Morgunblaðið - 19.09.1940, Page 4

Morgunblaðið - 19.09.1940, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 19. sept. 1940. KVEMDJÓÐIH OQ ÍTEIMILIN Nokkur orð um göngulag Flestar manneskjnr láta sjer lítið ant um göngulag. Halda víst að það sje meðfætt eins og rautt hár, freknur og stórir' fætur. Nokkrum verður kannske á að spegla sig í búðar- glugga um leið og þær ganga fram hjá, rjetta þá úr sjer augnablik, en finst annars ekkert að athuga. En það eru ekki nándar nærri allir, sem ganga fallega, en fleiri gætu en gera. Sumir næstum skríða með jörð- inni, bognir í baki, eins og með þunga byrði og draga fæturna á eftir sjer, Aðrir hlykkjast allir til og ganga eins og hastir hestar. Það er auðvelt að venja sig á að ganga nokkurnveginn sæmi- lega, en til þess þarf að hafa hug- ann við það fyrst í stað. Gætið þess að vera hvorki inn- nje út- skeif, en setja fótinn beint fram og bera fæturna fallega. Bakið beint og sveifla handleggjunum ekki um of fheldur ekki bakhlut- anum, sem ekki er óalgengt). Leikkonur í Hoilywood og ann- arsstaðar eru látnar æfa sig á að ganga fallega og ljettilega með bók á höfðinu. Á meðan bókin tollir á hvirflinum, er göngulagið rjett. En ef hún dettur þráfald- lega af, þá er þaó merki um að það sje vitlaust og væri þá ekki úr vegi að reyna sig áfram, þang að til það rjetta er fundið með bókina. Það eru til margar líkamsæf- ingar, sem gerðar eru í þeim til gangi að bera sig fallega. Ein er sú að standa beinn með handlegg- ina rjetta fram og sveifla þeim «ins langt aftur og hægt er. Við það verða vöðvarnir milli hryggj- ar og herðablaðanna sterkari. Sveiflurnar verða að vera þjett- ingsfastar, ef þær eiga að koma að tilætluðum notum. Einum hlut má ekki gleyma þegar minst er á göngulag: að þess ver sem maður ber sig, því fyr verður maður þreyttur. Það segir sig sjálft, að ef líkamsþung- inn er látinn hvíla á þeim bein- um, sem frá náttúrunnar hendi ■eru ekki til þess ætluð, verður maður á skammri stundu yfir sig þrevttur. Hver veit nema að þjer finnið í línum þessum skýringu á hvers- vegna þol yðar er ekki meira þeg- ar þjer farið út að ganga, og ervx þá línur þessar ekki til einskis skrifaðar. Haldið kálblöðunum til haga Húsráð ... Kertum er síður hætt við að brenna illa, ef þau eru látin liggja í saltvatni rjett fyrir notk- nn. ★ Skúffur renna betur inn, ef talkum er nuddað utan á þær. ★ Til þess að hlífa höndunum áð- nr en ber eru sultuð, er gott að nudda hendurnar upp úr ediki. Þær verða þá síður svartar. Nú er hver síðastur að notfæra sjer þær jurtir, sem vaxið hafa í görðum í sumar. Víða mun svo vera, að kálið hafi tæplega mynd að höfuð. Þó svo sje, verða blöð- in að vera borðuð engu að síður og hefi jeg því í þetta sinn lagt aðaláhersluna á að notafæra alls- konar kálblöð og má einu gilda af hvaða jurt það er. Kjötsúpa raeð kálblöðum. y2 kg. súpukjöt, 2 1- vatn, 1 msk. salt, 1—2 msk. hafra- mjöl eða hrísgrjón, y2 kg. gulrófur eða næpur, !/t kg. kartöflur, 1 kg. kálblöð, 1 msk. söxuð steinselja. Kjötið er skorið í fremur smáa bita, sem þvegnir eru úr köldu vatni. Þegar vatnið sýður með saltinu er kjötið sett út í, þegar sýður aftur er froðan veidd ofan af og soðið í 20 mín. Þá eru kart- öflurnar og rófurnar settar út í (það er hvorttveggja flysjað áð- ur), skornar í fremur smáa bita. Síðan eru grjónin sett út í. Blóm- káls- og hvítkálsblöð ásamt græn- káli óg spínati er alt skorið smátt, sett ofan í pottinn þegar sýður. Það má ekki hræra því saman í pottinum; kálið verður ljúffeng- ara sje það soðið við gufu. Soðið við hægan eld í 20—30 mín. Súp- an verður miklu ljúffengari sjeu höfð sellerí og gulrótnablöð. Salt er látið eftir smekk. Súpa þessi er borin inn í súpu- skál með kjötinu og öllu græn- metinu ofan í, í það er hrært steinseljunni saxaðri. Sje kjötið smátt brytjað, má borða