Morgunblaðið - 31.08.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.08.1940, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 31. ágúst 1940. í kóngshöll Austurstræti Aldaifiórðungsafmæli I verslun Haraldar TT ús, sem gömul eru, eiga öll sína sögu. Sumar laeirra gleymast. Aðrar geymast eftirkomendurrum. Eins er með fyrirtækin, sem ná fullorðins aldri. Öll eiga þau,, sína siign. Þó sjaldan sje hún skráð, sögu um áhyggjur og gleði, happa verk og áföll, og tilviljanir, sem máske ráða hvað mestu. f ungum bæ eins og Reykjavík «ru flest fyrirtæki ung, naumast af bernskuskeiði, 25—30 ára göm- ul verða þau í hæsta aldursflokki. Þess vegna datt mjer í hug að fara á fund Haraldar Árnasonar, er jeg frjetti að verslun hans ætti 25 ára afmæli nú um mán- aðamótin. Þegar jeg kom að máli við Har- ald og bar upp erindi mitt, komst hann að orði eitthvað á þá leið, að alt frjettu þessir blaðamenn. En þetta er langt frá því að vera rjett hjá honum, ekki síst er við kemur þessari grein frjetta. Alt <of margir, af misskilinni hlje- drægni, láta lítið á því bera, þeg- ar fyrirtæki þeirra eða starf- ræksla stendur á tímamótum. Því þetta kemur almenningi við. Þeim mun fleiri stofnanir sem lifa og blómgvast, þeim mun betri er af- koma alls almennings í bænum. Meðan alt er á hverfanda hveli, er öryggi almennings ekki sem skyldi. En við fórum ekkert út í þá sálma við Haraldur, heldur sagði hann mjer nokkur atriði úr sögu verslunar sinnar. Draumur sem rættist. Það eru liðin 34 ár síðan mig dreymdi um }>að fvrst að eignast Prestaskólann og setja þar á stofn stóra verslun. En mörg atvik, «ða máske voru það tilviljanir, urðu til þess að þetta gat nokk- urntíma orðið að veruleika. — Sú ósk hefir ekki verið í neinu sambandi við það, að þig langaði til að eignast það eina hús á landinu, sem verið hefir bústað- ur konungs og „hæstráðanda til sjós og lands“? — Nei. Jeg hefi al&rei verið mikill sögumaður eða grúskari. En jeg hefi á hinn bóginn ekki nema gaman af því að eiga þetta merki- lega hús, eða hafa átt það, því þó það hafi tekið miklum stakka- skiftum síðan jeg eignaðist það, þá er það fyrir löngu orðið alt of lítið. Jeg býst, við að óv4ða sje jafn stór verslun rekin í jafn litl- ttm húsakynnum. En húsið var bygt 1802, „á há- um grunni“ að kallað var. Og þeg- ar jeg leigði húsið af landsstjórn- inni 1915, þá mun það hafa verið mjög svipað, ef ekki alveg eíns, og það var upprunalega. Jeg ljet r Haraldur Árnason. taka dyraumbúnaðinn frá aðal- dyrunum óskemdan og gaf hann með hurðinni Þjóðminjasafninu. Norðurhliðina varð jeg að taka úr að mestu,, og öll gólfin voru rifin' og steypt ný, á sjávarmölinni sem undir húsiilu er, til þess að fá liærra undir loft í búðinni. Undirbúnings- árin. — En hver er forsagan áð stofnun verslunar þinnar. — Hún er þessi í stuttu máli. Jeg kom hingað til Reykjavíkur haustið 1909, eftir ^ð hafa verið þrjú ár við stóra vefnaðarvöru- verslun í Englandi. Sú verslun hafði 28 útibú, og fjekk jeg að fara á milil þeirra. Á því lærði jeg mikið. Er hingað kom rjeðst jeg til Garðars Gíslasonar, er stofnaði þá vefnaðarvöruverslunina „Dags- brún“ við Hverfisgötu í apríl 