Morgunblaðið - 06.09.1940, Page 2

Morgunblaðið - 06.09.1940, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 6. sept. 1940. Churchill spáir hörðum átökum i Austurlöndum innan skamms Miðjarðarhafsfloti Breta aukinn um helming Sex daga sjóhern- aðaraðgerðir: Bretar segja að ítalski flot- inn hafi lagt á flótta BRESKA flotamálaráðuneytið skýrði í gærkvöldi „frá 6 daga árangursríkum sjóhemaðarað- gerðum f Miðjarðarhafi, að öðru leyti en því, að aðalflota okkar hafi ekki tekist að fá ítalska flotann til að leggja til bardaga við sig“. Síðastliðinn laugardag hafði breska flotadeildin í aust- anverðu Miðjarðarhafi þó spurnir af því, hvar ítalski flot- inn væri niður kominn, en þegar ítalski flotinn varð var við að bresk herskip voru í námunda við hann (í 150 mílna fjarlægð), lagði hann á flótta til bækistöðva sinna í Tor- anto, segir í tilkynningu flugmálaráðuneytisins. Um sama leyti og sjóhernaðaraðgerðirnar, sem frá er greint í til- kynningu flugmálaráðuneytisins, fóru fram, var breski flotinn í aust- anverðu Miðjarðarhafi aukinn um nær því helming. Mr. Churehill skýrði frá þessu í ræðu sinni í hreská þinginu í gær og sagði um leið, að breska stjórnin gerði sjer vonir um að geta aukið enn að mun Miðjarðarhafsflota sinn, ekki aðeins í austanverðu hafinu, heldur einnig í því vestanverðu. Það má búast við að til harðra átaka dragi í Austur- löndum innan skamms. En við erum undir það búnir, og munum ekki hika við að verja rjettindi okkar þar með oddi og egg, sagði Churchill. Churchill sagði, að ftölum hefði ver- ið kunnugt um ferðir bresku herskip- anna, sem send hefðu verið til eflingar breska flotanum í austanverðu Mið- jarðarhafi. en þeir hefðu ekkert gert til að reyna að hindra ferðir þeirra. Herskipin hefðu m. a. komið við á Malta og flutt þangað vistir, sem hina hugdjörfu eyjaskeggja hefði van- hagað um. s Hémaðaraðgerðir þær, sem frá er skýrt í tilftynningú breska' flotarnála- ráðuneytisins, hófust á laugardag- inn. Þann dag skaut bresk flotadeild niður ítalska könnunarflugvjel, sem i orðið hafði vör flotadeildarinnar. Nokkru síðar skýrði breskur kafbát- ur frá því, að ítölsk beitiskipa- og . tundurspilladeild væri skamt fyrir sunnan Malta. Tvö tundurskeyti frá kafbátnum hæfðu tvö beitiskipanna. Þenna sama dag höfðu loks borist : fregnir af ítalska aðal-flotanum, sem í voru orustuskip, beitiskip og tundur- ’ spillar, og sem öll lögðu á flótta, þeg- Þar breskil herskipin nálguðust. ■ Á sunnúdag höfðu flugvjelar flotans gert loftárás á flugvöll við borg eina á Sardiniu. Á mánudag höfðu flugvjelar flotans gert loftárás á flugvelli á Sardiniu og Sikiley. Þenna sama dag hefðu ítalsk- ar flugvjelar gert loftárés á breska flotadeild suðvestur af Malta. ítalska herstjómin hefði minst á þessa loftárás síðastliðinn þriðjudag og sagt frá því, að ítalskar steypiflugvjelar hefðu hæft eitt flugvjelamóðurskip, eitt orastuskip, eitt beitiskip og einn tundurspilli. En sannleikurinn væri sá, að ekkert hinna bresku skipa hefði laskast, 5 flugvjel- ar óvinanna hefðu verið skotnar niður, og áð hjer hefði ekki verið um ítalsk- ar steypiflugvjelar að ræða, heldur þýskar. Loks skýrir flotamálaráðuneytið frá því, að tvö bresk herskip, þ. á m. Syd- ney, hefðu skotið á hemaðarstöðvar í tveim bæjum í Rhodos. Þriðja breska beitiskipið skaut á hernaðarstöðvar í einni af Dodocanes- eyjunni. 