Morgunblaðið - 14.09.1940, Qupperneq 7
Laugardagur 14. sept. 1940.
MORGUNBLAÐIÐ
7
Sigrtður Thorarensen
nfræð ð morgun
A morgun verður níræð ein
af sómakonum þessa bæj-
-ar, Sigríður Thorarensen í Suð-
urgötu 2.
Hún hefir aldrei gifst, en hún
hefir átt sitt heimili, þar sem
hún hefir verið síkvikur og
bjartur sólargeisli fram á þenn-
an dag. Hún hefir kunnað að
lifa lífinu þannig, að sameina
fagurlega gleði og alvöru. Hún
hefir altaf verið trúkona mikil,
en það hefir ekki orðið til þess,
að hún hafi fordæmt samtíð
sína eins og mörgum öðrum
hættir við. Hún hefir kunnað að
finna sólskinsbletti í heiði, og
hefir iljað hjarta sínu á því að
sitja við þá. Fegurð lífsins hef-
ir jafnan hrifið huga hennar
meira heldur en skuggahliðar
þess. Þess vegna hefir hún altaf
verið kát eins og fugl á kvisti,
óg aldrei efast um, að hið fagra
og góða muni sigra meðal
mannanna.
Það var sú tíðin að flestir
bæjarbúar könnuðust við Siggu
T, eins og hún er venjulega
kölluð meðal vina. Og margir
eru þeir sem, hafa lifað glaðar
og ánægjulegar stundir á hinu
friðsæla heimili í Suðurgötu 2.
En með árunum fyrnist vina-
hópurinn, og Elli kerling er
orðin sambýliskona einhvers,
þá bætast fáir nýir vinir við. Þó
mun Sigríður enn eiga fjölda
vina hjer í bænum, og það mun
óhætt að segja að vinátta allra
þeirra í hennar garð er fölskva-
laus. Þess vegna verða kveðj-
urnar sem hún fær á morgun
bæði margar og óvenjulega
hlýjar.
ÖOOOOOOOOOOOO-OOOOO
Natitakjöi
NÝTT DILKAKJÖT
SALTKJÖT
ÍKjöt & FískurS
Sími 3828 oe 4764.
ÓOOOOOOOOOOOOOOOO«
Bfll til sfilu.
5 manna „Fordbíll“, model 1935,
til sölu með tækifærisverði. Upp-
lýsingar hjá Finnboga Kjartans-
syni, Austurstræti 12, I. hæð.
A U G A Ð hvílist
meC gleraugum frá
THIELE
Loftárásirnar
t London
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
ar í kapellunni, en hjeldu síðan
út í borgina, til að skoða hverfi,
sem illa hafa verið leikin undan-
farna daga.
Breska stríðsráðuneytið sendi
þegar í stað samfagnaðarskeyti til
konungshjónanna, þar sem látin
er í ljós gleði yfir því, að forsjón-
in hafi látið þau sleppa undan
hinni villimannslegu árás.
f svari sínu til stjómarinnar
segir kommgur, að hann hafi nú
reynt sjálfur, hvernig hinar villi-
mannlegu árásir sjeu, og að árás-
ir eins og þessar muni aðeins
verða til að sameina bresku þjóð-
ina til að heyja stríðið þar til
sigur sje unninn.
Konungi bárust samfagnaðar-
skeyti frá Kanada og víðar.
Lundiinabúar hafa ekki fengið
mikla hvíld frá því í fyrrakvöld.
Loftárásin í fvrrinótt st.óð yfir
frá því kl. 9 um kvöldið til kl.
5.45 í gærmorgun, síðan hófst
önnur árás kl. 7.30 og stóð til kl.
8.30, þriðja árásin hófst kl. 10 og
stóð til kl. 2 og fjórða árásin hófst
kl. 3.
f gærkvöldi hófst svo hin venju
lega næt.urárás á venjulegum
tíma, eða um 9-leytið.
Síðast þegar frjettist í nótt stóð
þessi árás enn yfir. f fregn frá
Tjondon var sagt, að loftvarna-
byssurnar þrumuðu með sama
krafti og undanfarin tvö kvöld.
Endurbót sú, sem gerð var fyr-
ir tveim dögum á loftvömuiu
Lundúna virðist vera fólgin í því,
að nýtt miðunartæki (predictor)
hefir verið sett á loftvarnabyss-
urnar.
Það er viðurkent í London, að
manntjón hafi orðið allmikið í á-
rásinni, sem gerð var í gærdag,
um sama leyti og árási.n var gerð
á konungshöllina.
Flugmálaráðunevtið segir, að
sprengjum hafi yerið varpað nið-
ur á stórbyggingar víðsvegar í
borginni, og að m. a. hafi eld-
sprengjum verið varpað í Down-
ing Street.
Ein fregn hermir ,að sprengja
hafi hæft lávarðadeildina í Parla-
mentsbyggingunni í Westminster.
Nokkurs ótta gætir út af
sprengjunni, sem grafið hefir sig
nokkur fet í jörð niður hjá St
Paulskirkjunni, en hefir ekki
sprungið ennþá. Er talið að
sprengjan sje 500 pund, og að
kirkjan kunni stórlega að lask-
ast er hún springur.
Þjóðverjar skýra frá því, að
síðustu 36 klst. hafi ritskoðunin
verið hert mjög í London.
Sftrónur
j komnar. j
1 VÍ5IH [
Laugaveg 1. Fjölnisveg 2.
LOFTÁRÁSIR BRETA.
