Morgunblaðið - 31.08.1940, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Eyjólfur Guðmundsson, hrepp-
stjóri á Hvoli, sjötugur
tfi'
Meistarakepni
í Golfi hefst
r
Idag, 31. ágúst, er einn af
merkustu mönnum í Skaft-
árþingi sjötugur, Byjólfur Gu<5-
mundsson hreppstjóri og sýslu-
nefndarmaður að Hvoli í Mýrdal.
Er hann, eins og vænta má, eink-
um kunnur um Suðurland, og þó
reyndar víðar. Hann er óefað í
tölu bestu búhölda landsins, enda
hefir hann rekið stórbú á óðali
sínu, Hvoli, langa tíð; mun hafa
byrjað þar búskap laust eftir síð-
ustu aldamót, þótt minna hefði
hann umleikis í fyrstu en síðar
varð. Pramfaramaður er hann góð-
ur, en hygginn jafnframt og hefir
eigi rasað þar í neinu fyrir ráð
fram. Jarðabótamaður öruggur og
hefir reist sjer íbúðarhus mikið
og vandað, eitt hið myndarleg-
asta, sem menn sjá í þessum lands-
fjórðungi, án þess að hann hafi
kiknað hið minsta undir.
Eyjólfur Guðmundsson nýtur
mikils álits í hjeraði og góðra vin-
sælda hvarvetna þar er hann kynn
ist. Á hann hafa um dagana að
vonum hlaðist fjölmörg trúnaðar-
störf, enda hefir hann verið ó-
trauður til allra tilþrifa. Verðui:
hjer vart tölu á komið, því að í
hreppi sínum, Dyrhólahreppi, hef-
ir hann á stundum verið, má segja,
ajt í öllu, og við flest hjeraðsmái
hefir hann komið eða átt beinan
þátt í athöfnum þar að lútaúdi. —r
Hreppstjóri hefir hann verið með
prýði um nær þrjá áratugi (skip-
aður í starfið 1912); sýslunefnd-
armaður (aðalmaður) fvrir Dyr
hólahrepp síðan 1917 og getið sjer
við þau störf hið ágætasta orð. —^
Við kaupfjelagsmál hjeraðsins
hefir hann verið riðinn og átti
um nokkur ár sæti í stjórn Kaup-
fjelags Skaftfellinga (varáfórináð-
úr); var einn af stofnendum hluta
fjelagsins „Skaftfellingur" og um
tíma varaformaður í stjórn þess.
Enn var hann meðal stofneiida
Talsímafjelags Mýrdælinga og
fyrsti formaður þess. Verið hefir
hann fulltrúi Vestur-Skaftafells-
sýslu á fundum Búnaðarsambands
Suðurlands. Eindreginn stuðnings-
maður unglingaskólamáls sýslunn-
ar og um nokkur ár í stjórnar-
nefnd unglingaskólans í Vík.
Hefir um langan tíma verið end-
urskoðandi Sparisjóðs Vestur-
Skaftaféllssýslu.
Auk þessa alls hefir Eyjólfur,
eins og vikið var að fyr, gegnt
svo sem öllum trúnaðarstörfum,
er til falla innan hreppsins. Hann
hefir átt sæti1 í hreppsnefnd nærri
óslitið síðan 1905 og var oddviti
um árabil. í sóknarnefnd hefir
hann setið yfir 30 ár og rækt
kirkjuhaldarastarf við Skeiðflat-
arkirkju með frábærum áhuga og
yfirleitt látið kirkju- og trúmál
til sín taka. í skólanefnd (Litla-
Hvammsbarnaskóla) starfaði hann
nálega 20 ár, enda fjekst hann
sjálfur við barnakenslu fyrrum,
eftir að hann hafði á ýngri árum
gengið í Plensborgarskólann í
Hafnarfirði. — í Búnaðarfjelagi
Dyrhólahrepps hefir hann loks
verið, eins og geta má nærri, öt-
ull framkvæmdamaður og formað-
ur þess um hríð; einnig formaður
„Pramfarasjóðs" hreppsins.
Hefir hjer nú verið stiklað á
því helsta, sem sýnir, hversv.
margþættur starfsferill Eyjólfs
hefir verið. En engin eru þetta
„eftirmæli“, því að hann er enn,
sem betur fer, að sumu leyti mitt;
í störfum lífsins, þótt sjö tugi ára
beri hann nú á baki.
Eyjólfur Guðmundsosn er fædd-
ur 31. ágústmán. 1870 að Eyjar-
hólum í Mýrdal. Bjuggu foreldr-
ar háns þar þá, þau Guðmundur
Ólafsson og Guðrún Þorsteins-
dóttir frá Úthlíð, nafnkend merk-
ishjón. Var Guðmundur sonur Ól-
afs, er fyrstur reisti bú á þessu
býli undir Pjetursey (Eyjarhól-
um), Högnasonar, Sigurðssonar
prests, Ilögnasonar prests á Breiða
bólsstað, Sigurðssonar, og er það
alkunn ætt. En móðir Guðmundar
föður Eyjólfs var Ingveldur Jóns-
dóttir frá Skógum, Björnssonar,
en hún var systir síra Kjartans
hins gamla Jónssonar og þeirra
bræðra. Eins og kunnugt er, var
,og ætt, Þorsteins í Úthlíð (móður-
fÖður Éyjólfs) hin kjarnmesta og
öðrum þræði skaftfelsk.