5 ítalskir kafbátar lögðu til atlögu við beitiskipið, og var tveim þeirra sökt, og sá þriðji laskaður. 2—5 TUNDUR- SPILLUM SÖKT Loftárásir Þjöðverja nótt og dag jK jóðverjar segjast halda uppi loftárásum á flugvelli, flug- skýli og flugvjelaverksmiðjur í Englandi dag og nótt. 1 tilkynningu þýsku herstjórn- arinnar segir, að árásir hafi verið gerðar í fyrradag á flugvelli og flugvjelaverksmiðjur á suð-austur- ströndinni, en í fyrrinótt á hafn- arborgir og flugvjelaverksmiður, þ. á. m. í Hull, Liverpool, Bristol og víðar. I fyrradag voru skotnar niður 57 breskar flugvjelar og 17 þýsk- ar (að sögn Þjóðverja), en 65 þýskar og 17 breskaf (að sögn Breta). Loftárásir Þjóðverja hjeldu á- fram í gær'úneð svipuðum hætti og undanfarið: Loftárágamerki var gefið í London fyrir hádegi, annað eftir hádegi og hið þriðja í gærkvöldi. PRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Lof tá rás á Lo n d o n truflar þingræðu Churchills UM ÞAÐ BIL sem Mr. Churchill var að hefja mikilvæga utanríkismálapólitíska ræðu í breska þinginu í gær var gefið loftvarna- merki. En þar sem flugvjelarnar virtust vera yfir út- hverfum borgarinnar, var ákveðið að halda þingfundum áfram. En nokkru síðar ákvað forseti þingsins þó að grípa fram í ræðu forsætisráðherrans og biðja þingmenn að fara til loftvarnbyrgja, því að flugvjelarnar höfðu þá borist nær. Þegar Churchill gat haldið áfram ræðu sinni stuttu síðar, hóf hann að ræða um loftárásirnar á England og sagði, að hvor- ugur hernaðaraðilinn hefði fram til þessa tekið á öllum kröftum sínum. En það væri þó greinilegt, að Þjóðverjar hefðu teflt fram hlutfallslega fleirum ag sínum flugvjelum en Bretar hefðu sjeð ástæðu til að tefla fram af sínum flugflota. En hann sagði að Bretar yrðu að vera við því búnir, að Þjóðverjar hertu sóknina. „Hitler er það nauðsynlegt, að knýja fram skjót úrslit,,, sagði Churchill. „En jafnvél þótt hann herði loftárásirnar um helming, eðá geri þær þrefalt magnaðri — sem jeg þó efast um að hann geti gert — þá er jeg viss um, að þjóð okkar mun ekki láta bugast, heldur mæta árásunum með glaðværu hug- rekkj. Og j(eg er sannfærður um að við munum rísa öflugri út úr þeirri baráttu, sem við heyjum nú. illilllliutri;;:;! 1111111111111111111111111111| iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin in iiiiniiii iii iiiiiiiiiin iii || iiiiii iii || iiiiiiniiiiiiiiiiii iii || iilllll II llllll III ■ | Járnvarðaliðið | | krefst þess að | | Carol segi af sjer | Jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiii Þjóðverjar tilkyntu , gær, að þeir hefðu sökt 5 breskum tundurspillum, tveim 2. sept. og var þeim sökt af ofansjávarher- skipum, en þremur söktu kafbát- ar. Þessir þrír voru: Express, Esk og Ivanhoe. Það er viðurkent í London að Ivanhoe og Esk hafi verið sökt, en Express hafi laskast. En borið er á móti því að fleiri tundur- spillum hefir verið sökt. í aukatilkynningu, sem þýska herstjórnin gaf út í gær, segir, að þýskir herbátar hafi ráðist