Morgunblaðið - 06.09.1940, Side 5
Yöstudagur 6. sept. 1940,
%
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgtSarm.).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiSsla:
Austurstræti 8. — Slmi 1600.
Áskriftargjald: kr. 3,50 & mánuBI
lnnanlands, kr. 4,00 utanlands.
í lausasölu: 20 aura eintakiS,
25 aura metS Lesbók.
Bjargið fjenu!
■niMiniiiiHinimniniaiHimnminminininimniitiiiiniiiiiiiiiiiiiuimi
Menn og
lálefni
ninminininminimnininnimimninininmmmmmitimimniiiHmN
| Loftárás Bandaríkjanna |
| á England — frá Islandi |
Hugsmíð bresks blaðamanns !
5
uiiiiiiiiiiiiiiimiiimmiiimmmmiiiiiiiimimmimiimmiiiitmiiiiiiiiiiiiimmr 'aiiimmitmiitiitimmimiiiimiMiuitiiiiimmMiiimmimiiitiiHimmimiiiiitMr
Stjórn Samvinnufjelags síld-
veiðiskipa og nokkrir út-
vregsmenn hafa sent ávarp til’
síldveiðimanna og annara, er
diagsmuna hafa að gæta í síld-
veiðunum, þar sem skorað er á
]þá að leggja fram fje (að láni)
til byggingu nýrrar 10 þús.
mála síldarverksmiðju, fyrir
mæsta sumar. 1 ávarpinu segir
m. a. á þessa leið:
,,Þá er ætlunin að hamra það
í gegn hjá löggjafarvaldinu, að
Jjessi framlög öll verði undan-
]þegin tekju- og eignaskatti og
útsvari þar til um leið og þau
■ eru aftur endurgreidd frá fje-
laginu. Mun stjórn fjelagsins
fylgja því máli fast eftir. Fyrir
skipstjóra og aðra þá, sem í ár
hafa háar tókjur, er þessi lán-
taka því alveg sjerstakt tæki-
færi til þess að bjarga fjenu frá
því að vera uppetið af skatta-
nefndum og niðurjöfnunar-
nefndum".
Er ekki þetta ágæt lýsing af
ástandinu, sem nú ríkir í okkar
skattamálum ?
Þetta ár hefir verið ávenju
: hagstætt fyrir útgerðina, bæði
þann hluta, sem stundað hefir
isfisksveiðar og einnig hinn,
sem stundað hefir síldveiðar.
Mörg skip hafa haft ágæta af-
komu og tekjur sjómanna, sem
hafa haft atvinnu á skipunum,
hafa verið mjög góðar.
En hvernig snýst okkar þjóð-
fjelag við slíku uppgangsári,
þegar það loks kemur? Því er
mæta vel iýst í fyrnefndu á-
varpi síldarútvegsmanna, þar
■ sem segir að ætlunin sje að
„hamra það í gegn“ á Alþingi,
að framlög til nýrrar síldar-
verksmiðju verði skatt- og út-
svarsfrjáls. Það sje því einstakt
tækifæri fyrir hátekjumenn á
skipunum að verja fjenu þann-
ig, því að ella verði það alt
uppetið af skatta- og niðurjöfn-
unarnefndum!
Hið alvarlega við þetta er, að
hjer er ástandinu rjett lýst'.
Skattamál okkar eru þannig,
að enginn getur safnað fje svo
neinu nemi, nema annaðhvort
með skattaívilnun og undan-
þágum, eða skattsvikum. Þeir,
sem ekki njóta ívilnana eða
undanþága og hafa ekki að-
stöðu til að gerast skattsvikar-
ar, þeir verða að sjá af öllu í
hítir skatta- og niðifl’jöfnunar-
nefndanna.
