Morgunblaðið - 19.09.1940, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 19. sept. 1940.
Úr daglega iífinu
Jeg átti tal í gær við Matthías Þórð
arson þjóðminjavörð um beinagröft-
inn í Kirkjustræti. Hann sagði m. a.:
Þegar gamla dómkirkjan var bygð
þar sem hún er nú fyrir aldamótin
1800 hefir kirkjustígurinn, sem lengi
var kallaður „Kirkjubrú“ verið lagð-
ur gegnum syðsta hlutann af kirkju-
garðinum. Hve langt garðurinn hefir
náð suður eftir er mjer ekki kunnugt
uin, en mig minnir, að bein hafi kom-
• ið; upp þegar grafið var fyrir grunni
hússins sunnan við götuna, á horninu
á Kirkjustræti og Tjarnargötu.
Kisturnar sem komið var niður á
í Kirkjustræti um daginn voru á mal-
arundirlaginu. Hafa grafirnar í garð-
inum verið teknar niður á sjávarmöl-
ina, en ekki lengra, og hafa verið
næsta grunnar, því hæðin frá
neðsta öskulaginu sem var þarna und-
ir götunni, var ekki nema % meter
ofan við efra borðið á kistunum. Ask-
an þarna stafar frá því, að aska hef-
ir verið borin frá húsunum í kirkju-
gárðinn í ofaníburð í kirkjustíginn
elsta.
★
Þetta sagði þjóðminjavörður. Rann-
sókn var ekki byrjuð á uppgreftinum,
var vafið utan um kisturnar og eru
þær geymdar suður í Háskóla. Verða
þær þurkaðar áður en þær verða
ránnsakaðar. En vera má, að við
rannsóknina komi eitthvað það í ljós,
sem hefir menningarsögulegt gildi.
Beinagrindurhar verða líka mældar og
mælingar þær bornar msaan við mæl-
ingar á mannabeinum frá eldri tím-
um. En þjóðminjavörður hefir mælt
bein bæði úr Þjórsárdal og víðar að.
Það er einkennilegt að hugsa til
þess, að ein af fjölförnustu götum
bæjarins skuli liggja yfir gamlan
kirkjugarð, jarðneskar leifar manna
skali liggia eða hafa legið í gröfum
sínum rjett fyrir neðan malbikið.
Gotuþysinn og umferðin öll er í harla
miklu ósamræmi við það, sem maður
á að venjast og ætlast er til að sje í
kirkjugarði, þó gamall sje.
★
Einkennilegt atvik kom fyrir mig
fyrir nokkrum dögum. Er jeg tók
upp heyrnartólið á símanum heima
hjá mjer, heyrði jeg greinilegt manna-
mál. Þó það sje ekki sem heiðarlegast
að hlusta á tal óviðkomandi manna í
síma, fanst mjer að mér kæmi þetta
það mikið við, að jeg slepti ekki
heyrnartólinu, því engum getur verið
sama um það hvort aðrir hafa sam-
band við símann sinn.
Jeg komst strax að raun um, að
maðurinn sem jeg heyrði tala var að
tala í Landsímann. Og ekki hafði jeg
hlustað nema andartak er jeg þekti á
röddinni hver það var, sem talaði. Til
mannsins sem hann talaði við norður
í landi heyrði jeg ekki.
★
Er samtalinu var lokið, símaði jeg
til Jónasar Eyvindssonar símaverk-
stjóra. Við hann og bæjarsímastjórann
Bjama Forberg hefi jeg áður kvartað
undan því, að jeg heyrði stundum
hljóð og skvaldur í síma mínum. En
frá símamönnunum hefi jeg aldrei
fengið annað svar en það, að það
væri alsendis ómögulegt, með okkar
fullkomna bæjarsíma, að heyrst gæti
milli lina.
Nú bað jeg Jónas Eyvindsson að
hringja fyrir mig á Landsímann og
spyrja þar, hvort þessi tiltekni maður
sem jeg hafði hlustað á, hefði ekki
verið að enda við að tala norður í
land.
Jónas gerði það strax eins og hans
er von og vísa og fjekk að vita,
að tilgáta mín væri rjett.
Það er að segja, þetta var engin
tilgáta, því jeg heyrði hvért orð sem
maðurinn talaði í Landsímann og
þekti alveg málróminn.
Eftir þetta geta starfsmenn símans
ekki haldið því fram lengur, að það
geti ekki heyrst milli síma hjer í bæn-
um. Og það er eins gott að menn vití
sem er, að þetta getur komið fyrir.
Það skal tekði fram, að maðurinn sem
jeg hlustaði á er nágranni minn. Jeg
sagði hontun frá þessu. Hann varð því
jafn áhugasamur og jeg í því að fá
þessu kipt í lag. Og nú á þetta að
vera lagfært svo örugt sje.
★
Fyrir nokkru átti jeg tal við bók-
bindara einn, sem oft fæst við að út-
vega mönnum blöð og tímarit sem þá
vantar, og „complettera“ fyrir menn,
ef þá vantar einstök blöð eða ár-
ganga, svo út úr því fáist heild.
Hann sagði mér, að eftirspurnin
eftir gömlum árgöngum af Lesbók
Morgunblaðsins væri mikil og vaxandi,
en afar erfitt orðið að fá fyrstu ár-
gangana heila.
Þó óbundin sje Lesbókin frá upp-
hafi ekki seld fyrir meira en 2—300
krónur, þá komi það fyrir, að hin
sjaldgæfustu tölublöð hennar, sem
flesta vantar sjeu seld á 10 krónur
eitt einasta blað.
Það blað Lesbókar, sem fyrst varð
áberandi erfitt að fá, er frá 1. nóv-
ember 1925. En í því blaði er frá-
sögnin um vjelbátinn sem fór
á stríðsárunum fyrri frá Höfn
til Reykjavíkur, og lenti í ýmsum æf-
intýrum, en „bátsmaðurinn“, sagði
söguna í Lesbók, og var ekki getið
um nafn hans, þó það sje alkunnugt
nú hver hann er. Blaðið frá 15. nóv.
sama ár kvað og vera mjög vandfeng-
ið.
En frá árunum 1926 eru þessi tölu-
blöð sjaldgæfust, sagði bókbindarinn,
frá 14. mars og frá 11. og 18. apríl.
Þeir, sem kynnu að eiga þessi blöð,
en hafa ekki hirt um að halda Lesbók-
inni saman, ættu að koma þeim á
framfæri við bókasafnara þá, sem
vanhagar um þau.
íslensk vínber
Kv að þótti að vonum tíðind-
* um sæta þegar vínber,
ræktuð á íslandi, komu í fyrsta
sinn á markaðinn.
Nú er það orðin regla, að
vínberja uppskera er á boð-
stólum á hverju hausti, en sjald-
an eða aldrei mun uppskeran
hafa verið meiri heldur en í
haust.
íslensk vínber eru afbragð að
gæðum, jafnvel bragðbetri held
ur en vínber, sem flutt hafa
verið inn. Og í ávaxtaleysinu
núna er ekki furða, þótt menn
keppist um að ná í þau. Og það
er sjersfaklega gaman að hafa
á borðum sínum suðræna ávexti
— ræktaða á Islandi.
Samtal við
Vilhjálm Þór
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
útflutningsverslananna. Jeg þáði
boðið. En eftir þetta streymdu til
mírf aragrúi fyrirspurna um mögu-
leika, bæði til að selja okkur vör-
ur og til að kaupa af okkur.
Mjer var það alveg sjerstök
ánægja, sagði Vilhjálmur enn-
fremur, að verða þess var hjá öll-
um, sem einhver kynni höfðu af
okkar landi, að þeir báru einkar
hlýjan hug til íslands og íslensku
þjóðarinnar.
— Þjer mintust á sýninguna.
Hvað viljið þjer annars um hana
segja?
— Sýning okkar hefir síst hepn-
ast ver í ár, en í fyrra. Hún hepn-
aðist bæði árin ágætlega, að mín-
um dómi. Og hún var þeim muri
betri nú, að húsrúmið var helrn-
ingi stærra. Hinn myndarlegi veit,-
ingaskáli vakti mikla athygli og
bar öllum saman um, að hann
væri okkur til sóma og prýði.
Aðsóknin að sýningunni í heild
var í ár miklu minni en í fyrra.
Þar verkaði stríðið. En jeg full
yrði hinsvegar, að aðsóknin fið
okkar sýningarskálum hafi síst
verið minni hlutfallslega.
Dómar um sýningu okkar hafa
í ár, eins og í fyrra, verið á einn
veg — mjög lofsamlegir.
Heimssýningunni verður lokið
27. okt. Okkar sýning verður op-
in allan tímann. Við höfum það
miklar tekjur af veitingaskálan-
pm, að sjálfsagt er að hafa opið
út tímann.
íslendingar í New-York og ná-
grenni ljetu ákveðið í ljós við
okkur hjónin, að þátttaka fslands
í sýningunni og vesturkoma ýmsra
manna hjeðan í sambandi við sýn-
inguna, hefði glætt mjög sam-
heldni meðal þeirra og voru þakk-
látir fyrir það.
— Teljið þjer þörf á því, að
ísland hafi fulltrúa í Ameríku í
f ramtíðinni ?
— Já, vissulega. Jeg tel það
ekki aðeins æskilegt, heldur nauð-
synlegt, að við leggjum alt kapp
á að tryggja og efla viðskifta-
böndin við hin voldugu Banda-
ríki. Jeg tel, að með sýningunni
hafi verið lagður góður grund-
völlur að þessu. Og jeg hefi þá
trú, að með því að hafa áfram
skrifstofu vestra, undir forystu
Thor Thors alþm., verði vel sjeð
fyrir okkar málum þar.
Að síðustu spurðum vjer Vil-
hjálm Þór, hvort hann vildi nokk-
uð segja um þau blaðaskrif, sem
fram hafa farið hjer í sambandi
við starf hans vestra. Svaraði Vil-
hjálmur því, að hann hefði eitt-
hvað heyrt um þessi skrif, en ekk-
ert af þeim lesið og gæti þ. a. 1.
ekkert um þau sagt á þessu stigi.
Berfaferð
K á föstndaginn 20. þ. m. kl. O f. h. frá
BflfveiðastöO Islands, simi 1540.
Mý bók
Bebekka
Daphne du Maurier; Re-
bekka. Páll Skúlason ís-
lenskaði. — Heimdallur.
Bókaútgáfa, Rvík 1940.
Skáldsaga þessi kom fyrst út í
Englandi sumarið 1938. Hún
var þegar, áður en hún kom ú+,
kjörin „besta bók mánaðarins“ af
The Book Society. Viðtökurnar
voru líka svo góðar, að frá því í
ágúst, er bókin kom út, og til
ársloka komu af henni hvorki
meira nje minna en 6 útgáfilr.
Svípaðar voru viðtökurnar í Ame-
ríku. Þar var hún einnig, áður en
hún kom út, kjörin „bók mánað-
arins“ af The Literary Guild og
strax keypt til kvikmyndunar, en
í vor sem leið kusu amerískir bók-
salar Rebekku vinsælustu bók árs-
ins. Sýnir það, að bókin var eigi
aðeins dægurfluga, sem átti vel-
gengni sína eingöngu að þakka
ötullegri auglýsingastarfsemi, held ,
ur og megnug þess að halda vin-1
sældum sínum óskertum framvegis
meðal lesanda.
Þessi saga er rituð í anda þeirra
höfunda, sem trúa á manngildið
og trúa á sigur lífsins og kjósa
því heldur að lýsa hugrökkum og
þrautseigum mönnum og konum
en válegum þegnum og veifisköt-
um. Ekki er þó svo að skilja, að
ekki kenni ærins mismunar á per-
sónum sögunnar að þessu leyti.
Eru þar sumir menn góðir og
sumir illir, eins og þar stendur.
En aðalkostur sögunnar er það,
hversu skemtileg hún er, svo að
erfitt er að leggja hana frá sjer
fyrri en hún er á enda lesin. Og»
vissulega eru persónurnar flestar
skýrar og lifandi eins og best má
vera. Vekur það síst furðu, þótt
bók sem þessi hafi hvarvetna átt
miklum vinsældum að fagna sem
skemtileg skáldsaga.
Islenska þýðingin er lipur og
læsileg og ber vott um stórum
betra málfar en algengt er að sjá
á þýðingum útlendra skáldsögu-
bóka. Guðni Jónsson.
Qíifum fll sölu
mörg hús víða um bæinn með'
lausum íbúðum 1. október.
Viljuni kaupa
Veðdeildarbrjef. Eimskipafje-
lagsbrjef og Kreppulánasjóðs-
brjef.
Höfum kaupendur
að húsum af ýmsum gerðum,
einkum einbýlishúsum.
Gunnar Sigurðsson
&
Geir Gunnarsson,
Hafnarstræti 4. Sími 43 06-
Macearoni
Núðlur
vmn
1Q
13
Laugaveg 1. Fjölnisveg 2.
□
=iq
AUGAÐ hvílist
með gleraugum frá
THIELE
B.S. I.
Símar 1540, þrjár linur.
Góðir bílar.-------Fljót afgreiðsla.
Hið islenska
kvenffelag
fer berjaför til Þingvalla laugar-
daginn 21. þ. mán. — Uppl. í
síma 4970 og 3482.
MlUFUmaNGSSKRlFSTOPi
Gtaðl&ugur Þorlákasoa.
Símar 3602, 3202, 2002.
Auaturstræti 7.
SkrifBtofutími kl. lfr -12 og
herbergi eða íbúð
eða leigjendur fyrir
laustið, vinnustúlku,
eða einhverja muni
tn kaups, þá er hægt
að ráða bót á því
Bifreiðarstjóri
með meira prófl'og bílariðgerð-
armaður, geta fcngið atvinnn. —
Af|fr. vísar á.
Reykjavfk - Akureyri
Hraðferðir; alla daga.' . " "1
■■ »->".■"7HWJI
Bifreiðastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindórs