Morgunblaðið - 31.08.1940, Blaðsíða 8
Laugardagur 31. ágúst 1940.
r $
£€u&ruv&l
ÞAÐ ER EKKI UNT
að fá leigjendur eða húsnæði,
ef það tekst ekki með auglýs-
ingu í Morgunblaðinu.
HERBERGI
nálægt Miðbænum til leigu 1.
sept. Upplýsingar í síma 4985.
BARNLAUS HJÓN
óska eftir 1 herbergi og eldun-
arplássi 1. október. Sími 2891.
ÞÚSUNDIRMANNA
lesa kaupskaparauglýsingar
Morgunblaðsins. Það getur því
ekki hjá því farið, að þær hrífi.
Kaupið Úrvalsljóð
Einars Benediktssonar
________í dag.
RABARBAR
Kartöflur, nýar og gamlar,
nýar gulrófur. Verslun Guðjóns
Jónssonar, Hverfisgötu 50. Sími
3414.
1% TONS FORD
vörubíll til sölu. Upplýsingar í
.síma 4892.
-... !■— ... — — .Ml ■■ ■!.
MÓTORHJÓL
til sölu. Ódýrt. Uppl. gefur
Sveinn Ásmundsson, bílavið-
gerðarmaður. Hverfisgötu 78.
JÖRÐIN KÁRANES
í Kjós er til sölu og ábúðar
næsta vor. Tilboð sendist Jóni
Halldórssyni, Seljaveg 15, Rvík.
KÁPUBÚÐIN
Laugaveg 35. Úrval af kápum
og Swaggerum. Einnig fallegar
kventöskur.
FRAKKAR og SVAGGERAR
fyrirliggjandi í miklu úrvali.
Guðm. Guðmundsson, klæð-
skeri. Kirkjuhvoli.
MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR
keypt daglega. Sparið millilið-
ína og komið til okkar, þar sem
þjer fáið hæst verð. Hringið í
slma 1616. Við sækjum. Lauga-
vegs Apótek.
SPARTA-DRENGJAFÖT
Laugaveg 10 — við allra hæfi.
HARÐFISKSALAN
Þvergötu, selur góðan saltfisk
Simi 3448.
hraðritunarskólinn
Kensla byrjuð. Helgi Tryggva-
son. Sími 3703.
ENSKU, frönsku, dönsku
námskeið byrja 1. september.
Vönduð kensla.Sanngjarnt verð
Harry Villemsen.
NÁMSKEIÐ
í þýsku byrja 1. og 15. sept.
Þátttaka tilkynnist í síma 5737
föstudag og laugardag, frá kl.
9—io á kvöldin. Harry Villem-
sen.
'&í&íynnvngav
K. F. U. M.
Fórnarsamkoma annað kvöld
kl. 81/2 . Jóhannes Sigurðsson
talar. Allir velkomnir.
Ferð til Kanaríeyja ....
23. dagur
Eftir A. J.
CRONIN
„Jeg geri ráð fyrir að yður
finnist að jeg hafði líka haft það
leiðinlegt í dag“, sagði hann
brosandi og hallaði sjer að henni.
„Samt sem áður er það orð sem
jeg forðast að nota. Maður hefir
þó góða samvisku af að hafa gert
skyldu sína. Heimsókn okkar í
Arncas getur borið ávöxt, að því
er snertir trúboðsstarfsemi okkar.
Fólkið hjerna hefir lofað að
styrkja starfsemi okkar fjárhags-
lega. Við höfum brjef meðferðir,
sem á að kvnna okkur fyrir
ekrueiganda í Laguna, sem er á-
hrifamesti maðurinn þar. Nú get-
um við byrjað með fullum krafti“.
Hann þagnaði augnablik og var
hugsi. „Það er skrítið, en í allan
dag hefi jeg hugsað með skelfingu
um áform okkar, en nú þegar jeg
er hjerna að tala við yður er jeg
aílur annar maður. Fullur af á-
huga. Þetta hefir svo mikið að
Segja fyrir mig“.
