Morgunblaðið - 16.11.1940, Page 3
Laugardagur 16. nóv. 1940.
MORGUNBLAÐIÐ
3
Hin nýja Akureyrar-
kirkja vígð á morgun
Stærsta hús þjóðkirkj-
r
unnar á Islandi
.
Nýja kirkjan a Akureyri.
VtGSLA hinnar nýju Akureyrarkirkju fer fram
á morgun. Biskup landsins, herra Sigurgeir
Sigurðsson framkvæmir vígsluna.
KveSjuguðsþjónusta var í gömlu kirkjunni á sunnudaginn var;
rakti vígslubiskup, síra Friðrik Rafnar, þar sögu kirkjunnar. Kirkjan
var áður að Hrafnagili. Með konungsbrjefi 1851 var veitt leyfi til að
fjytja kirkjuna ril Akureyrar og úrskurðurinn gefinn 20. júní 1860.
Akureyri var því annexía frá Hrafnagili t.il 1880, en þá varð hún
sjerstakt prestakall.
Fyrsti prestur á Akureyri var
síra Guðmundur Helgason. Hana
hafði brauðaskifti við síra Þór*-
hall Bjarnarson, síðar biskup, sem
þjónaði í nokkra mánuði. Var þá
síra Stefán Jónsson á Þóroddsstað
settur prestur á Akureyri og þjón-
aði hann þar til síra Matthías
Jochumsson kom 1887. Hann þjóii-
aði til 1900 og kom þá síra Geir
Sæmundsson, er þjónaði ti 1 1927.
Frá þeim tíma hefir síra Friðrik
Rafnar vígslubiskup þjónað á Ak-
urevri.
Gamla kirkjan var orðin alt of
lítil fyrir hinn fjölmenna söfnuð
Akureyrar. Var þess vegna fyrir
nokkrum árum hafist handa af
ýmsurn áhugamönnum um söfnun
í kirkjubyggingarsjóð. Gekk sjóðs-
söfnunin hægt lengi vel, en hin
síðari ár komst skriður á málið.
einkum fyrir ötula forgöngu síra
Friðriks Rafnars. Hann hefir unn-
ið kappsamlega að málinu. Einnig
hefir Kvenfjelag Akureyrarkirkju,
undir forystu frú Asdísar Rafnar
veitt málinu mikinn stuðning.
Kirkjan var afhent söfnuðinuin
1938. Alls munu hafa safnast i
samskotum og gjöfum xnn 40 þús.
krónur.
Byrjað var á grunni kirkjunn-
ar í september 1938 og unnu aðal
lega skólapiltar verkið í ákvæðis-
vinnu. Guðmundur Ólafsson bygg-
íngarmeistari bygði undirstöður
og kjallara. En aðalbygginguna.
töku í ákvæðisvinnu byggingar-
meistararnir Ásgeir Austf jörð,
Þorsteinn Þorsteinsson frá Lóni
og Bjarni Rósantsson. Indriði
Síra Friðrik J. Rafnar.
Helgason rafvirkjameistari hafði
umsjón ineð raflögnum. Raftækja-
verksmiðja Hafnarfjarðar sá um
hitunartækin. Ósvald Knudsen
málarameistari annaðist málningu.
Bekki smíðaði húsgagnameistari
Kristján Aðalsteinsson, en Ólafur
Agxistsson húsgagnameistari smíð-
aði altari og kórumbúnað. Lag-
myndir á söngloftsgafli gerði Ás-
mundur Sveinsson myndhöggvari.
Gúðjón Samúelsson, húsameistavi
ríkisins, gerði uppdrætti að kirkj-
unni og hafði yfirumsjón smíð-
innar. Formaður sóknarnefndar,
Kristján S. Sigui'ðsson hafði og
umsjón með verkinu.
Hin nýja, veglega kirkja mun
vera stærsta hús þjóðkirkjunnar
íslensku. Hún tekur 600 manns í
sæti, en getur rúmað 1000—1200
manns.
