Morgunblaðið - 29.10.1940, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 29. okt. 1940,
Gribkir munu
berjast
I . II <
PRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
það fast, að fá landsskika frá Grikkjum, til að fá aðgang
að Grikklandshafi. Fyrir stríð áttu þeir Þrakíu, en hún
var afhent Grikkjum með Versalasamningunum.
En þrátt fyrir að Búlgarar hafi lýst yfir hlutleysi sínu,
voru í gær gerðar þar loftvarnavarúðarráðstafanir, m. a.
með því að fyrirskipa myrkvun. En engar ráðstafanir hafa
verið gerðar til hervæðingar.
TYRKLAND: Tyrkir eru skuldbundnir til að veita Grikkjum
aðstoð, samkvæmt samningi um gagnkvæma aðstoð,, sem
Tyrkir og Grikkir gerðu með sjer árið 1933. En Tyrkir eru
einnig skuldbundnir til að veita Bretum aðstoð ef þeir
dragast inn í ófrið, vegna skuldbindinga sinna gagnvart
Grikkjum. Samningur um þetta var undirskrifaður milli
Breta, Tyrkja (og Frakka) í október í fyrra.
Yfirmaður breska herforingjaráðsins í Egyptalandi, Smith,
lagði af stað í gærdag frá Kairo áleiðis til Ankara og var gért
ráð fyrir að hann ræddi við yfirmann tyrkneska herforingja:
ráðsins í gærkvöldi. ____________________’
vJLc'S' jv
HcrnaðaraðslaOan
Strax eftir að Metaxas forsæt-
isráðherra Grikkja hafði lýst yf-
ir því, við sendiherra ítala, að
hann skoðaði úrslitakosti þeirra
og það, á hvern hátt þeir væru
fram bornir, sem stríðsyfirlýs-
ingu, kallaði hann sendiherra
Breta á sinn fund og sagði við
hann: Við þurfum stuðning allra
þjóða, sem geta hjálpað okkur.
Síðan kallaði hann á sinn fund
sendiherra Tyrkja, Júgóslafa og
Búlgara.
Það er kunnugt, að Metaxas
ræddi við Inenu, forseta Tyrk-
iands í 50 mínútur í síma í gær.
En ekkert er kunnugt, hvað þeim
fór á milli.
1 gær voru 70 ár liðin frá því
að tyrkneska lýðveldið var stofn
að, og flutti sendiherra þeirra,
Refik Saydam ræðu við það
tækifæri, þar sem hann sagði
m. a., að tyrkneska þjóðin stæði
saman sem einn maður á þess-
um myrkvatímum, sterk og
reiðubúin til að verja heiður sinn
og sjálfstæði.
Það er vitað að Tyrkir hafa
undanfarið dregið saman herlið á
landamærnm Tyrklands og Búlg-
aríu. En engin staðfesting hefir
fengist á fregn, sem Associated
Press frjettastofan hirti í gær-
kvöldi, um það, að tyrkneskt her-
lið væri komið inn í Þrakíu í
Grikklandi á leið sinni til hjálpar
Grikkjum.
Svo virðist á fregnum frá Róma
borg, að ítalir hafi gert ráð fyrir
að Grikkir gæfust upp, án þess
að vera sigraðir með vopnum. Það
var látið í veðri vaka í gærkvöldi,
að sókn ítala myndi ekki byrja
fyrir alvöru, fyr en um dögun í
dag, því að þeir iéæru að bíða
eftir, að Grikkir hættu að veita
viðnám.
ÚRSLITAKOSTIRNIR.
Úrslitakostir þeir, sem sendi-
herra ítala í Aþenu, Garzia, aí-
henti Metaxas forsætisráðherra í
fyrrinótt kl.3, voru á þá leið, að
gríska stjórnin átti innan þriggja
klukkustunda að samþykkja að
ítalskt herlið legði undir sig hern-
aðarlega mikilvæga staði í Grikk-
landi. Þegar Metaxas spurði Gar-
zia, hvaða staðir þetta væru, þá
kvaðst sendiherrann ekki vita það
(að því er segir í fregn frá Lond-
an).
Sakirnar, sem ítalir báru á
Grikki, voru þær, að grískir her-
menn hefðu framið ofbeldisverk
gagnvart albönskum hermönnum
(vjer skýrðum frá þeim á sunnu-
dag), að gríska stjórnin gætti
ekki hlutleysis, þar sem breskum
herskipum væri leyft að sigla inn-
an grískrar landhelgi, breska
leynilögreglan hefði fengið að
koma sjer fvrir í Grikklandi og
að breskt herlið hefði jafnvel
fengið bækistöðvar í Grikklandi.