„Af hverjuf‘
„Alt mitt líf hefir verið vinna
fyrir þetta málefni. Jeg kyntist
snemma bæninni. Jeg frelsaðist
þegar jeg var lítill drengur og
jeg var mjög fátækur. Að komast
áfram og geta gengið á presta-
skóla, hefir kostað mikið stríð og
jeg liefi Iíka þurft að stríða mik-
ið við sjálfan mig til þess að
verða hæfur að vinná í víngarði
Drottins“.
Hún trúði varla augum sínum
að þessi maður væri lifandi.
„Eruð þjer að segja mjer ævi-
sögu yðar?“
„Nei, nei“, sagði hann. „Ein-
hvern veginn er það svo, að jeg
verð að fá að segja yður frá öllu
— öllu um sjálfan mig“.
TÝNDIR MUNIR
koma nær altaf til skila, ef þeir
eru auglýstir í Morgunblaðinu.
27 ára reynsla.
GRÁR KARLMANNSJAKKI
tapaðist í fyrradag frá olíustöð-
inni Klöpp að Eiríksgötu. Vin-
samlegast skilið olíustöðinni
Klöpp, eða hringið í síma 3465
MATSÖLU
opna jeg á Vesturgötu 10, 1.
sept. Til viðtals kl. 1—6. Laila
Jörgensen.
fyiwna.
BESTI TENGILIÐUR
milli vinnuveitenda og vinnu-
þiggjenda er smáauglýsing und-
ir þessari fyrirsögn.
STÚLKA VÖN KÁPUSAUM
óskast nú þegar. Fyrirspurnum
ekki svarað í síma. Guðm. Guð-
mundsson, klæðskeri, Kirkju-
hvoli.
UNGSTÚLKA
með gagnfræðaprófi, góð í
ensku, handlagin, óskar eftir
einhverri atvinnu. Tilboð merkt
„Enska“, leggist inn á afgr.
blaðsins.
Það varð þögn; svo spurði hún
og lyfti ögn annari augabrúninni:
„Hafið þjer nokkurntíma verið
við kvenmann kendur ?“
„Aldrei“.
„Aldrei?“
Hann hristi höfuðið og liorfði á
hana eins og hundur horfir á hús-
móður sína.
„Einmitt“, sagði hún, eins og
við sjálfa sig. „Svo það er satt.
Og kominn alla leið frá Connecti-
cut“.
„Hvað Aoruð þjer að segja,
frú ?“
„J«g er að hugsa um að kalla
yður .Jósef“.
ITann roðnaði.
„Jósef?“ stamaði hann. „En jeg
heiti Robert“.
„Jeg mun altaf hugsa um yður
eins og að þjer hjetuð Jósef. Fyr-
ir mjer eruð þjer endurfæddur
nndir því nafni“.
Hún var aivarleg á svipinn, eii
samt fanst honum eins og væri að
liæðast að honum.
„Mjer hefir þótt verulega vænt
um að fá að kynnast yður“, sagði.
hann ákaflega alvarlegur. „Mjer
þykir svo vænt um það, að jeg
get ekki hugsað mjer að við eig-
um ekki eftir að hittast framar í
lífínu — eins og skip, sem mætast
á nóttu. Það er eitthvað svo til-
gangslaust. 011 samtöl okkar
mega eþki fara út í bláinn. Jeg
vildi gefa hægri hönd mína til
þess að vera það verkfæri, sem
frelsar yður. Mig langar til þess
að g-efa vður dálítið. Svoleiðis eru
mínar tilfinningar gagnvart yður.
Ef þjer viljið taka á móti því, þá
hlut, sem er mjer mjög dýrmætur.
■Teg á litla bók, sem móðir mín
átti.. Það er ekki mikið — Iítil
bók sem aðeins inniheldur hug-
næm orð. En jeg hefi borið hana á
mjer síðustu tuttugu árin. Vilduð
þjer — vilcluð þjer þiggja hana?“
Hann tók utan um handlegginn
á henni.
