Morgunblaðið - 08.10.1940, Side 5

Morgunblaðið - 08.10.1940, Side 5
I*riðjudagur 8. október 1940, 5 orjgtmfclafcid Útgef.: H.f. Árvakur. Reykíavtk. Rltstjörar: Jón KJartanBaon, ■Valtjhr Stefánaaon (ábyrg-Carm.). Auglýelngar: Árnl Óla. Rttatjörn, auplýsliiKar og afgretttala: Austurstrætl 8. — Stnjl 1800. Áakriftargjald: kr. 8,60 á mánuBI tnnanlands, kr. 4,00 ntanland*. í lausasölu: 20 aura etntakttt, 26 aura meO Lesbök. Hvernig loftorust- ur eru háðar Prófdómarinn Ojálfstæðisflokkurinn er að ganga undir 1. bekkjar- ipróf á sviði verkalýðsmálanna“, ;sagði ungur Óðinsfjelagi, Ólaf- ur J. Ólafsson, hjer í blaðinu aiýlega, „og það er eðlilegt og skiljanlegt. að hann fái ekki Uofsverðar einkunnir í öllum íögum. En það er flokksleg ;skylda allra góðra manna, að reyna að bæta misfellurnar, og hugsa meira um heildina en eig- iin vasa. Og i öllu falli er það ílokksleg skylda að tryggja flokkinn innan frá, áður en far- áð er að rjetta deyjandi flokk- sum hjálparhönd“. Ritstjóri Alþýðublaðsins Lef- lr gert þessi ummæli hins unga Sjálfstæðismanns að umtalsefni, *og birt gífuryrði um afskifti Sjálfstæðismanna af verkalýðs- málum, sem gangi undir próf og snúi frá prófborðinu „með núll og nótu“. Þátttaka Sjálfstæðismanna í fjelagsmálum verkamanna er tiltölulega nýr þáttur í starfi flokksins, og því lítil prófraun á það komin enn, hve vel flokknum tekst í framtíðinni að rjetta verkamönnum hjálpar- hönd. En eins og greinarhöf. kemst að orði, er það skylda flokks- manna að tryggja flokkinn inn- an frá. Með hógværri gagnrýni, samtakahug og velvilja má þetta alt fara vel. En prófið, sem flokkurinn gengur undir í þessum málum er hvergi nema þar sem kosn- ingar fara fram, á meðan lýð- ræði fær að ríkja í landi voru. Og seinast þegar Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn fengu tækifæri til þess að prófa hver hlyti hærri einkunn í fjöl- mennasta verkalýðsfjelaginu, Dagsbrún, þá var einkunnin, er Alþýðuflokkurinn fekk, sínu lægri en Sjálfstæðisflokksins. Þegar / flokksmenn þessara tveggja flokku stóðu saman að kosningum í sama fjelagi, bar • ekki mikið á liði Alþýðuflokks- ins. Varð ekki sjeð að einkunn Alþýðuflokksins við prófborð Dagsbrúrtarmanna væri vitund- arögn hækkandi. Það er skamt síðan Sjálfstæð- ísmenn höfðu engin fjelagssam- tök meðal verkamanna. Þá var Alþýðuflokkurinn einráður að heita mátti í þeim fjelagssam- tökum. Síðan hefir hann gengið nndir nokkur próf við kosning- ar. 1 hvert einasta skifti hefir hann hrapað. Og enn eru eng- ar horfur á að einkunn hans hækki við prófborð kosninga, • eða hjá þeim eina prófdómara, sem hjer kemur til greina, sem er verkalýðurinn sjálfur. Einlcunnagjafir Alþýðublaðs- ritstjórans eru í þessu sem öðru markleysan helber. Urslit orustanna, sem háðar hafa verið' í hess ari styrjöld, hafa í fyrsta lagi oltið á flughernum — starfi flugmannanna í or- ustu og sprengjuflugvjel- unum. Sigrarnir, sem unnir hafa verið, hafa hví fyrst og fremst verið sigrar flug- mannanna — og sigurinn í „orustunni um England“, sem nú geysar, veltur á hví, hvor aðilinn nær yfirhönd- inni í lofti. Starf flugmanna í orustuflug- vjelum má greina eftir því, hvort þeir eiga í höggi við orustuflug- vjelar eða sprengjuflugvjelar óvin- anna. Aðferð flugmannanna er mismunandi eftir því við hvora greinina þeir eiga og flugmenn í einsætisflugvjelum nota aðra að- ferð en flugmenn í tvísætis- eða eða margra sæta flugvjelum. Loks er aðferðin mismunandi eftir því, hvaða vopnum flugvjelarnar eru búnar. í einsætisflugvjel, eins og „Hurricane“ og „Spitfire“, leiðir