1909. Hún var rekin undir mínu nafni. En 1. janúar 1912 rjeðst jeg sem verslunarstjóri í vefnaðar v'öruverslun Th. Thorsteinsson í Hafnarstræti og Th. Th. & Co. Fataverslun. Th. Thorsteinsson var sá besti húsbóndi sem jeg get hugsað mjer, að öðrum ólöstuðum. Þar hafði jeg fast kaup og prósentur af ágóða. höfðinglegar tekjur á þeirra tíma rnælikvarða. Mjer þótti verslunin of afskekt í Hafnarstræti og vildi komast í Austurstræti, fjekk Thorsteinsson til að leigja fyrir verslunina í húsi Einars Renediktssonar, sem þá var, á borni Austurstrætis og Pósthússtrætis. Svo leið fram til ársins 1915. Thorsteinsson var ánægður með gengi verslunarinnar. Jeg var á- nægður með kjörin. Við böfðuin gert samning um að jeg yrði versl- unarstjóri hans í næstu 5 árin. Bruninn. Svo kom bruninn mikli 25. apríl 1915. Við fengum engum yörum bjargað' En vi* björguðum öllum bókum og skjölum verslunarinu- Jörundar við Kóngshöllin ~ 1940 ar. Kl. 5 um morguninn bruna- nóttina leigði jeg húsnæði fyrir verslunina í Hafnarstræti 4 án þess að geta ráðfært mig við Thor- steinsson. Vorvörurnar voru að miklu léyti ókomnar. Við gáturn með þeim opnað verslunina að nýju eftir nokkra daga. Og nýj- ar sendingar komu von bráðar. Vátryggingarfjeð sem Thor- steinsson fjekk voru 90 þúsund krónur. Nú hugsaði hann sitt ráð. Átti hann að fitja upp á stórri verslun að nýju. Til þess kvaðst, hann vera of gamall. Við ræddum um þetta einn dag. Hann vildi ræða þetta við son sinn Geir. Hann ætti hvort sem væri bráðum að taka við öllu saman. Geir var ákveðinn. Hann kvaðst engan áhuga hafa fyrir vefnaðar- vöru- eða smásöluverslun yfirleitt. Hann A ildi hugsa um uitgerð fyrst og fremst. Hann rjeði til að þeir feðgar kevptu heldur togara. Og svo varð það. Eigin húsbóndi. Verslunina seldi Th. Thor- steinsson mjer. — Með hvaða kjörum ? — Þau voru eins góð og frek- ast var hægt að hugsa sjer. Mjer þóttu vörurnar helst til miklar til að kaupa verslunina þá um vorið, vildi heldur bíða til haustsins. Og 1. september fór afhending- in fram. Jeg keypti allar vörurn- ar fyrir innkaupsverð, með því skilyrði að greiða þær á 5 árum. Þegar svo langt var komið sagði Thorsteinsson: „En hvernig er það svo með 5 ára samninginn sem við gerðum“. „Ekkert með hann“, sagði jeg. „Við stingum honum í ofninn“, sagði jeg. „Þá er best við stingum líka vöxtunum af kaupverðinu í ofninn“, sagði hann. Og þannig fjekk jeg upp- hæðina vaxtalaust að láni. Aðfaranótt 1. september var svo málað vfir nafn Tb. Thorsteinsson á skiltunum á versluninni í Hafn- arstræti, og mitt nafn sett í stað- inn á litlu spjaldi. Jeg á spjald- ið enn. í Austurstræti. Nú var eftir að komast í Aust- urstræti í Prestaskólann. Hann hafði um tíma verið notaður sem bögglapóststofa, og síðar sem Rannsóknastofa Háskólans. Jeg stakk upp á því við' prófessorana, að þeir fengju heldur hús Half- dórs Kr. Friðrikssonar við hliðina á Alþingishúsinu. Það væri þægi- legra. Þar bjó Júlíus Halldórsson læknir. Jeg fekk haiin til að flytja, leigði handa honum íbúð, Háskólinn leigði háns hús, jeg leigði Prestaskólann, breytti hon- um og keypti hann svo árið 1917. Síðan hefir húsið tekið ýmsum