Morgunblaðið - 12.11.1940, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 12. nóv. 1940
Manntjón ólltlð
10 þús. ó jatð-
skjðlftasvæð-
Inu I Rúmanfu
Skýjakljúfar
í Rúmeniu
í rústum
Snemma á sunnudagsmorgun
vöknuðu menn upp í Rúmeníu
við mestu jarðskjálfta, sem þar
hafa nokkru sinni komið. f gær-
kvöldi var manntjónið af völdum
þessara jarðskjálfta áætlað vera
orðið um 10 þús. manns, dauðir
eða særðir.
Nýir jarðskjálftakippir komu í
gær, sem juku á eyðileggingarnar,
þótt þeir hafi ekki verið nálægt
því eins miklir og á sunnudaginn.
Jarðskjálftanna í gær varð vart í
Júgóslafíu, Búlgaríu, Ítalíu, Tyrk-
landi og í Rússlandi alla leið til
Moskva.
Jarðskjálftamælar um; allan
heim sýndu kippinn á sunnudag-
inn, á jafn fjarlægum stöðum og
í Kaliforníu og Nýja-Sjálandi,
Kaupmannahöfn og Reykjavík.
Jarðskjálftamælarnir í Khöfn
isýndu mestu jarðhræringar sem
mælarnir hafa sýnt frá því þeir
voru teknir notkun árið 1926.
Borgin í Rúmeníu, þar sem
álitið er að jarðskjálftarnir
hafi átt upptök sín, er alger-
lega í rústum. í Búkarest hafa
hinir miklu skýjakljúfar, og
mörg 8 hæða hús, hrunið.
Búkarest er eina borgin í Ev-
rópu, þar sem eru skýjakljúfar
eftir amerískri fyrirmynd. I ein-
um skýjakljúfnum eru 40 manns
lokaðir inni og>í gær voru þyskir
og rúmenskir hermenn að reyna
að grafa göng undir húsið til að
bjarga þeim.
Err vatnsæðar í húsinu höfðu
sprungið, og vatnið í herberginu,
þar sem fólkið hafðist við, steig
jafnt og þjett. Hafði fólkið síma
samband við þá, sem úti voru.
Pngar áreiðanlegar fregnir
höfðu borist um tjón á olíusvæð-
inu. En sumar fregnir hermdu, að
40 'éldar geysuðu þar, þótt tekist
hefði að ná tökum á sumum þeirra.
Eri tjori Þjóðverja er álitið verða
mikið, m. a. vegna þess, að járn-
brkútaflíriurnar, sem þeir nota til
olíúfíutnmganna, hafa laskast. f
Ploesti hrundi aðalgistihús borgar-
innar, þar sem þýskir liðsforingjar
höfðu aðsetur sitt.
í allan gærdag voru að berast
fregnir um tjón víðsvegar í Rúm-
enju. 1 Galatz, aðal kornmiðstöð
Rúmena, var ástandið sagt mjög
afvarlegt.
’J’ugir þúsunda Rúmena höfðust,
við á götum úti í fyrrinótt, af
hræðslu við að fara inn í húsin,
sem laskast höfðu.
í Belgrad ríkir nokkur ótti
vegria þess að jarðskjálftasvæðið
hefir nú færst nær þangað.
Þjóðverjar spá „árangri, sem ,spennir‘ um allan heim“
Molotoff USBuSSO ræðir
við Hitler í dag
Bandalag frá Kyrra-
hafi til Njörvasunds?
Attur: hundruð
þýskra og ítalskra
flugvjela yíir
London
PJÓÐVERJAR hófu í gær loftárásir í stórum
stíl á England, svipað því sem þeir gerðu í
september. Stórar býlgjur af sprengjuflug-
vjelum og orustuflugvjelum, 50—100 flugvjelar í hverri,
nálguðust suður og suðaustursröndina, þar sem breskar
orustuflugvjelar biðu þeirra og lögðu til atlögu við þær.
Síðdegis í gær hafði verið gefið loftvarnamerki í Lond-
on fimm sinnum, í fyrstu kom aðeins ein flugvjel, næst
kom aftur ein flugvjel, síðan 5 og síðan 20. En Bretar segja
að tjón hafi ekki orðið mikið.
1 London varð hópur manna, sem leitað hafði skjóls undir
húsvegg, inniluktur af rústunum og nokkrir úr hópnum fórust.
1 fregn frá London er skýrt frá því, að 15 ítalskar sprengju-
flugvjelar, sem höfðu fylgd 60 ítalskra orustuflugvjela, hafi
gert árás á skipalest við austurströnd Englands. 13 þessara flug-
vjela voru skotnar niður á 15 mínútum af tveim breskum ,,Hurri-
cane“-sveitum. í hinni bresku fregn er skýrt frá því, að líta megi
svo á, að hínar ítölsku flugvjelar hafi verið óhepnar, þar sem
þær hittu sömu Hurricane-sveitina, sem skaut niður 15 þýskar
steypiflugvjelar á skömmum tíma í síðustu viku. Þessi sama
sveit skaut niður 7 ítalskar flugvjelar í gær, en önnur sveit, sem
kom þarna að síðar skaut niður sex. Bretar segjast enga flugvjel
hafa mist sjálfir.
Auk þess segjast Bretar hafa skotið niður 13 þýskar flug-
vjelar, eða samtals 26 flugvjelar, en mist sjálfir 2.
Deutsches Nachrichtenbiiro
skýrir frá því, að 5 bresk-
um skipum í skipalestinni,
samtals 37500 smálestir
hafi verið sökt. Bretar geta
ekki um tjón á skipalest-
inni.
Þjóðverjar sögðu í gær, að
þar til kl. 5,30 hefðu 7 bresk-
ar flugvjelar og 4 þýskar verið
skotnar niður.
Bretar geta þess, með jiokkuni kald-
liæöni, að ftalir notuöu vopna-
hljesdagmn, til þess aö gera fyrstu á-
rásina, sem Bretar verða varir viö, á
fyrverandi bandamann. Þeir geta þess
einnig, að Mussolni hafi í gær orðið
að þeirri ósk sinni, aö ítalskar flug-
vjelar geystust yfir England, til að
brjóta það á bak aftur. Tveim ítölskum
flugvjelum tókst að komast yfir
bresku ströndina, en þær voru þegar
í stað skotnar niður. 7 ítalskir flug-
menn eru nú fangar í Englandi, segir í
Lundúnafregninni.
fiir Edward Grigg, aðstoðarhermála-
ráðherra Breta sagði í ræðu í gær-
kvöldi, að Bretar „yrðu að greiða ít-
ölum högg á landi, á sjó og í lofti,
greiða þeim högg alstaðar, en framar
öllu greiða þeim hörð högg“.
Breska flotamálaráðuneytið tilkynti
í gær, að flugvjelar af „Ark Royal“
hefðu gert loftárás á borgina Cagliari
á Sardiniu. Allar flugvjelarnar komu
aftur heilu og höldnu.
framh. á sjöundu síðu.
Mr. Chamberlaln
er Iðtinn
T7I ánar blöktu á hálfa stöng á
*- öllum opinberum byggingum
í London á sunnudaginn, er það
spurðist að Mr. Neville iChamber-
lain, fyrverandi forsætisráðherra
Breta, hefði látist að sveitaheimili
sínu í Hampshire kvöldið áður.
Fregnin kom frá konu Chamber-
lains, sem var hjá honum, þegar
hann ljest.
MOLOTOFF, forsætis- og utanríkismálaráð-
herra Rússa, steig fæti sínum í fyrsta
skifti út fyrir landamæri Rússlands, er
lestin, sem flytur hann á fund Hitlers í Berlín, stað-
næmdist augnablik við þýsk-rússnesku landamærin síðdeg-
is í gær. Þar var fulltrúi þýska utanríkismálaráðuneytis-
ins til að taka á móti honum og fylgdarliði hans.
I för með Molotoff eru 32 háttsettir embættismenn
Rússa, þ. á. m. aðstoðarfulltrúar verslunarmálaráðuneyt-
isins, iðnaðarmálaráðuneytisins, flugvjelaframleiðslunnar,
og fulltrúi innanríkismálaráðuneytisins.
von Ribbentrop, utanríkismálaráðherra Þjóðverja tekur á
móti Molotoff og föruneyti hans á járnbrautarstöðinni í Berlín
í dag. Það er búist við að Molotoff gangi þegar í stað á fund
Hitlers.
Erlendir frjettaritarar í Berlín gera ráð fyrir, að Molotoff
verði í Rerlín í tvo daga, eða þar til á fimtudaginn, en eitthvað
af föruneyti hans verður þá eftir til frekari samningagerða,
Þýsk blöð lofa þýsku þjóðinni „árangri, sem spenna mun
um allan heiminn“ af þessari heimsókn Molotoffs.