það úr súpudiskinum. Grænmetisblöð í jafningi. y2 kg. grænmetisblöð, J4 kg. rófur, 14 kg. kartöflur, y2 1. vatn, y2 msk. salt, 40 gr smjörlíki, 40 gr. hveiti, 1 msk. söxuð steinselja. Kartöflurnar og rófurnar eru hreinsaðar og skornar í ferkant- aða bita. Kálið er skorið í ræmur; þegar vatnið sýður er alt græn- metið sett út í ásamt saltinu og soðið í 10 mín. Smjörið er hrært lint í skál, þar saman við er hveit ið hrært, deigið er látið á sleif- inni út í pottinn og hrært í þang- að til það er vel jafnt; síðast er steinseljan söxuð látin út í. Grænsalat í skyri. Salatið er þvegið, vatnið renni sem best af því, skorið smátt. Skyrið er hrært, saman við það er salatinu blandað gætilega, hvað mikið er notað af salati fer eftir smekk hvers eins. Gott er að setja ofurlítinn sykur saman við skyr- ið. Rjómi eða mjólk er hafður með þessum rjetti. Skyrið er bæði hollara og ljúf- fengara með salati. Á sama hátt er salat borðað með skyrhræring, en þá er enginn sykur hafður með. Sjerstaklega holt er að borða skyr eða skyrhræring með miklu salati í fyrstu máltíð dagsins, í staðinn fyrir salat er ágætt að setja saxað grænkál saman við Það drvgir og sparar mjölið MATSEÐILL \ fvrir vikuna 20. —27. september. Föstudagur; (hamsatólg), grænt salat í Kjötsúpa með kálblöðum o.fl. skyrsósu. Kaffi með kókó eða lummum. Þriðjudagur; Laugardagur: Steiktar fiskibollur m. græn- Soðin síld með rófujafningi. metisjafningi og soðnum Grænt salat í skyri. kartöflum. Rabarbaragrautur Sunnudagur; með mjólk. Blómkálssúpa. Lambasteik m. Miðvikudagur: soðnum kartöflum og hráu Kjöt með grænmeti. Bláber grænmetissalati. Rabarbara- eða ribsber með mjólk eða hlaup með rjóma. rjóma, eða skyr og mjólk. Mánudagur: Fimtudagur: Ribsberjasúpa með tvíbökum. Grænmetissúpa. Steiktur koli Soðinn fiskur með kartöflum með soðnum kartöflum og og rófum, bræddur mör, spínatjafningi. skyrið. Salatið mun víða vera frosið í görðum, en grænkálið þol- ir frost; er því sjálfsagt að láta það standa í görðunum sem lengsö og notfæra sjer það sem mest. Radísu- og gulrófnasalat. 100 gr. blómkál, 100 gr. rad- ísur, 100 gr. gulrætur, 14 tsk. salt, 1 tsk. sykur, sítrónusafi eða edik, salatblöð. Radísurnar, gulræturnar og blómkálið þvegið vel úr köldu vatni. Best er að hafa álíka mikið af hvorri tegund. Rifið með græn- metisjárni eða hakkað í hakka- vjel, ef um stóran skamt er að ræða. Sítrónusafa og salt er felandað saman (saltinu má sleppa, en mik- ill bragðbætir er að hafa svolítið af sykri). Safanum er blandað saman við grænmetið. Salatblöðin þvegin og vatnið látið renna vel af þeim. Blöðunum raðað á fat og 1 msk. af salati sett á hvert blað. Salatið verður mikið betra, sje þeyttum rjóma blandað saman við það. Kjöt með grænmeti. y2 kg. lambakjöt, y2 kg. hvít- kál, y2 kg. gulrófur, i/2 I. vatn, 2 tesk. salt, 50 gr. smjörlíki, 50 gr. hveiti 2 mks. söxuð steinselja. Best er lamba- eða kálfakjöt, helst frampartur, sem er smá- höggvinn. Kjötið getur maður haft lítið eða mikið eftir ástæðum, og þá meira af grænmeti ef kjöt- ið er lítið. Kjötið er þvegið úr köldu vatni, heitu vatni helt á það. Látið í pott með vatni sem sýður og salti í. Þegar sýður er froðan veidd vel ofan af. Soðið í 10 mínútur. Gulrófurnar flysj- aðar og skornar í smá bita, sem lagðir eru í kalt vatn. Óhreinu blöðin tekin af hvítkálinu og það sltorið í smátt. Kálið og rófurnar sett út í og soðið 1—2 stundar- fjórðunga. Smjörlíkið hrært lint í skál með sleif. Þegar það er hvítt og lint er hveitið hrært sam- an við, hrært til það er jafnt og eins og deig. Deigið er látið á sleifina og sett út í pottinn þegar alt er soðið. Hrært hægt í þar til sósan er jöfn og sýður. Kjötið og grænmetið má ekki fara í sundur. Salt látið í eftir smekk, helt upp á steikarfat. Saxaðri steinselju stráð yfir. Helga Sigurðardóttir. Kálrófu'flatbrauð 