Morgunblaðið - 29.10.1940, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 29.10.1940, Qupperneq 3
Þriðjudagur 29. okt. 1940. MORGUNBLAÐIÐ o u Bæjarlánið Trygð salá á öllum skulcla brjefunum Sala á skuldabrjefum í bæjarláninu var stöðvuð um hádegi í gær, en þá var örugt orðið, að trygð væri sala á öllum brjefunum. Þessi lántaka bæjarsjóðs hefir því gengið eins vel og frekast verður á kosið. Skuldabrjefin seldust upp á 3—4 dögum og er það meiri og örari sala en nokkru sinni áður við lántöku hjer innanlands. Þetta er gleði- legur vottur þess, að hjer eru til menn, er hafa nokkur fjárráð og eins hins, að menn bera traust til Reykja- víkurbæjar. Þegar Mbl. gat á laugardag um, hvar menn gætu skrifað sig fyrir skuldabrjefum, fell Kauphöllin af van- gá niður, en hún seldi mjög mikið af brjefum. Þýsk ílugvjel yíir Austfjörðum og Lóni í gær? ÞÆR FREGNIR bárust hingað í gær, að sjest hefði til þýskra flugvjela fyrripartinn í gær, á svæðinu frá tívalsnesi í Lóni og norður að Vattarnesi við Fáskrúðsfjörð. Eftir þeim upplýsingum sem hlaðið fekk í gærkvöldi að austarx, er ekki fullvíst, að um nema eina flugvjel hafi verið að ræða. En að hún hafi verið þýsk fullyrða menn, sem sáu hana fljúga lágt yfir Hvalsnesi, og sáu á henni einkennismerkin. Þetta var um kl. 11 í gærmorg- un. Um svipað leyti sást til flug- vjelar þar eystra á Djúpavogi, Stöðvarfirði Páskrúðsfirði og víð- ar, en ekki nema ein í einu. Ym- ist var hún á norður- eða suður- leið! En fólk á þeim slóðum gaf þessu engan sjerstakan gaum, hjelt að hjer væri ensk flugvjel á ferð. Dagsbrúnar- fundurinn á sunnudag En það var ekki fyrri en fregn- in barst frá Hvalsnesi í Lóni, að menn fóru að geta sjer þess til, að flugvjelin, sem sást yfir Aust- fjörðum, hafi verið þýsk. Einn af þeim mönnum, sem blaðið átti tal við eystra í gær- kvöldi, leit svo á, að flugvjelin, sem sást frá fjörðunum, hafi hag- að ferð sinni með svipuðum hætti eins og flugmaður væri að svip- ast eftir skipum. Maður slasast við uppskipun að slys vildi til á sunnudag, að kassi, sem verið var að taka upp úr skipi hjer í höfninni, f jell á verkamann og slasaði hann. Verkamaðurinn, Ingibergur Grímsson á Laugaveg 68, var flutt- ur- á Landssptíalann. Hafði hann fengið áverka allmikinn á höfuðið og meiðst í mjóhryggnum og a fótunum. Líðan Ingibergs var eftir at- vikum sæmileg í gær, en ekki var fullkunnugt um hve alvarleg meiðslin kunna að vera innvortis. Slysið vildi til með þeim hætti að „stroffa" slitnaði. Um 300 manns sótti Dagsbrún- arfundinn á sunnudag. For- maður, Sigurður Halldórsson, setti fundinn, en Haraldur Guðmunds- son var kjörinn fundarstjóri. Pyrst var sjóðþurðarmálið rætt. Skýrði stjórn fjelagsins frá því, að greitt væri að fnllu fje það, sem tekið var úr sjóðum fjelags- ins og að stjórnin hefði óskað þess, að ekki yrði höfðað saka- mál gegn hinum brotlegu. Urðu nokkrar umræður um rnálið og tvær tillögur komu fram. Önnur frá Felix Guðmundssyni, þess efnis, að fundurinn samþykti gerðir stjórnarinnar, en hin frá Nikulási Þórðarsyni, þar sem stjórnin var vítt fyrir sínar gerð- ir. Málinu var frestað og komu tillögurnar ekki undir atkvæði. Kosnir voru tveir menn í nefnd til að gera uppástungu um menn í stjórn fjelagsins, og hlutu kosn- ingu þeir Pelix Guðmundssón og Jón Rafnsson. Trúnaðarráð kýs þriðja manninn í nefndina. í kjörstjórn var kosinn Guðm. Ó. Guðmundsson og til vara Þor- lákur Ottesen. Þá var rætt um uppsögn samn- inga og undirbúning nýrra samn- inga. Málið var ekki útrætt. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Mvndir frá Grikklandi Myndin hjer að ofan er af Georg Grikkjakonungi. Hann hefir tvisvar verið konungur í Grikklandi. Var land-- flótta um tíma, en sneri síðan heim til Grikklands aftur fyrir fáum árum. — Myndin efst til hægri er af grísk- um hermönnum í hátíðabúningi, sem er mjög forn og líkist að miklu leyti búningi Há-Skota. — Myndin neðst til hægri er frá hafnai'borginni Saloniki. Efri myndin er frá höfninni, en sú neðri er tekin inni í borginni. Talið er að sókn ítala sje stefnt til Saloniki, en sú borg hefir mikla hern- aðarlega þýðingu. Ffárpestirnar: Bustofnínn hrynwr niðfir Jón Pálmason alþm. á Akri er nýkominn hingað til bæjar- ins. Mun hann dvelja hjer fram að jólum, við endurskoðun ríkis- reikninganna. Morgunblaðið hitti Jón rjett sem snöggvast að máli í gær og spurði hann tíðinda að norðan. Heyskapur gekk illa í Húna- þingi í sumar, sagði Jón. Hey eru að vísu allmikil að vöxtum, en mjög hrakin. Uppskera var lítil í görðum. í moldargörðum brást uppskeran alveg að heita má, en hálf uppskera í sandgörðum. Þetta verður mikill hnekkir fyrir mörg heimili. — Hvað er að segja um mæði- veikina ? — Hún heldur áfram að herja hjeraðið og er mjög útbreidd sums staðar, einkum í Þingi og Ásum. Einnig nokkuð austan Blöndu, norðan Vatnsskarðsgirðingar.. Hinsvegar virðist veikin heldur í rjenun á því svæði, sem hún var mest í fyrra. Fjárstofninn er orð- inn lítill hjá mörgum bændum; t. d. .má geta þess, að í vor átti . Þórarinn bóndi á Hjaltabakka ein- FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Sjóður til minningar um síra Magnús Helgason Stjórn Sambarids ísl. barna- kennara hefir ákveðið að stofna sjóð, sem beri nafn síra Magnúsar Helgasonar og samþykt að leggja til hans eitt þúsund krónur úr sambandssjóði sem stofnfje. Ennfremur var ákveðið að leita meðal kennara og annara neinenda síra Magnúsar eftir frjálsum framlögum í sjóðinn. Fulltrúaþing S. í. B., sem haldið verður næsta sumar, mun ákveða j hvernig sjóðnum skuli aflað tekna framvegis og semja skipulagsskrá. Það er ósk Sambandsstjórnar- j innar, að sjóður þessi megi hio j fyrsta verða sem öflugastur, og eru það því tilmæli vor, að þeir ! kennarar og aðrir nemendur og vinir síra Magnúsar, sem vilja heiðra minningu hans, leggi skerf sinn í sjóðinn. Skrifstofur barna- skólanna í Reykjavík veita við- töku fje í þessu skyni, og þar liggja frammi skrár, sem gefend- ur rita nöfn sín á. í Hafnarfirði veitir Guðjón Guð- jónsson skólastjóri gjöfum mót- töku. P. h. stjórnar S. í. B. Sigurður Thorlacius. Háskólafyrirlestur. Dr. Símon Jóh. Ágústsson flvtur fyrirlestur í kvöld kl. 6 í III. kenslustofu. Efni: Undirvitund. Öllum heimill aðgangur. SkemtiSeg skíðaferð á Lang- jökul Skíðafjelag Reykjavökur fór skemtilega skíðaför á Langjökul síðastl. sunnudag. Ekið var í 18 manna bíl um Þing- völl upp Kaldadal og alla leið norður á Langahrygg, nokkuð norður fyrir Bræðravirki. Sumir fóru úr bílunum neðst á Kaldadal og gengu sunnan við Hrúðurkarla á milli Þóris- jökuls og Björnsfells inn í Þór- isdal, en þaðan yfir sporðinn á jöklinum niður á Geitáraura og í bílinn á Langahrygg. Er þetta um 8 stunda gangur. Aðrir fóru með skíði upp vesturhornið á Þórisjökli, stigu á skíðin á brún- inni og gengu á hæstan jökulinn (1350 m.). Dásamlegt skíðafæri var um allan jökulinn og skygni með afbrigðum gott, því sólskin og heiðríkja var allan daginn og uppi á jöklinum 6 stiga frost. Rendu skíðagarparnir sjer niður allan jökulinn niður á Geit áraura og voru þá komnir niður í 550 metra hæð. — Enn aðrir fóru af Langahrygg yfir aurana upp í Þórisjökul en það er 1 % stundar gangur þar til hægt er að spenna á sig skíðin, en úr því var ágætt skíðafæri á jöklinum. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.