Morgunblaðið - 08.10.1940, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 8. október 194(K
86 fjölskyldyr
varrtar húsnæði
u H : vt-.- 'lU .0 0 f j
í bænum
Það eru 346 einstaklingar,
þar af 161 barn
HÚSALEIGUNEFND gaf í vikunni sem leið út
tilkynningu, þar sem hún óskaði eftir, a&
allir þeir bæjarbúar, sem vantaði húsnæði,
gæfi sig fram hjá nefndinni á föstudag og laugardag.
Þessa tvo daga gáfu sig fram 86 fjölskyldur, sem alls eru 346
einstaklingar, þar af 161 bam. Auk þess gáfu sig fram 16 einhleypir,
sem vantaði húsnæði. f gær komu enn nokkrar fjölskyldur í viðbót.
Valur - Vfklngur
jafntefli 1:1
Kappleikurinn á sunnudaginn
milli Vals og Víkings var
beeði fjörugur og skemtilegur
og endaði með jafntefli; einu
marki gegn 1.
Veður var hið ákjósanlegasta
en Völlurinn mjög slæmur. —
Voru stórir pollar á vellinum,
sem háðu mjög leiknum. Á-
horfendur hafa sennilega .verið
hátt á annað þúsund.
Val var dæmt fýrra markið
og mun dómarinn ekki hafa
sjeð að Björgúlfur var rang-
stæður er markið var sett, eða
xjettara sagt skömmu áður en
markið var sett. Bakverðir Vík-
ings sáu að Björgúlfur var
rangstæður og bjuggust auðsjá-
anlega við að dómarinn myndi
flauta, því ,þeir hættu að elta
knöttinn. Sigurpáll náði þá í
knöttinn og skoraði.
Til frekari skýringar á rang-
stæðunni skal á það bent, að
þó Björgúlfur hafi ekki komið
við knöttinn, hafði hann vitan-
lega „áhrif á leikinn“ um leið
og knettinum var sparkað og
því um leið rangstæður, þar sem
aðeins markmaður Víkings var
fyrir innan hann.
Frá þessu er ekki sagt vegna
þess að mjer þyki úrslit leiks-
ins órjettmæt, því Valsmenn
voru óhepnir að „brenna af“
vítaspyrnu, sem dæmd var á
Víking.
Víkingar settu sitt mark
skömmu seinna og gerði Björg-
vin Bjarnason það, sem nú ljek;
aftur með Víking, en hann hef-
ir ekki dvalið í bænum síðan í
vor.
Ungur Akureyringur ljek
vinstra bakvörð í liði Víkings
og ýirðist þar vera efnilegur
leikmaður á ferðinni. Vivax.
Sundmeistaramótið
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
200 m. bringusund karla. Fyrst-
ur varð methafinn Sigurður Jóns-
son (KR) á 3 mín. 2.0 sek. Er
það slæmur tími, því met hans
er 2:57.3, en hann fór illa af stað.
Annar varð Magnús Kristjánsson
(Á) á 3:9.5 og þriðji Sigurjón
Guðjónsson (Á) á 3:9.6.
4x50 metra boðsund vann sveit
Ægis á 1 mín. 57.9 sek. Næst
varð A-sveit Ármanns og nr. 3
urðu jafnar B-sveit Ármanns og
aveit KR.
Húsaléigunefnd hefjr undan-
farna daga gert sjer far um að
rannsaka hvort nokkursstaðar
væri að hafa lausar íbúðir í bæn-
um. Var nefndinni lítið ágengt
í þeirri eftirgrenslan; fann aðeins
örfáar íbúðir lausar. Er það álit
nefndarinnar, að mjög lítið sje af
lausum íbúðum í bænum og horf-
ir því til stórra vandræða með
þann mikla fjölda, sem er húsnæð-
islaus.
Allar líkur eru til þess, að ef
breska setulíðið hefði ekki sest
að í íbúðarhúsum, þá hefði vand-
ræðum veríð afstýrt. Að vísu
liggja ekki fyrir skýrslur um það,
hve margar íbúðir Bretar hafa,
en vitað er, að þeir hafa nokkur
heil hús og auk þess nokkrar íbúð
ir í húsum. Eru það yfirleitt íbúð-
ir, sem voru auðar í sumar, vegna
þess að leigjendur sögðu þeim
upp.
Ekki er ósennilegt, að ríkis-
stjórnin gæti náð samkomulagi
við breska setuliðið um, að víkja
úr íþúðunum, til þess að bæjar-
búar geti komist inn. Að sjálf-
sögðu verður reynt að ná sam-
komulagi um þetta, því að til stór-
vandræða horfir, ef ekki tekst að
leysa vandræði þess fólks, sem nú
er húsnæðislaust.