Hún Ieit upp, en leit svo snögg-
lega undan.
„Þessi gasalegi kvenmaður í
horninu starir úr sjer augun á
yður“, sagði hún eins og af hend-
ingu. „Mjer er alveg nákvæmlega
sama, en yður er það kannske
ekki“.
Hann sneri sjer við og leit beint
framan í móðir Henningway, sem
starði á hann án þess að blikna.
„Nei, nei“, sagði hann. „Mjer
er alveg sama“. Samt dró hann
hendina að sjer.
„Þjer skuluð gefa mjer hana
eftir miðdegisverðinn1 ‘, sagði
Elissa alt í einu. „Þegar við sigl-
um út og það er orðið dimt, þá
er alt svo leyndardómsfult. Svo
hefir það líka ofan af fyrir mjer
í kvöld“.
Hann liorfði hugfanginn á hana.
Fvrir aftan þau dró móðir Henn-
ingway sig upp úr stólnum og
dróst niður stigann. Hún hafði
sjeð það sem hún vildi og nú var
henni heldur illgirnislega skemt.
Feita vömbin á henni gekk í
bylgjum af hlátrinum, sem hún
hjelt niðri í sjer.
„Þetta er nú það besta, sem
jeg hefi lengi sjeð“, muldraði húu
við sjálfa sig. „Sankti María get-
ur klórað mjer í kúpunne ef það
er ekki rjett. GVöð almáttögur, sú
er sæt! Sem jeg lefi, er ekki hægt
að halda kjafte um svona hlöt“.
Hián flissaði af ánægju, læddist
eins og padcla eftir g'anginum og
skaut sjer á ská inn í klefann
sinn. Susan var þar, eins og hún
hafði búist við. Hún lá fyrir með
blautan klút yfir andlitjnu.
„Halló, halló!‘‘ hrópaði hún með
mestu glaðværð. „Hún er að láta
sjer renna í brjóst. Það er alveg
rjett. Þjer verðið að gæta heils-
önnar, annars jeta draugarnir yð-
ör. Takið því með ró, vena, eins
og hann bróðir yðar \ipp á stjórn-
pallenöm".
Susan tók frá öðru auganu.
„Bróðir minn?“
„Sá sami“, sagði móðir Henrx-
ingway og hallaði sjer aftur á
bak, með mestu hjartagæsku. „Sá
sami höggölegi orgelspelarL.
Sankti María, hann er nú 'altleil-
es ekki að spela núna. Ekki það
að jeg sje að ásaka hann. „Eilíf
venna og engar skemtanir gera.
Jón að leiðenlegöm strák“. Það
hefir verið einkunnarorð okkar
Sénningwayanna í meir eir höndr-
að ár“. •
Susan tók frá hinu auganu líka.
„Við hvað eigið þjer?“
Móðir Henningway fór að skelli-
lilæja.
„Verið þjer ekki æstar, andar-
unginn menn. Alt í lagi með
líobbie letla. Hann er mannlegur,
þrátt ferir alt. Eða livers vegna.
skyldi Gv’öð hafa fundið upp
pils ?“
Susan Iá með lokuð augun.
„Kannske við liefðimi hljótt dá—
litla stund. Mjer er ilt í höfðinu“.
Móðir Henningway ljet sjer-
hvergi bregða.
„Það veit Gvöð að oft hefi jeg
haft hausverk, sjerstaklega þó >
þegar jeg hefi verið timbröð. Jeg:
ætlaði ekki að gera neitt ilt, vena.
Jeg hjelt bara að yðör þætti gam-
an að veta að bróðir eðar hefir
aldrei skemt sjer betur en nú,
með Baynhamsfrúnni. Þau lijeld-
ust í hendur og alt það. Jeg varð
þyrst af að horfa á þau“. Nú>
greip hún vatnSglas og fór að
skola hálsinn með miklum gaura-
gangi. Susan settist upp, fór hægt.
