Morgunblaðið - 07.09.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.09.1940, Blaðsíða 5
Laugardagur 7. sept. 1940, er SCAPA FLOW Sldpalagið í Scapa Flow. Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. Rltstjörar: J6n Kjartansson, Valtýr Stefánsson (AbyrgtSarm.). Auglýsingar: Árni Óla. • Ritstjórn, auglýsingar og afgreiBsla: Austurstræti 8. — Slmi 1606. Askriftargjald: kr. 3,50 & mánuBl innanlands, kr. 4,00 utanlands. 1 lausasölu: 20 aura eintakiS, 25 aura meiS Lesbók. Kartöflurnar AÐ fór eins og marga grun- aði, að kartöfluuppskeran Ærá hinu góða sumri í fyrra seld- ist upp, áður en nokkuð verulegt kom á markaðinn af nýju upp- -skerunni. Að vísu má húast við J)VÍ, að uppskeran öll í fyrra hafi verið töluvert meiri en árleg jieysla landsmanna nemur. Því asvo úrgangssamar hafa hirgðir manna orðið, sem lengst voru geymdar fram á sumarið í sumar. 'En við því er ekki gott að gera. Nú er eftir að vita, hvernig út ’koman verður með kartöfluupp- •skeruna í haust. Þó svo kunni að hafa farið, að menn hafi farið •eftir tilmælum ríkisstjórnarinnar í vor, og sett niður heldur meira .af kartöflum en venja er til, mun sú viðbót aldrei vega upp á móti OÞví, sem sprettan hefir verið lak- ari í sumar. Yegna hinnar óhag- stæðu sumarveðráttu komumst við aftur í það sama far, að hafa ekki nægilegan kartöfluforða fyrir landsmenn. Verðum við vafalaust annaðhvort að flytja inn kartöfl- uir á næsta ári, ellegar draga við •okkur þessa ágætu fæðutegund. ‘Og það er slæmt. En ef við íslendingar eigum að Æaka upp þá stefnu með fullri al- vöru í framtíðinni að trýggja •okkur nægar kartöflur fyriv meyslu þjóðarinnar, þá verður ræktunin að vera það mikil, að kún í góðum árum eins og 1939 •gefi af sjer mikla uppskeru. um- *fram þarfir til manneldis. Þá þarf að sjá um, að sá afgangur, sem ;l>á verður, geti komist í verð. Því ;annars getur ræktunin aldrei kom- iist á það stig, að við fáum nægi- ilega uppskeru í meðal sumri epa þegar veðráttan er enn lakari. Til þess að kartöfluræktin verði sem misfellaminst, þá er það .mjög þýðingarmikið að vanda rraíktunina sem best, sjá um að góðir útsæðisstofnar sjeu altaf fá- anlegir á vorin, og að lögð verði •sem mest alúð við kartöfluræktun (oinmitt á þeim stöðum, sem hún er tryggust. Og það er vitaskuld á lágsvéitum á Suður- eða Suð- vesturlandi. Iljer í nágrenni Reykjavíkur eða á þeim stöðum á Suðurlandi eða í Borgarfirði, þar sem minst hætta er á nætur- frostum á vaxtatíma jarðeplanna, . á kartöfluræktin að vera mest. í helstu kartöfluræktarhjeruð- unum ættu menn að gera gang- skör að því, að altaf verði trygg- ir útsæðisstofnar, að garðstæði sjeu valin þar sem jarðvegur er hentugastur og frosthættan minst, Þá myndi það og stórum hæta fyrir framleiðendum ef sett væri á stofn mat á sölukartöflum, svo þeir hefðu trvgga sölu, sem besta hafa vöruna, en úrgangskartöfl- urnar, sem altof mikið hefir bor- íð á undanfarin ár, yrðu teknar dii skepnufóðurs. Þetta Hvalfjörður hefir á hess- um síðustu tímum stundum verið kallaður Scapa Flow íslands — hið tilvalda herskipalagi, búið í hendur mönnunum af sjálfri náttúrunni. Við bekkjum Hvalfjörð — flest okkar, — en hvað vitum við um Scapa Flow? Seapa Flow kemur fyrst vió sögu í þessari styrjöld, strax annan mánuðinn, þegar hugrakk- ur þýskur kafbátsstjóri sigldi í kjölfar birgðaskipa breska flot- ans í gegnum sundin á girðingun- um, sem verja innsiglinguna í flóann, og sökti 22 þús. smálesta orustuskipinu „Royal Oak“ í sjálfum herbúðum breska flotans. Eins og nærri má geta f jell bresku þjóðinni þetta þungt. Næstum