1 bolli af söxuðu rófukáli, 1 bolli af rúgmjöli, 1 tesk. salt. Gulrófublöðin mega ekki vera ormjetin. Best er að þau sjeu ekki fullþroskuð. Þau eru þvegiu (gildir leggir skornir úr), sett of- an í sjóðandi saltvatn og soðin í 1—2 mín. Helt á gatasigti og vatnið látið renna vel af blöðun- um, söxuð einu sinni í söxunar- vjel. Rúgmjölið sett á borð; salt- inu blandað í það og vætt í með hinu saxaða káli. Þvínæst er deig- ið hnoðað þangað til það er jafnt og sprungulaust. Hafi vatnið ekki sígið vel af kálinu, þarf meira rúgmjöl í deigið. Deiginu er skift í jafna bita, sem hnoðaðir eru í flatar kökur með fitugum hönd- um, flatt út í kringlóttar kökur og pikkað, bakað á vel heitri rafmagnsplötu eða eldavjel. Kök- unum dyfið ofan í heitt vatn jafn- óðum og þær eru bakaðar. Sett- ar í bunka með bretti ofan á. Nota má kálblöðin hrá. Eru þá blöðin tekin af leggjunum og skor in mjög smátt á bretti. Það þarf minna rúgmjöl í flatbrauðið sje kálið notað hrátt, en auðvitað er það hollara með hráu kálinu, en verður þá grófara. Helga Sigurðardóttir. Húsráð » - - Til þess að sultuglös springi síður eru þau látin standa á deig- um klút og öðrum deigum klút er vafið um þau, áður en heitri sult- unni er helt í þau. Keisarinna og fegr- unarsjerfræðingur Dað er víst langt síðan að fólk komst að raun um, að það er ekki nýtt, að kvenfólk eyði tíma og peningum í fegrun og fegrunarvörur og leggur á sig ýmsar pyndingar til þess að halda fegurð ög æsku, sem þær eiga, eða þá ef þær aldrei hafa átt hana, vilja eignast. Konumar í Róm fyrir 1900 árum síðan not- uðu fegrunarlyf miklu meira held- ur en kvenfólk nú á dögum hefir nokkru sinni gert. Meðal þeirra, sem skaraði sjerstaklega fram úi% var Poppea Sabina, kona Nerós. Hún var áður gift vini keisar- ans, en einsetti sjer að verða drotning, hvað henni tókst. Hún var ljóshærð, sem var óalgengt þá, eins og enn er um Suður- landabúa, og í þá daga hlýfc- ur að hafa verið eitthvað, sem hjet „Gentleman prefer Blondes“, þótt Neró hafi varla verið neitt prúðmenni. Að minsta kosti skildi Poppea við mann sinn og Neró rak konu sína frá sjer og giftist Poppeu. Það er áreiðanlegt, að hún hefir lagt mikla rækt við að halda feg- urð sinni, því enn eru fræg böðin hennar. Meira að segja á ferða- lögum gat hún ekki verið án þess að fá sitt daglega bað úr ösnu- mjólk. Þessvegna fylgdi lest henn- ar líka hópur af ösnum, svo bað- ið gæti verið eins og það átti að vera. Hjá Locusta, sem, var fræg fyrir eiturbyrlun, og sem* líka kunni að byrla ástardrykki og fegrunarlyf, fjekk Poppea vökva til þess að lýsa hár sitt, og allir, sem vel voru færir á sviði fegr- unar og snyrtingar, þurftu að þjóna henni. Snyrting rómversku konunnar af æðri stjettum tók marga tíma á degi hverjum. Fyrir utan bað- ið var nudd ^og ilmandi smyrsl borin á líkamann, hárskrýfing og svo mjög nákvæm sminkun. Fólk heldur, að permanent-hárliðun sje eitthvað nýtt — en á þeim tímum þektist hún líka, en bara ekki með rafmagni, heldur með gufu og sjerstökum leirtegundum. Þessi meðhöndlun var náttúrlega aðeins við og við, en á hverjum degi fjekk andlitið sína snyrt- ingu. Það var látið Belladonna í augun, augabrúnirnar lagaðar og andlitsfarði og púður var notað í ríkum mæli. Að hári germönsku kvenfang- anna var mjög dáðst og auðvitað revndu rómversku konurnar að lýsa hár sitt. Sumar voru svo hepnar að finna vökva, sem gerði rauðleitan blæ á hárið — aðrar urðu að notast við hárkollur. Hjer komu lokkar germönsku kvenfang anna og þrælanna sjer vel og margar hefðarfrúr skreyttu höfuð sitt með hárlokkum af ambáttum sínum. Poppea dó eftir þriggja ára hjónaband. Það veit enginn, hvort hún hefir misnotað fegurðarmeðöl- in eða máske Loeusta eiturbyrlar- inn hafi notað kunnáttu sína á yfirboðara sinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.