Morgunblaðið - 31.08.1940, Blaðsíða 5
........—
Xaugardagur 31. ágúst 1940.
Útgef.: H.f. Árvakur, Keykíavfk.
Ritstjórar:
J6n Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiösla:
Austjurstræti 8. — Simi 1608.
Áskriftargjald: kr. 3,50 á mánubi
innanlands, kr. 4,00 utanlands.
t lausasölu: 20 aura eintakiS,
25 aura meö Lesbók.
Vilhelmina drotning
sextug. Hefir setið
að ríkjum í 42 ár
Mjólk og fiskur
BÆNDUR á óþurkasvæðinu
hefðu orðið illa settir nú,
«f ekki hefði verið hægt að út-
^vega þeim ódýran fóðurbætir.
Óþurkasvæðið nær yfir alt Suð-
urland, Suð-vesturland, mikhm
hluta Vesturlands og nokkurn
hluta Norðvesturlands. Á öllu
fjessu svæði hefir heyskapur
.gengið illa og alveg hörmulega
á miklum hluta þessa svæðis.
Hey eru lítil hjá bændum, og
stórskemd, vegna óþurkanna.
Það var því eðlilegt, að bænd-
ur á þessu svæði horfðu kvíða-
fullir móti vetrinum, sem í
hönd fer. En nú hefir ræst svo
vel úr fyrir þeim, að þeir þurfa
eigi framar neinu að kvíða. Nú
hefir þeim verið trygður mjög
ódýr fóðurbætir, síldarmjölið
:íslenska, sem er einhver besti
fóðurbætir sem völ er á. Hin
mikla síldveiði í sumar hefir
’þannig ekki aðeins orðið til
þe§s að rjetta verulega hlut út-
gerðarmanna og sjómanna,
heldur verður hún einnig til
'þess að bjarga landbúnaðinum
. á stóru svæði. Það er ánægju-
legt til þess að vita, að einn
atvinnuvegur þjóðarinnar skuli
'þannig beinlínis verða til að
bjarga öðrum.
Það hefði orðið dapurt um
að litast hjá mörgum bóndan-
um hjer á Suður- og Suðvest-
urlandi, ef ekki hefði verið
kostur á ódýru síldarmjöli í
haust. Ekki síst hefði afkoman
orðið bág hjá bændum, hjer í
:nágrenni Reykjavíkur, sem
-eingöngu lifa á mjólkurfram-
ileiðslunni. Þrátt fyrir 54 aura
'verðið á mjólkurlítranum til
neytenda, hefir verðið til fram-
leiðenda sáralítið hækkað frá
s.l. hausti. Afkoman hjá þeim
-er því mjög bágborin.
En meðal annara orða: —
Hvernig stendur á því. að ekki
hefir tekist að fá breska setu-
liðið til að kaupa ákveðið
mjólkurmagn daglega? Hefir
þetta ekki verið reynt? Eða
þykir Bretum mjólkin of dýr?
Þetta mál þarf að athugast, því
að vissulega væri hagnaður að
því fyrir framleiðendur, ef unt
væri að auka verulega sölu
neyslumjólkurinnar, jafnvel þótt
verðið þyrfti að lækka eitthvað
frá því sem nú er.
1 þessu sambandi er einnig
rjett að benda á annað. Við
eigum að reyna að komast að
samkomulagi við breska setu-
liðið um sölu á nýjum fiski hjer
á staðnum.Þegar reykvísku bát-
arnir koma að norðan, myndu
þeir áreiðanlega vera fúsir til
að stunda róðra fram eftir
haustinu og vetrinum, ef þéir
gætu selt fiskinn jafnharðan.
Þetta mál þarf einnig að at-
hugast.
Fallbyssukúlur
yfir suðurströnd
Englands „úr
heiðskíru lofti“
Myndin er tekin þegar drotningin hafði setið að ríkjum í 40 ár.
Vilhelmína Hollandsdrotn-
ing, sextug í dag, hefir
setið að ríkjum í rúmlega
40 ár. En nú dvelur hún
landflótta — um stundarsak-
ir — í höll Bretakonungs,
Buckingham Palace í Lond-
on. —
Þegar Þjóðverjar gerðu inn-
rás í Holland í maí síðastliðn-
um, sagðist hollenska herstjórn-
in hafa komist yfir skjöl, sem
sönnuðu, að sjerstakri þýskri,
úrvals fallhlífarhersveifc, hefði
verið falið að rá 7I\ag, höfuð-
borg Hollands, á sitt vald með
því sjerstaka augnamiði, að ná
hollensku konungsfjölskyldunni
og ríkisstjórn Hollands á sitt
vald. Vegna öryggis konungs-
fjölskyldunnar, ráðlagði ríkis-
stjórnin drotningu að flytja úr
landi um stundarsakir.