það af sjálfu sjer, að flugmenn- irnir — sem verða að nota hend- urnar og fæturna til að stjórna flugvjelunum — geta ekki með- höndlað eða miðað vjelbyssu, sem. hægt er að færa úr stað.. Byss- urnar eru þess vegna fastar í vjel- unum. J stað þess að miða byss- um sínum, miðar flugmaðurinn vjelinni að óvininum (sjá mynd). Miðunarstönginni er komið fyrir fyrir framan hann (2 og 3 á myndinni), sem sýna honum þegar stutt er á hnapp, sem komið er fyrir á stýrisborðinu. Byssurnar skjóta ekki allar beint fram, heldur eru þær gerðar þannig, að skotin úr þeim koma. saman um 200 metra fyrir fram- an flugvjelina. Tjónið sem unnið er, þegar mörg skot skella þjett saman í bol flugvjelanna, er nægilegt jafn.- vel til að kljúfa í tvo hluta mjög sterkbygðar grindur. Þannig geta' göt, gerð af kúlum úr þessum ,,samsokta“-byssum, lagt að velli flugvjelar, þar sem aftur á móti 50 kúlur, em fara í gegnum flug- vjelina á mismunandi stöðum, gætu aðeins unnið lítið tjón. Tjónið, sem unnið er með „sam- skota“-byssum, er sambærilegt við tjónið, sem unnið er með flug- vjela-„fallbyssum“. Þýskar flug- vjelar eru búnar fallbyssum og auk þess einni eða tveimur vjel- byssum. Skotið er af fallbyssun- úm, annað hvort gegnum miðjuna á flugvjelaskrúfunni, eins og á „Me 109“, eða að þeim er komið fyrir undir flugmannsklefanum, eins og á „Me 110“. Fallbyssurnar hafa það fram yf- ir vjelbyssurnar, að hægt er að skjóta af þeim úr meiri fjarlægð, og að tjónið, sem unnið er þegar fallbyssukúlan springur, er mikið, ein kúla sem hittir mun næstum áreiðanlega leggja flugvjelina að velli. A móti þessu kemur, að nákvæm miðun bvssna í hrað- fleygum orustuflugvjelum af nýj- j ustu gerð er örðug úr mikilli fjarlægð. Einnig eru vjelbyssurn- ar að sjálfsögðu hraðskeyttari. En ‘ ekki er talið ólíklegt að hinar Myndin sýnir hvérnig skotin úr 8 býssna orustuflugvjel koma saman. Skotúnum er hleypt af með því að styðja á hnappinn (1). Miðin (2 og 3) sýna flugmanninum hvenær óvinaflug- vjelarnar eru í skotfæri. öru framfarir, sem gerst hafa með tilliti til notkunar fallbyssna, að þær reynist heppilegri sem vopn í orustuflugvjelum, heldur en vjelbyssur. Þetta er einnig viður- kent í Englandi. I sambandi við vjelbyssurnar má geta hjer athyglisverðs atriðis. Með jöfnu millibili, ef til vill þriðja eða fimta hver kúla, er sett í vjelbyssurnar það sem kall- að er „leitar“-kúla. Kúlur þessar brenna, er þær þjóta um loftið, og gefa frá sjer reyk, svo að flug maðurinn getur sjeð þær bæði að nóttu og degi. Tilgangurinn með notkun þeirra er að gera flug- manninum kleift að sjá, hvert kúl- ur hans fara, svo að hann geti lagfært mið sitt samkvæmt því. Ein af mestu uppfinningum styrjaldarinnar 1914—1918 var samstilling hreyfils og vjelbyssu, þannig að hægt er að skjóta gegnum blöðin á loftskrúfunni, án þess að kúlurnar laski þau. Svipuð aðferð, að vísu endurbætt, er notuð nú, þegar byssunum er komið þannig fyrir, að skjóta *verður á milli blaðanna á skrúf- unni. Þar sem flugmaðurinn í einsæt- isflugvjel getur aðeins skotið beint fram fyrir sig, varðar mestu fyr- ir hann — hvort sem hann á í höggi við orustuflugvjelar eða sprengjuflugvjelar — að geta stjórnað flugvjel sinni þannig, að óvinur hans sje fyrir framan hann. En á meðan hann er að reyna að koma óvininum fram fyrir sig, þá verður hann að stjórna flugvjel sinni þannig, að engin önnur óvinaflugvjel komist aftur fyrir hann. Þess vegna er leikni í fluglistinni mjög mikils- verð fyrir bardagaflugmenn. í þessu felst líka skýringin á því, hvers vegna bardagaflugvjela- fylkingar riðlast fljótt, er þær mætast og hefja síðan bardaga tvær innbyrðis eða e. t. v. þrjár, Lofthæðin við byrjun bardaga milli bardagaflugvjéla kann í mörgum tilfellum að ráða úrslit- unum. Flugvjelarnar, sem ofar eru, eru betur settar að því leyti, að þær geta farið með meiri hraða, þegar þær steypa sjer yfir óvina- flugvjelarnar ,og hafa jtví meiri möguleika „að ná í skottið 4 þeim“. Bretar kalla þessa bar- daga milli orustuflugvjela „hunda- bardaga", af því að flugvjelarnar eru altaf að reyna að ná í skottið hver á annari (þótt hundarnir reyni raunar aðallega að ná í skottið á sjálfum sjer!) Árásar- flugvjelarnar hefja skothríð á flugvjelarnar sem undir eru, undir eins og fjarlægðin er hæfileg. El komið er að flugvjelunum, sem undir eru, óvörum — t. ,d. vegna þess að steypiflugvjelarnar hafa haft sólina að baki sjer — kunna sumar þeirra að falla fyrir steypi- flugvjelunum, áður en þær geta stýrt úr leið þeirra. Síðan velja flugmennirnir í steypíilugvjelun- um hver sinn andstæðing og leit- ast við að halda í skottið á þeim, þar til þeir geta miðað |byssum sínum á þá. Þegar orustuflugvjelar eiga í höggi við sprengjuflugvjelar, er aðferðin önnur. Sprengjuflugvjel- ar eru ekki eins hraðfleygar og orustuflugvjelar, sjer í lagi ekld þegar þær eru fullfermdar, og erfiðara er að stjórna þeim. Á hinn bóginn eru þær betur vopn- aðar, og hafa hreyfanlegar byss- ur, sem hægt er að miða á övin- inn, næstum hvaðan sem vera skal. Markmið orustuflugvjelanna er að eyðileggja eða að snúa aftur heim sprengjuflugvjelunum, áður en þær komast á áætlunarstað sinn. Orustuflugvjelarnar kunna að vera í loftlnu á eftirlitsflugi, eða á jörðunní, þar sefn þær bíða eftir aðvörun frá hlustunarstöðv- um. Mikill hraði og gífurlegt þol til að hækka flugið er nauðsyn- legt, því að að öðrum kosti geta sprengjuflugvjelarnar verið komn ar til áætlunarstaðar síns, áður en orustuflugvjelamar ná þeim. Sprengjuflugvjelarnar fljúga venjulega í 10 þús. feta hæð og orustuflugvjelarnar verða að geta klifið þessa hæð á 4 mínútum. Gerum ráð fyrir að sprengju- flugvjelamar hafi komist inn yfir land, án þess að orustuflugvjel- arnar hafi sjeð þær, og sjeu orðn- ar aðeins 3 mínútum á undan or- ustuflugvjelunum. Ef sprengju- flugvjelarnar fara 240 mílur á klukkustund og orustuflugvjelarn ar 336 mílur á klst., þá geta sprengjuflugvjelarnar farið 42 mílur áður en orustuflugvjelarn- ar ná þeim. Orustuflugvjelamar nota ýms- ar árásaraðferðir þegar þær hafa náð sprengjuflugvjelunum. Til dæmis að taka, þegar orustuflug- vjelarnar hafa náð góðri stöðu fyrir ofan sprengjuflugvjel eða sprengjuflugvjelar, þá rjúfa or- ustuflugvjelarnar fylkingar. For- ystuflugvjelin steypir sjer yfir sprengjuflugvjelina, og gefur frá sjer hryðju um leið og hún fer fram hjá. Á eftir henni fer fyrst önnur flugvjelin og síðan hin, og koma þær úr mismunandi áttum að sprengjuflugvjelinni. Flugvj elarn- ar stöðva fallið undir sprengju- flugvjelinni og hefja sig aftur á loft og gefa frá sjer nýja hryðju, þegar þær fara framhjá. Allsherjaratkvæða- greiðsla meðal sjómanna Afundi í Sjómannafjelagi Reykjavíkur, sem haldinn var síðastl. sunnudag, var sam- þykt einróma ályktun þess efn- is, að láta fram fara allsherj- aratkvæðagreiðslu á togurum og verslunarflotanum um það, hvort segja skuli upp samning- um fjelagsins við atvinnurek- endur. Hefst þessi atkvæðagreiðsla nú þegar og henni á að vera lokið 29. þ. m., því að segja verður upp samningum fyrir 1. nóv. og gildir þá uppsögnin frá áramótum. _

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.