Svona er ástandið; það vita
allir. En á þetta svo til að ganga
áfram? Er ekki tími til kominn,
að endurskoða þessa heimsku-
legu skattalöggjöf og fá hana
þannig úr garði, að menn geti
risið undir byrðinni og heilbrigt
atvinnulíf geti dafnað í land-
inu, án undanþága eða annara
: sjerrjettinda?
T slands er altaf við og við
að einhverju getið í
breskum blöðum síðustu
mánuðina. Þannig sá je.s;
þess nýlega p’etið í blaði
einu, að breska setuliðið
hjer hefði drukkið upp all-
an bjór í landinu — bá um
stundarsakir og er bað víst
ekki fjarri sanni.
Ekki er ósjaldan á það minst,
sem rauuar er vitað, að Bretai'
hafa óttast að Þjóðverjar ætluðu
að ráðast á ísland, — og er þó
ekki víst, að þessi ótti sje eius
ríkur nú og hann var fyr í sum-
ar. Einn blaðamaður skrifaði í
byrjun ágúst um svifflugur Þjóð-
verja, sem talið er að þeir ætli
að nota til herflutninga, og segir
að svifflugur þessar sjeu sjer-
staklega hentugar til lendingar á
„eyjunum þremur“, sam hanu
kallar svo, Shetlandseyjum, Fær-
eyjum og íslandi. Hann segir, að
hver sviffluga geti borið um 10
hermenn og ein flugvjel geti dreg-
ið 4—5 svifflugur, án þess ao
missa meir í hraða en 20—30 míl-
ur • á klst. Hann segir að Þjóð-
verjar hafi mikið af þessum svif-
flugum í Vernes hjá Þrándheimi.
Þessi blaðamaður segir, að það
sje skoðun hernaðarsjerfræðinga,
að ísland, Færeyjar og Shetlands-
eyjar sjeu þrjár af fimm bæki-
stöðvum, sem Hitler hafi auga-
stað á til stórfeldra árása á Eng-
land. Hinar bækístöðvarnar tvær
eru: Ermarsundsströnd Frakk-
lands og írland.
★
n íslands er að nokkru öðru
getið í grein eftir annan
breskan blaðamann, sem nú hefir
lagt pennan á hilluna og tekið
sjer byssu í hönd. Hann var
frjettaritari „Daily Express“ í
Frakklandi, en þegar hann varð
að fara þaðan, hafði honum of-
boðið svo, það sem hann sá þar
í stríðinu (að því er hann sjálf-
ur segir frá), að hann ákvað að
ganga í herinn. En áður en hann
skifti um starfa, var hann beð-
inn að skrifa grein í blað sitt um
það hvers vegna hann gengi í her-
inn og fyrir hverja hann ætlaði
að berjast. Hann skrifaði þá grein,
sem hann kallaði: „Bretland í
höndum Hitlers“.
Hann skrifar greinina eins og
hann sje amerískur blaðamaður,
sem fyrstum liafi tekist að kom
ast út úr Bretlandi, eftir ímynd-
aðan sigur Hitlers:
★
„Það sem jeg sá síðast er jeg
fór frá London, voru langar fylk-
ingar af Englendingum, tötraleg-
um til fara, með pakka og pinkla
í höndunum. Við hliðina á þeim
gengu svartstakka varðmenn,
með byssur, sem þeir höfðu tekið
frá bresku hermönnunum.
„Fylkingar þessar sjást allan
Bretar segja að
hann stjórni
Frakklandi
Myndin er af Abetz, sendi-
herra Þjóðverja í Frakklandi.
Abetz dvaldi í París löngu áð-
ur en stríðið hófst, en í júlí
1939 ljet Daladier vísa honum
úr landi og var talið, að brott-
vísun hans hefði staðið í sam-
bandi við stórfeldar mútur,
sem uppvíst varð um, og voru
það tveir franskir ritstjórar,
sem þegið höfðu múturnar. En
málaferli út af þessum mútum
fjellu niður þegar stríðið hófst.