Kona Eyjólfs Guðmundssonár
er Ajmþrúður Guðjónsdóttir, ætt-
uð úr Eyjafirði, hin mesta mynd-
arkona. Eru börn þeirra fimm,
vel uppkomin og manuvænleg.
Eyjólfur á Hvoli — því að svo
ér hann ætíð nefndur manna á
milli í hjeraði — er fyrir ýmsra
hluta sakir meðal þgirra manna,
er ánægjulegast er að kynnast.
Að vísu á hinn frábæri dugnað-
ur hans og ötulleiki í hverju því,
sem hann gengur að, allmikinn
þátt í því, að hann er mikils met-
inn, eins og ráða má í af því,
sem að framan er greint. En
drenglund hans er og rómuð og
laðar menn ósjálfrátt að honum;
hafa margir leitað ráða til hans
og orðið að góðu. Hann er lipur-
menni mikið, heilbrigður í skoð-
unum og með fróðustu mönnum í
hjeraði um ættir og sagnir frá
fyrri mönnurn. Hefir hann ætíð
haft mikið yndi af ýmsu því, er
til menta horfir, og stundar rit-
störf flestum búéndum framar.
Hefir t. d. skrifað Minningarrit
Búnaðarsambands Suðurlands, er
gefið hefir verið út. Og allmikið
safn ýmiskonar fróðleiks á hann
í fórum sínum, sem honum von-
andi auðnast að auka við á kom-
andi árum.
Hinir fjölmörgu vinir og sam-
starfsmenn Eyjólfs Guðmundsson-
ar senda honum á þessum tíma-
mótum hinar einlægustu heillaósk-
ir með þökk fyrir unnin störf —
og árna þeim hjónum og heimili
þeirra giftusamrar framtíðar í hví-
vetna. G. Sv.
a morgun
KEPPNI um Meistarabikara
Golfklúbbs Islands hefst á
morgun á golfvellinum, og
mun þátttaka verða al!-mikií.
Meistarabikaramótið er merk-
asti viðburður golfíþróttarinn-
ar hjer, og fer það fram á
hverju hausti.Kept er um meist-
arabikara karla og kvenna.
Vegna þess, hve hljótt hefir
verið um golfíþróttiná undan-
farið opinberlega, sneri jeg
mjer til formanns Golfklúbbs-
ins, Gunnlaugs Einarssonar
læknis, og spurði hann u'm starf-
semi klúbbsins undanfarið.
— Sjón er sögu ríkari, sagði
Gunnl. læknir, bauð mjer upp
í bíl og ,ók með mig suður á
Öskjuhlíð. Þetta vár um 6-leytið
að kvöldi dags. Er við komum í
skála fjelagsins, voru þar að-
eins nokkrar hræður að búa sig
út til golfæfinga, og jeg hugs-
aði mjer að nú hefði læknirinn
misreiknað sig, er hann ætlaði
að láta mig hrífast af áhuga
golfiðkenda klúbbsins.
En Gunnlaugur vissi hvað
hann var að gera. Hann bauð
mjer ekki strax til stofu, held-
ur benti mjer í austurátt, yfir
golfvöll fjelpgsins. Þarna á vell-
inum töldum við 16 manns, sem
voru að leika golf.
Gunnlaugur sagði mjer, að
stöðugt fjölgaði golfiðkendum
og ekki væri það sist úngt fólk,
sem bættist í hópinn. T. d. er
einn hinna ungu meðlima
klúbbsins, sem ekki byrjaði
að leika golf fyr en í vor, bú-
inn að æfa sig upp í að verða
einn slyngasti golfkeppandi
klúbbsins.
Þarna hjá Golfklúbbnum
hittum við Svein BjörnSson
sendiherra, en hann er áhuga-
samur golfiðkandi. Er jeg
spurði séndiherrann hvort hann
vildi segja mjer eitthvað um
golf til birtingar í blaðihu, svar-
aði hann:
— Já, margt væri nú hægt
að segja, en það er með golfið
eins og laxveiði, að ef maður
byjar að tala um það, getur
maður ekki hætt að tala, og jeg
býst ekki við, að þjer hafið
rúm í blaðinu fyrir alt það lof,
sem jeg vildi láta hafa eftir
mjer um þessa íþrótt. En þjer
megið hafa þetta eftir mjer:
— Á meðan jeg dvel hjer,
hefi jeg hugsað mjer eftirfar-
andi ráðstafanir til að halda
heilsu minni við: Fara í Sund-
höllina á hverjum morgni og
leika golf minsta kosti tvisvar
í viku.
Sveinn Björnsson sendiherra
er ekki fyrsti maðurinn, sem
jeg heyri segja þetta sama um
heilsuna og golfíþróttina. Und-
anteknjngarlaust hver einasti
maður, sem byrjar að iðka golf
telur að það hafi haft áhrif á
heilsu sína til hins betra.