Holland var, eins og kunn-
ugt er, sigrað á fimm dögum.
En drotning Hollands og ríkis-
stjórn hennar, hefir neitað að
semja frið við Hitler, heldur er
stríðinu haldið áfram með þeim
herafla, sem tókst að flýja frá
frá Hollandi, og verið er að
skipuleggja í Englaadi og með
skipum hollenska flotans, sem
berjast með breska flotanum. f
þessari baráttu jnýtur drotning-
in óskoraðs stuðnings hins víð-
lenda hollenska nýlenduríkis.
★
Holland er 13.514 fermílur,
íbúar 8.6 milj. En hollenska ný-
lenudríkið í Austur-Indlandi,
eyjarnar Java og Sumatra, hluti
af Borneo og fjölmargar minni
eyjar eru meira en 50 sinnum
víðlendari, 730 þús. fermílur
og 6 sinnum fjölmennari (53
milj. íbúar). — Hollenska ný-
lenduríkið er ekki aðeins víð-
lent, eins og eyðimerkur Musso-
linis í Austur-Afríku, heldur
eitthvert, hið hrjósamasta allra
nýlenduríkja — að meðtöldu
Indlandi.
Skömmu eftir að Vilhelmína
Hollandsdrotning kom til Lon-
don, sendi hún dóttur sína, Júlí-
önu, og dætur hennar til Kan-
ada, til frekari öryggis holl-
ensku konungserfðunum. — En
sjálf gerir drotningin ráð fyrir
að vera á London, þar til að
hún getur horfið aftur til ríkis
síns — sem sigurvegari. Hún
hefir trú á því, að þess verði
ekki langt að bíða; — það er
mælt að Hákon Noregskonung-
ur, sem einnig dvelur um stund-
arsakir í Buckinghamhöllinni í
London, hafi látið svo um mælt
við blaðamann, að hann gerði
sjer von um að geta farið til
Norges næsta sumar.
Vilhelmína drotning fæddist 31.
ágúst 1880. Hún er dóttir Vil-
hjálms III. Hollandskonungs og
Emme af Waldeck-Pyrmont. (Vil
hjálmur var tvígiftur, fyrri kona
hans dó 1877. Hann giftist Emme
1879). Vilhjálmur dó árið 1890,
og tók þá Ennne við stjórn ríkis-
ins í nafni dóttur sinnar.
31. ágúst 1898 varð Vilhelmína
drotning, 18 ára gömul. Fór krýn-
ing hennar fram í höfuðborginni
Amsterdam, 9. sept. þ. á. Hin unga
og fríða drotning var eftirlætis-
goð þjóðarinnar, og munu fáir
þjóðhöfðingjar hafa átt eins mikl-
um vinsældum að fagna. hjá þegn-
um sínum, eins og Vilhelmína
drotning.
Árið 1901 giftist hún Ilenrik
prins af Mecklenburg-Schwerin.
Árið 1909 eignuðust þau hjón
dóttur, Júlíönu, prinsessu. Henrik
prins dó árið 1934. Árið 1937 fór
fram brúðkaup Júlíönu prinsessu
og Bernhards prins af Lippe-
Bisterfeld, og eiga þau 2 dætur,
Beatrice og Irene.
f^að má með sanni nota
** samlíkinguna „eins og
þruma úr heiðskíru lofti“,
þegar um er að ræða fall-
byssukúlurnar sem falla á
Englandsströnd úr fallbyss-
um á strönd Frakklands.
Hjer fer á eftir lýsing The
Times á þeim atburði, er fyrstu
fallbyssukúlurnar fjellu á suður
strö«d Englands — en þá vissu
menn ekki með vissu að hjer
væri í raun og veru um fall-
byssukúlur að ræða.
„The Times“ segir (14. ág.) :
„1 gærkvöldi var verið að
rannsaka brot af rifluðu stáli,
sem fanst á suð-austurströnd
andsins, þar sem tvær dular-
fullar sprengjur höfðu átt sjer
stað um morguninn. — Fregnir
nerma að tveir loftvarnastarfs-
menn, kona og maður, — hafi
farist, og margir hafi særst í
lessum sprengingum, og í ann-
ari þeirra eyðilögðust nokkur
íús. Málmbrotin voru sögð líkj-
ast meir fallbyssukúlnabrotum,
heldur en sprengjubrotum.