myndbreytingum, þó enn sje þar „Skemman“, sem hún var á dög- um höfðingjanna, er þar voru framan af 19. öldinni. Hjer um árið var mjer send stór marmara- plata frá Schannong legsteina- smið, til að setja upp í húsinu, til minningar um, að þar hafi Rasmus Rask átt heima, meðan hann var hjer k landi. En platau er stór og hefir aldrei komist upp. Mjer finst jeg að ætti þá að hafa aðra til að minna á Jörund kóng, sem hafði þarna aðsetur sitt með- an haiin „ríkti“ hjer. Yandaðar vörur. — Hvað hefir verið aðalsjónar- mið þitt í viðskiftunum ? — Alt frá því jeg var verslun- arstjóri í „Dagsbrún“ lagði jeg áherslu á að hafa sem vandaðastar vörur. Að geta sagt við viðskifta- mennina, að þeir gætu reitt sig á gæði vörunnar. Þetta; tel jeg skyfdu okkar kaupmannanna. í mínum augum erum við fyrst og fremst þjónar almennings. Jeg fylgdi þeirri reglu að segja við kaupendur, að ef varan reyndist ekki samsvara þeim kröfum sem til hennar væru gerðar, þá mættu menn skila henni aftur. Það var frá öndverðu mín skoðun að happa sælast væri fvrir hverja verslun að leggja meiri áhershi á vöru- gæðin en hitt að selja mikið. Verðlagið var vitanlega ekki liátt á fyrstu árunum, sem jeg verslaði hjer, samanborið við verð- lag nú. Jeg man t. d. eftir því að árið 1910 keypti jeg 6 karl- mannshatta til sölu á kr. 7.50. 3 seldi jeg á 7.50. , Hina varð jeg að lækka niður í 5 krónur til þess að koma þeim út. Nú eru aðrir prísar. En, nú eru líka tollarnir allir aðrir. 5Q% toli- ur á höttum t. d. Þegar fólk kvartar undan háu verði, þá minn- um við menn stundum á, að það er ríkissjóður sem tekur bróðurpart- inn af öllu saman. En það gremst mjer mest síðan höftin komu, og öll viðskifti voru lögð hjer í fjötra, að nú verða menn að versla með hvað sem fæst. Nú er ekki hægt að ábyrgj- ast vörugæðin eins og í gamla daga. Starfsfólkið fyrir öllu. — Hve margt starfsfólk er nú við verslunina? — 34, eða 35 ef jeg á að telja mig með. En síðan alt verslunarfyrirkomu lag breyttist í núverandi horf þá kapn jeg, því eins vel að koma hvergi nálægt. Mitt mesta lán í versluninni hefir það verið hve framúrskarandi gott starfsfólk hefir valist til mín. Jeg fæ það aldrei fyflilega þakkað, enda er það ómetanlegt. Auk verslunarfólksins eru 12— 20 manns er vinna á saumastofu okkar. — Hvernig ætlar þú að halda afmælið hátíðlegt? — Við förum alt verslunarfólkið í ferðalag. Það verða um 50 manns. Þar verðum við fjögur, sem höfmn verið samferða í 25—- 29 ár, og eigum vonandi eftir að vinna saman lengi enn. Gott starfsfólk er fyrir hverja stofn- un gulli betra. Heilhrigðismálaráðuneytið hefir viðurkent Úlfar Þróðarson lækni, sem sjerfræðing í augnsjúkdóm- um. Hann opnar í dag lækninga- stofu hjer í bænum. Úlfar er ný- kominn heim frá Danmörku. Hef- ir hann undanfarin ár stundað sjernám í Berlín og á Ríkisspítal- anum í Kaupmannahöfn. Myndasýning Sigurðar Thor- oddsen. I dag er næst síðasti dag- ur, sem sýningin er opin. Sýning in er sem kunnugt er í Austur- stræti 14.____________________ Kaupið Úrvalsljóð Einars Benediktssonar í dag. Prestaskólinn áður en honum var breytt í verslunarhús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.