Morgunblaðið - 06.09.1940, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.09.1940, Blaðsíða 8
s jPldrðttttMa(t& Föstudagur 6. sept. 1940- ^WPMWlr^VV VVrv ÞÚSUNDIR MANNA lesa kaupskaparauglýsingar Morgunblaðsins. Það getur því ekki hjá því farið, að þær hrífi. HEILHVEITI, Sagogrjón og Viktoríubaunír nýkomið. Þorsteinsbúð, Grund- arstíg 12, sími 3247- Hring- braut 61, sími 2803. VALDAR KARTÖFLUR á 25 aura l/% kg. og gulrófur. Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12, sími 3247. Hringbraut 61, sími 2803. HEY TIL SÖLU Sími 3799. SVART SILKIFLAUEL í samkvæmiskjóla nýkomið Saumastofan Uppsölum. Sími 2744. EFTIRMIÐDAGSKJÓLAR blússur og pils altaf fyrirhggj- andi. Saumastofan Uppsölum Sími 2744. GLERPfPUR 53 cm. langar og 10 mm. í þ/er- mál, til sölu. Tækifærisverð. — Uppl. í síma 5708 og 5990. 5 MANNA BÍLL moderne. Tækifærisverð. A.v.á SPEGILLINN til sölu, 14 árg. Verð kr 80,00. A. v. á. TRYPPAKJÖT kemur í dag kl. 4. — Von, sími 4448. HÚS TIL SÖLU í Hafnarfirði. Uppl. B. M. Sæ- berg. Sími 9271. . 5 MANNA BÍLL TIL SÖLU moderne. Tækifærisverð. A.v.á KÁPUBÚÐIN Laugaveg 35. Úrval af kápum og Swaggerum. Einnig fallegar kventöskur. FRAKKAR og SVAGGERAR fyrirliggjandi í miklu úrvali. Guðm. Guðmundsson, klæð akeri. Kirkjuhvoli. MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR keypt daglega. Sparið millilið- ina og komið til okkar, þar sem þjer fáið hæst verð. Hringið í eíma 1616. Við sækjum. Lauga- yegs Apótek. KAUPUM FLÖSKUR etórar og smáar, whiskypela, giðs og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 5395. Sækjum. Opið allan daginn. Ferð til Kanaríeyja ... 28. dagur „Bróðir eðar er vonandi ekki lasenn ‘ spurði móðir Henning- way með viðkvæmni. „Jeg vona og beð, að það sje ekkert, sem valdið hefir honum óróleika“. „Hann er dálítið fölur“, sagði Susan, „en það er ekkert alvar- legt“. „Einmitt“, sagði móðir Henn- ingway.,, „Kannske það sje maga- ^Fjelagrslíf FERÐAFJELAG fSLANDS ráðgerir að fara berja- og skemtiför austur í Grafning næstkomandi sunnudag. Ekið austur Mosfellsheiði, niður með Heiðabæ óg suður með Þing- vallavatni og Sogi suður með Ingólfsfjalli og yfir Hellisheiði til Reykjavíkur. Lagt á stað kl. 8 árdegis frá Steindórsstöð Farmiðar seldir á skrifstofu Kr. Ó. Skagf jörðs, Túngötu 5 á laug ardag, kl. 10 til 12 og um kvöldið kl. 7 til 9. ÞAÐ ER EKKI UNT að fá leigjendur eða húsnæði, ef - það tekst ekki með auglýs- ingu í Morgunblaðinu. NÝTÍSKU ÍBÚÐ til leigu í Vesturbænum. Tilboð merkt X, sendist Morgunblað- inu. EINHLEYP HJÓN óska eftir þægilegri 2—3ja herbergja íbúð 1. okt. Sími 5221 VANTAR 2 HERBERGI og eldhús 1. okt. — A. v á. TÝNDIR MUNIR koma nær altaf til skila, ef þeir eru auglýstir í Morgunblaðinu. 27 ára reynsla. FLÖSKUVERSLUNIN á Kalkofnsvegi (við Vörubíla- Btíjðina) kaupir altaf tómar flöskur og glös. Sækjum sam- ntundis. Sími 5333. ÞAÐ ER ÓDÝRARA að lita heima. Litina selur Hjörtur Hjartarson, Bræðra- borgarstíg 1. Sími 4256. SJÓMANNASTOFAN í Reykjavík óskar eftir hentugu húsnæði 1. október. Upplýsing- ar gefur S. Á. Gíslason, Ási. BESTI TENGILIÐUR milli vinnuveitenda og vinnu- þiggjenda er smáauglýsing und ir þessari fyrirsögn. NOKKRA SMIÐI og verkamenn vantar mig við timburhúsbyggingar. — Heima Mánagötu 25, kl. 7—8 síðd. Einar Einarsson. OTTO B. ARNAR löggiltur útvarpsvirki, Hafnar- stræti 19. Sími 2799. Uppsetn- ing og viðgerðir á útvarpstækj- um og loftnetum. REYKHÚS Harðfisksölunnar við Þvergötu, tekur lax, kjöt og fisk og aðrar vörur til reykingar. ROTTUM, MÚSUM og alskonar skaðlegum skor- dýrum eytt úr húsum og skip- um. — Aðalsteinn Jóhannsson, meindýraeyðir. Sími 5056, Rvík. EftlrÍA. J. CRONIN verkur, eða þá að honum hafi leðið illa í nótt?