Otto Abetz var vel kunnugur
Bonnet, sem var utanríkismála-
ráðherra Frakka þegar stríðið
hófst, en er nú aðal-vitnið gegn
Daladier, Mandel og fleirum 1
rjettarhöldunum í Riom út af
upptökum stríðsins.
Eftir að Abetz fór frá Par-
ís í fyrra, var hann um skeið
starfsmaður í þýska utanríkis-
málaráðuneytinu, eða þar til áð
Hitler skipaði hann sendiherra
hjá stjórn Petains í júlí síðast-
liðnum.
daginn á leið til járnbrautar-
stöðvanna, þar sem kvikfjenað-
ar flutningalestirnar og gamlir
farþegavagnar bíða, til þess að
flytja þær til strandar og þaðaa
til meginlandsins. Þar er þeim
skift í tvo hópa, faglærða verka-
menn — og ófaglærða“.
„Faglærðu verkamennirnir eru
settir til vinnu í hergagnaverk-
smiðjunum í Ruhr og í Frakk-
landi; ólærðu verkamennirnir eru
látnir rífa niður Maginot-línuna
og reisa nýja Siegfried-línu á
landamærum Þýskalands og Rúss-
lands . . . .“
„von Ribbentrop ljet það verða
sitt fyrsta verk, er hann kom til
London, sem fylkisstjóri, að skifta
Bretlandseyjum í mörg „óháð
ríki“ . . . .“
„Alsherjarverkfallið stend ur
enn yfir. Það hófst sama daginn
og fyrsta loftárás Bandaríltja-
manna var gerð Flugvjelar
þeirra, sem kallaðar eru virkin
fljúgandi, og sem virðast hafa
bækistöð á íslandi, ollu miklu
tjóni í skipasmíðastöðvum, þar
sem þegar er byijað að smíða
hinn nýja flota nazista . . . .“
„Enn eru óeiiðir í Norður-
Skotlandi. Leifar hersins beyja
smáskærustyrjöld í fjöllunum og
Shetlandseyjar lialda enn uppi
vörnum. Þær fá vistir frá ame-
rískum sjóflugvjelum, sem einnig
hafa bækistöð á íslandi“.
Þannig hugsar hinn breski
blaðamaður sjer framhald stríðs-
ins. Hjer liefir aðeins verið skýrt
frá litlu broti af hugsmíð hans
um það, hvað hann álítur að muni
gcrast ef Hitler sigrar England.
★ ★ ★
leiseher, hershöfðingi í norska
hernum, sem gat sjer orð-
stír í orustunum við Narvík, sit-
ur nú á skrifstofu „í skugga Nel-
sons-minnisvarðans“ í London og
stjórnar þaðan hersveitum Norð-
manna í Englandi. Norsku her-
mennirnir eru komnir í einkennis-
búninga breska hersins, „til þess
að komist verði hjá mistökum, ef
Þjóðverjum tekst að setja her á
land í Englandi“. En á öxlum liafa
þeir borða með áletruninni
„Norge“ og með litlum norskum
fána.
Fleischer hershöfðingi sagði ný-
lega í samtali við blaðamann, að
Norðmenn hvaðanæfa úr' heimin-
um, einkum frá Ameríku, ‘ væru
stöðugt að streyma í her hans.
Hann sagði að farið væri að senda
norska flugmenn til Kanada, til
þess að sækja þangað flugvjelar
(sem flogið er yfir Atlantshaf)
handa norska flughernum.
„Með degi hverjum eflist norski
herinn í Englandi; hann hefir
fengið ný vopn og nýjan útbún-
að; og liermennirnir þrá nú að
geta farið að berjast aftur. En á
meðan þeir bíða nota þeir tím-
ann, sem þeir hafa aflögum, til að
vinna verk, sem Norðmenn evu
vanir, eins og t. d. skógarhögg“,
sagði Fleiseher hershöfðingi.