á skipa flota úti fyrir austurströnd Eng- lands og sökt 5 vopnuðum lcaup- skipum, samtals 39.000 smálest- um, þar á meðal 12.000 smálesta olíuskipi. Enn eitt skip laskaðist mjög, og sundraðist flotinn með öllu. IGÆRKVÖLDI kom til óeirða í Búkarest og varð lögreglan að grípa til vjelbyssa til að bæla þær niður. Síðan voru brynvarðar bifreiðar látnar fara um göturnar til að halda uppi aga og reglu. En eftir óeirðirnar í gærkvöldi fór Antonescu hershöfðingi á fund Karols konungs og er talið að hann hafi borið fram þá kröfu járn- varðaliðsins, að Karol legði niður konungdóm. Járnvarðaliðið gagnrýnir harð- —-------------------------- lega allan stjórnarferil Karols. 'En eftir að konungur hafði í nótt fallist á að gera Antonescu að Það varð síðan kunnugt í gærmorg- un að Karol hefði gefið Antoneseu einræðisvald í öllum málum nema þeim raunverulegum einræðisherra í er lúta að skipun embættismanna og upp Rúmeníu, hafði Antonescu þó lýst gjöf saka. En konungur skuldbatt sig yfir því, að hann myndi taka að sjer að verja konung. Antonescu sat á ráðstefnu með ráðgjöfum sínum og konungi í alla fyrrinótt. En kl. 4 um nótt- ina gaf hann út tilkynningu, þar sem segir m. a. að stjórn hans tákni ekki aðeins nýja ríkisstjórn heldur nýtt stjórnarfar. Stjórnar- far þetta verður bygt á „Guði, þjóðfjelagslegu rjettlæti og þjóð- ernislegri skyldurækni“. þó til að veita engin embætti nema að ráðgast fyrst við Antonescu. Einnig skuldbatt konungur sig til að eyða áhrifum hirðgæðinga sinna á stjómmál. En hirðgæðingurinn nr, 1 er Madame Lupescu, hjákona Karols. Með því að múlbinda Lupescu, mun Antonescu hafa gert sjer vonir um að feefa jámvarðaliðana. Antonescu hefir lýst yfir því, að hann muni taka upp samvinnu við Þjóðverja og Itali og halda samuinga Rúmena um afsal Transylvaníu. Mr. Churchill sagði, að foringj- ar flughersins væru fullvissir um að breski flugherinn gæti mætt auknum árásum Þjóðverja. Bretar hefðu nú fleiri flugvjelar og bet- ur útbúnar heldur en þegar styrj- öldin hófst og jafnvel fleiri heldur en í júlí síðastliðnum, og þeir væri miklu nær því að hafa öðrum eins flugflota á að skipa eins og Þjóð- verjar, heldur en menn hefðu þor- að að gera sjer von um á þessu stigi styrjaldarinnar. „Þessi lofthernaður, sem geysað hefir undanfarið, hefir í raun og veru reynst mjög á annan veg en vjer höfðum búist við, eins og sjest á því að meira en 150.000 sjúkrarúm hafa staðið auð í sjúkra húsum vorum alt síðastliðið ár“, sagði Churchill. v. Um flugvjelatjóniS í lofthernaðinum síðan sókn Þjóðverja hófst, sagði Churchill, að tjón Þjóðverja væri ekki minna en 1900 flugvjelar. En á sama tíma hefðu Bretar mist 558 flugvjelar. Flugvjelatjón Þjóðverja væri þannig þrisvar sinnum meira en tjón Breta, en hinsvegar hefðu Þjóðverjar mist sex sinnum fleiri flugmenn en Bretar. Manntjón í Englandi frá því að sóknin hófst hefðu verið 1075 óbreyttir borgarar drepnir, og nokkuð fleiri hættulega særðir (það var tilkynt síðar í London, að af þeim sem drepnir voru, voru 627 karlmenn, 335 konur og 113 börn; en liættulega særðir: 711 karlmenn, 448 konur og 102 böm)). En FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.