“ Það varð þögn. 1 gegnum kyrð- ina heyrðist áraglam og bátur lagðist við slcipshlið“. „Hjerna er báturinn“, sagði Jimmy alt í einu. „Þessi þrjú fara nú í land í Orotava“. „Fegin er jeg“, sagði móðir Henningway og þeytti vindil- stúfnum út í sjó. „Mjer lá ekki við gráti, þegar þau kvöddu okk- ur við morgunverðarborðeð. Mary er ágæt, alt í lagi með hana, það er ekki hægt að komast hjá því að Iíka vel við hana. En hen tvö — mannleg náttúra verður altaf mannleg náttúra, en fari alt kol- að, ef maður verður ekki að setja takmörk einhversstaðar“. Harvey stóð í klefadyrum sín- um og sá bátinn nálgast, þar til hann fór í hvarf við skipshlið- ina. Honum varð þungt um hjartarætur. Hann hlustaði á, þeg ar verið var að skipa farþega- flutningnum út í bátinn. Snögg- lega Ieit hann upp og sá Mary, ferðbúna, standa í ganginum og horfa á hann. „Þá er jeg að fara“, sagði hún lágt, svo Harvey heyrði varla til hennar. Hann starði á hana eins og í draumi. Hún var að fara. „Jeg kvaddi ykkur öll við morgunverðinn' ‘. „Jeg veit þess gerist engin þörf að jeg komi, en báturinn er við skipshlið". „Já, jeg sá hann koma“, hann hætti í miðju kafi og leit á úrið. Hendur hans skulfu. „Það er svo undarlegt að fara í svona mistri“, sagði hún og tal- aði jafn lágt og áður. „Alt er svo undarlegt. Jeg býst samt við, að sólin skíni á morgun. Það gerir mun“. „Já, það gerir mun“. Honum fanst alt í einu hún líkjast einna helst þreyttum fugli. „Strax og þjer eruð komnar í land, líður yður betur. Jeg veit að yður leiðist að fara af skip- inu“, sagði hann með áherslu. „Auðvitað“. Hún reyndi að brosa, en brosið varð að stunu. Tár komu fram í augu hennar. „Skiftið þjer yður ekkert af þessu“, sagði hún. „Það er ekk- ert að mjer, en mjer verður það oft á að haga mjer kjánalega“. „Líður yður annars vel?“ „Já, auðvitað. Verið ekkert að hugsa um þetta“. Hún rjetti honum hendina. * „Jæja“. Hann tók í hönd hennar, hún var lítil og hlý. Hann hafði sár- an sting fyrir hjartanu. Ilann sagði loðmæltur; „Jeg kem ekki að bátnum“. „Nei — þjer skuluð ekki koma“. Sársaukinn í hjarta hans neyddi hann til þess að útskýra: „Þau hin — þau verða þar“. „Já“. „Svo hjerna kveðjumst við“. Hún hafði síðustu orðin eftir honum, eins og hún hræddist þau. Augnablik stóð hún hreyfingar- laus og eins og yfirgefin. Alt í einu varð hann heltekinn af eyði- tilfinningu. Ekki lengur var hönd hennar í hans hendi. Hún var farin. Hann settist og ljet höfuðið hvíla í höndudf sjer. Hann sá ekki bátinn hverfa út í mistrið. Aldrei áður hafði hann verið svona einmana. Hann fann í fyrsta sinni á æfinni til sársauka yfir því að vera einn og vinalaus, rif- inn frá verki sínu og kominn um borð í þetta skip fyrir tilstilli örlaganna. Regnið jókst og sjófuglarnir görguðu. Á morgun gat verið kom ið sólskin, en núna, þegar Aure- ola klauf öldurnar, var aðeins sorg í huga Harveys. 14. kapítuli. Brátt var þó rigningin fyrir- aftan þau. Hinni stuttu siglingu til Santæ Cruz var lokið, Aureola lagðist í sólskini við festar. Susan leit á borgina, sem lái eins og fagurt útsprungið blóm- upp fjallshlíðarnar, niður í klef— ann til bróður síns. „Við erum komin, Robbie, loks- ins erum við komin hingað“. Húu. var í sjöunda himni og ennþá var- eins og fargi væri ljett af liennr við brottför Elissu. Robert sneri baki í hána, beygði sig yfir töskurnar og var að rjála við ólarnar. Það var eins- og hann hefði sprottið upp til þess að látast vera að hafa eitt- hvað fyrir stafni. Hún varð mjög undrandi á svip- inn; að láta niður í töskur hans var algjörlega hennar verk. „Hvað“, sagði hún, „hefi jeg gleymt einhverju ?