Morgunblaðið - 14.09.1940, Side 3
Laugardagur Í4. sept. 1940.
MORGUNBLAÐIÐ
o
'J
Buckingham Palace
Hallarhliðið á konungshöllinni í London, sem varð
fyrir loftárás í gær. Ein sprengja fjell þar sem
mannfjöldinn stendur á myndinni.
Nýjar umbætur á
ríkisverksmið j un-
um fvrir næsta ár
jiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiuiiiii
Dreifing flotans milli verk-
smiðjanna nauðsynleg
Samtal við Svein Benediktsson
SVEINN BENEDIKTSSON framkvæmdastjóri
er nýkominn til bæjarins frá Siglufirði, en þar
hefir hann lengst af dvalið yfir síldveiðitím-
ann, því að hann er sem kunnugt er í stjórn Síldarverk-
smiðja ríkisins.
Tíðindamaður frá Morgunblaðinu hitti Svein að máli í gær
og rabbaði við hann um stund um síldveiðarnar í suipar. Birt-
ist hjer það helsta úr því samtali.
RugbyMleik-
or I Vatnsmýr-
inni f dag
Breskir liðsforingjar ætla í
dag að leika rugby-knattleik
á flugvellinum í Vatnsmýrinni.
Er þessi knattleikur afar vinsæll
í Englandi, en mun aldrei hafa
sjest leikinn hjer á landi fyr.
Leikurinn hefst kl. 3.30 og er
fólki heimilt að horfa á hann
endurgjaldslaust.
Herdeild sú, sem leikur rugby
í dag, er fræg fyrir góða rugby-
leikmenn, og þó keppendur sjeu
ekki í góðri æfingu, má ætla að
hjer gefist tækifæri til. að sjá vel
leikinn rugbyleik.
í rugbyleik eru 15 leikmenn í
hvorri sveit. Knötturinn er egg-
lagaður og heimilt er bæði að
sparka honum og kasta honum
með höndunum; þó má aldrei
kasta knettinum fram fyrir sig.
Mörk eru, og er þversláin í miðj-
um stöngunum.
Hjer gefst ekki tækifæri að
þessu sinni að lýsa rugby ítarlega,
en það skal tekið fram til að
fyrirbyggja misskilning, að rug-
by, sem Englendingar leika, á
ekki neitt skylt við amerískan
knattleik, þar sem leikmenn eru
í einskonar brynjum og stórslys
verða oft og tíðum.
Gera má ráðfyrir, að íþrótta-
menn og ekki síst knattspyrnu-
menn hafi gaman af að kynna
sjer þenna leik. Verða góð tæki-
færi til þess á næstunni.
Vivax.
I 220 Isiend- |
jingar ð Norð-|
i urlðndum |
| komahoim I
| Tilkynning rík- |
{ isstjórnarinnar |
Tiiiiiiiiiiiiiiiii.. 'iiiiiiiiiiiiiiimniin
UM 220 íslendingar, sem
dvalið hafa á Norðurlönd-
um koma nú heim. „Esja“
verður send til Petsamo um
næstu helgi til að sækja þá.
RÍKISSTJÓRNIN birti um þetta
opinbera tilkynningu í gær.
Samningar við Breta, Þjóð-
verja og Finna um heimflutn-
ing íslendinganna hafa stað-
ið yfir nær óslitið frá því í
apríl.
ESJA fer hjeðan beint til Pet-
samo, en á leiðinni heim verð-
ur hún að koma við í breskri
eftirlitshöfn.
DANSKA útvarpið skýrði frá
því síðastliðinn miðvikudag,
að ákveðið væri að íslend-
ingar færu heim um Petsamo
og sagði að þeir myndu
leggja af stað 23. þ. m.
Tilkynningin, sem ríkisstjórn-
in birti í gær, er svohljóðandi:
TILKYNNING
RÍKISSTJÓRN ARIN N AR.
Eftir samningsumleitanir milli
PRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
SpurningaF,
sem lögreglu-
þjónaefni þurfa
að svara
nýjum lögregluþjónum verð
ur bæítt við lögregluna sem
kunnugt er á næstunni. Stöðum-
ar hafa verið auglýstar lausar til
umsóknar og frestur er til 25.
þ. m.
Vegna þess að lögregluþjónar
eru menn, sem almenningur hefir
mikið saman við að sælda, og lík-
legt er að margan fýsi að sækja
um stöður þessar og fá „uniform'",
eru birtar hjer nokkrar spurning-
ar, sem umsækjendur þurfa að
svara, er þeir sækja um lögreglu-
þjónsstöðu.
Eftir að hafa „leyft sjer að
sækja um o. s. frv.“, kemur þessi
klausa: „Það er fullkomlega heim-
ilt af minni hendi, að lögreglu-
stjórinn í Reykjavík leiti allra
upplýsinga um mig, er honum
þykir með þurfa“.
