjá Djúpavíkurverksmiðjunni er nú alt orðið fult og skip in hætta veiðum, jafnóðum og þau koma inn. Þessi skip hafa landað þar síð- ustu tvo sólarhringana: Surprise 1853, Rán 1613, Kári 1725, Garð- ar 2486, Síldin 833, Trvggvi gamli 1773, Alden 669. Tryggvi gamli hafði alls fengið 26621 mál og tn. Búist er við að lokið verði bræðslu í verksmiðjunnj nú eftir helgina.. DAGVERÐAREYRI. í þessari viku hafa landað á Dagverðarejui: Andey 601 mái, Sjöstjarnan 584, Þingey 555, Kristján 937, Aldan 727, Súlan 459. Eru nú allar þrær verksmiðj- unnar fullar. KROSSANES. Til Krossaness komu s.l. mið- vikudag 12 skip með 5000 mál. Alls hefir verið landað þar 77.000 mál. HJALTEYRI. Á Hjalteyri lönduðu í fyrradag Bjarnaey 1032 mál. Ármann 593 mál, Svanur 50 mál. ólafur Bjarnason 1232 og Fjölnir 298 mál. Svíar hjálpa Norðmönnum að hefir orðið að ráði, að Svíar láti í tje nú þegar 600 —700 trjehús, sem reist verði á svæðum þeim í Norður-Noregi, er harðast urðu úti í styrjöldinni. Hingað kom í gær norskt herskip, sem er í þjón- ustu norsku stjórnarinnar í London, með norska íshafs- farið „Veslekari“, sem það hafði tekið hernámi hjá ströndum Austur-Grænlands Þetta norska íshafsfar fór frá Noregi seint í júlímán- uði og var með 10 farþega, sem ætluðu til Austur- Grænlands. Munu þetta að- allega vera norskir veður- fræðingar og menn, sem ætluðu í norskar veiðistöðv- ar á Grænlandi. Vegna þess að skipið kemur frá Noregi, sem er á valdi Þjóð- verja, er með það farið sem her- tekið óvinaskip. Skipsmenn fá ekki að fara í land hjer og held- ur ekki farþegarnir. Norska stjórnin í London á- kveður hvað gert verður við skip- ið og áhöfn þess. „Veslekari“ er frægt íshafsskip, sem oft hefir komið við sögu á undanförnum árum, í sambandi við íshafssiglingar. Ffell fyrir borfl og druknaði C íðastliðinn sunnudag vildi ^ það slys til, að Gunnlaugur Baldvinsson frá Rauðuvík í Ár- skógshreppi fjell fyrir borð af vjelskipinu Gylfa frá Rauðuvík og druknaði. Skipið var að veiðum undan Rauðunúpum, er slysið vildi til. Skipstjórinn, Jóhann Friðfinns- son og hásetar voru í bátunum, en Gunnlaugur, sem var vjelstjóri, var í skipinu ásamt matsveininum, Konráði Þorsteinssyni. Voru þeir báðir á þilfari, en hvor í sínu lagi. Varð Konráð þess alt í einu var, að Gunnlaugur var horfinn, og er hann svipaðist um eftir honum, sá hann Gunnlaug á floti skamt frá skipinu. Reyndi Gunn- laugur að ná til skipsins, en ár- angurslaust. Barst hann síðan frá skipinu og sökk. Talið er, að Gunnlaugur hafi fengið aðsvif og fallið fyrir borð af þeim orsök- um. Hann var maður vel syndur. Gunnlaugur var 26 ára að aldri. Kornvöruskamt urinn aukinn frá 1. október . t Fjekk æðsta heiðursmerki Brettands -- eftir að hann var látinn Æðsta heiðursmerki, sem nokkrum Breta er veitt, er „Victoria Cross“. Maðurinn hjer á myndinni. Harry Nicholls liðþjálfi var sæmdur þessu heiðursmerki eftir að hann' vaf dáinn. Nicholls tók þátt í bardögunum í Flandern. Hann Vár með Brenn-vjelbyssu og eyðilagði þrjú þýsk vjelbyssuhreið- ur. Þó hann væri særður 4 skotum hjelt hann áfram og rjeðist á fótgöngulið óyinanna. Er hann var á leið til stöðvá sinna varð hann fyrir broti úr sprengikúlu og beið bana. AKVEÐIÐ hefir verið að breyta fyrirkomulag- inu á skömtun kornvara, þegar kemur fram á haustið. Breytingin er í því fólgin, að frá 1. október verður úthlutað skömtunarseðlum til 5 mánaða í stað tveggja, sem verið hefir. Einnig verður frá sama tíma, 1. okt. aukinn mánaðarskamtur hvers einstaks af kornvöru úr 5.5 kg. í 6.4 kg. Sykur- og kaffiskamt- urinn verður hinsvegar hinn sami og áður og þeim úthlutað fvrir tvo mánuði í senn. \ Morgunblaðið spurði í gær Sig- trygg Klemensson, forstöðumann skömtunarskrifstofu ríkisins, af hvaða ástæðu gerð væri breyting á skömtun kornvörunnar. Svaraði Sigtryggur því, að þetta væri gert með tilliti til þess, að fólk' gæti gert innkaup nú í haust á kornvöru, sem nægði heimilunum fram eftir vetri> Margir hefðu nokkur peningaráð í haust og væri þá hagkvæmt að gera stærri innkaup á brýnustu nauðsynjavöru. Hinsvegar væri alt í óvissu um afkomu fólks, er fram á veturinn kæmi og væri þá gott, að hafa gert innkaupin í haust. Þessi ráðstöfun er vafalaust hyggileg. Að sjálfsögðu fær fólk auka- skamt af mjöli í slátrið í haust, eins og s.l. haust. Fjárdrðtturinn i „Dagsbrún“ Sakadómari tók þá til yfir- heyrslu í gærmorgun Einar Björnsson og Martein Gíslason. Að .yfirheyrslunni lokinni úrskurð aði hann þá í gæsluvarðhald. Þar sem rannsókn málsins held- ur áfram, þykir sakadómara ekki rjett að skýra frá einstökum at- riðum þess að svo komnu máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.