Völkischer Beobachter talar um að breskir stjórnmála-
menn hafi orðið orðlausir, þegar þeir frjettu um bina
væntanlegu heimsókn Rússans til Berlín.
Blöðin minna á, að von Ribbentrop hafi látið svo um mælt
fyrir ári, þegar þýsk-rússneski vináttusamningurinn var undir-
skrifaður, að sagan sýndi, að þegar samstarf væri milli Þjóð-
verja og Rússa, þá vegnaði báðum þjóðunum vel, en þegar þær
hefðu verið óvinir, þá hefði farið illa fyrri báðum. Blöðin segja,
að Þjóðverjar hafi nú tekið upp aftur stefnu Bismarks, sem
mælti svo fyrir, að Þjóðverjar skyldu hafa góða sambúð við
Rússa.
í rússneskum blöðum stingur nokkuð í stúf við þessi há-
fleygu skrif Þjóðverja, því að þar er (í Pravda), minst á Ber-
línarheimsókn Molotoffs í þrem málsgreinum neðst á síðu, þar
sem skýrt er frá brottförinni frá Moskva, en þá voru viðstaddir
á járnbrautarstöðinni, ýmsir æðstu menn Rússa, sendiherrar
Itala og Japana o. fl.
Árás á „Empress o!
Japan“, 26 þús. smál.
T fregn frá Berlín á sunnudag-
-*■ inn var skýrt frá því, að
þýsk flugvjel hafi varpað sprengj-
um yfir 26 þús. smálesta breska
skipið „Empress; of Japan“.
í fregn frá London í gær segir,
að „Empress of Japan“ sje nú
komið til breskrar hafnar, lítið
laskað eftir viðureignina við þýsku
flugvjelina. Sprengja fjell nálægt
skipinu, en ekkert manntjón varð
um borð.
Amerískir frjettaritarar í Ber
lín síma, að Þjóðverjar leggi á-
herslu á, að engar eigingjarnar
hvatir liggi til grundvallar því,
að þeir hafa boðið Molotoff að
sækja sig heim, heldur líti þeir
svo á, að þeir sjeu fulltrúar öx-
urríkjanna, ítala og Japana.
Fregnir hafa borist um að Ci-
ano greifi sje væntanlegur til
Berlín og að hann muni taka
þátt í viðræðunum og einnig
sendiherra Japana í Berlín.
En öllum fyrirspurnum, sem
amerísku frjettaritararnir báru
fram á fundi sínum í þýska utan-
ríkismálaráðuneytinu í gær, um
það, hvað rætt myndi verða um,
var vísað frá með kurteislegum
málalengingum. Frjettaritararnir
vekja hinsvegar athygli á því, að
mikið er rætt í þýskum blöðum
um að þríveldabandalaginu sje
ekki stefnt gegn Rússum, heldur
með Rússum, og hefir því skotið
upp fregnum um að ráðgert sje eitt
allsherjar bandalag, sem nái yfir
ríkin austan frá Kyrrahafi til
Njörvasunds: þ. e. bandalag Jap-
ana, Rússa, Þjóðverja, ftala,
Frakka og Spánverja.
Síðustu vikurnar hefir mikið
verið rætt um griðasáttmála Rússa
og Japana, og í gær bentu þýsku
blöðin á, að Rússar og Japanar
hefðu sameiginlegra hagsmuna að
gæta um það, að brjóta álirif
Breta í Austur-Asíu á bak aftúr.
Það hefir einnig vakið athygli, að
von Ribbentrop hefir rætt tvisvar við
sendiherra Japana síðustu dagana.
Eitt þýskt blað „Essener National
-Zeitung“ (blað Görings) mintist í
gær á Tyrkland í sambandi við
heimsókn Molotoffs, og í því sam-
bandi er á það bent, að von Papen
er nú staddur í Berlín.
Það er því ekki ólíklegt að rætt
verði um hið nýja viðhorf á Balkan-
skaga og í því sambandi um skiftingu
Balkanskagans á ný í hagsmunasvæði.
Associated Press segir, að alt bendi til
þess, að Berlínarviðræðurnar muni
verða til að efla aðstöðu Rússa.
Fregnir frá New York berma, að
Bandaríkjastjórnin muni fylgjast ná-
kvæmlega með því, sem gerist í Berlín.
Er vakin athygli á því, að samningar
lafa farið fram undanfarið milli IJ.S.A.
og U.S.S.R., en að afturkippur hljóti
að komast í þessa samninga vi‘5 Ber-
línarför Molotoffs.