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
Deutsches Naelirichtenbúro
skýrir frá því, að erlendum blaða-
mönnum hafi verið boðið að skoða
Potzdamer járnbrautarstöðina, og
Anhalter járnbrautarstöðina í
Berlín og að þeir hafi getað sann-
færst um, að engin flugvjela-
sprengja hafi nokkru Sinni kom-
ið niður á þessar stöðvar.
Dagbók
Næturlæknir er í nótt Berg-
sveinn Olafsson, Ránargötu 20. —-
Sími 4985.
NætnrvörCur er í Ingólfs Apó-
telri og Laugavegs Apóteki.
Messur í dómkirkjunni á morg-
un kl. 11 síra Bjami Jónsson, kl.
5 síra Jakob Jónsson.
Messað í Laugarnesskóla á
morgun kl. 2. Sr. Garðar Svav-
arsson.
Messur í fríkirkjunn á morg-
un kl. 5. Síra Ámi Sigurðsson.
Messurnar í kaþólsku kirkjunni
í Landakoti: Lágmessa kl. 6V2
árd. Hámessa kl. 9 árd. Bæúahald
og prjedikun kl. 6 síðd.
Messað í fríkirkjunni í Hafnar-
firði á morgun kl. 2, síra Jón
Auðuns.
Hjúskapur. í dag verða gefin
saman. í hjónaband ungfrú Dag-
björt Björnsdóttir og Tryggvi
Stefánsson byggingarmeistari. —
Heimili ungu hjónanna verður á
Suðurgötu 25, Hafnarfirði.
Lokunartími sölubúða. í dag er
síðasti laugardagur haustins, sem
verslpnum er lokað kl. 1.
Nordmanslaget hjer í bænum
bauð í gær skipshöfninni af
norska herskipinu „Fridtiof Nan-
sen“ og skipshöfnum af öðrum
norskum skipum, sem hjer liggja,
til kaffidrykkju í Oddfellowhús-
inu. Harald Faaberg, formaður
fjelagsins, bauð gesti velkomna.
Henry Bay, charge d’affaires
talaði fyrir minni Noregs og var
hrópað ferfalt húrra á eftir ræðu
hans og sungið „Ja vil elsker“.
Ulring skipherra talaði fyrir
minni Hákonar konungs og var
hrópað nífalt húrra og konungs-
söngurinn sunginn. Að lokum var
svo stiginn dans.
Kappróðramót íslands fer fram
í dag og hefst kl. 4 í Skerjafirði.
Keppendur eru aðeins úr einu fje-
lagi, Ármanni.
Útvarpið í dag:
20.30 Upplestur: „Logið í silki-.
sokk“, smásaga (Þórunn Magn-
úsdóttir).
20.55 Hljómplötur; Valsar eftir
Brahms.
Allir lagmenn
þurfa að ná sambandi við
fjöldann. Auðveldasta ráðið
til þess er að setja Bmá til-
kynningu í Starfskrá Morg-
unblaðsins. Hún kostax lítið
en gerir ótrúlega mikið gagn.
Starfskráin birtist á sunnu-
dögum. Tryggið yður rúm í
henni tímanlega. —
Starfskráin er fyrir
alla fagmenn.
Land
ræktað eða óræktað, í ná
grenni Reykjavíkur, óskast <>
gegn staðgreiðslu. — Tilboð ú
merkt „Land“ sendist Morg A
unblaðinu.
oooooooooooooooooo
HLUTAVELTU
*
heldur knattspymufjelagið VALUR í Varðarhúsinu og
hefst hún í kvöld kl. 8. — Meðal hinna mörgu gagnlegu og
góðu muna má nefna:
500 kr. í peningum — kamína — 2 djúpir
hægindastólar — málverk — farseðill til
Vestmannaeyja með Esju — allskonar fatn-
aður — búsáhöld — skófatnaður — matar-
forði — kol o. fl. o. fl., sem of langt yrði hjer
upp að telja. —
LÍTIÐ I GLUGGANA I UTLU BLÓMABÚÐINNI,
BANKASTRÆTI 14.
VALSVELTAN.
Lausar IðgregluþjónastOður
fi Hafnarfirffi.
Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar verður lög-
regluþjónum í Hafnarfirði fjölgað um 3. Umsóknir um
stöður þessar sendist undirrituðum lögreglustjóra fyrir
22. sept. n.k.
Lögreglustjórinn í Hafnarfirði, 13. sept. 1940.
Bergur Jónsson.
Ketvin-Diesel sýning.
Kelvin-Diesel sýning verður í Verbúðum 6
í nokkra daga, opin kl. 1—6 eftir hádegi.
ÓLAFUR EINARSSON.
/
Tilkynning
ökubann.
Hjer með tilkynnist, með tilvísun til 45. greinar lög-
reglusamþyktar fyrir Hafnarfjörð, að frá kl. 12 á hád.
sunnud. 15. sept. n.k. má ekki aka bifreiðum eða bifhjól-
um um Mjósund í Hafnarfirði.
Brot gegn fyrirmælum þessum varðar sektum, alt að
kr. 1000.00, samkvæmt 91. grein lögreglusamþyktarinnar.
Þetta tilkynnist hjer með til eftirbreytni.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, 13. sept. 1940.
Bergur Jónsson.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall og
jarðarför mannsins míns, fóður okkar og bróður
JÓNASAR RAGNARS JÓNASSONAR.
frá Hólmahjáleigu.
Jeg bið algóðan guð að launa ykkur, vinir mínir, sem mjer
hafið rjett hjálpar- og vinarhönd í veikindum okkar.
Fanney Þorvarðardóttir, börn og systkini.