Morgunblaðið - 07.09.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.09.1940, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 7. sept. 1940. l Helga Thorlacius * er kunnust allra íslenzkra' kvenna, þeirra er við mat- reiðslu hafa fengizt. Hún hefir iðkað matgerðarlist árum saman, bæði hér á landi og erlendis, og getið sér hið bezta orð fyrir frammistöðu sína jafnt hjá konungum sem kotungum. Nú hefir fröken Helga Thorlacius gefið út Mat- reiðslubók, þar sem hún lýsir matartilbúningi og gefur uppskriftir af mik- illi kunnáttu. Sérstaklega hefir fröken Helga Thorla- cius þó beitt sér fyrir auk- inni grænmetisneyzlu og neyzlu ýmissa innlendra nytjajurta, er gengið hefir verið framhjá að mestu fram á þennan dag Húsmæður! Færið yður í nyt þann ótæmandi fróðleik, er yður stendur til boða í Matreiðslubók Helgu Thorlacius. Bókin kostar aðeins 4 krónur í góðu bandi. Reykjavík - Akureyri Hraðferðir alla daga. Bifreiðastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindðrs Bifreiðarstjúri með meira^prófi og jbílaviðgerð- armaður, geta fengið atvinnu. — Af(gr. vísar á. GEITIN Sjtelur GRÆNMETI SLÆMfOLÍA STELUR BENSÍNI eyðir vjelarafli til ónýtis, og peningum. Veedol þjett- ir stimpla og ventla örugglega, dregur úr núningi, en það er aðal orsök óþarfa olíueyðslu. Þessvegna spara fleiri og fleiri hugsandi bílstjórar bensín, með því að nota betri smurningsolíu. KAUPIÐ VEEDOL, SPARIÐ BENSÍN THE EXTRA MILEAGE MOTOR OIL... DREGUR ÚR BENSÍNEYÐSLU. ÓNLIST □ □ Hljómleikar Páls ísólfssonar og Björns Ólafssonar t rT' óniistarfjelag Reykjavíkur boðaði í vor, að í ráði væri að efna til hátíðahljómleika í tii- efni af 10 ára afmæli Tónlistar- skólans, en sökum örðugra tíma var því þá frestað. í stað þess bauð fjelagið meðlimum sínum til kirkjuhljómleika í Dómkirkjunui og veitti þeim þar með mjög svo áhrifaríka og hátíðlega kvöld- stund. Það er meðal þeirra fáu gleði- legu áhrifa þessara órólegu tíma, er við lifum á, að þeir hvetja menn til þess að búa að sínu. Áður hafa það verið erlendir snillingar, sem hófu hvert hljóm- leikaár: Á þessu stríðsári voru það tveir „innfæddir". En við leik þeirra kafnaði hver hugsun um alþjóða-hljómleikasali þess heims, sem nú liggur sundurtættur; það voru Páll ísólfsson og Björn Ólafsson. Þrjú orgelverk eftir Bach mynduðu rammann um fiðluvið- fangsefnin eftir Hándel, Tartini og Vitali. Til að byrja með: eitt hinna mikilfenglegu síðverka Bachs, preludium í es, sem er nokkurskonar tákn guðdóms- tignarinnar, og þrefalda fúgan, sem heyrir því til, ímynd heil- agrar þrenningar. Að leika þetta verk krefst hinnar ítrustu ein- beiningar hugans og fylstu full- komnunar í tækni á drotningu hljóðfæranna. Páll ísólfsson upp- fylti allar óskir. Hinn meistara- legi leikur hans opinberaði áheyr- endunum einstæðan listrænan við- burð. Þrjú lítil lióralforspil, sem voru leiddu hugann að öðrum viðburði kvöldsins: Toccáta í c-moll, eitt af æskuverkum Bachs, augsýni- lega samið undir áhrifum norræna læriföðurins Buxtehude. Himr leikandi og skapmiklu uppistöðu- kaflar verksins, Introduction og fúga, ómuðu bjart og hvelt í kirkjunni, enda skildi orgelleik- arinn