alla heimsstyrjöldina 1914—1918 hafði Scapa Flow verið aðalvígi breska flotans í heimahöfum — hafði verið notaður til æfinga fyr ir flotann fyrir styrjöldina, ea strax 1914 var byrjað að víg- girða hann. Virki voru hlaðiu siglingar hindraðar með því að sökkva gijmlum skipum eða með tundurduflum og þvergirðingum. Lítil fljótandi höfn og nokkur viðgerðaskip voru líka höfð þarna til viðhalds flotanum. Þarna gátu herskip Breta leit- að öruggrar hafnar til að taka nýjar vistir eftir að þau höfðu plægt sjóinn vikum og jafnvel mánuðum saman. ★ Breska flotastjórnin leit þó ekki svo á s.l. haust, þótt illa hefði tek- ist til um „Royal Oak“, að öryggi fióans væri úr sögunni, og að hún yrði að fara að leita fyrir sjer um nýja flotahöfn fyrir heimaflot- ann. Mr. Churchill, sem þá var flotamálaráðherra, skýrði breska þinginu frá því, að gallar þeir á vörnum flóans, sem hefðu gert kleift „hið fífldjarfa afrek“ þýska kafbátsstjórans, hefðu verið lag- færðir, enda hefir engum þýskum kafbát tekist síðan að leika eftir afrek Priens kafbátsstjóra. En frá því var hinsvegar skýrt þegar breski heimaflotinn ljet úr höfu í Scapa Flow, er styrjöldin í Noregi hófst, að flotinn hefði þá allur verið samau kominn í fló- anum og verið þar um 5 vikna skeið. Þegar Prien kapteinn sigldi inn í Scapa Flow í sept. síðastliðnum, var hann í raun og veru að sigla inn í gröf þýska flotans frá keisaratímunum. Eftir heims- styrjöldina var 11 þýskum orustu- skipum, 5 orustubeitiskipum, 8 ljettum beitiskipum og 50 tund- urspillum siglt inn í Scapa Flow samkvæmt fyrirmælum Breta, og þar áttu Þjóðverjar að láta skip- in af hendi við bresku flotastjórn- ina. En í stað þess að láta skip- in'af hendi söktu Þjóðverjar þeim í flóanum 21. júní 1919. Mörgum þessara skipa hefir síð- an verið lyft á hvolfi upp á yfir- borðið og málmurinn úr þeirn seldur sem brotajárn. Málmar eins og messing, brons og kopar eru ávalt mikilsvirði til endurbræðslu. Stálplöturnar var hægt að nota til eggjárnagerðar. En það furðulega hefir gers.;, að sumar af þessum plötum hafa leitað aftur til Þýskalands, þar sem þær hafa verið bræddar og sendar síðan til Englands sem skæri, rakblöð o. fl. ★ Höfnin í Scapa Flow er víðáttu mikil og djúp, í kringum 11 mílur á lengd, í austur og vestur, og sjö mílur á breidd, í norður og [lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllt ví miður get jeg ekki sagt nýjar fregnir frá Kína, og hefi þó fengið alllangt frjetta- brjef þaðan fyrir fám dögum. Eu brjefið var fulla 3 mánuði á leið- inni, er skrifað 21. maí s.l. Samt býst jeg við, að blaðalesendur vilji heyra, hvað íslensk kona, er starfað hefir að kristniboði í Kína um 35 ár, segir í frjettum þaðan. Konan er frú Steinunn Hayes kristniboðslæknir í Canton. Hún skrifar á ensku, en jeg þýði að- alefnið úr nokkrum hluta brjefs- ins. * „Það er raunalegt að þurfa að segja það, að styrjöldin og af- leiðingar hennar fari sinn vana- gang ennþá hjer eystra. Þjáning- um Kínverja verður ekki með orðum lýst. Yið hjónin biium í herteknum landshluta, og starf okkar og samstarfsmanna okkar hefir í 2 ár snúist aðallega um líknarmái til hjálpar kínverskum sjiikling- um og fólki hálfdauðu úr hungri. — Að vísu er maðurinn minn enn sem fyrri 3 morgna á viku í lækn ingastofu sinni á verndarsvæði Breta til hjálpar útlendingum þar. 4 til 5 þúsund manns fær ókeyp- is fæði á kristniboðsstöðinni og um 300 sjúklingar leita þar lækn- inga á hverjum degi. Prjedikunarstarf og annað alt verður að sitja á hakanum, þeg- ar hungrið og allsleysið er svo hræðilegt, — og þó eru