Rjett er að taka það fram, að
þetta fólk, sem er húsnæðislaust,
hefir yfirleitt ekki mist húsnæði
vegna vanskila. 1 mörgum tilfell-
um stendur þannig á, að fólkið
dvaldi í sumarbústöðum sumar-
mánuðina og sagði í vor upp íbúð
um sínum. Þá er einnig sú ástæð-
an, að húseigendur hafa sjálfir
tekið íbúðir handa sjer eða sínu
venslafólki.
Húsaleigunefnd mun nú skrifa
ríkisstjórninni og tjá henm
hvernig ástandið er.
Vesturbærinn vann
Austuibæinn í skák
Skákkepni fór fram á sunnu-
daginn milli Vestur- og
Austurbæinga, eins og undan-
farin haust. Teflt var á 10 borð-
um. Úrslit urðu þau, að Vest-
urbæingar unnu með 5V2 gegn
4% v.
Úrlist á einstökum borðum
urðu þessi. Vesturbæingar tald-
ir á undan: I. borð, Baldur
Möller vann Eggert Gilfer. II.
borð, Brynjólfur Stefánsson og
Magnús G. Jónsson, jafntefli.
III. borð, Sturla Pjetursson vann
Gúðm. Ágústsson. IV. borð,
Hafsteinn Gíslason vann Sæ-
mund Ólafsson. V. boyð, Áki
Pjetursson vann Hermann Jóns-
son. VI. borð, Pjetur Guð-
mundsson tapaði fyrir Sigurði
Gissurarsyni. VII. borð, Magn-
ús Jónasson tapaði fyrir Kristj-
áni Sylveríussyni. VIII. borð,
Guðmundur Jónsson vann Að-
alstein Halldórsson. IX. borð,
Óli Valdimarsson tapaði fyrir
Víglundi Möller og X. borð,
Lárus Johnsen tapaði fyrir
Marís Guðmundssyni.
Um kvöldið var haldið sam-
sæti í Oddfello'whúsinu í til-
efni af 40 ára afmæli Taflfje-
lags Reykjavíkur. Samsætið
hófst með borðhaldi. Ræður
fluttu m. a. Pjetur Zophonías-
son, Elís Ó. Guðmundsson, for-
seti Skáksambands íslands, Jak.
Möller fjármálaráðherra og
Sigurður Thoroddsen verkfræð-
ingur. Heiðursfjelagar voru
kjörnir þeir Sturla Jónsson kpm.
og Sigurður Thoroddsen, sem
báðir voru stofnendur fjelags-
ins, þriðji stofnandinn, sem enn
er á lífi, Pjetur Zophoníasson,
var áður kjörinn heiðursfjelagi.
Að loknu borðhaldinu og
ræðunum skemtu menn sjer vio
tafl, spil og dans fram eftir
nóttu.
Sjúklingar að Vífilsstöðum
hafa beðið blaðið að færa knatt-
spyrnufjelögunum Val og Víking,
blöðum, útvarpinu, Lúðrasveit
Reykjavíkur og öllum öðr-
um, • sem aðstoðuðu við knatt-
spyrnuleikinn 6. þ. m., alúðar
þakkir fyrir hjálpina.
Funöur
j G
verður haldinn í húsi fjelagsins, yonarstræti 4, í dag,
þriðjudaginn 8. þ. m. kl. 8y2 e. h.
FUNDAREFNI:
Umræður um Fjelagsheimilið.
Önnur fjelagsmál.
FJELAGSMENN FJÖLMENNIÐ.
STJÓRNIN.
Fimtugur
Jón Gunnlaugsson.
ón Gunnlaugsson Stjórnarráðs-
fulltrúi á fimtugsafmæli í
dag. Hann er sonur merkisbónd-
ans Gunnlaugs Þorsteinssonar á
Kiðjabergi. Gekk hann í Menta-
skólann þegar hann hafði þroska
til, en hvarf frá námi, því að
hugur hans hneigðist að búskap,
og bjó hann í Biskupstungum um
skeið á hinu fornfræga höfuðbóli
og menningarsetri, Skálholti.
Hvarf hann þó frá búskapnum
og gerðist starfsmaður ( Stjórnar-
ráðinu og hefir unnið þar mörg
ár og er nú skrifstofustjóri í
Sjúkramáladeild og örkumla.
Jón er maður fáskiftinn og fer
síst rasandi. Hefir hann því lítil
áfskifti haft af þjóðmálum og
ekki hleypt sjer út í styr stjórn-
málanna, þótt hann sje svo ágæt-
um hæfileikum búinn, að þar
myndi hann geta unnið mikið og
gott starf og látið að sjer kveða.
Hann er hæði stefnufastur og
glöggskygn á öll mál, en svo sam-
viskusamur, að hann fylgir því
einu, sem hann veit að rjett er.
Um það geta best borið allir þeir,
sem hafa átt því að fagna að taka
einhvern þátt í fjelagsstörfum
með honum. Og þótt hann virð-
ist hæggerður, þá er hann í raun-
inni stórhuga, og hefir manna
bestan skilning á því, hvers fram-
tíðin krefst af nútíðinni.
I dómum sínum um það er hann
hiklaus og ekki síngjarn, og er
það einkenni bestu manna. Er
honum tamara að hugsa um heill
heildarinnar, heldur en stundar
hagsmuni sjálfs sín.
Jón er með háttþrúðustu mönn-
um í allri framgöngu, og nýtur
álits og vinfengis allra þeirra,
sem kynnast honum best. Af heil-
um huga verða því sprottnar all-
ar þær árnaðaróskir, sem honum
berast í dag. Einn.
Knattspyrnumót Hafnarfjarðar.
Kepnin hjelt áfram s.l. sunnudag
og fóru leikar þannig, að I. fl.
P. II. sigraði I. fl. Hauka með
5:1 og III. fl. Hauka vann HI.
fl. F. H. með 1:0.
Gangleri, 2. hefti 14. árgangs
er kominn út. Meðal greina í rit-
inu eru: Kossinn, Hvað er guð-
spekif, Hvað eigum vjer að
kenna? og Silkiþráðurinn, eftir
ritstjórann Gretar Fells. Þá er
einnig Viðhorf, eftir Kristján Sig.
Kristjánsson, Hugsjónir og hygg-
indi, eftir Jón Árnason prentara,
Vísindi og guðspeki, eftir Þorlák
Ófeigsson. Þá flytur ritið kvæði
eftir Gretar Fells og Guðmund
Geirdal, Samtal mitt við hinn
lama mann. Ennfremur eru í rit-
inu greinar eftir erlenda höfunda.
Fjölment
skemtikvöld
,Heimdallar‘
Skemtikvöld Heimdallar síð-
astliðinn laugardag var afar
fjölsótt og fór prýðilega fram.
Sigurður Eggerz bæjarfógeti
flutti afburða snjalla ræðu og var
henni mjög vel tekið og ræðu-
maður hyltur með húrrahrópi.
Gunnar Thoroddsen lögfræðing-
ur flutti skörulega ræðu um
grundvöll sjálfstæðis og fullveld-
is þjóðarinnar: íslenskt þjóðerni
og þjóðrækni. Gunnar Kristins-
son skemti með einsöng við ágæt-
ar undirtektir og ungfrú Sif Þór,s
sýndi listdans og tókst henni vel
upp að vanda. Að því búnn var
dansað til kl. 3
Fjölmenni var svo mikið, að
dansað var bæði uppi og niðri, en
þrátt fyrir það þurfti að vísa
mjög mörgum frá vegna
þrengsla. Er mjög ilt til þess að
vita, að yfir stærra húsnæði skuli
ekki vera hægt að ráða.
Það er bersýnilegt, að þeir sem
ætla sjer í framtíðinni að sækja
þessi sjerstaklega vinsælu skemti-
kvöld Heimdallar, verða vissulega
að tryggja sjer löngu fyrirfram
að geta komist að.
Minningarorð nm
Kristinn J. HinriKsson
Þann 15. ágúst s.l. andaðist á
heimili sínu Kristinn Jón
Hinriksson, Túnprýði við Stokks-
eyri, 68 ára, fæddur 6. febrúar
1872 í Ranakoti við Stokkseyri.
Foreldrar hans voru Hinrik
Jónsson frá Óseyrarnesi og kona
hans, Guðríður Adolfsdóttur Pet-
ersen hreppstjóra á Stokkseyri.
Móðir Guðríðar, en kona Adolfs,
var Sigríður Jónsdóttir Þórðar-
sonar ríka í Vestri Móhúsum.
Kristinn kvæntist 19. maí 1899
Ragnheiði Sigríði Pálsdóttur frá
Gröf í Hrunamannahreppi (dáin
fyrir mörgum árum) og eignuð-
ust þau 3 börn: Guðríði, gifta
Guðm. Sigurðssyni trjesmið á
Stokkseyri, Jón Óskar og Kristinn
Rögnvald, báða sjómenn í Reykja-
vík.
Kristinn stundaði jöfnum hönd-
um sjómensku og landbúnaðar-
störf, var lengi formaður á opnu
skipi á Stokkseyri og reyndist
heppinn formaður og glöggur við
að ná landi í þeirri brimveiði-
stöð, en að taka lagið þar á rjettri
stund, er brimið er, gijdir oft líf
bátverja, og þejm, sem óvanir eru
að sjá lent þar í brimi, þykir oft
djarft stýrt milli skerja og brot-
sjóa, svo eigi verði af tjón.
Kristinn hugsaði fyrst um að
fullnægja þeirri borgaralegu dygð,
að verða sjálfum sjer nógur og
undi glaður við sitt, án þess að
líta með öfund til þeirra nágranna
í orði eða verki, sem voru efnaðri
menn en hann.
Kristinn var áhugamaður við
vinnu, gæfur og glaðlyndur, og
því eftirsóttur til vinnu og þótti
gott að vera í verki með honum.
Slíkra manna er minst méð virð-
ingu. Þ. J.