“ „Jeg var að herða á þessari. ól“, muldraði hann, án þess að líta upp. „Mjer sýndist hún ekki vera eins vel spent og hún á a5 vera“. Hún svaraði ekki, heldur horfði hugsandi á þar sem hann. var að kippa í ólina. Loksins stóð hann upp, rauður í framan og sneri sjer að henni. „Líður þjer betur nú?“ spurði; hún. „Já“. „Jeg var með áhyggjur út af þjer í morgun“, hjelt hún áfram. „Jeg var hálft í hvoru að biðja. Leith læknir að líta á þig“. Hann roðnaði. „Nei, nei“, flýtti hann sjer a'ð- segja. „Jeg get ekki — jeg vil ekki láta hann líta á mig“. „Hvað er þá að þjer, Robbie?“ Hún horfði spyrjandi á hann og neyddi hann til þess að mætæ» augnaráði sínu. Framh. onruSj nnm^j^unnhc^lríii. T ísef hjet maður nokkur, ” Bjarnason. Hann var umrenn- ingur. Enginn var Jósef óknytta- maður, og eitt sinn, er menn ræddu við hann um háttu hans, mælti hann: „Jeg er ekki þjófur. Hann Símon bróðir minn er þjóf ■ ur. Hann hefir það af honum föður mínum, ólukkan þann arna!“ Eitt sinn kom Jósef á flakki sínu að Hvammi í Vatnsdal. Bjó þar þá sýslumaður Björn Blöndal. Jósef hafði varning nokkurn fá- nýtan meðferðis og bauð til fals, en enginn vildi kaupa. Einhver heimamanna sagði Jósef, a-ð hann skyldi varast að flíka þar með vörur sínar, því ef sýslumaður vissi, að hann væri með prang, þá mundi hann taka af honum vöruna. Jósef hræddist þetta og fól þoka sinn. Sýslumaður frjetti erindi Jósefs, fann hann að máli og inti eftir um ferðir hans. Jós- ef sagði af hið ljósasta. Sýslu- maður spurði, hvort hann hefði varning nokkurn að selja. Jósef játti því. Sagði sýslumaður hon- um, að slíkt liðist eigi, og hlyti hann að missa þar varning sinn. „Ekki kvíði jeg því“, sagði Jós- ef, „þjer getið ekki tekið hanu af mjer. Jeg sá svo um, að þjer fynduð ekki pokann minn“. „Ekki trúi jeg því“, mælti sýslumaður. „Jú, þjer skyluð aldrei finna hann“, svaraði Jósef, „því jeg faldi hann hjerna í túninu, 20 þúfum fyrir neðan lambhúsið". Sýslumaður hló að einfeldni Jósefs og ljet hann sleppa með poka sinn. ★ Bóndi nokkur sat í smiðju að smíðum og kynti steinkolum. Hann sjer út um dyrnar ferða- mann detta ofan um ís á á, sem rann fyrir neðan túnið. Hann hleypur til og fær bjargað mann- Inum, en með litlu sem engu lífs- marki, ber hann heim í smiðju og fer að reyna að láta hann vitkast, leggur hann í því skyni ofán á aflinn á grúfu og vissi hÖfuðið fram, en glóðin fyrir afl- inum beint undir vitum hans. Eft- ir nokkra stund tekur maðurinn að kippast við og vitkast, lýkur upp augunum, sjer eldinn og finn- ur kolaweykinn; verður honum þá þetta að orði: „Það grunaði mig; lengi, að hjer mundi jeg Ienda“.. Kona ein á Bjarnareyjum k Breiðafirði misti mann sinn í sjó- inn, og er hún vissi, að svo hafði að borið, mælti hún: „Það var auðvitað, að feigð kallaði að lion- un, því skrattinn minti hann á ao taka þann eina nýja skinnstakk, er hann átti, og fara til fjand- ans með hann“. Maður nokkur spurði íra, bvort ekki væri mikill hávaði af tví- burum hans á næturnar. „Jæja“, svaraði írinn, „það er ekki svo slæmt; það heyrist svo mikið í öðrum, að það yfirgnæfir- hinn“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.