Morgunblaðið - 27.11.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.11.1940, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 27. nóv. 19401 KVENÞJÓÐIN OG J1EIMILIN Hollfáð fyrir húsmóðurina Tannrækt Hvar má 111111111111111111111 á kveftímum [ kvenfólk leykja? 1. Ákveðið fyrirfram dagsverk- ið á heimilinu. 2. Byrjið daginn snemma. 3. Verið stundvísar og hafið matinn tilbúinn í tæka tíð. 4. Framreiðið aldrei mat við ó- lireinlegt borð. 5. Notið sjerstaka skeið, til þess Orcðicð' bragða á matnum með. 6. Notið mál og vog. 7. Gætið sparneytni. Látið ekk- ert fara til ónýtis. 8. Ilafið hvern hlut á sínum stað, og stað fyrir hvem hlut. Látið hvern hlut á sinn stað strax eftir notkun. !). Haldið eldhúsi, eldhúsborði og vaski öllu vel hreinu. 10. Hafið alt hreinlegt í kring- um yður og verið sjálf hrein og þokkaleg til fara við húsverkin. Góðan daginn! T T ún bjó alein, og kunni því reyndar ekki sem verst. En henni þótti leiðinlegt, að enginn bauð henni góðan daginn á morgnana. Það eru miljónir króna á ári, sem beint og óbeint ganga í gegn um hendur ísl. hvismæðra, til matarkaupa fyrir heimilin. En hvernig er þessum innkaupum varið? Hvernig fara þessi innkaup fram hjer í höfuðstaðnúm, þar sem þriðjungur þjóðarinnar býr? Það mun sanni næst, að hin <daglegu innkaup húsmæðra fari alla-jafna fram þannig, að þegar húsmóðirin sjer, að hana vantar eitthvað, fer hún í símann og Jiringir í búðina og biður um að senda sjer það, sem hana vantar. Á hún þá alt undir búðarmannin um, hvernig varan, sem hún fær, verður. Það er seljandinn, sem velur vöruna, en ekki kaupand- inn! Auðvitað gerir þetta fyrirkomu- lag vöruna miklu dýrari, {>ví að það kostar kaupmanninn stórfje, að verða að senda hvern hlut heim í húsin, en allur sá kostnað- ur legst á vöruna. Og auk þessa fer húsmóðirin oft á mis við hag- kvæm innkaup. með þessu fyrir- komulagi. Hin hagsýna húsmóðir fer út með körfu sína á handíeggnum, til þess að gera innkaup. Hiiii velur að minsta ko>ti sjálf )>að, sem hún kaupir. Hún telur ekki eftir sjer sporin; ef henni líkar ekki varau eða verðið á þessum stað, fer hún til hins næsta o. s. frv. Á þann hátt sparar húsmóðirin stórfje fyrir heimilið, auk þess sem hún fær tryggingu fyrir því. að hún sje ánægð með vöruna, sem bún kaupir. Það eru auðvitað ýms tormerki á því, að <>I1 innkaupin geti að fullu verið í þá átt, sem hjer er drepið á. Én húsmæður ættu að MUNIÐ — gera meira að því, að kaupa inn — — — að hægt er að geyma sjálfar, en )>ær gera nú að jafn- rifinn sítrónubörk langan tíma, ef aði. Þær mvndu brátt finna, að Jsykri er blandað saman við hann, þetta eru hyggindi, sem í hair og hann síðan látinn í glerkrukku koma. I með loki á. Burstið tennurnar að minsta kosti tvisvar á dag, og skol- ið munninn helst eftir hverja máltíð. I Notið tannpasta eða tannkrít | (fæst í apótekum), það er jafn nauðsynlegt tönnunum og sápa höndunum. Það er bæði hreins- andi og hressandi fyrir munn og tennur að bursta tennurnar með j grófu matarsalti. Sjerstaklega er það gott, ef maður er kvefaður. Saltvatnið er gott fyrir slímhúð- ina í munni, hálsi og nefi. Þykir það oft gott ráð við nefkvefi að draga saltvatn upp í nefið. lllllllllllllllllllllllu ’ Þá var ]>að að einni vinkonu hennar kom ]>að snjallræði í hug, að gefa Iienni dúk á morgunborð- ið. Hún lieypti hörgult ljereft í dúk, teiknaði á hann með stórum bókstöfvun „Góðan daginn" og saumaði síðan stafina með sitt hverjum lit. Þá saumaði hún og bekk í kring með skærum litum. Gjöfinni var tekið af miklum fögnuði af einbýliskonunni. Hio-Kaffi fyrirliggjandir Ólafur Gíslason & Co. h.f. Sími 1370 (þrjár línur). Tannbursta má ekki hreinsa úr sjóðandi vatni, þar sem hárin losna úr