það fjölda margir, sem leita Krists í fullri alvöru, og eignast sálarfrið um- suður. Að honum liggja að norð- an eyjarnar Ponnona og Main- land og að austan og norðaustan Burray og Syðri Ronaldsey, sem eru| heldur minni. í vestri og suð vestri er eyjan Hoy, sem er hæst af öllum eyjaklasanum. Fjöllin ná næstum 1.600 feta hæð. í suðvestur hluta flóans eru nokkur sund við eyjarnar Cava, Rfea, Fura og Flotta; þar kringdir af hörmungum ófriðar- ins. Dýrtíð er hjer mikil að vonum og hrísgrjón fara síhækkandi í verði. Er því óvíst hve lengi Rauði Krossinn getur kostað svo mikl- ar matgjafir, einkum þar sem verkefnum hans fjölgar með vax- andi fjárhagsvandræðum ,og neyð víða um heim. — En verði hann að diætta hjer, þá bíður þúsunda manna ekkert annað en verða hungurmorða. Ófriðurinn í Norðurálfunni kem ur hart niður á mörgum kristni- boðum í Kína — eins og víðar. Ung nýgift kristniboðshjón frá Noregi eru nýlega komin til okk- %r. Kristniboðinn hafði verið ár- langt í Tíbet, en fór svo til Hong Kong til að taka á móti konuefni sínu, er kom frá Noregi. Þar gifc- ust þau, en fám dögum síðar kom fregnin um hernám Noregs, og jafnframt var vonlaust um, að fjelag þeirra gæti fvrst um sinn sent þeim nokkurt fje til starfs í Tíbet. Og þarna stóðu þau fjevana og gátu ekki einu sinni talað kín- versku, en ensku tala þau bæði vel. Þau eru lúterskrar trúar, elskuleg og sannkristin, og ætla að dvelja hjá okkur uni hríð, ef eitthvað kynni að rætast úr, svo að þau gætu komist síðar til Tíbet. Síra Jóhann Hannesson og kona hans eru komin til stöðva sinna FRAMH. Á SJÖTTTJ SÍÐU. geta hin minni skip flotans legið. Innsiglingaleiðir í flóann eru þrjár, Hoy Sound í vestur, sem er út í Atlantshaf; Hoxa Sound í suður í áttina að Pentlandsfirðinum, og Holm Sound í austur, út Norður- sjóinn. Pentlandsfjörðurinn er 7 mflna breiður og er raunar alræmdur um allan heim. Þegar straumarnir eru sterkastir, fara þeir með 7 mflna hraða á klst. Meira að segja hafa þeir sett stór orustuskip út af stefnu sinni. Þegar mikill stormur er, sem blæs á móti strauminum, myndast lóðrjettar öldur, sem geta valdið tjóni, meira að segja á hraðskreiðum gufuskipum. í síðasta stríði var beitiskip á vesturleið á móti stormi; brotnaði þá stjórnpallur, bátur og fleira ofan þilja og margir af skipshöfia- inni særðust. Hundruð tonna af vatni komust undir þiljur. Það var í Pentlands-skerjagarð- inum, austanmegin í firðinum, í ofsastormi í janúar 1918, að tveir tundurspillar strönduðu og öll áhöfnin fórst, nema einn mað- ur. Þessi eini maður, sem af komst, flaut á einhvern óskiljan- legan hátt í gegnum brimgarð- inn og yfir hárbeittar klettanibb- ur, og tókst að komast efst upp á sker eitt, sem var gróðurlaust og brimsollið. Þótt hann væri særður og blæðandi, gat hann haldið í sjer lífinu með snjó og skelfiski, sem hann náði á fjöru. Honum var bjargað tveim dögum seinna. Á vesturströnd Pomona, nálægt Marwich-höfða, er granithella, sem minnir á annan sorglegan atburð úr síðustu heimsstyrjöld. Hún er til minningar um Kitchener lá- varð og áhöfnina á beitiskipinu „Hampshire“, sem fórst þegar skip þetta rakst á tundurdufl 6. júní 1916. ★ Þegar litið er á náttúruskilyrð- in við Scapa Flow, þá virðast það orð að sönnu, er Churchill mælti í ræðu sinni eftir Royal-Oak-at- vikið. „Vegna öryggis þess, sem við nutum, og frægt er, í Scapa Flow í síðustu styrjöld, þá gerð- um við of lítið úr hættum þeim, sem við urðum jafnan að vera í varðbergi gegn“. = r ( Islensk kona lýsir ásfandinu i Kina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.