Spurningarnar eru alls 22.
Fyrsta. spurningin er þannig:
„Skírnarnafn, föðurheiti og ættar-
nafn (því aðeins, að þess sje aflað
að lögum og skal þá tilgreina
heimildina)“.
6. spurning: „Eruð þjer kvong-
aður? Hvenær? Hver er kona yð-
ar? Eigið þjer börn? Hvað mörg
og hvað eru þau gömul? Standið
þjer í óbættum sökum vegna ó-
greiddra barnsmeðlaga?“
12. spurning: „Stundið þjer
íþróttir eða hafið þjer gert það?
(Sje svo, þá tilgreinið hverjar og
með hverjum árangri og hvort
PRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU,
— Hverju heldur þú að
nemi verðmæti síldarafurð-
anna í ár? spurði jeg Svein.
— Síldarvertíðin, sem nú er
að verða lokið, hefir gefið
meira í aðra hönd en nokkur
önnur síldarvertíð fram til
þessa.
Eins og sakir standa er ekki
unt að gera nákvæma áætlun
um verðmæti síldarafurðanna.
En gera má ráð fyrir, að það
sje nálægt 38—40 milj. króna.
— Hvernig var afkoma
skipa og sjómanna?
— Afkoma síldveiðiskipa
var yfirleitt góð og margra
ágæt. Þó brást reknetaveiðin og
varð mikið tap á þeirri útgerð.
Aflahlutur sjómanna var
miklu hærri en nokkru sinni
áður. Á hæstu mótorskipun-
um er aflahluturinn um 4130
krónur; á aflahæsta línuveið-
aranum var hann um 5000, og
á togara 2350 kr. (lágmarks-
hlutur).
Algengast var, að sjómenn
bæru úr býtum um 2500 kr.
eftir sumarið.
— Hvað var úthaldið langt?
— I vor voru horfur síður
en svo glæsilegar. öll helstu
markaðslöndin voru lokuð og
hinn mikli aflabrestur tveggja
síðustu ára í fersku minni.
Ríkisstjórnin hafði tekið upp
samninga við Englendinga um
sölu síldarafurða, en þeim mið-
aði svo hægt, að ef beðið hefði
verið eftir úrslitunum, gat far-
ið svo, að aðalsíldargangan væri
farin hjá, er að þeim dróg.
En hinn 21. júní ákvað at-
vinnumálaráðherra, að verk-
smiðjur ríkisins skyldu reknar
og taka síld til vinslu. Skyldu
þær greiða 12 kr. fyrir síldar-
málið við afhendingu.
Strax eftir að þetta var kunn-
ugt, fóru skipin að búast til
síldveiða og í júlíbyrjun Var
síldarflotinn kominn á miðin.
Fyrsta síldin aflaðist 30. júní
og upþ frá því var veiðin óslitin
til 6. sept., nema hvað veður
hamlaði veiðum nokkrum sinn-
um, tvo daga í senn. Má telja
síldveiðitímann röska tvo mán-
uði.
Hinn 4. sept. tilkyntu Síldar-
verksm. ríkisins, að eigi yrði
tekið á móti síld lengur en til
7. sept. Komu þá nokkrir út-
gerðarmenn og fóru þess á leit,
að verksmiðjurnar tækju áfram
á móti síld, án nokkurrar
greiðslu við móttöku. Til þess
kom þó ekki, bæði vegna þess,
að yeiðiveðrið spiltist og sjó-
menn vildu ekki stunda veiðar
upp á þessar spýtur.
— Flugvjelin hefir ekki haft
mikið að gera í sumar?
— Nei, að vísu ekki. Nytsemi
hennar er mest, þegar lítið er
um síld og erfitt að finna hana.
Flugvjelin byrjaði síldarleit 11.
júlí; sá þá strax margar torfur
víða. Hjelt hún uppi leit til
23. júlí, en hætti þá að mestu,
þar sem síldveiðin gekk svo
greiðlega, að ekki hafðist und-
an að afgreiða skipin í landi.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Hljómleikar
Áma Kristjánssonar
og Bjðrns Ólaísson-
ar á Akureyri
Arni Kristjánsson píanóleikari
og Björn Ólafsson fiðluleik-
ari hjeldu hljómleika á Akureyri
í fyrrakvöld í Samkomuhúsinu.
Húsið var fullskipað áheyrendum.
Viðfangsefni voru eftir Vitali,
Cesar Frank, Chopin, Saint Saens
og auk þess þrjú lög utan hljóm-
leikaskrár.
Hrifning áheyrenda fór vaxandi
með hverju viðfangsefni, er á
hljómleikana leið,
Símar frjettaritari vor á Akur-
eyri, að hljómleikar þessir hafi
orðið stórviðburður fyrir Akur-
eyrarbúa.