þeim við það. Er best að hreínsa þá úr volgu saltvatni og hengja síðan til þerris við opinn glugga. Votir tannburstar eru nefnilega hættuleg gróðrarstía fyrir sóttkveikjur og lítt þrifa- legir á að líta. Burstarnir verða líka linir á því að vera stöðugt votir, og verra að hreinsa tenn- urnar með þeim fyrir bragðið. Birta, loft og sól hafa sótt- hreinsandi áhrif á burstana, og það er því ekki gott að láta þá standa á dimmum stað. En sjeu þeir*ekki hengdir upp, eins og fyr segir, verður að minsta kosti að láta þá standa í glösum þann- ig, að skaftið snúi niður, svo að vætan fari fyr úr þeim. Á hálsbólgu- og kveftímum, eins og nú eru, er þýðingarmikið að gætá hreinlætis í hvívetna í þessum efnum sem öðrum. Nú hafa Morgunblaðinu borist margar athugasemdir frá lesend- um 'um J>að, hvar þeiin finst til- hlýðilegt að kvenfólk reylti, án þess að J>að hneyksli náungann. Hjer er álit þriggja lesenda, en fleiri verða birt í næstu Kvenna- síðu: ★ Fyrir fáum árum vakti það hneyksli, ef stúlka sat á kaffihúsi og tók upp sitt eigið vindlinga- veski og fór að reykja. Nú hneykslar þetta engan. Jeg álít, að stúlkur finni það best sjálfar, hvar þær geta leyft sjer að kveikja í sígarettu, án þess að til þess sje tekið. ★ Stúlkan má reykja hvar sem hana lýstir, nema helst ekki í rúminn. ★ Danskur lesandi nefir misskilið spurninguna og svarar ]>ví nokk- uð út í hött.'Þó þykir kvennasíð- unni rjett að birta ]>að, sem hann segir, þar sem -það getur verið til viðvörunar og sýnir, að 'það eru ekki allir, sem líta hýrum augum til íslensku stúlkunnar. Hann segir eitthvað á þá leið, að þar sem Islendingar láti sjer mjög ant um að slá öll heimsmet, t. (1. hvað snerti aldur á ráðherr- um, lögreglustjórum, fjölda nefnda, einkasala o. s. frv., 'þá sje enginn vafi á því, að íslensk- ar konur slái öíl met hvað snerti nevslu tóbaks og áfengis. Hver vill mala korn? Frá húsmóður hjer í bæn- um hefir „Kvennasíðunni" borist eftirfarandi til birt- ingar: Er enginn, karl eða kona, hjer í Reykjavík, sem 'vill skapa sjer atvinnu með ]>ví að mala korn ? Á enginn kvarnarsteina ? Hjer er heill hópur manna, sem ekkert vill annað en nýmalao hveiti og rúg og gengur á milli góðkunningjanna, sem eiga litíar handkvarnir, til að mala. En vegna þess, hve þetta er miklum eifiðleikum bundið og áníðsla mik- il við heimilin, sem eiga kvarnir, hefir verið rætt um ]>að að reyna að fá hreinlegar manneskjur til að taka að sjer þenna starfa. Og gæti það orðið atvinnugrein fýr- ir fleiri eða færri. Við vitum að hjer er kornmylla, en nú þýðir ekkert að- bíða leng- ur eftir að hún taki þetta verk að s.jer. Snúum okkur því að handafl- inu og treystum, að einhverjir auglýsi sig til þessa starfs sera allra fyrst. Húsmóðir. Flcskur í staðinn fyrir blóm. Tískumær ein í Búdapest hefir tekið upp það ráð að skreyta samkvæmiskjólinn sinn með litl- um flöskum með gullfiskum í. • „Blómin visna og deyja“, seg- ir hún, „en gullfiskana get jeg geymt lifandi í vatni þann tíma, sem jeg nota ekki kjólinn". „Best klædda“ konan í heimi. Við atkvæðagreiðslu, sem fram var látin fara í ýmsum háskólum í Ameríku um það, hver væri „best klædda“ konan í heimi, fekk Elísabet Englandsdrotning flest atkvæði. Áður var það hertogafrúin af Kent, mágkona Bretakonungs, sem þótti best klædd allra breskra kvenna. VITIÐ ÞJER: — — — að ef sápurákir hafa komið á rúðurnar við glugga- þvott, er best að þvo þær af með vatni, blönduðu ediki. Það er eklci að furða þó að kvenfólkið hafi mildar mætur á fallegu refaskinni, því að fallegur refur'er til mikillar prýði, hvort sem það ci við óbrotinn millikjól, eins og sýnt er á myndinni. fallega „dragt“, eða kápu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.