Fleischer lagði áherslu á hrað-
ann í atburðunum fyrstu dagana
eftir að Þjóðverjar komu til Nor-
egs. „Jeg er ekki í nokkrum vafa
um“, sagði hann, „að margir Dan-
ir gengu í lið með okkur. En eng-
inn tími var til.að taka upp nöfn
eða spyrja spurninga; hið eina,
sem við gátum gert, var að íá
öllum, sem berjast vildu, byssur
í hendur og segja þeim, að fara
eins fljótt og þeir gætu til víg-
stöðvanna. Það var þessi mikli
hraði, sem gerði það að verkum,
að ekki tókst að sameina suður-
herinn og hersveitirnar, sem til
varnar voru í Norður-Noregi“.
Lloyd George, hinn aldraði, en
þróttmikli stjórnmálamaður
Breta (hann er nú 77 ára), sem
leiddi bresku þjóðina til sigurs í
heimsstyrjöldinni, er meú-a á-
horfandi en þátttakandi í hinum
mikla hildarleik, sem nú er háð-
ur — framhaldi h eimsstyrjaldar-
innar. En hann hefir enn óbilaða
trú á mætti Bretaveldis. Hann
segir :
„Stormský, sem verið hafa að
dragast saman yfir heimsveldi
okkar, gerast nú dimmri og ógn-
þrungnari.
Alt bendir til þess, að meira
fárviðri, en nokkru sinni hefir
komið yfir Bretland, sje nú um
það bil að skella á það, og alt það,
sem Bretum er heilagt.
Ef Bretar eru ekki ættlerar mun
Bretland komast í gegnum þenna
fellibyl óttalaust og upprjett, og
mun rísa úr ofsa hans mikilfeng-
legra, með meiri sóma og vold-
ugra en nokkru sinni, til gagns
fyrir alt mannkyn“.
(Úr ræðu fluttri um miðjan ág.)
★
Minningarorð um Trotsky eft-
ir Stalin. Hið opinbera
málgagn kommúnistaflokksins í
Rússlandi varði um daginn tveim
dálkum í grein um Trotzky undír
fyrirsögninni „Alþjóðanjósnari
dauður“. Grafskriftin sem Stalin
velur Trotzky, er „maðurinn sem
bölvaður var og fordæmdur af
öllum öreigum heims“, „óvinur
verkalýðsins og framsveitar hans
bolsjevikkaflokksins“ og „ósvíf-
inn gagnbyltingarmaður“. Fleira
er af slíkum „hinstu kveðjuorð-
um“ frá Stalin.
Trotsky vann alt af gegn bylt-
ingunni segir í greininni, og var
altaf að reyna að bregða fæti fyr-
ir Lenin. „Með dauða hans hafa
ríkjandi auðvaldsstjettir mist
dyggan þjón og leyninjósnir er-
lendra ríkja duglegan og marg-
reyndan flugumann, sem gekk í
þjónustu þeirra árið 1921“.
Fullyrt er í greininni, að Trot-
sky og áhangendur hans hafi vor-
ið 1918 reynt að „handtaka og út-
rýma Lenin, Stalin og Sverloff“,
og að lokum segir: „Þannig hefir
maðurinn, sem lagði á ráðin um
morð Kiroffs, Kuibyscheffs og
Gorkis verið drepinn af ofstopa-
mönnum, sem hann kendi sjálfur
að drepa“.
★
Flugvjelasprengjur spyrja ekki
að mannvirðingum. Þegar
loftárásir eru gerðar á London
verður að fresta þingfundum,
standi þeir yfir. Þetta gerðist síð-
ást í gær, er Churchill ætlaði að
fara að flytja ræðu sína. Ráðþerr-
arnir fara þá í herbergi, sem þeira
eru ætluð, og þingmennirnir fara
í bókasafnssal þingsins og á aðra
staði, sem ákveðnir hafa verið sera
loftvarnaskýli.