Morgunblaðið - 19.09.1940, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagnr 19. sept. 1940.
3
hatt á verðlag í Ameríku
Þýskum flugvjela-
flökum biiy
breskar fiugvjelar
_______ f
Það torveldar sölu-
möguleika okkar
Samtal við Vilhjál
II
Þór bankastjóra
VILHJÁLMUR ÞÓR bankastjóri er kominn heim
með fjölskyldu, konu og þrjú börn, eftir rúm-
lega tveggja ára dvöl í Ameríku.
Svo sem kunnagt er, var Vilhjálmur Þór ráðinn aðalframkvæmda-
stjóri sýningar okkar í New-York. Þegar stríðið braust út, var hann
af ríkisstjórninni kvaddur til þess að vera verslunarerindreki íslands
í Ameríku og eftir að Island tók utanríkismálin í sínar hendur var
hann skipaður aðalræðismaður íslands í Bandaríkjunum. Gegndi hann
því starfi þar til Thor Thors alþm. tók við því af honum, hinn 1.
september síðastliðinn.
Tíðindamaður frá Morgunblað-
inu hitti Vilhjálm Þór að máli í
gær á Hótel Borg, en þar mun
hann dvelja fyrst um sinn, eða
þar til að hann hefir komið sjer
fyrir.
— Hvað getið þjer sagt a!
ment um viðskiftin við Ameríku i,
spurðum vjer Vilhjálm Þór.
— Stríðið hefir til þessa haft
ejnkennilegar verkanir í Ameríku
og alt aðrar, en víðast hvar anu-
arsstaðar. Þannig hefir enn sem
komið er lítil sem engin verð-
hækkun orðið á vörum alment. í
Amehku. Af því leiðir, að Ame
ríkumenn eiga erfitt með að átta
sig á því t. d., er við komum nú
og bjóðum þeim okkar vörur, en
segjum þeim jafnffamt að við þurf
uta að fá verðhækkun á vörunni,
því að stríðið hafi skapað það
ástand hjá okkur. .
En þegar málið er athugað ofan
í kjölinn, eru þessi tvö ólíku við-
horf, þeirra vestra og okkar, mjög
skiljanleg. Með stríðinu lokuðust
fyrir Ameríku margir og stórir
markaðir í Evrópu. Og eftir að
Þjóðverjar hertóku löndin í Ev-
rópu og hafnbann Breta stækkaði
að sama skapi, óx markaðstapið
fyrir Ameríku. Þetta er eðlileg
skýring á því, að stríðið hefir
lítil áhrif haft á verðlagið í Ame-
ríku.
— Eru ekki tollar einnig til
hindrunar viðskiftum við Ame-
ríku?
— Jú; tollar eru tiltölulega há-
ir vestra og á sumum vörum, t.
d. síldarlýsi, er svo hár tollur, að
ekki er viðlit að selja þá vöru í
Ameríku. Hefir verið til athugun-
ar, að fá leiðrjettingu á þessu og
verður unnið að því áfram.
— Við höfum ekki getað selt
ullina til Ameríku — hver er
ástæðan?
— Höfuðástæðan er hin sama
og jeg áður gat um, að ull hefir
ekki hækkað í verði í Ameríku,
fremur en aðrar vörur. Verðið er
algerlega ófullnægjandi fyrir okk-
ur. Tollur er einnig allhár á ull,
en aðalhindrunin er hið lága verð.
Vilhjálmur Þór.
— Hafið þjer von um aukin og
varanleg viðskifti okkar við Ame-
ríku?
— Já, vissulega. Það var eink
um upp á síðkastið mjög áber-
andi, hve áhugi manna vestra fyr-
ir viðskiftum við ísland fór vax-
andi. Við urðum þessa greinilega
varir á aðalræðismannsskrifstof-
unni, því að stöðugt bárust þang-
að margvíslegar fyrirspurnir og
þær fóru ört vaxandi.
Jeg álít, heldur Vilhjálmur Þór
áfram, að það sje einkum þrent,
sem þessu veldur:
í fyrsta lagi, að Island er nú
miklu meira umtalað meðal manna
en áður, eftir atburðina sem gerð-
ust á Alþingi 9. apríl s.l. *
í öðru lagi hafa hinar beinu
siglingar við Ameríku greitt mjög
fyrir viðskiftunum.
í þriðja lagi er þátttaka okkar
í heimssýningunni í New-York,
sem hefir áreiðanlega haft hjer
mesta þýðingu. Jeg er ekki í
nokkrum vafa um, að sýning okk-
ar hefir orðið til þess að opna
augu fjölmargra manna vestra
fyrir því, að á íslandi býr menn-
ingarþjóð, sem verðskuldar fylstu
athygli.
Um áhrif sýningarinnar get jeg
sem dæmi nefnt það, að í júlí í
sumar var mjer, sem ísl. konsúl,
boðið að halda fyrirlestur í hlúbb
í New-York, þar sem í eru ein-
göngu framkvæmdastjórar stærstu
PRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Flökum af þýskum flug-
vjelum, sem skotnar eru
niður í Englandi, er haldið
til haga. Aluminiumið er not-
að í " flugvjelaframleiðslu
Breta. Þannig má segja að
þýskum flugvjelaflökum sje
breytt í breskar hernaðar-
flugvjelar. — Á myndinni
sjást hlutar úr þýskum flug-
vjelum, sem skotnar hafa ver-
ið niður í Englandi.