Heimsókn mín í golfskálánn
að þessu sinni endaði með
finsku baði, sem framkvæmt
vísindalega eftir tilsögn Gunnl.
læknis. En það er önnur saga.
Vivax.
Laugardagur 31. ágúst 1940.
Sigurður Finns-
son setur nýtt
met í fimtarþraut
Meistaramóti íslands í
frjálsum íþróttum lauk
í fyrrakvöld. Á þessum síðasta
degi mótsins setti Sigurður
Finnsson (KR) nýtt met í fimt-
arþraut. Hlaut hann 2709 stig.
Gamla metið 1 átti Kristján
Vattnes, 2697 stig. Þetta met er
mjög glæsilegt, einkum ef tek-
ið er tillit til þess að veður
var óhagstætt til íþróttakepni.
Sigurður var fyrstur í lang-
stökki (6.14 m.), þriðji í spjót-
kasti (37,70 mtr.), annar í 200
metra hlaupi (24 sek.), fyrstur
í kringlukasti (39,31 m.) og
þriðji í 1500 m. hlaupi (5.01,8)
Þá var kept í 10 km. hlaupi.
Fyrstur varð Indriði Jónsson
(KR) á 37 mín. 49,8 sek. Ann-
ar Magnús Guðbjörnsson (KR)
á 40 mín. 42,2 sek. og þriðji
Haukur Einarsson (KR) á 42
mín. 43,8 sek.
Úrval úr Ijóðum Einars
Beneúiktssonar
Komin er á bókamarkaðinn
„íslensk úrvalsljóð nr.
VII“ og eru það úrvalsljóð Ein-
ars Benediktssonar. Hefir Jónas
Jónsson alþm. valið kvæðin, en
Már Benediktsson, sonur skálds-
ins, gefur bókina út.
Þessari bók verður áreiðanlega
vel fagnað af öllum almenningi,
því að allir vilja, eiga úrval ljóða,
eftir hinn mikla skáldjöfur.
Prágangur bókarinnar, sem er
166 bls. að stærð, er snildarleg-
ur. Hún er prentuð á einkar
vandaðan ‘pappír. Letrið er
smærra en venjulega á Ijóðabók-
um, en mjög fagurt og skýrt.
Bókin er gylt í sniðum, bundin
í alskinn og hin eigulegasta í alla
staði. ísafoldarprentsmiðja hefir
prentað bókina.
Vinnustöðvunin bjá
Hitaveitunni
Iviðtali við Sigurð Ilalldórsson
varaformann Dagsbrúnar, sem
birtist í Morgunblaðinu í gær, seg-
ir hann að hjer sje ekki um verk-
fall af Dagsbrúnar hendi að ræða.
Þetta er algerlega ósatt.
Verkstjóri firmans Ilöjgaard &
Sehultz sagði umboðsmönnum
Dagsbrúnar, þegar þeir komu á
burtfararstað bílanna, að þeir yrðu
látnir fara af stað með verkamenn
ina á sama tíma eins og gert hefði
verið undanfarnar sjö vikur, án
nokkurra atliugasemda af hendi
verkamannanna eða Dagsbrúnar,
samkv. hinum munnlega samningi,
sem gerður var 9. jiilí s.l.
Verkstjórinn skoraði á verka-
mennina að fara upp í bifreið-
arnar, .en umboðsmenn Dagsbrún-
ar bönnuðu þeim það. Trjesmið-
irnir, sem þar voru staddir, fóru
aftur á móti upp í bifreiðina, sem
átti að fara upp að Reykjum, og
óku þeir síðan af stað, en enginn
verkamannanna f jekst. til þess að
fara upp í bifreiðina, og ók hún
því af stað á tilsettum tíma án
þeirra. Af þessu er ljóst, að hjer
var eigi um neina vinnustöðvun
að ræða af hendi vinnuveitanda,
heldur verkfall af hendi verka-
mannanna samkv. fyrirskipun
trúnaðarmanna Dagsbrúnar, sem
þar voru staddir.
Vinnuveitendafjelag fslands
Eggert Claessen.
Þýskar flugvjelar
yfir Svíþjðö
Fregnir frá Stokkhólmi lierma,
að 7, þýskar flugvjelar hafi
flogið yfir sænskt forráðasvæði í
gær.
Skotið var á þær úr loftvarna-
byssuiri' og hjeldu þær þá til hafs.
Ein flugvjelin sást gefa ljós-
merki.
HRAFNINN
§telur
EGGJUM
SLÆM OLÍA STELUR BENSÍNI
frá hreyflinum yðar. Veedol spaæar afl og bensín með
því að láta ventla, og stimpla vinna rjett og fyrir-
byggja sótun og slit. Þess vegna, breyta (nú þúsundir
mairna um allan heim( um, og nota þessa góðu olíu.
KAUPIÐ VEEDOL, SPARIÐ BENSÍN
THE EXTRA MILEAGE MOTOR OIL... DREGUR ÚR BENSÍNEYÐ8LU.
EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI — — ÞÁ HVER?