Signor Gayda gefur frekari
skýringar á þessu síðasttalda at-
riði, er hann heldur því fram í
blaði sínu í gær, að Bretar hafi
þegar 30 hernaðarflokka á 30
stöðum í Grikklandi. Bretar hafi
einnig fengið þar flotahafnir og
flugstöðvar, sem þeir ætluðu að
nota til árásar á Albaníu.
Síi von ítala að Grikkir gefist
upp baráttulaust virðist, sam-
kvæmt fregnum frá Grikklandi,
Jangt frá því að rætast.
í gærkvöldi voru Aþenubúar að
búa sig undir fyrstu ófriðarnótr-
ina, fólki var sagt að safna vatns-
birgðum, allar bifreiðar og öll
önnur ökutæki voru tekin í þjón-
’ ustu hersins, og hermenn fóru
syngjandi um borgina, á leið til
vígstöðvanna.
Strax í gærmorgun, eftir að
Metaxas hafði hafnað úrslitakost-
unum, var fyrirskipuð almenn
hervæðing í Grikklandi.
I ávarpi til grísku þjóðarinn-
ar, sem Metaxas birti, hvatti hann
hana til að veita innrásarhernum
viðnám, og deyja, ef þess þyrfti,
og deyja eins og menn.
í útvarpsávarpi hvatti Georg
konungur herinn til að sýna að
hann væri verðugur forfeðra
sinna. Hann hvatti hann til að
berjast, til að berjast fyrir því,
sem honum væri heilagt, fyrir föð-
urlandinu, fyrir eiginkonum og
börnum, en umfram alt: að berj-
ast.
Konungur og Metaxas óku í
vagni um Aþenuborg í gær, sem
öll var fánum skreytt og voru þeir
alstaðar hyltir af miklum mann-
fjölda. Alstaðar kváðu við hróp-
in: „Niður með Ítalíu, lengi lifi
Grikkland".
Fólkið veifaði fánum Grikkja,
Tyrkja og Breta ,og fór hópgöng-
u rtil sendiherrabústaða Tyrkja,
Breta og Sovjet-Rússa.
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
ítalskar flugvjelar gerðu einn
ig árás á Korinthubrúna, sem
tengir saman Pelopsskaga og
meginlandið. En grískar flug-
vjelar rjeðust hjer til móts við
ítölsku flugvjelarnar og hindr-
uðu að brúin væri eyðilögð, að
því er fregnir frá Aþenu herma.
Loftvarnamerki voru gefin í
Aþenu nokkrum sinnum í gær,
og fregnir bárust um að sjest
hafi til ítalskra flugvjela yfir
borginni. En engar fregnir hafa
borist um tjón þar.
Einnig bárust fregnir um loft-
árásir á nokkrar aðrar borgir í
Grikklandi.
Um bardagana á landi er
ekkert vitað með vissu ann-
að en það, sem stendur í til-
kynningu herstjórnarinnar,
sem birt var í gærmorgun.
Þar segir, að ítalskar her-
sveitir hafi ráðist á varð-
stöðvar Grikkja og að
gríski herinn verji föður-
land sitt.
Fregnir bárust snemma í gær
um að ítalir sæktu fram með-
fram öllum landamærum Al-
baníu og Ítalíu. Voru ítalir
sagðir vera komnir að aðal-
varnarlínu Grikkja.
En ítalir virðast leggja höfuð-
áherslu á sóknina á tveim stöð-
um, nyrst við landamæri Al-
baníu, þar sem þeir virðast
sækja fram til borgarinnar
Florina, um 35 km. frá landa-
mærunum, með það fyrir augum
að sækja þaðan til hinnar miklu
hafnarborgar Saloniki, sem er
um 150 km. frá landamærunum.
Önnur álma Norðurhersins,
stefnir nokkuð sunnar, til Kast-
oria í Eipiros (skamt fyrir sunn-
an Florina).
En önnur höfuðsóknin er
syðst við landamæri Albaniu,
inn í Yunninahjeraðið í áttina
til borgarinnarYunnina. En það
var upphaflega Yunninahjerað-
ið, sem ítalir vildu sameina Al-
baniu.
Fregnir bárust í gær um hern-
aðaraðgerðir á sjó, á þá leið, að
ítölsk herskip væru komin til eyj-
arinnar Korfu, og hefðu mætt þar
grískum herskipum. Korfu er
stórlega mikilvæg frá hernaðar-
legu sjónarmiði, vegna þess að
þaðan er hægt að hafa hönd í
bagga með siglingum um Adría-
haf (sem ítalir kalla ítalskt stöðu-
vatn). í heimsstyrjöldinni var
Korfu á valdi Bandamanna og
liotuðu þeir hana sem bækistöð
fyrir skip, sem liöfðu það hlut-
verk á hendi, að eyðileggja þýska
kafbáta, sem höfðu bækistöð í
Trieste.