Kolin ódýrari
I Eyjum en
Rnykjavik
KOLIN eru nú seld 12 krón-
um ódýrara tonnið í Vest-
mannaeyjum en hjer í Reykjavík.
Þetta kemur mönnum eðlilega
nokkuð spanskt fyrir, því að venj-
an er sú, að kol sjeu 20 kr. dýr-
ari í Eyjum.
Það er ilt fyrir Reykvíkiuga,
að eiga þess ekki kost að fá ódýr-
ari kol, þegar veturinn kemur.
Væru kol flutt til landsins nú,
þyrftu þau vafalaust ekki að kosta
hjer meira en 90—100 krónur, í
stað 134 kr., sem verðið er á kol-
unum 'nú.
En við þettu verður ekki ráð-
ið, segja þeir vitru, því að kola-
kaupmenn voru hvattir til að
kaupa kolin meðan flutningsgjöld-
in voru miklu hærri en nú. Kola-
kaupmennirnir verða því að selja
dýru kolin, því að annars bíða þeir
tjón, óverðskuldað.
Þetta er alt gott og blessað. En
væri ekki unt að þoka kolaverð-
inu smám saman niður, með því að
fá ódýrari farma og nota þá til
verðjöfnunar?
Hjónaefni. Nýlega hafa opinber-
að trúlofun sína ungfrú Sigurásta
Guðnadóttir, Öldugötu 28, og Sig-
urður Benediktsson, Öldugötu 32.
Skólastjórafundurinn
Skemtanir og
tómstundir
nemenda
Skólastjórafundinum var hald-
ið áfram í gær í Háskólan-
um. Rætt var aðallega um ýmsar
reglur, sem skólarnir gætu farið
sameiginlega eftir í störfum sín-
um í vetur.
Ingimar Jónsson hafði framsögu
af liálfu nefndar þeirrar, sem kos-
in var fyrsta fundardaginn. All-
miklar umræður urðu um málin og
tóku þátt í þeim, auk ýmsra þeirra
ræðumanna, sem töluðu daginn áð-
ur, þeir dr. Leifur Ásgeirsson, Sig’.
Thorlacius, Hannibal Valdimárs-
son, Bjarni Bjarnason, Sig. Guð-
mundsson og Þorst. M. Jónsson
og ennfremur talaði forsætisráð-
herra og fræðslumálastjóri.
Nefndin hafði lagt fram ákveðn-
ar tillögur, sem sumpart var beint
til ríkisstjórnarinnar, en fjalla
sumpart um skólareglur, um sam-
komur nemenda, tómstundir og
skemtanir o. fl. Voru mál þessi
rædd fram á kvöld í gærkvöldi.
I dag verður fundinum enu
haldið áfram og mun þá einkum
verða rætt um skólakerfi landsins
og samband skólanna í því.
VfHshlfd
Dana «g Itala
Viðbótarsamningur við versl-
unarsamninga Itala og
Dana, hefir nýlega verið und-
irritaður í Róm.
Samkvæmt þessum viðbótar-
samningi aukast viðskifti Itala
og Dana á þessu ári um 21/4
miljón líra.
Danir selja Itölum aðallega
nýjan fisk en fá í staðinn tóbak
og vefnaðarvöru.
Radiovitinn
á Dyrhólaey tek-
ur aftur til starfa
Vitamálaskrifstofan tilkynti
í gær, að radiovitinn á
Dyrhólaey tæki aftur til starfa
frá 15. sept.
Tilkynningin er svohljóðandi:
„1. Radiovitinn á Dyrhólaey
tekur aftur til staría að nokkru
leyti 15. sept. n. k. Útsending-
um verður fyrst um sinn hagað
þannig að sent verður aðeins
tvisvar á sólarhring kl. 11,00 og
kl. 23,00 eftir ísl. sumartíma —
10 mínútur í hvort sinn, venju-
leg útsending.
2. Á Klofningsvita við Flatey
á Breiðafirði logar nú aftur“;
Ffnskur skípstjóri
bráðkvaðður ð Húsavfk
August Wirkke, skipstjóri á
finsku skipi, sem hefir legið
á Húsavík og lestað þar ísvarinu
fisk, varð bráðkvaddur í svefn-
klefa sínum í fyrrinótt.
Wirkke var finskur að ætt,
fæddur 17. september 1875. Hanu
ljest því á sextugasta og fimta
afmælisdegi sínum.
Líkið var flutt á land í Húsa-
vík og verður jarðsett þar.
Skemdarverkf
Einhverjir skemdarvargar
hafa gengið um bæinn í
fyrrinótt og leikið sjer að því
að snúa hurðarhúna af þremur
bílum, sem stóðu á götum í
Vesturbænum.
Einn bíllinn var við Hring-
braut 124, annar á Stýrimanna-
stíg og sá þriðji á Öldugötu.
Rannsóknarlögreglqn hefir
fengið málið til meðferðar.