TJpplýsingar þessar fekk Morg-
unbiaðið símleiðis frá, frjettarit-
ara sínum á Akureyri.
Lýst eftír
póstbátntni
„01af“
r
Astæðttlaust að
óttast um bátinn
Slysavarnafjelagið auglýsti í út-
varpinu í gærkvöldi eftir
póstbátnum „01af“ frá ísafirði, er
fór frá Patreksfirði kl. 2 aðfara-
nótt fimtudags, á leið til Reykja
víkur, en var ekki kominn fram.
Voru skip, er kynnu að vera á
þessum slóðum, beðin að veita
bátnum eftirtekt og aðstoða hann.
ef með þvrfti.
Þegar Morgunblaðið átti í gær-
kvöldi tal við Jón Bergsveinsson,
erindreka Slysavarnafjelagsins,
taldi hann ástæðulaust að vera
hræddur um skipið. Þetta er 74
tonna gnfuskip og veður ekki
vont. Ilinsvegar var dimmviðrl
(hríð) við Snæfellsnes í gær.
Margir farþegar munu hafa verið
með „01af“ og telur Jón senni-
legast, að skipið hafi legið í land-
vari sunnan við Snæfellsnes og
væri að bíða eftir að birti. Tal-
stöð er í „01af“, en hann svaraði
ekki kalli, hvort sem það stafar
af því að stöðin hafi verið biluð
eða ekki í notkun; um það verð-
xir ekki sagt.
Ægir fór vestur í gæi’kvöldi og
átti að svipast um eftir bátnum.
Eldborgin fekk
bráðabirgðavið-
gerð í Eyjum i
Eldborgin hefir nú fengið
bráðabirgðaviðgerS í
Vestmannaeyjum og farin út
með fiskfarminn.
Voru tekin 8 tonn af fiski úr
skipinu í Eyjum til þess að
Ijetta á því, en þess þurfti með,
vegna þess að talsvert af sem-
enti var sett fram í, þar sem
skemdirnar voru, en það þyngdi
skipið á sjónum.
Sjópróf voru haldin í Eyj-
um yfir skipsmönnum á Eld-
borginni. Er gert ráð fyrir, að
með þeirri bráðabirgðaviðgerð,
sem skipið fekk í Eyjum, geti
það óhindrað farið ferðina ut
og heim aftur. Fær svo skipið
fullnaðarviðgerð, er það kem-
ur til Reykjavíkur.
Pólska skipið, sem rakst á
Eldborgina, hafði stutta viðdvöl
í Eyjum og liggur nú hjer í
Reykjavík. Hófust hjer í gær
sjópróf yfir skipsmönnum, en
gengu erfiðlega að byrja með,
vegna þess að skipstjórinn var
vandlátur með túlkana.
A hftnu leftllnu
Stauning svarar orð-
rómi um stjórnar-
skifti í Danmörku
„Engin staðfesting á fregnum
um amerískar flugvjelastöðv-
ar á Grænlandi*
THORVALD STAUNING, forsætisráðh. Dana,
las upp í danska þjóðþinginu í gær yfirlýs-
ingu, sem var á þessa leið í stórum dráttum:
Undanfarið hefir mikið verið talað um myndun nýrrar
stjórnar í Danmörku. Það getur auðvitað komið til mála, að
stjórnin verði endurskipulögð, en það verður þá að gerast á lög-
legan hátt.
Það getur ekki gerst á þann hátt, að ekki sje tekið tillit til
ríkisþingsins. Konungurinn getur ekki skipað nýja ríkisstjórn
án tillits til ríkisþingsins, enda hefir konungur enga ósk látið í
ljós í þá átt. Hjer í landinu er lögleg stjórn, sem nýtur stuðn-
ings ríkisþingsins.
í stjórnarskránni er gert ráð fyrir að hinir þrír aðilar,
konungur, ríkisstjórnin og ríkisþingið starfi saman. Það er ekki
hægt að ganga á snið við stjórnarskrána. En það er hægt að
breyta stjórnarskránni, en það verður þá að gerast á löglegan
hátt.