Frjettastofufr. herma, að íbú-
arnir, þar sem sprengingarnar
urðu, hafi ekki heyrt neitt hljóð
sem stafað gæti frá sprengju,
sem væri að falla, nje heldur
hefði heyrst eða sjest til flug-
vjela um þetta leyti. — Ótal
kúlnabrotum var safnað
saman af lögreglunni. Þar sem
mörg brotin voru enn glóandi
heit, virtist það styðja þá skoð-
un að þetta gætu verið brot úr
fallbyssukúlum, sem skotið
hefði verið úr langdrægum
þýskum fallbyssum.
Kannur eðlisfræðing-
ur látinn
K
unnur breskur eðlisfræðingur
Sir Joseph Thompson and
aðist í gær, 83 ára að aldri.
Sir Joseph hlaut Nobel.sverðlaun
árið 1906.
Sprengingarnar, sem áttu
sjer stað um morguninn, komu
hver á eftir annari. — Fyrri
sprengingin reif gat á húsvegg
og þeytti þakinu í burtu. Loftið
fyltist af þjettum reykskýjum,
gler og trjebútum rigndi yfir
önnur hús, og rúður mölbrotn-
uðu. Enginn, er var inni í hús-
inu, fórst, og aðeins einn íbú-
anna — hermaður, sem stóð
fyrir framan húsið — særðist.
Maður nokkur, og kona hans,
sem voru í húsinu, sem laskað-
ist mest, urðu undir rústunum,
en gátu grafið sig út ómeidd.
I öðru húsi þeyttist stórt kúlna
brot fram hjá konu, sem stóð
í þvottaklefa sínum, og festist
í veggnum. Annað brot þeyttist
fram hjá konu, sem var að-
hengja út þvottinn sinn, fór í
gegnum tvo 9 þumlunga þykka
veggi og festist í eldhúsveggn-
um.
Nokkru síðar kom sjúkrabíll
til þess að flytja burtu lík
mannsins og konunnar, sem
fórust, uppgötvaði bifreiðar-
stjórinn að konan var eigin-
kona hans. Hann leið í ómegin.
í fang eins af loftvarnastarfs-
mönnunum".
En það er nú ekkert dular-
fult lengur um þessi kúlnabrot;
menn vita með vissu, að þau
komu úr fallbyssum Þjóðverja
á strönd Frakklands.
Et n daginn eftir skýrði „The
J Times“ frá öðru dularfullu
fyrirbrigði, sem ekki á neitt
skylt við þetta, eða fallbyssu-
kúlur eða sprengjur Þjóðverja
— þótt það sje þó enn um
Þjóðverja.
Á aðalfrjettastíðu blaðsins
er smágrein með fyrirsögninni:
„Dularfull rödd frá Bremen“.
„Furðulegt atvik átti sjer
stað í gærkyöldi (segir („The
Times“), rjett áður en útvarps-
frjettirnar á þýsku frá Bremen
var lokið. Gripið var alt í einu
fram í frjettirnar og rödd
heyrðist, sem sagði á þýsku:
„Halló, halló, hjer er Hallmanm
55. Sólin kemur upp á morgun
kl. 6. Veitið auk þess athygli
tölunni 7“. Ijtvarpsfrjettirnar,
sem gripið hafði verið fram I,
hjeldu síðan áfram. Þetta inn-
skot var auðsjáanlega sent á
öldulengd Bremen-stöðvarinnar
og virðist hljóta að hafa verið
gert með leyfi þeirra, sem ráða
yfir stöðinni.“
★
Annað samskonar atvik gerð-
ist í þýska útvarpinu kl. 7,45,
Þegar gripið vur alt í einu fram
í útvarp á þýsku frá Bremen og
rödd sagði á þýsku: „Halló,
halló, hjer er Hallmann 55.
Sólin kemur upp á morgun kl.
6. Veitið sjerstaklega athygli
23 klukkustundum. Veitið einn-
ig athygli tölunni 7“.
Önnur truflun átti sjer stað
kl. 7,55, þegar röddin sagði,
enn á þýsku, að sjerstök athygli
skyldi veitt „tölunni 43“. At-
hygli skyldi einnig veitt, bætti
röddin við, tölunni 7.
Gripið var einnig fram i
þýska frjettalesturinn frá Deuts
chlandsender kl. 7, þegar rödd,
sem var frábrugðin rödd þuls-
ins, kom alt í einu og sagði:
„Achtung — V-maður 255. Sól-
in kemur upp kl. 6 á morgun.
Með tilliti til hinna slæmu veð-
urskilyrða skuluð þið ekki veita
athygli tölunni 24, heldur töl-
unni 34. Notið einnig nr. 7“.
Þessi tilkynning var lesin tvisv-
ar. Eftir nokkur augnablik kom
frjettaþulurinn aftur. Hann
virtist hafa haldið áfram að
lesa frjettirnar á meðan þessu
fór fram“.
The Times gefur enga skýr-
ingu á þessu.