kjarna verksins og ljek það samkvæmt því. Ijnn á milli hirtist, eins og suðrænt blóm, hin vaggandi neapolitanslia Aría. Það var áræði, sem hepnaðist okkar unga Islendingi, Birni Ólafssyni, að leika D-dúr sónötu Hándels innan árs á sama stað og Emil Telmányi ljek hana svo meistaralega í fyrra. Það hlaut að vekja athygli, að hann reyndi ekki að stæla, að hann hjelt ekki rígfast við hina breiðu barok- línu verksins, heldur notaði for- rjettindi æskunnar, og ljek það eins og „músíkant“ í besta skiln- ingi. Tækni hans og æfing kom ljóst fram í þessum leik. Annað í röðinni var tilbrigði eftir Tartini, og að lokum hin stórfenglega Chaeonne eftir Vi- tali, eitt af hinnm snildarlegu gömlu fiðluverkum, sem stráir út blómakeðju af fiðlutilbrigðum yf- ir fjögurra takta orgelbassa. í þessu stykki, sem við reyndar heyrðum líka hjá Telmányi, sýndi hinn ungi fiðlumeistari, að hanu hefir vaxið mjög, síðan liann ljek opinberlega í fyrra, og að við segjum varla of mikið, þegar við köllum hann framtíðarfiðlarann ís- lenska. Til þess hefir hann tvo eiginleika, sem sjaldan eru sam- einaðir, en í sameiningn skapa meistarann: gáfur og framgirni. Hafi Tónlistarfjelagið þökk fyr- ir kvöldið, sem átti að vera upp- bót, en varð í þess stað uppgötvun. Með kærri kveðju. Dr. V. Urbantschitsch. (3 Minkatrio | s til sölu. Sanngjarnt verð. = A. v. á. Kappleikur I dag íslandsmeistarinn VALUR Sumaruppg|ðr um hvor Ekkert jafntefli! Ilrein úrsllt! Kvðldskóli K.F.U.M. Þessi vinsæli skóli byrjar, eins og að undanförnu, 1. októ- ber og starfar fram í apríl. Skól- inn er bæði fyrir pilta og stúlk- ur, sem lokið hafa fullnaðarprófi barnafræðslunnar, en einskis inn- tökuprófs er krafist. Undanfarin ár hefir skólinn starfað í þrem byrjunardeildum og auk þess framhaldsdeild. Er hún ætluð þeim, sem áður hafa setið í byrj- unardeildum skólans eða öðrum, sem svipaða mentun hafa hlotið. I byrjunardeildum verða kend- ar þessar námsgreiriar: íslenska, danska, enska, kristin fræði, reikningur, bókfærsla, og auk þess fá stúlkur þar tilsögn í handavinnu. — f framhaldsdeild verða sömu námsgreinar kendar, en auk þess þýska. Kvöldskóli K. F. U. M. hefir nú starfað um 25 ára skeið, og hafa vinsældir hans stöðugt farið vaxandi. Hefir skólinn á síðustu árum verið slíipaður nemendum úr flestum bygðarlögum landsins. Vinsældir sínar á slcólinn m. a. því að þakka, að þar kenna mjög færir og samviskusamir kennar- ar, en kenslugjald er lágt. Skól- inn er einkum ætlaður ungu fólki, sem vill læra hagnýtar fræðigreinar samhliða störfum. Umsóknum um skólavist er veitt móttaka í versluninni Vísi á Laugavegi 1 fram til 25. sept. Ættu væntanlegir nemendur að tryggja sjer skólavist sem allra fyrst, því að aðsókn að skólanum verður fyrirsjáanlega mikil. Nán- ari upplýsingar um skólann veit- ir skólastjórinn Sigurður Skúla- son magister, sími 2526. Pirol/1 HREINSUNARCREME Stór íbúð ásamt vinnustofu óskast 1. okt. Tilboð, merkt „2534“, sendist Mbl. fyrir S. þ. m. kl. 5.30 Reyk j a víkurmeistarinn VÍKIHGUR sje betri. Hvor vinnnr! ■ Aðeins 2 söludagar efiir í 7. flofeki. HappdrættiH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.