29.500 króna
sekt fyrir land-
hslgisbrot
H æstirjettur kvað í gær upp
dóm í málinu: Valdstjórnin
gegn Adolf Kristni Ársæli Jó-
hannssyni skipstjóra á b.v. Sindra,
er kærður var fyrir landhelgis-
brot.
Það var föstudaginn 30. ágúst
s.l. að varðbáturinn Faxi stöðvaði
Sindra, þar sem hann var að veið
um út af Arnarfirið. Við mæling-
ar yfirmanna varðbátsins kom í
Ijós, að togarinn var 1.2 sjóm.
inni í landhelgi. Við rjettarhöld-
in hjá sýslumanni Barðastrandar-
sýslu viðurkendi skipstjórinn 4
Sindra langhelgisbrot sitt og var
dæmdnr í 29.500 króna sekt. —
Hann áfrýjaði. Hæstirjettur stað-
festi dóminn.
Sækjandi málsins var Pjetur
Magnússon hrm. - og verjandi
Gunnar Þorsteinsson hrm.
Iþróttaf jelag Stúdenta. Aðal-
fundur Iþróttafjel. Stúdenta var
haldinn í Háskólanum í gær-
kvöldi. Fráfarandi formaður,
Skúli Thoroddsen, stud. med.,
skýrði frá störfum fjelagsins á
síðastl. ári og gjaldkeri Sigm.
Jónsson stud. med. las upp
reikninga og skýrði frá fjárhag
fjelagsins. — 1 stjórn fjelagsins
fyrir næsta starfsár voru kosn-
ir: Logi Einarsson, stud. med.,
formaður, Harald Wigmo, stud.
med. ritari og Jón Bergmann
;tud. med. gjaldkeri.
Lögbundið stjórnskipulag —
þjóðfjelag, sem reist er á lög-
um, það er það sem dapska
þjóðin vill.
Um það hefir verið rætt, að
láta fara fram nýjar kosningar
til Þjóðþingsins. En það væri að
gera þjóðinni þarflaust ónæði,
þar sem ekki er nema 1 pá ár
síðan þingið sem nú situr var
kjörið til næstu 4 ára.
Stauning vjek að lokum að
Grænlandi, og sagði að frjettir
þær, sem dönsku stjórninni
hefði borist þaðan, gæfu ekki
tilefni til neins kvíða. Hann
sagði, að danska stjórnin hefði
enga staðfestingu fengið á
fregnum, sem gengju um það,
að Bandaríkin væri að koma
sjer upp flugvjelabækistöðvum
á Grænlandi.
VIÐSKIFTI DANA
OG ÞJÓÐVERJA.
Eric Scavenius, utanríkismála-
ráðherra Dana, stóð upp, er Staun-
ing hafði lokið máli sínu, Oig gaf
yfirlit yfir utanríkisverslun Dana.
Scavenius sagði, að þegar mark-
aðir Dana í Vestur-Evrópu hefðu
lokast, hefðu þeir orðið að hætt.a
að greiða vörur sínar méð frjáls-
um gjaldeyri. Þeir hefðu orðið
að skipuleggja utanríkisverslun
sína á „clearing“-grundvelli“.
Þeir hefðu þegar haft „clearing“
samning við Þjóðverja, svo að
gagnvart þeim hefði engin breyt-
ing gerst í grundvallaratriðum. En
það væri ekki nema eðlilegt, að
viðskifti Dana við Þjóðverja hefði
aukist. Það hefði verið Dönum
mikið happ, að Þjóðverjar hefðu
haft það skipulag á atvinnumál-
um sínum, að þeir hefðu getað
keypt af þeim vörur þeirra, sem
ekki þyldu langa geymslu.
Hinsvegar væri það eðlilegt, að
Þjóðverjar gætu ekki greitt inn-
flntninginn frá Danmörku með
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU