Morgunblaðið - 21.09.1940, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Langardagur 21. sept. 1940.
Veður fer aftur batnandi við Ermarsund
i % J
Harðnandi næturárásir
Framtíð Evrópu
og Afríku
rædd
á London
Dagárásir á flug-
stöðvarnar á
suðurströndinni
VEÐUR VIÐ ERMARSUND fór batnandi í gær,
og í fregn frá Þýskalandi í gærkvöldi var
skýrt frá því ,að skygni væri svo gott, að
þýsku flugmennirnir gætu greinilega sjeð hvar sprengjur
þeirra kæmu niður á hemaðarstöðvar í London. Loft-
vamamerki í London var gefið um líkt leyti í gærkvöldi
og undanfarin kvöld.
í fregn frá London á miðnætti í nótt var skýrt frá
því, að geislar ljóskastaranna mynduðu boga í úthverfum
borgarinnar frá suð-austri til norð-vesturs. Ein orustu-
flugvjel var sögð hafa steypt sjer yfir miðhluta borgar-
innar og varpað niður þungum sprengjum.
1 suðurhluta borgarinnar hafði verið varpað niður eld-
sprengjum og höfðu nokkrir eldar kviknað þar.
LOFTBARDAGAR
Fyr í gœr eða laust eftir hádegið höfðu um 200 þýskar
flugvjelar flogið inn yfir Kent-ströndina. En þær fengu
móttökur frá loftvarnabyssum Breta á ströndinni að því
er breska flugmálaráðuneytið tilkynnir og síðan frá or-
ustuflugvjelunum, sem rjeðust gegn þeim.
Þýsku flugvjelarnar höguðu fluginu að þessu sinni þannig,
að orustuflugvjelarnar flugu neðar en sprengjuflugvjelarnar.
Er talið að orustuflugvjelarnar hafi átt að ráðast á loftvarna-
byssustæði Breta.
En venjulega er þetta öfugt, að orustuflugvjelarnar fljúga
ofar en sprengjuflugvjelarnar, sem þær eiga að vernda.
Þjóðverjar tilkyntu í gærkvöldi að 12 breskar flugvjelar
hefðu verið skotnar niður í loftbardögum í gær. En nokkru áður
hafði breska flugmálaráðuneytið tilkynt að 4 þýskar flugvjelar
og 7 breskar hefðu verið skotnar niður.
Ribbentrop, Hitler, Giano greifi.
von Ribbentrop
fer heimleiðis
í dag
FUNDINUM í Rómaborg er lokið. Það er talið
að Joachim von Ribbentrop, utanríkismála-
ráðherra Þjóðverja, fari heimleiðis til Berlín
í dag, til að gefa Hitler skýrslu.
von Ribbentrop ræddi í annað sinn við Mussolini í
Feneyjahöllinni í gær. En áður en sá fundur, sem stóð í
rúmlega klukkustund, hófst, hafði von Ribbentrop átt langt
samtal við Hitler í síma.
I gærmorgun hjelt Ciano greifi von Ribbentrop árdegisveislu
í Excelsior-veitingasölunum í Rómaborg.
Lítið er vitað um erindi þýska utanríkismálaráðherrans til
Rómaborgar annað en staðreyndirnar um viðræður hans við
Mussolini og veisluhöld Cianos greifa — og það sem þýsk og
Þjóðverjar
hóta rentum
og rentu-
rentum
Breskar flugvjelar vörpuðu
í fyrrinótt sprengjum > /-
ir Heidelberg, að því er fregn-
ir frá Berlín herma. Hefir þetta
vakið mikla gremju í Þýska-
landi og opinberlega er látið í
veðri vaka, bæði í sambandi við
Heidelbergárásina og „barna-
morðs“-árásina á Bethel-sjúkra-
húsin í Bielefeld, að Bretar
muni fá þetta borgað með rent-
um og renturentum.
Árásin á Bethel-sjúkrahúsin
var aðalumræðuefni Berlínar-
blaðanna í gærmorgun.
Bretar hjeldu áfram í gær-
kvöldi loftárásum sínum á hafn-
arborgir Þjóðverja við Ermar-
sundsströnd. Fólk á suður-
strönd Englands gat sjeð
glampann frá ljóskösturunum
handan við sundið, einkum frá
Oalais og Boulogne.
I fyrrakvöld gerðu Bretar,
Frátt fyrir slæm veðurskilyrði,
árás á Dortmund-Ems skipa-
skurðinn.
Einnig voru gerðar árásir á
verksmiðjur og flugstöðvar í
vestur-Þýskalandi, að því er
breska flugmálaráðuneytið til-
kynnir.
„Tíöindalanst af
vígstöðvunam
1 Egyptalandi“
Tilkynning bresku herstjórnar-
innar í Kairo í gær, um á-
standið í vestur-eyðimörkinni í
Egyptalandi, er einhver sú stysta,
sem herstjórnin hefir birt. Tii-
kynningin er á þessa leið:
Engin breyting hefir orðið hjá
Sidi Barani. Tíðindalaust af öðr-
um vígstöðvum.
Þrír ítalskir frjettaritarar voru
handteknir á vígstöðvunum hjá
Sidi Barani s.l. sunnudag og eru
nú komnir til Kairo. Einn frjetta-
ritaranna, Fancelli, hefir skýrt frá
því, að þegar vjelahersveitir ítala
fóru yfir landamærín s.l. sunnu-
dag, hafi framsóknin verið hæg,
«vo hæg, að frjettaritararnir fóru
á undan, og komu þeir auga á
smáflokk, sem hafði vjelknúin
hernaðartæki, og hugðu þar vera
«inn af framvarðaflokkum ítala.
En þetta var þá breskur flokkur,
og voru ítalarnir þrír teknir tí.l
fanga og fluttir til Mersa Ma-
truh.
ítalska herstjórnin tilkynti í
gær, að könnunarflugbátur hafi
sökt enskum kafbáti. •
I tilkynningu flugmálaráðu-
neytisins er vakin athygli á því,
að erfitt hafi verið að finna
þýsku flugvjelarnar vegna þess
hve lágskýjað var.
DAGÁRÁSIRNAR.
Loftárásirnar, sem Þjóðverjar
gera að degi til virðast aðallega
miða að því, að eyða kröftum
breska flughersins og eyði-
leggja stöðvar hans á suður- og
suð-austur-ströndinni. Sprengju-
flugvjelar sem sendar eru yfir
England að degi til verða að
hafa öfluga fylgd orustu-flug-
vjela til þess að verja þær ársá-
um bresku orustuflugvjelanna,
en þetta gerir það að verkum,
að dagárásirnar eru bundnar
aðallega við suðurströndina. Or-
sökin til þessa er sú, að orustu-
flugvjelarnar geta ekki flutt
með sjer nema takmarkaðan
forða af bensíni, eða aðeins til
2—-3 klst. flugs. Það er þess-
vegna ekki nema takmörkuð
vegalengd, sem þær geta flogið,
vegalengd, sem verður þeim
mun styttri, þeim mun fleiri or-
ustur, sem flugvjelarnarnar
verða að heyja.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU
10 þús. smál.
herflutninga-
skipi sfikt
BRESKA flotamálaráðuneyti'ö
hefir staðfest þá fregn, að
kafbáturinn „Sturgeon" (640 smá-
lestir) hafi að kvöldi 2. september
sökt 10 þús. smálesta þýsku her-
flutningaskipi við norðurströnd
Danmerkur.
Fregn hafði borist um þetta áð-
nr, frá Svíþjóð, en þá var hún
borin til baka. í Þýskalandi. Liðs-
foringi á breska kafbátnum hefir
skýrt svo frá, að í fregn frá Dan-
mörku hafi þess verið getið að
3—4 þús. hermenn hafi verið um
borð í herflutningaskipinu.
Liðsforinginn segir, að tveir
tundúrspíllar háfi verið í fylgd
með skipinu. Þegar tnndurskeytið
hæfði skipið gaus upp 2000 feta
há reyksúla og 10 mínútum síðar
var skipið alelda. Hálfri annari
klst. síðar var skipið sokkið.
ítölsk blöð segja.
— Churcbill—
London í gær —; Þorpið
Churchill 1 Somerset (Eng-
landi) hefir sent þorpinu
Churchill í Nevada (Banda-
ríkjunum) skejrti, þar sem
látin er í ljós ánægja yfir
því að forustuskip tundur-
spillanna, sem Bretar fengu
frá Bandaríkjunum, skuli
hafa verið skírt Churchill.
f skeytinu segir, að nafn-
gjöf þessi muni verða til að
treysta vináttuböndin millí
Breta og Bandaríkjamanna.
Kr. 50 milj.
London —: Samkvæmt fregn-
um í rússneskum blöðum nema
útgjöld franska ríkisins vegna
uppúhalds þýska hersins í
Frakklandi sem svarar um 50
miljón krónum á dag.
„Deutsches Nachrichtenbúro“
segir, að það sem rætt hafi ver-
ið um væri hin nýja skipun Ev-
rópumálanna, eftir að England
er sigrað. En það var ekki að-
eins rætt um skipun Evrópu-
málanna, heldur einnig um
framtíð Afríku, sem um langan
aldur hefir átt við kúgun af
hálfu Breta að búa.
Einnig er álitið, að rætt hafi
verið um Sýrland, Palestínu,
Transjórdaniu og Irak, og um
Tyrkland og Grikkland, sem
sögð eru i Berlín vera enn undir
áhrifum frá Bretlandi.
En bæði í Berlín og Róma-
borg er látin í ljós *ú
skoðun að stríðið gegn Eng
landi sje komið á það stig,
bæði um lofthernað á sjálft
England og um hernaðinn
í Egyptalandi, að fundur-
inn í Rómaborg hafi verið
nauðsynlegur.
f fylgd með von Ribbentrop í
Rómaborg var heill hópur af
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.