ítalir settu her á land í Korfu
árið 1923, en urðu að hverfa það-
an aftur, samkvæmt úrskurði
Þjóðabandalagsins.
I gær voru Italir sagðir vera
að reyna að setja þar herlið á land
aftur í skjóli ítalskra herskipa.
En fregnir bárust um sjóorustu
milli grískra og ítalskra herskipa,
og síðar bárust fregnir um, að
ítölsk og bresk herskip berðust
hjá Korfu.
Telja má víst, að Bretar leggi
áherslu á, ekki síður en ítalir, að
ná Korfu á sitt vald.
ítalir voru einnig sagðir vera að
setja herlið á land á aðrar grísk-
ar eyjar í gær. Grísku eyjarnar
hafa yfirleitt mikla hernaðarlega
þýðingu, að því leyti, sem hægt
er að nota þær sem flotabæki-
stöðvár, og þar með sem vopn í
átökunum um yfirráðin í ausan-
verðu Miðjarðarhafi.
Ilinar fáorðu fregnir, sem bor-
ist hafa um hernaðaraðgerðir í eða
við Grikkland, munu stafa af því,
að allir aðilar vilja forðast að
sama sagan endurtaki sig og í
Noregi, þegar birtar voru mikil-
vægar sigurfregnir, sem síðar
reyndust á sandi bygðar.
Dr. Helgi Tómasson hefir far-
ið fram á að bæjarráð skipi ann-
an mann í loftvarnanefnd í hans
Bæjarráð hefir orðið við
beiðninni og skipað Gunnar Thor-
ocldsen í stað dr. Helga í nefnd-
ina.
Herstyrkuf
Itala og
Grikkja
Italir hafa 10—11 herfylki (divi-
sionir) í Albaníu, eða um 200
þús. manna her, að því er segir í
fregn frá London. Þar af er ein
vjelahersveit, ein hersveit (divi-
sion úrvalsliðs fjallahermanna).
Gegn þessu liði hafa Grikkir 14
herfylki fótgönguliðs og 1 herfylki
riddaraliðs, eða um 280—300 þús.
manna her. En þar að auki hafa
þeir mikið varalið æfðra manna.
Herskylda er í Grikklandi og
eru allir menn á aldrinum 21—50
ára skyldir til að gegna herþjón-
ustu í tvö ár. En til viðbótar
verða menn í fyrsta varaliðinu að
gegna herþjónustu í 19 mánuði,
en í öðru varaliðinu í 8 Smánuði.
Heildarherstyrkur Grikkja hefir
verið metinn á 600 þús. manns:
En það er þó talið hæpið að
treysta því, að hjer sje um óyggj-
andi tölu að ræða.
Heildarherstyrkur ítala er met-
inn á 8 milj. manna.
(íbúar í Grikklandi eru rúm-
lega 7 miljónir, í Ítalíu 45 milj.).
FLOTINN.
Grikkir áttu tvö gömul beiti-
skip, en öðru þeirra „Hellas“
söktu ítalir í sumar. Þeir eiga 10
tundurspilla, 13 tundurskeytabáta
og 6 kafbáta, auk nokkurra
smærri skipa.
ítalir eiga 5 orustuskip (3 í
smíðum), 23 beitiskip (12 í smíð-
um), 74 tundurspilla, 59 tundur-
skeytabáta, 60 „molar“ tundur-
skeytabáta, og 103 kafbáta (20 í
smíðum). Auk þess eiga þeir 12
tundurskeyta-beitiskip í smíðum.
Loks eiga þeir mörg minni skip.
• Engar áreiðanlegar tölur eru til
um flugflota Grikkja. í fyrra var
álitið að þeir ættu um 300 ný-
tísku flugvjelar, en um sama leyti
voru ítalir sagðir eiga 4200 flug-
vjelar.
Bretar fá
atikínn katip-
skípaflota
Grikkir eru meðal mestu
siglingaþjóðanna í heim-
inum. Þeir eiga kaupskipaflota,
sem er 1,9 milj. smálestir.
I gær var birt í breska útvarp-
inu aðvörun til allra grískra
skipa í Kyrrahafi, að halda á-
fram ferð sinni til amerískra
hafna, ef þau væru á austurleið,
en ef þau væru á vesturleið, til
Asíu, að fara til breskra eða
hollenskra hafna, eða til hafna
sem Bandaríkin ráða yfir.
Grískum skipum í Atlantshafi
var sagt, að haldia áfram til
amerískra hafna, ef þau væru á
vesturleið, en ef þau væru á
austurleið, að fara þá til breskra
hafna, eða hafna, sem Frakkar
rjeðu yfir.
stað.