Morgunblaðið - 12.11.1940, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 12. nóv. 1940
M0RGU:n6LAoIÐ
7
Gardinustengur
Stangalamir.
Trjelím.
Nýkomið.
Ludvig Slorr.
„Dettifoss0
fer annað kvöld (miðvikudags-
kvöld) vestur og norður.
Viðkomustaðir: Þingeyri, ísa-
fjörður, Siglufjörður, Akureyri.
pnr|Tca
Es|a
Hraðferð til Akureyrar fimtu-
dag 14. þ. m. kl. 9 síðd.
Kemur á Patreksfjörð, ísafjörð
og Siglufjörð báðar leiðir.
ATJGAÐ hvílist
xneð gleraugum frá
THIELE
Kerrupokar
margar gerðir fyrirliggjandi
MAGNI b.f.
Sími 5677 og 2088.
Irúóití haffitf meá"
RITS mfibeeiisdu^i
Mór
Sparið kolin með mó frá Búðum.
Pöntunum veitt móttaka í síma
5163.
Kristín Halldórsdóttir áttræð
Hver getur trúað því, að
Kristín Halldórsdóttir sje
áttræð í dag, eins og hún er ljett
á fæti og- glaður blær yfir allri
hennar framkomu.
Þegar jeg sá hana fyrst fyrir
nærfelt 40 árum, á írafelli í Kjós,
þar sem lnin bjó þá með manni
sínum, Sigurði Runólfssyni, þá
sýndist mjer hún lítið unglegri en
hún er í dag.
Litlu seinna fluttist hún búferl-
um hingað til bæjarins. Hjer stund
aði Sigurður sál. ýmsa landvinnu
á vetrum, en fór með konu sína
og fósturson í sveit á sumrum.
Við, sem ritum línum þessar,
vorum svo heppin að njóta fram-
komu og starfa þeirra í 5 sumur.
Hjá þessum hjónum fór saman
trvimenska, skyldurækni, og að
sem mestur arður yrði að vinnu
þeirra, varð áhugamál þeirra. Og
framkoma þeirra við börn okkar
var altaf svo ljúf og góð með
uppörfun í öllu, sem betur mátti
fara, að þeim og okkur er það
ógleymanlegt. Það er lán hverju
heimili, sem fær til sín það fólk,
sem er sístarfandi að heill heim-
ilisins í öllum greinum. Kristín
er búin að vera ekkja um 30 ár.
Margir velunnarar hennar voru
kvíðandi fyrir því, að hún mundi
láta bugast eftir það er hún misti
sinn góða eiginmann, sem hún var
svo einlæglega sameinum, En í
því skjátlaðist okkur. Því að eftir
fráfall hans óx henni svo mikið
þrek til að vera sem minst öðr-
um háð og bjarga sjer sjálf, svo
að hún þyrfti eigi að leita á náðir
annara. Og það er undravert
hvernig hún hefir altaf getað
hlynt að öðrum af sínum litlu
efnum. En okkur mönnunum
hættir svo við að líta á aðra frá
okkar eigin sjónarmiðum og gáum
ekki að, hvað inni fyrir býr. Henni
var gefin vöggugjöf, sem hún á
enn: einlægt barnslegt guðstraust,
sem hún hefir haft ásamt hæn og
þakkargjörð. Þaðan hefir henni
komið þrekið í raununum, skyldu-
ræknin í störfunum, trygðin og
hlýjan í allri umgengni; hlýjan,
sem hún kom inn hjá börnunum
okkar er svo traust, að þeim finst
hún altaf vera elsta systirin.
Nú. byrjar þii að feta níunda
tuginn, Kristín mín. Jeg veit að
þú fetar hann í sama trúartraust-
inu og áður, því að þú hefir altaf
fundið að guð vantar aldrei mátt
til að hjálpa þeim, sem treysta
honum. Og hann mun segja við þig
að lokum; Gott, yfir litlu varstu
trú, yfir mikið mun jeg setja þig;
gakk inn til fagnaðar herra þíns,
því að það, sem þú gerðir einum
af þessum minstu bræðrum mín-
um, það hefir þú gert mjer.
Um leið og þii byrjar þenna
nýja áfanga, kæra vina, óskum
við þjer, að þii verðir framvegis
jafn glöð og Ijett á fæti; já, að
þú verðir drotning í þínu litla
ríki á Fjölnisveg 2. K. + S.
Dagbók
□ Edda 594011127 — Fyrl.
I.O.O.F. Rb.st, 1 Bþ. 90111281/2
Næturlæknir er í nótt Halldór
Stefánsson, Ránargötu 12. Sími
2234. -
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni Iðnnn.
NSsturakstur annast næstu nótt
Bifreiðastöð Steindórs. Sími 1580.
80 ára er í dag Kristín Hall-
dórsdóttir, Fjölnisveg 2.
Hæsti vinningurinn í Happ-
drætti Háskólans í gær, 25 þús.
kr., kom upp á i/j miða, sem seldir
voru í umboðunum á Torfastöðum
í Biskupstungum, í Ilnífsdal og í
Borgarnesi.