á fætur og út úr klefanum. Móðir
Henningway, sem virtist athugai
hverja hreyfingu hennar með
kænu augnaráði, kallaði á eftir-
lxenni:
„Vena mín, takið sjalið mett
með.Sólin er að setjast og það er
kalt að vera að sveima öppe-
núna“. Hún Ijet fallast niður á
legubekkinn með spentar greipar
og rak upp hverja hláturgusuna.
á fætur annari.
Framh.
Kaupið Úrvalsljóð
Einars Benediktssonar
í dag.
Kona nokkur kom til Edinborg-
ar og sá undarlega sjón á Prince
Street.
„Sjáðu!“ kallaði hún. „Það eru
menn í knattspyrnu á götunni“.
„Nei, nei“, sagði fylgdarmaður
hennar; „þetta er ekki knatt-
spyrna“.
„Víst er það“, sagði konan.
„Það er þetta sem þeir kalla
bendu“.
„Ekki liggur þannig í málinu“,
sagði fylgdarmaðurinn. „Þetta er
algeng sjón hjer í Skotlandi, að
sjá menn hópast svona saman, en
þetta er ekki benda. Einhver hefir
kveikt á eldspýtu og hinir hafa
allir komið hlaupandi til þess að
kveikja í cigarettum sínum áður
en slokknar á eldspýtunni“.
★
Tveir 'Gyðingar stóðu á götu-
horni, þegár slökkviliðið fór fram
hjá.
„Þarna fara þeir“, sagði ann-
ar þeirra, „þessir djöflar, sem
altaf vUja blanda sjer í annara
manna málefni“.
ísak var fátækur Gyðingur, sem
flúið liafði frá Rússlandi til Eng-
lands. Hann fór strax á fund
hinna lærðu í synagogu einni.
Honum var boðin staða- sem hús-
vörður við synágoguna. Honum
var sagt að hann ætti að hafa
yfirumsjón yfir stáðnum, halda,
honum hreinum og halda skýrslu
um hverjum væri leigður salur
einn, sem var áfastur. ísak benti
á að hann var hvorki læs nje
skrifandi og þess vegna ekki hæf-
nr í stöðuna. Bauðst þá ríkur
Gyðingur að setja upp litla búð
fyrir hann í Bandaríkjunum. Isak
þakkaði boðið og fór til Ameríku
Árin liðu og honum græddist fje
á tá og fingri. Ákvað hann þá að
heimsækja vini sína í Englandi og
fór því í bankann til þess að opna
reikningslán þar.
Forstjórinn var mjög kurteis:
„Skrifið aðeins undir þetta skjal
og jeg skal sjá um alt annað.
Hvað þurfið þjer mikið?“, sagði
hann.
„20 þúsund dollara“, sagði ísak.
„En jeg get ekki skrifað undir
þetta, því jeg er hvorki læs nje-
skrifandi“.
„Hvað!“ sagði forstjóriitn.
„Miljónamæringurinn ísak kann..>
hvorki að lesa nje skrifa. Mjer
þætti gaman að vita livað úr yður
hefðin orðið, ef þjer hefðuð kunn->
að það“-.
„Húsvörður í synagogu, býsfc.
jeg við“, svaraði ísak.
★
Um einn af bresku þingmönn-
unnm, sem kunnur var að þvx,.
að halda langar, leiðinlegar og
innihaldssnauðar ræður, sagði Miv
Winston Churchill svo: „Áður eu
þessi háttvirti þingmaður rís upp
úr sæti sínu, hefir hann ekki.
minstu hugmynd um hvað liann
ætlar að segja, meðan liann er að
halda ræðu sína hefir hann ekki
nokkra hugmynd um hvað hann er -
að segja, og svo loks þegar hann
er hættur að tala, þá hefir hann>
enga hugmynd um hvað hann hef-
ir sagt“.
«T
/