Hamingjuhjólið heitir nýja neð-
anmálssagan, sem byrjar í Morg-
unblaðinu í dag. Hún gerist í Suð-
urríkjum U. S. A. og kemur víða
við, en lýsir einkum innhyrðis
haráttu karls og konu, sem ern
mjög ólík: JHann glæsimenni, af
göfugum ættum, þrátt fyrir alla
galla, og hún kvenhetja, sem gefst
ekki upp við erfiðleikana, þó ekki
hafi hún blátt blóð í æðum. Ilöf-
undurinn, Gwen Bristdw, íer þegar
þektur rithöfundur í Ameríku,
enda hafa bækur hennar verið
með mest lesnu bókum þar í álfu
síðustu árin, en „Hamingjuhjólið“
hlotið viðurkenningu víðar um
heim.
Útvarpið í dag:
15.30 Miðdegisútvarp.
19.25 Hljómplötur: Lög úr óper-
ettum og tónfilmum.
20.30 Erindi • Frá Vínarborg til
Versala, IV: Baráttan um sól-
skinið (Sverrir Kristjánsson
20.55 Erindi: Um skilning á tón-
ist, I (Páll ísólfsson).
Loftárásirnsr
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
Nokkru síðar vörpuSu 20 ítalskar
flugvjelar 60 sprengjum yfir Ark Royal,
en engin þeirra hæfði, og skipið er nú
komið til Gibraltar.
Breska, flugmálaráðuneytið tilkynti í
gær, að breskar flugvjeiar hefðu gert
loftárásir á Neapel og nokkrar borgir
í Albaniu.
I fyrrinótt gerðu breskai flugvjel-
ar mestu loftárásimar, sem þær
hafa gert í stríðinu, og spentu þær
yfir svæði norðan frá Eystrasalti,
vestur að Biscayaflóa og suöuv að
miðjarðarlínunni.
Breskar flugvjelar gerðu fyrstu árás
sína á Danzig og fóru þessar flugvjel-
ar 1600 mílna leið. Mesta árásin var
þó gerð á Dresden. Arásir voru einnig
gerðar á Krupp-verksmiðjurnar, Fokk-
er-verksmiSjumar í Hollandi og á kaf-
bátahöfnina, í Lorient við Biscayaflóa.
Ennfremur voru gerðar árásir á
Vlissingen og Le-Havre (þar sem 2000
smál. skipi var sökt), á Duisburg og á
15 flugvelli í Hollandi og Belgíu, sem
Þjóðverjar nota sem bækistöðvar fyrir
flugvjelar sínar, sem gera árásir á
England.
I Afríku gerð u bveskar flugvjelar á-
rásir á Abyssiniu og Eritreu.
N ýk omið:
Lífstykki og Mjaðmabelti — Brjósthaldarar,
Teygjubandabelti — Teygjubandabuxur,
Ullarsokkar — Flauel.
Versl. Dyngja, Laugav. 25
MORGUNBLAÐIÐ MEÐ MORGUNKAFFINU.
Okkar hjartkæra móðir, tengdamóðir og' amma,
JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR,
frá Sandi, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í dag, þriðju-
daginn 12. nóv. Húskveðja verður á heimili hennar, Mýrar-
götu 5, kl. 3 síðd.
Guðrún Georgsdóttir. Þórarinn Vilhjálmsson.
Jón Gíslason. Karen Jónsdóttir.
Sigríður Gísladóttir og barnabörn.
Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að konan mín,
RANNVEIG JÓNSDÓTTIR,
frá Stykkishólmi, andaðist á Landsspítalanum 10. þ. m.
I Hannes Stefánsson.
Móðir mín, ,
GUÐRÚN TÓMASDÓTTIR,
Fellsenda í Dölum, andaðist 9. nóv. að heimili sínu.
Finnur Ólafsson.
Hjartkær faðir og tengdafaðir okkar,
EINAR G. EINARSSON,
Laugaveg 85, andaðist að heimili sínu á sunnudagskvöldið.
Börn og tengdabörn.
Jarðarför
DR. PHIL. BJARNA SÆMUNDSSONAR
fer fram miðvikudaginn 13. þ. m. og hefst með húskveðju á
heimili hans, Þingholtsstræti 14, kl. 1 e. h,
Athöfninni í Dómkirkjujnni verður útvarpað.
Dætur og tengdasynir..
Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við
fráfall og jarðarför
INGVARS ÁGÚSTS BJARNASONAR
skipstjóra og skipverja hans.
Aðstandendur.
Innilegt þakklæti fyrir hluttekningu við hið
sviplega fráfall skipverja á s/s „Braga“ og við út-
för skipstjórans,
INGVARS ÁGÚSTS BJARNASONAR.
Geir Thorsteinsson.
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við fráfall og jarð-
arför
EINARS GUÐMUNDSSONAR
frá Hallskoti.
Aðstandendur.
Innilegt þakklæti til allra, nær og fjær, fyrir auðsýnda
hluttekningu við andlát og jarðarför föður míns,
ÓLAFS EINARSSONAR,
frá Garðbæ í Höfnum.
Fyrir mína hönd og annara vandamanna.
Einar Ólafsson.
I